Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 2
JP ens Otto Krag, forsætisráð- herra Danmerkur, er 51 árs, fæddur hinn 15. september árið 1914 í Randers á Jótlandi. Ferill hans hef- ur verið hraður í dönsku stjórn- málalífi, þótt ekki hafi því verið spáð fyrir honum. Hann vildi verða blaðamaður, en var ekki álitinn hæfur. Upphaflega óskaði hann sér þess ekki að verða atvinnustjórn- málamaður, en einungis 33ja ára gamall varð hann viðskiptamálaráð- herra í stjórn Hans Hedtofts. Þetta var erfið og óvinsæl staða, sem hann réð varla við. Einungis vegna þess, að Krag er viljasterkur maður og flokkur hans, danski sósíaldemó- krataflokkurinn, hélt hlífiskildi yfir honum, varð þessi ráðherra- staða honum ekki að pólitísku falli, heldur fremur skref upp á við til hærri embætta, þótt óbyrlega blési um hríð. Samt mun engan hafa grunað þá, að hann ætti eftir að verða forsætisráðherra. Jens Otto Krag lenti fljótlega í stjórn- málalegri andstöðu við fjölskyldu sína. Faðirinn var í Róttæka flokknum (Radi- kale venstre) og aðrir í fjölskyldunni skiptust milli annarra borgaralegra flokka. Þegar á menntaskólaárum sín- um gekk Krag í félag ungra sósíaldemó- krata. Margt af því, sem einkennir hann nú, var þegar orðið einkennandi fyrir hann í æsku. Þá þegar kaus hann helzt að vera einn og umgangast aðra að eins litlu leyti og unnt var. Hann var hæg- látur, nokkuð feiminn, átti fáa kunn- ingja og enn færri vini og vildi miklu fremur lesa í einrúmi en leika sér í margmenni. Skólabræður hans frá menntaskóla- og háskólaárum segja, að hann hafi verið betur þroskaður and- lega en jafnaldrar hans. F aðir hans, Anders Kragh (Jens Otto sleppir h-inu aftan af), seldi land- búnaðarvélar, en verzlunin gekk illa hjá honum, og að lokum hætti hún. í stað þess urðu tekjurnar af lítilli tób- aksbúð að nægja til þess að framfleyta fjölskyldunni, þ.e. Anders og konu hans og börnunum tveimur, Jens Otto og systur hans, Grethe, sem er sex árum yngri. — Ég tilheyri hinni eyðilögðu milli- stétt, sagði íorsætisráðherrann eitt sinn. Svo mikið er víst, að lækkun fjölskyld- unnar í þjóðfélagsstiganum hafði áhrif á Krag í uppvextinum. Hann segir sjálf- ur meðal annars um þetta í viðtali, sem birtist í sænsku blaði: „Við vorum eins konar miðstéttarfólk, en tekjur heim- ilisins voru mjög litlar. Því fann ég fyrir í menntaskólanum, en þá (eins og nú) voru þar aðallega börn úr hinum efri miðstéttum og yfirstéttum. Ungur maður tekur það nærri sér, þegar hann sér allt, sem „hinir“ hafa, en hann ekki sjálfur. Meðan „hinir“ bjuggu í glæsi- Jens Otto Krag legum húsum eða dýrum íbúðum með baðherbergjum, höfðum við salerni úti í garðinum, og um kvöldin sofnuðum við við róandi rottunagshljóð í veggj- um loftherbergjanna. Ég var ylfingur í skátahreyfingunni og tók mikinn þátt í keppni míns flokks við skátaflokka í öðrum bæjum. Oft þurfti ég í sam- bandi við það að gista hjá ókunnu fólki, foreldrum annarra skáta. Fyrsta spurning foreldra var alltaf: „Hvað er pabbi þinn?“ Hvað kom þeim það við? Annars var hann vindlakaupmaður, frambjóðandi radíkala í bæjarstjórnar- kosningum og mjög skynsamur maður, en það gat verið örðugt að útskýra það, þegar maður er tólf ára, stendur til sýnis á miðju gólfi í fínu húsi í ókunn- ugum bæ og hefur það á tilfinningunni, að það sé bót aftan á buxunum". Kragh vindlasali hafði ekki meira en til hnífs og skeiðar. Jens Otto gerðist garðyrkjumaður í frístundum sínum, bæði af því að hann hafði gaman af þvi og af því að það færði honum vasa- peninga. Hann ræktaði einkum hreðkur og steinseljur í garðholu sinni, fór sjálf- ur með - uppskeruna á torgið O'g seldi hana á tvo aura knippið. Til að auka tekjurnar tindi hann einnig jarðarber. Hæfileikar hans gerðu það eðli- legt, að hann gengi menntaveginn og færi í menntaskóla, en fjárhagslega var það allt annað en sjálfsagt. í mennta- skóla lét hann fyrst í ljós pólitíska skoðun sína, — eldrauða á litinn. Hart- vig Frisch hafði mikil áhrif á stjórn- málaskoðanir hans, en þær mótuðust af atvinnuleysi, fátækt og nagandi öf- und í garð „hinna“. Skreðarameist- ari einn, sem hafði vinnustofu sína nálægt heimili Krags, kom honum fyrst í kynni við sósí- alismann. Skraddaraþankar klæð- skerans komu róti á hug hins unga manns, — og nú vildi hann sýna hug sinn í verki. Eitt sinn átti að syngja hyllingarsöng konungs í menntaskól- anum. Nemendurnir stóðu á fætur, all- ir nema Jens Otto Krag. Hann sat sem fastast, þegar fyrstu hendingarnar í „Kong Kristian" voru sungnar. Það var ekki fyrr en einn kennarinn tók kurt- eislega en- þéttingsfast í handlegg hans, að hann stóð upp. Hann hafði náð því, sem hann vildi: gefa lil kynna skoðun sína á konungdæminu. Krag hafði hug á að komast í félagsskap, þar sem hann gæti viðrað og varið skoðanir sínar, og Félag kristilegra menntaskólanemenda í Randers varð fyrir valinu. Krag var ekki sérstaklega hlynntur kristni og kirkju þá frekar en nú (hann er ekki lengur í þjóðkirkjunni), en í þessu fé- lagi deildu ungir menn um allt milli himins og jarðar, og það líkaði honum. Ekki voru nema fáir sósíaldemókratar í skólanum, og félag ungra jafnaðar- manna í Randers fékk augastað á hon- um. Hann var gerður að formanni sós- íaldemókrata í skólanum, en varð að segja af sér, eftir að rektor hafði talað við hann. Ástæðan var sú, að hann þótti ekki sinna náminu nógu vel og hefði ekki tíma til þess að taka meiri þátt í félagslífinu. Hann var þá farinn að lesa mikið auk kennslubókanna, skrifaði smásögur og orti ljóð, og þar að auki var hann fréttaritari fyrir Randers Dag- blad á sóknarnefndafundum í nágranna- byggðum bæjarins. Hann tók gott gagn- fræðapróf árið 1930; var sá þriðji hæsti í Randers með 7,13ri~meðaleinkunn, en þegar hann tók stúdentspróf úr stærð- fræðideild árið 1913, voru áhugamál hans utan skólans farin að segja til sín. Hann var nr. 11 af fimmtán í hans bekk með einkunnina 6,70. Hann var ekki í vafa um það, hvað hann vildi læra eftir stúdentspróf, þ.e. stjórnfræði, en hvernig hafði hann efni á því? Faðir hans gat ekki aðstoðað hann fjárhagslega. Móðurforeldrar hans hefðu getað hjálpað honum, en þau höfðu ekki áhuga á því, sízt eftir að hann var orðinn virkur sósialdemókrati. Um þessar mundir kom einnig í ljós, að presturinn, sem skirði hann, hafði gerzt sekur um pennaglöp, þegar hann færði nafnið inn í kirkjubækurnar og skráði skírnarvottorðið. H-ið hafði dottið aft- an af ættarnafninu. Jens Otto lét það gott heita, og hefur síðan kallað sig Krag en ekki Kragh, enda var hann á ýmsan hátt slitinn úr tengslum við fjöl- skyldu sína. Fjölskyldan gekk þó í á- byrgð fyrir 500 króna láni, svo að Krag gæti hafið nám í Kaupmannahöfn sem stud. polit. Nú færðist líf í hinn unga mann. Hann kastaði feimninni burtu, þegar hann fór að umgangast jafningja sína og skoðanabræður í Kaupmannahöfn. Andrúmsloftið hjá stúdentum átti vel við hann. Hann skemmti sér undir kjör- orðinu gamla „Wein, Weib und Cíe- sang“, — vín, víf og söngur, þótt hið síðasta hafi alltaf verið ein veikasta hlið hans, a.m.k. ef raddböndin eru ekki vel smurð fyrst, en tækifæri til þess voru oftar á stúdentsárunum en nú, þegar hann er landsfaðir og heimilis- faðir. Krag hlaut fljótlega vist á Garði (Regensen) og 90 króna mánaðarstyrk, sem hægt var að lifa af sæmilegu lífi. Þótt Krag tæki þátt í hinu glaða Garð- lífi, gætti hann námsins, og hafði líka tíma til þess að skrifa. Hann skrifaði oft greinar í tímarit verkalýðsfélaga, og til þess að drýgja tekjurnar, tók hann afrit af greinum og seldi þær fleiru en einu tímariti. Þótt líf hans á fyrri ár- um einkenndist af sparsemi, hafði hann Framhald á bls. 10. Framkv.stJ.; Ritstjórar; Auglýsingar: Ritstjórn Ut;;ef,mcii . Sigias Jónsson. ; Slgurður Bjarnason frá Vleur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Arnl Garðar Kristinsson. : Aðalstræti S. Sími 22480. : H.t. Arvakur. Reykjavilc. 20. marz 1966 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.