Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 15
Lope de Vega—(1562—1613): Vetrarskart Frostrósum skrýddir fríðir vetrarmorgnar — Munið blessað barnið mitt, sofandi í snjónum! Dýrlegir, hýrir desembermorgnar búnir blómaskarti beint af himnum ofan, frostrósum fríðum, sem Guð af gæzku sinni sendir til að milda ykkar ógnarkulda — En munið blessað barnið mitt, sofandi í snjónum! Sonja Diego þýddi. skulu missa Guðs ást í himninum eður og virðing sína hjá nunnunum .En ég hef allareiðu sýnt, að sá verður annað- hvort að' gjöra, sem heiftrækur er, og væri þá betra aldrei að reiðast eður að minnsta kosti láta reiðina ekki fá svo mikið vald yfir sér ,að hún brjót- ist út um munninn eður hendurnar. Og hef ég svo nokkuð talað um það, hvað skaðleg og dárleg að reiðin sé. Nú viljum vér síðan heyra, með hverju móti menn fái henni bezt í taumi haldið. að er að tala yfir sig, að segjast vilja eður kunna reiðinni aldeilis frá sér að hrinda. Fordild heiðinna spekinga er það. en ekki þekking kristinna manna á siálfum sér. Það er eins óhægt og ein- hiver segja vildi það hann kynni öldungis að deyða spillíng náttúrunnar, svo hún hreyfði sér aldrei, og er það aldeilis ómögulegt, svo lengi vér berum eftir pss þennan dauðlega líkama. Það er og ekki réttvíst, aldrei að reiðast. Reiðast eígum vér syndum og glæpum, reiðast eigum vér sjálfum oss, nær vér fremjum eitthvað af slíku, reiðast eigum vér og vandlega fyrir Guðs sakir. Þvi er það hvorki mögulegt né gagnlegt reiðina aldeilis burt að taka. En að setja skorður við henni, að sem minnst gangi hún yfir mál hóglætisins eður krenki samvizk- una, þar um á kristinn maður að láta sér hugað vera. Og er það hið fyrsta, eð vér iðulega hugleiðum, hvað skaðleg- ur og dárlegur löstur að reiðin sé, hvar um ég nokkuð talað hef í hinum fyrra partinum. Þar næst er það, að menn varist þeirra selskap, er oss mest kunna að egna til reiði eður sjálfir eru með þessum skaplöst plágaðir. Þar um talar Salómon (Prov. 22): Vert ekki vinur reiðins mánns, og gakk ekki með hinum galda, að þú lærir ekki hans vegu og hneykslir sálu þína. Þar að auki að menn varist þær orsakir, hvar af reiðin rlagar gjarnan að kvikna í mannsins brjósti. Og er það hið fyrsta, að vér ekki fouum yfir neinum illum ásetningi. Hvað þessi blóðhundur, Heródes, hafi í sinni haft, er af guðspjallshistoríunni augljóst, sem var að lífláta það saklausa, ný- fædda konungsefni, Jesúm, ekki svo af reiði eður illu skapi í fyrstunni svo sem af metorðagirnd, sem áður er sagt. En er hann sá, að þessi hinn illi ásetningur hafði ei framgang, þá kveikti djöfullinn íólskuna í hans hjarta, svo hann lét myrða þessi saklausu börn. Ekki var þetta hið fyrsta bragð satans við hann. Áður hafði hann látið af dögum ráða sina eigin sonu, Alexandrum og Aristo- foúlum, er þeir voru rægðir við hann, svo sem að sætu þeir honum eftir ríkinu, og þó án orsaka, svo sem af sögunum ráða má. Þetta er alltítt í heiminum. Sá sem ekki kemur fram sinni illri fyrir- ætlan, hann reiðist engum hlut svo mjög sem því, svo hann getur ekki af látið. Það sjá menn á Faraóni, er hann fékk ekki haldið ísrael á móti Guðs vilja (Exód.14). Það sýnir oss dæmi Sáls kon- ungs, er hann gat ekki Davíð fyrir komið (I. Sam. 21), Akabs dæmi, er hann ekki fékk svælt undir sig Nabots víngarð (I. Reg. 21), Gyðinga, er þeir fengu því ekki ráðið við postulana að láta af að prédika út af Jesú nafni (Act. 5). Dár- legt er þanninn að vilja stríða við hinn almáttuga. Svo blindar nú reiðin þann, sem illt hefur í sinni. Annaðhvort trúði Heródes spádómunum eður hann trúði (þeim ekki. Ef hann þeim ekki trúði, hvað dró hann þá til þess að fremja þetta guðlausa morð? Og ef hann þeim trúði, þá var það glópska að vilja berj- ast við Guð, en það sá hann ekki fyrir heiftinni, og þessari fólsku veldur nú iliur ásetningur. Vonzkan er frilla djöf- uisins, og eitt frjósamt kvikindi. Ein illska getur þúsund aðrar af sér, og er reiðin og heiftræknin fósturmóðir allra þeirra. Vakti því hver kristinn maður hjarta sitt og láti þar enga synd- samlega girnd inni drottna, heldur biðji Guð að skapa hreint hjarta í sér (Ps. 51), þá mun honum síður verða hætt við reiðinni. Að sönnu er það mannlegt að reiðast, þegar einn hefur gott i sinni og fær því ekki fram komið fyrir annarra illsku sakir, sem oftlega skeður, og er það skylt guðlegri vand- lætingu, en þó skulu menn ekki gefa þann taum reiðinni, að menn troði Guðs boðorð undir fótunum, því ei má illt gjöra svo, að gott fram komi (Róm. 3). Gjörum heldur skyldu vors embættis með þolinmæoi,- en felum Guði ávöxt- inn á hendur. En hitt er víst, að þess verri sem ásetningurinn er, þess stærri verður reiðin og óréttvísari, ef ásetn- ingurinn öðlast ekki sinn framgang. Það veldur því, að ef einn hrekkvís maður getur framkvæmt girnd sína, þá fagnar hann í hjarta sínu, á meðan hon- um þykir vænt um skömmina, hefur og marga, sem eins eru skapi farnir og hann, hrósandi þvílíku og kalla það vel gjört. Og þótt ekki séu þeir, þá vantar einn maktaimann aldrei einn hræsnara, sem gyllir það fyrir hans augum, sem honum reyndar Þykja þó klækir að vera. En beri af því, að hann nái fyrirætlan sinni, það gremst honum, því hann veit ekki einasta, að illmennska sín er í ljós komin, heldur þar ofan verður hann spjáður og lýtt- ur af hverjum manni svo sem sá, eð tók til að byggja og gat það ekki fullendað. Það sýnir oss dæmi morðingjans Heró- dis, er hann sá, að hann var gabbaður af vitringunum, þá varð hann ævareiður. Enginn hlutur er sá, er svo mjög upp- erti illt skap svo sem forsmánin og ekki einasta þá, sem vondir eru, heldur og góða menn, ef þeir eru annars nokkuð stórhjartaðir. Og þess vegna er það hið annað ráð á móti reiðinni að líta ekki stórt á sig, heldur eignast sál sína í þolinmæði eftir boði lausnarans (Lúc. 21), því fyrir utan það, að drambsemin spillir mannkostunum úr máta, hversu vel sem einn er að sér um marga hluti, þá gjöra allir menn sér að skyldu að kefja þann, sem mikillátur er og þyk- ist öðrum betri, og getur hann svo ekki á mis við það farið, að eigi beri hon- um margt reiðiefni ti'l handa, og því er gott að temja sér nokkurs konar mann- úðleika og um alla hluti fram kærleik- ar.n, um hvern Pálus skrifar (I. Cor. 13): Kærleikurinn er þolinmóður og góðgjarn, kærleikurinn öfundar ekki, kærleikurinn gjörir eigi illmannlega, eigi þýtur hann upp, hann er eigi ósið- samur, hann leitar ekki eftir því, sem hans er, hann er eigi þunglyndur, hann þenkir ekki illt, —- og er í þessari gull- vægu málsgrein allt það inni bundið, sem afstýra má reiði og fjandskap, en efla frið og eindrægni manna á meðal. Ver- öldin keppist nú um stundir við að tylla sér sem hæst, og sá er lýttur af mörgum, er það gjörir ekki, svo sem hafi hann eigi vit á að haida virðingu sir.ni, nema hann troði sér fram. O, hvað betra er og óhultara að setja sig inn í hinn yzta sess eftir lausnarans ráði (Lúc. 14). Þá mun virðingin sjálfkrafa eftir fylgja þeim, er svo gjöra. En hann, sem tyllir sér á þá tröppu, sem hann er eigi vaxinn til að stíga upp á, hann má vel taka sér vara, að ei þurfi hann að brjóta odd af oflæti sínu. Og ef svo kann til að bera, þá er engin önnur von á honum, sem hefur gjört mikið af sjálfum sér, en að honum gremjist það og hann keppist við á allar lund- ir að fá hefnd þar yfir. Er honum því illa farið, hvern veg sem það tekst. Nái hann hefndinni, þá stelur hann henni frá Guði, er segir: Mín er hefndin, ég vil endurgjalda (Róm. 12). En beri af því, verður hann lýttur af sínum líkum, veraldarinnar börnum, hver eð forsmá- ir þá, er Guðs syni fylgja í því að for- smá óréttinn. Hversu miklu betra er þá að hafa í fyrstunni sniðið sér stakk eftir vexti, svo ekki þurfti þeir að sníða hann upp aftur, er þú sízt vildir, þar til hann verður mátulegur eða kannske of lítill og sagt verði til þín: Gef þessum rúm (Lúc. 14), þótt eigi sé hann heiðarlegri en þú, sem þú mátt víkja fyrir. Því er ráðlegt að hafa sig í hófi, ef menn vilja ei gefa sjálfum sér né öðrum orsök til reiði og fjandskapar. Menn skulu ei heldur vera allt of grannskyggnir eftir óréttinum eður glöggvir í því að leggja það út á vondan veg, sem oss er til gjört. Það kann margt að vera gjört af fávísi, af bráðræði, af trausti til vin- áttu vorrar, af ótta, af annarra fortöl- um, er sá reiknar sér að vera til smán- ar gjört, sem er allt of viðkvæmur, hverjum sín virðing er sárari en þótt hann væri skorinn eða brenndur og reiðist þar fyrir oftlega ófyrirsynju, en vi!di kannske aldrei reiðzt hafa, þegar hann finnur sannleikann og hefur í bræði sinni annaðhvort gjört stærri órétt eður þolað heldur en tilgjörðin var í fyrst- unni, en skammast sín að játa síðan, að hann hafi farið villt, þótt hann þekki það, nær honum er reiðin runnin. Og þótt einhver óvirði nokkurn af ásettu ráði, þá er það víslega sagt, er Sólómon skrifar (Prov. 12), að hann sé vitur, sem lætur sem hann eigi sjái órétt- inn, því órétturinn er eins stór svo sem hann er af honum metinn, er hann líður. Enginn reiðist, nema hann ætli sig vanvirtan á einhvern hátt. f öllu þessu er ekkert betra ráð en að gefa reiðinni stundir og úthella henni ekki strax sem hún tekur einn, því biðin kann margt að auglýsa og þrotinn í hjartanu kann að sjatna á meðan og sá, sem vís er, hann gjörir svo. Það er heilnæmt ao pretta sjálfan sig í þvílíku og, þegar menn reiðir eru, að ætla sér að bíða betri tíma til að hefna síns vansa, en á meðan kann eitthvað að ske. Ég kann að deyja, og skal mig þá aldrei iðra þess, að ég hafi sleppt hefndinni. Hann kann að deyja sem mér til gjörði, og get ég þá eigi heldur iðrazt þess, að ég tilgaf honum, hverjum ég þó gjarna vil samfagna í himnaríki. Og verði hvorugt af þessu, þá kannske hann iðrist og færi mér aftur virðingu mína með ávexti, þá hef ég vel beðið og tekið hlut á þurru landi. Verði eigi heldur það, þá hef ég tóm til að hugsa mig um, hvern- inn ég fái það bætt, er ég liðið hef, með sejn minnstum skaða beggja okk- ar. Alleina er að vakta sig fyrir þvi, að heiftin snúist ekki upp í hatur, ef menn geyma reiðina, sem þeim er hætt við, er ekki óttast Guð og hverjum að föl er sín eilíf velferð fyrir virð- ingu heims þessa. Guðsbörn gjöra það ekki, sem himnaríkið erfa vilja. Þau láta sólina ekki undir ganga sína reiði né gefa djöflinum rúm (Eph. 4). En hverninn sem öllu þessu er varið, þá fæ ég alltíð tóm til þess, ef ég heftii reiðina, meðan hún er sem bráðust, að hugsa um, hvað betra sé að líkjast mín- um frelsara, sem mótmælin þoldi (Hebr. 12), og drottna svo með hónum eilíflega heldur en að vaða uppi með heiminum og fyrirfarast svo með honum og öllu því, sem í honum er (I. Jóh. 2). ví vil ég brúka ráð hins gamla Platonis, er hann bauð þeim, sem reið- ur væri, að skoða sig í spegli, á meðan hann væri hvað grimmastur, og mundi hann hræðast sjálfan sig. En ég vildi skoða mig í minni mold og ösku, þegar nokkuð frá liði, ef ég gæti stillt bræð- ina, meðan hún er sem mest og skoða þar, hvað lítið ég á undir sjálfum mér, ég, sem er eitt blómstur, er fölnar strax sem andi drottins blæs á það (Esa. 40), ein vatnsbóla, sem þýtur upp af vindinum, ein gufa, er sést um stund- ar sakir og hverfur síðan (Jak. 4), og mun ég þá bráðlega skammast mín og þenkja heldur á vesöld mína en hefnd- ina yfir honum ,sem ekki hefur kannske meira en ég á móti Guði, sem báða okkur skapað hefur og í hvers hendi að stendur beggja okkar gæfa og ógæfa. Ég vil alleina gleðja mig af því, ef honum þóknast að láta mig þola órétt sinna vegna (Matth. 5). En ég aumka minn óvin, að hann ekki þenkir hið sama og ég vil þenkja. Svo hugleiðið nú þetta, drottins börn, allir þér sem elskið yðar tímanlega velferð, þér sem elskið yðar sáluhjálp og allir þér, sem Guð elskið, gefið yður stundir til að þenkja um, hvað skaðlegur hlutur að reiðin sé, hversu skammvinn að sé sú gleði, er sá hefur af hefndinni, er hana tekur frá Guði. Látið yður í hug koma, að sálir yðar búi í heyhúsi, því allt hóld er hey, segir raust prédikarans, sem hróp- ar í eyðimörku (Esa. 40). Hversu fljótt kann það að verða til ösku brennt, þegar í því kviknar af heiftinni, og hvar erum vér þá? Hvað verður af þeim, er sjálfur hefur eyðilagt það her- bergi, er Guð fékk sálu hans til að búa í, nema að Guðs reiðieldur tekur við öskunni og brennur í henni allt til neðsta helvítis (Devt. 3) frá einni eilífð til annarrar? Vertu því snarlega sam- þykkur þínum mótstöðumanni, á með- an þú ert enn þá á vegi með honum, að ekki ofurselji hann þig dómaranum, en dómarinn kvalaranum, ög verðir þú svo í dýflissu kastaður. Sannlega segi ég þér, þú munt þaðan ekki út fara, fyrr en þú hefur goldið hinn síðasta pening (Matth. 5), sem aldrei verða mun um alla eilífð. Þar frá varðveiti hinn misk- unnsami Guð alla þá, sem á hans misk- unn og gæzku treysta, fyrir Jesú Kristí forþénustu. Amen. 20. marz 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.