Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 11
Á erlendum bókamarkaði Saga: Everyday Life in Babylonia and Assyria. H. W. F. Saggs. B. T. Batsford 1965. 21/—. Batsford-útgáfan gefur út vin- sælan bókaflokk um daglegt líf manna á ýmsum tlmum. Þetta er nýjasta bókin í þessum flokkí. Þrjú þúsund árum fyrir Krist var blómleg menning á því svæði sem nefndist Mesópótamía, og þangað má margt rekja í menn- ingu fornþjóðanna. Skráðar heimildir og bókmenntir þeirra þjóða sem byggðu þetta land- svæði eru töluverðar, en hingað til hefur áhugi manna fyrir þess- ari sögu verið hverfandi al- mennt. Höfundur þessarar bókar dregur í henni upp ágæta mynd af þessum þjóðum og bókin verð- ur ágætur inngangur að frekari lestri um þetta landsvæði og þær þjóðir sem það byggðu. Höfund- ur segir sögu þessa svæðis í úr- drætti frá því um þrjú þúsund og til þrjú hundruð fyrir Krist. Síðan lýsir hann daglegu lífi manna á þessum sióðum í þremur ríkjum, sem frægust eru: Babý- lóníuríki fyrra, Assýríuríki og Babýlóníuríki síðara. Einnig lýs- ir hann hirðlífinu, skipulagi assýríska ríkisins og þjóðfélaginu á dögum Nebukadnesars. Einnig eru kaflar um trúarbrögð. Heim- ildir höfundar eru leirtöflur úr bókasöfnum Assýríukonunga og frásagnir sem varðveittust meðal Hebrea og Hellena. Myndir eru bæði í texta og prentaðar sér, bókaskrá fylgir og registur. Bók- in er lipurlega skrifuð og höf- undurinn er kunnur fræðimaður. i’ Jóhann Hannesson: lyi þankarunir | HAGRÆÐING er meðal töfraorða vorra tíma, líkt og ráð- stefnur, veraldarstofnanir (World Organizations), alþjóðasam- tök og annað álíka stórkostlegt. Af hagræðingu vænta menn sér óendanlega mikils góðs, jafnvel lausnar úr vanda, líkt og væri hún einhver verndandi andi, niður sendur frá himni til að framleiða sældarástand á jörðu. Hagræðing hefir meiri þyngd og vídd en það gamla hugtak hagræði hafði, því áður hagræddu menn sér með því að láta fara vel um sig, eða þeir hagræddu öðrum með því að búa vel um þá. Enn halda hjúkrunarkonur þeim hætti að hagræða sjúklingum til að þeim líði vel. Hagræðing nútímans beinist aftur á móti verulega að hlutum, stefnir að auði og allsnægt- um, þægindum og velmegun. Hagrséðingin er einkum fólgin í aðgerðum, sem stefna að vinnusparnaði í stofnunum, sam- steypu fyrirtækja og samræmingu þeirra, skipulagningu fram- leiðslu, verðlags og sölu. Hliðstæð erlend orð, rationalization, rational o. fl. minna oss á að menn beita skynseminni, ratio, við þessar aðgerðir, enda er svo ráð fýrir gert að árangurinn skuli vera samboðinn viti bornum mönnum, þótt einatt verði þar á nokkur misbrestur. Til að koma hagræðingu á þarf hag- sýna, hagfróða og verkfróða menn. Við nánari athugun má finna, að hagræðingu má beita og er beitt á ýmsum sviðum öðrum en niðurröðun hluta og skipulagningu fyrirtækja. Venjum neytenda er hagrætt með þeim árangri að 'húsfreyjur greiða fúslega fimmtu hverja krónu fyrir umbúðir sem þeim lízt vel á. Umbúðirnar hagræða húsfreyjunum, en þær hagræða síðan umbúðunum í ösku- tunnunum. Hagfróðir menn telja þessar dýru umbúðir vera eina af orsökum aukinnar dýrtíðar víða um lönd. Alkunnugt er að skoðunum manna, pólitískum og ópólitísk- um, er hagrætt með sjónvarpi, blöðum, bókum og útvarpi. Oft virðist nægja að segja mönnum hálfan sannleik einhvers máls, eða minna, því hagræðingin bætir upp það, sem vantar á. — Fi'á fjórum heimildarmönnum hér í borg hef ég heyrt að þeg- ar litlum börnum er sagt að einhver maður sé dáinn, þá spyrji þau: Hver skaut hann?“ Þegar lítil börn hugsa sér ekki aðrar dánarorsakir manna en að þeir séu skotnir, þá hefir uppeldi þeirra verið hagrætt verulega frá fyrstu, en þetta getur verið markvisst ef tilgangurinn er að ala upp skæruliða eða skemmdarverkamenn í þjóðfélagi framtíðarinnar. Kaupgjaldi og verðlagi hagræða menn með verkföllum, samningum, seinagangi og ýmsu öðru, en verðlag fylgir kaup- gjaldi líkt og folald móður sinni eða heyvagn eltir dráttarvél. Um kapphlaup er alls ekki að ræða, heldur skynsamlega fylgni, og vita menn þetta í öllum löndum og fá daglega marg- ar sannanir fyrir því að svo er. Nýjar hagræðingarvíðáttur opnast með endurbótum á skipulagningu tímans, enda segir forn lífsvizka þjóðarinnar: ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fyrir hálfri fimmtu öld höfðu Útópingar hagrætt vinnuvikunni svo að hún var 36 stundir. Vér höfum ákveðna 44 stunda viku, en því vinnu- magni ljúka margir á fjórum dögum, bæði menn hinna vinn- andi stétta og menn hinna óvinnandi stétta. Koma þá þrír dagar til betri hagræðingar en hingað til: Laugardagur til íþrótta og skemmtana, einnig til ferðalaga, sunnudagur til betra helgihalds og hvíldar en nú gerist. Loks má hagræða mánudögum svo að úr þeim verði almennir veikindadagar, enda er mánudagssýki fyrir alllöngu útbreidd með þjóðinni. Þegar allir eiga að vera jafnir, þarf að koma í veg fyrir að sumir verði jafnari en aðrir — og það verður meðal annars gert með almennum veikindadögum. Þessu fylgja fleiri kostir en menn halda. Margir kenna sér að vísu einskis meins á mánudögum, en í ljósi reynslu Svisslendinga virðist að menn geti vanið sig á lasleika ef veikindadagar eru nógu margir. Einnig geta menn gefið sig undir vald vísindanna til að koma í framkvæmd nýjum verndarhugsjónum (svo sem hjarta-, æða-, lungna-, nýrna- og magavernd). í vændum er hreyfing til að vernda einnig heilann, og er sízt vanþörf á. Menn þurfa að gefa sér tíma til að tala við sálfræðinga og lækna. Og með hagræðingu mánudaga má gefa sérfræðingum og verndurum kost á að fylgjast vel með heilsufari þjóðfélagsins og veita almenningi alla þá vernd, sem við yrði komið. Bók ein þýzk ber nafnið „Totale Freizeit“ — algjör frítíð. Hún bendir á það markmið, sem hagræðing vorra tima stefnir að. Hagræðing mánudagsins bendir aðeins á byrjun þess, sem koma kann. SVIPMYND Framhald af bls. 10. að einangrun hans, sem hann sækist ef til vill eftir af ásettu ráði, geti reynzt hættuleg. Þeir skilja fullkomlega, að Krag hefur takmarkað mjög skyldu for- sætisráðherra til þess að vera viðstadd- ur hvers konar athafnir og veizlur sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Nú fer hann aðeins út nokkur kvföld á ári í skyldu- veizlur hins opinbera. Þeir skilja og, að forsætisráðherrann verður að gæta heilsu sinnar vel, því að sporin hræða að þessu leyti í Danmörku, og þótt Krag sé hraustur að upplagi, er líkama hans (og þyngdar sérstaklega) gætt vel og vandlega. Krag er veikur á svellinu gagnvart sætum mat, einkum sætum kökum, og áður var hann forfallinn reykingamaður, átti heilt pípusafn, en tóbakið kvaddi hann fyrir fullt og allt fyrir nokkrum árum. En flokksbræðr- um hans finnst hann samt vera of ákaf- ur í að komast heim í heimilisfriðinn, þótt hann hafi ekki einu sinni getað stað- ið við þá yfirlýsingu sína, sem hann gaf fyrir fjórum árum, að hann mundi alltaf hvíla sig um helgar. Starfið hef- ur krafizt margra helga. Enginn getur sagt, að Krag flýi skyldustörfin. Þeg- ar hann var ungur ráðherra, hafði hann gaman af að skjótast á tvjo-sýn- ingu í kvikmyndahúsi. Þetta getur hann ekki leyft sér nema örsjaldan nú orðið. Oft verður hann að taka verkefni með heim. Innan sósíaldemókrataflokksins óttast sumir, að hann sé að missa allt samband við almenning. Menn geti ekki fræðzt um allt af bókum. .A. bókmenntasviðinu hefur Krag mest dálæti á sænskum rithöfundum. Eyvind Johnson metur hann mikils, og Krag skrifaði eitt sinn kjallaragrein um Johnson. Krag er framúrskarandi góður rithöfundur, ekki sízt er hann fjallar um stjórnmálasöguleg efni, og hann hefur gaman af að skrifa. Af öðrum eftirlæt- ishöfundum hans má nefna Svíana Harry Martinson og Söru Lidman, Bandaríkjamennina Steinbeck, Faulkn- er og Hemingway, og Danina Pontoppi- dan, Johs. V. Jensen, Martina A. Hansen og Leif Panduro. Hann les ekki létt- meltanlegar skemmtibækur. Auk fag- urbókmennta plægir hann í gegnum pólitísk og efnahagsleg rit. Jafnvel arg- vítugustu andstæðingar hans verða að viðurkenna, að hann er snjall þjóð- hagfræðingur, a.m.k. hvað lærdóm og kenningar varðar. Hann unir sér bezt heima með fj>öl- skyldunni við lestur og skriftir, og það ásamt mikilli vinnu veldur því, að hann kemst sjaldan í leikhús eða kvikmynda- hús. Hann hefur eignazt kunningja vegna leiklistarstarfsemi eiginkonunnar, svo sem Bodil Kjer og Olaf Nord- green. Hurwitz-fjölskyldan telst meðal beztu heimilisvina. J ens Otto Krag hefur átt við maisvíslega örðugleika að stríða í for- sætisráðherrastöðunni. Hæfileikar hans eru miklir og óumdeilanlegir, þótt ekki séu þeir allir nauðsynlegir eða jafnvel heppilegir fyrir stjórnmálamenn. Hann er nú á bezta starfsaldri og í fullu fjöri, og þótt sósíaldemókratar hafi tapað verulega í nýafstöðnum bæjarstjórnar- kosningum, má telja víst, að hann verði enn um langan aldur í röð fremstu stjórnmálamanna í Danmörku, annað hvort sem forsætisráðherra eða leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. (Stuðzt við grein eftir Ove Sundberg). t Hvar eru Jbe/r nú? Framhald af bls. 9. Var Göring alltaf við og við að hnippa í hann og hvísla einhverju í eyra hans, sem þeir virtust hafa einhverja skemmt un af, því að báðir hlógu þeir á eftir. Ég vissi það fyrir, hafði séð það af myndum, að Hess væri ófrýnilegur mað- ur, og ekki voru það ýkjur. Augnasvip- urinn var sjúklegur og andlitið ösku- grátt. Hann sat með samanherptan munninn, milli þess sem hann átti þessi orðaskipti við Göring, rétt eins og hann væri að berjast við að selja ekki upp. Ribbentrop, fyrrum utanríkisráð- herra, virtist sem hann hefði fengið taugaáfall, og að sögn manna, sem til þekktu, mun hann hafa verið sá, sem mest hafði breytzt frá því á veldisár- unum. Hann sat við hliðina á Hess, í sæti nr. 15, fölur og grannur í andliti. Hann var þó sískrifandi, enda voru utan- ríkismál mjög á dagskrá meðan ég var við réttarhöldin. Næstur Ribbentrop sat hár og þrek- inn maður — ósvikinn Prússi, eftir út- litinu að dæma. Þetta var von Keitel, yfirmaður þýzka herforingjaráðsins öll stríðsárin. Hann var klæddur ljósgræn- um herforingjabúningi, sat keikur í sæti sínu. Var framkoma hans i öllu hin her- mannlegasta. Svipharður var hann, gamli maðurinn, með mikla augabrún- ir og hárið grátt. Við hliðina á honum sat maður með svip, sem bar með sér, að hann gæti haft sitthvað á samvizkunni. Þetta var Kaltenbriinner, sem m. a. hafði unnið að skipulagningu hinna alræmdu fanga- búða. Hann var stórskorinn með gífur- legt nef, kinnbeinamikill, hökubreiður og dökkhærður. Virti ég hann fyrir mér í sjónauka mínum góða stund. Næstur honum sat grannur maður 1 jakkafötum. Hann virtist hlýða með at- liygli á það, sem fram fór, en horfði lengst af niður á fætur sér. Þetta var Rosenberg, sem var ritstjóri aðalmál- gagns nazistaflokksins, herforingi í SS Framhald á bls. 12. 20. marz 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.