Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 9
\ HVAR ERU ÞEIR NU?\ þau væru. Þarna voru meistaraverkin hreinlega í tonnatali. — >ú komst til Dachau, Sverrir. Er ekki svo? — Jú, ég kynntist bandarískum blaða- manni frá AP, Tom Ready að nafni, og ferðaðist með honum mikið,, m.a. tii Dachau. Þar voru þá réttarhöld- yfir fangabúðastjórum frá Austurríki, svo og SS-vélaherdeild, sem myrt hafði heilan herflokk bandarískra hermanna í Belgíu. Vorum við viðstaddir dóms- uppkvaðningu yfir tugum manna, sem dæmdir til dauða. Þar höfðu nazistarnir látið myrða 350.000 Gyðinga, flesta í gasklefunum ægilegu. Þar var og stór aftökugarður, og boraði maður með fingrinum niður í grassvörðinn, var vist að komið væri niður á byssu’ |'\lu. Þar voru margar tunnur af Gyðingaösku, jarðneskar leifar fjölmargra fórnar- dýra. í fangabúðunum voru þarna, þeg- ar ég var þar, 30.000 þýzkir stríðsfangar. og meðal þeirra Kesselring hershöfð- ingi. Ef ég man rétt, stóð í einu fangabúða- hliðanna — stafirnir voru úr smíðajárni: „Vinnan gerir yður frjálsan." —• Svo ferðu til Berlínar og kemur í kanzlarahöll Hitlers? — Já. Af öllum þeim borgum, sem ég kom til í þessari ferð, voru Beriín, Hamborg, Miinchen og Núrnberg verst leiknar. Það hefur sjálfsagt verið sál- fræðilegt atriði hjá bandamönnum að eyðileggja Núrnberg og Múnchen. f þessum borgum stóð eins og kunnugt er vagga nazistahreyfingarinnar. Bræð- ur mínir höfðu komið til Berlínar fyrir stríð og man ég sérstaklega eftir korti, sem Úlfar bróðir sendi mér, því að á því var mynd af sérstaklega failegum- garði, Tiergarten í Berlín. Vorið 1946 var þessi garður hins vegar kartöfla- garður. Öll trén höfðu verið höggvin í eldivið og meira að segja ræturnar rifn- ar upp líka. Fólk, aðallega konur, voru í garðvinnu. IC anzlarahöllin var mikið og rammgert hús. Þegar að var komið voru þar rússneskir hermenn vopnaðir hand- vélbyssum og gættu þess, að enginn færi inn í það. Þegar við höfðum skot- ið að þeim vindlingum áttum við greiða leið inn í höllina og þá einnig loftvarn- arbyrgi Hitlers. Byrgi þetta var 10 m. niðri í jörðu, mjög rammgert. Þar niðri var t.d. í'búð Hitlers og Evu Braun og heilt herbergi, sem var símstöð, svo að ekki varð karlinn sambandslaus við sína menn, þegar hringurinn um Berlín tók að þrengjast, þótt hann hafi orðið að leita þar skjóls. í öðru herbergi var skrifborð hans, annars var byrgið stór- skemmt, rafmagnslaust ög innanstokks- munir 'brotnir. Þetta hefur þó sjálfsagt. verið þægilegasta íbúð. Fyrir utan kanzlarahöllina var stór garður og falleg tjörn og sundurskotið garðhús. Vorum við að láta okkur detta í hug, að ef til vill hefðu þau Hitler og Eva Braun set- ið þar og drukkið morgunte. Við stöldr- uðum við gjallhauginn þar sem sagt var að Hitler og Eva Braun hafi látið brenna lík sin. Einu sinni datt mér í hug að vita hvort dr. Gerlach, sem hér var þýzkur sendiherra á árunum fyrir stríð, væri ekki enn lifandi og enn í haldi. Svo var og fékk ég bréf hpp á það. í því stóð, að ég hefði . leyfi til að „yfirheyra" Dr. Gerlach. Að sjálfsögðu var ekki um heina yfir- Sverrir Þórðarson heyrslu að ræða, er fundum okkar bar saman. Hann var hafður í haldi í fangabúðum fyrir fyrrum embættis- menn nazistastjórnarinnar suður í fögr- um bæ sem Garmisch heitir og voru þar haldnir Vetrarólympíuleikarnir 1936. Eg mundi vel eftir sendiherranum af göt- um Reykjavíkur og einu sinni tók ég grind úr hliði fyrir hann uppi á Kalda- dal, þegar ég var þar á ferðalagi og okkur bar samtímis að hliðinu, mig og mína ferðafélaga og hann í hinum vold- uga tveggja dyra Benz sem margir full- tíða Reykvíkingar muna eftir. Dr. Ger- lach var hár og hermannlegur í öllu fasi, Ijós yfirlitum. Nú hitti ég fyrir þreytulegan mann, lotinn í herðum og ljóst hárið orðið þunnt og hæruskotið. Hann var í nankinsjakka við dökkar buxur. Við rifjuðum upp gamla daga frá Reykjavík. Hann neitaði því að hafa sett ýmsa málsmetandi íslendinga á svartan lista fyrir óvináttu í garð „Þriðja ríkisins" og hristi höfuðið er ég spurði hann hvort hann hefði ekki notað sendistöðina til að skeyta út njósnir sínar. Kvaðst hann aðeins hafa starfað innan hins diplómatíska ramma sem honum hafði verið settur. — Svo kemur þú til Núrnberg. Hvernig var umhorfs þar? — Borgin var nær öll í rústum eftir loftárásir. Fyrir stríð var þetta friðsæl og fögur borg. Þangað mændu augu þýzku þjóðarinnar, því að þar voru flokksþing nazistanna haldin með mik- illi viðhöfn. Það er erfitt fyrir mig, sem kem til Núrnberg á þessum eymd- artíma, þegar borgin er öll i rústum, að gera mér fyllilega grein fyrir, hvern- ig hún hafi verið útlits fyrir eyðilegg- inguna, nema af myndum. Hér voru haldnar margar hinna ofsalegustu Gyð- ingahaturs ræður og hér réðust einræð- isherrar Þriðja ríkisins með heift gegn ,.heimsveldissinnum“ sem vildu þýzku þjóðina feiga sögðu þeir og lýðurinn tók undir með hinu víðfræga slagorði Sieg lieil — Sieg heil. Gamlar steinlagðar götur þessa vinalega bæjar glumdu undir járnslegnum hælum SS-sveit- anna og Gestapómanna, — Hér hafði verið eitt fyrsta verk Bandaríkjamanna að sprengja í loft upp risastóran haka- kross á ieikvangi þeim sem flokksþingin voru haldin. Nú var ekki lengur neinn gæsagangur á götum borgarinnar. Nú voru ýmsir þeirra úr foringjaliðinu komnir hingað aftur og sátu nú undir hörðustu ákærum sem heimssagan segir frá. — Hvar bjóst þú í borginni? — Ég bjó í kastala Fabers blýanta- kóngs ásamt tugum biaðamanna af ýmsu þjóðerni. Þegar komið var í dómshúsið þar sem fóru fram, drógum við upp vega- bréf og skilríki. Mjög öflugur hervörður var við húsið. Á göngum hússins voru víða rammbyggileg vigi og hermenn með handvélbyssur. Hver sem var átti svo sannarlega ekki að komast inn í réttarsalinn. Þrátt fyrir allar varúðar- ráðstafanir tókst Göring þó í lok rétt- arhaldanna að fremja sjálfsmorð með eitri. Er áreiðanlegt, að engum, sem þarna var með mér, datt í hug, að slík yrðu örlög hans. Mér fannst handamenn nærri missa glæpinn, er Göring lék svona á þá. egar ég kom í fyrsta skipti i réttartfildin yfir nazistaforingjunum vitnastúkunni. Ég þekkti hann strax af fréttamyndum er ég sá hann. í salnum voru tveir franskir dómarar, tveir banda- rískir, tveir brezkir og tveir rússneskir. Hinir rússnesku báru einkennisbúninga, en hinir höfðu yfir sér dómaraskikkjur. Að baki dómurunum voru þjóðfánar sigurvegaranna. Andspænis dómurunum var gríðarstór stúka, sem umkring var af bandarískum hermönnum með hvíta lijálma, sem þeir fengu viðurnefni af cg voru stundum af gamansömum ná- ungum kallaðir „snow-drops“. í stúk- unni sat svo tuttugu og einn stríðsglæpa maður, menn sem steypt höfðu þjóð sinni út í mesta hildarleik allra tíma, nú áhrifalausir sakborningar. Blaðamanna- stúkan var hægra megin við stúku sak- borninganna. Áttum við auðvelt með að virða þá fyrir okkur, hvern og einn, þar sem þeir sátu og biðu örlaga sinna. Allar vitnaleiðslur voru jafnóðum túlk- aðar og gátum við blaðamennirnir vaiið um fjögur tungumál á heyrnartól- ur.um, ensku, frönsku, þýzku og rúss- nesku. Salurinn var líka notaður á tím- um nazistanna sem réttarsalur. Það vakti athygli mína, að í salnum var stytta af Móses með borðorðin tíu. Hafði hún staðið þar öll veldisár nazistanna. Fannst okkur blaðamönnunum þetta dálítið skrítið, Móses var þó Gyðingur! — Hvernig komu svo sakborning- arnir þér fyrir sjónir? — Flestir þeirra virtust vera með hugann við það, sem fram fór í réttar- salnum, nema Dönitz. Hann virtist vera úti á þekju og Streicher, sá sem fræg- astur varð fyrir Gyðingaofsóknirnar, og japlaði á einherju í sífellu. Göring sat næst okkur í sak- borningastúkunni. Hann var enn í prýðilegum holdum, en hár hans lítið eitt farið að grána. Hann var klæddur gráum einkennisbúningi, en bar ekki nein heiðursmerki. Hann var sí og æ að skrifa á miða, sem her- vörður tók frá honum og afhenti verj- anda hans. Hann virtist fylgjast með vitnaleiðslum af miklum áhuga. Blaða- mönnunum, sem lengi höfðu skrifað um réttarhöldin, bai saman um, að hann hefði athugað mjög gaumgæfilega öll atriði, sem fram komu í vitnaleiðslum. Þegar hann vitnaði sjálfur hafði það komið fyrir, að það var sem hann arottnaði yfir réttarsalnum með sterk- um persónuleika sínum. Það duldist eng- um, að þarna fór maður gáfum gæddur, en hendur hans voru blóði drifnar. R' udolf Hess sat næstur Göring. Framhald á bls. 11 Inngangur kanzlarahallar Hitlers, sem jöfnutf var við jörðu í stríðslok. Jeppabifreiðin er farkostur Sverris og félaga hans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9 20. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.