Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 12
Meistari Jón Framhald af bls. 1. prestur. Um sama leyti dvelur hann sumarlangt enn í Selárdal hjá frænda sínum að hebreskunámi. Þegar Garðaprestakall losnar, sækir hann um það og fékk íyrir því kon- ungsveitingu, gegn vilja Miillers amt- manns. Bú setti hann þar saman með móður sinni, en sat þar lítt sjálfur, því biskup sótti mjög eftir aðstoð hans sakir heilsubrests. Og samkvæmt ósk biskups er hann gerður að aðstoðarmanni hans við biskupsstörfin. Skömmu fyrir andlót sitt 1697 sendi Þórður biskup umsókn til konungs, að séra Jón mætti biskup verða í Skálholti að sér látnum. Ber hann þar lof á hann sakir lærdóms og gáfna. Að vori 1697 tekur Jón Vídalín sér far með skipi til Kaupmannahafnar til þess að fá sig útnefndan biskup. Sagnir herma, að er út kom, hafi embættið öðrum verið heitið, dönskum manni, sem notið hafi fulltingis Juels flotaforingja. Einhverju mun hér skökku við skjóta, því að Juel var látinn, er hér var komið sögu. Samt má það satt vera, að biskupsdæmið hafi öðrum verið ætlað og það jafnvel dönskum manni. En hvað sem því líður, varð endir sá, að Jón Þorkelsson Vídalín var kvaddur til biskups í Skálholti 16. dag nóvember- mánaðar 1697 og vígður af Borne- mann Sjálandsbiskupi 1. maí árið 1698. Skömmu síðar sæmdi Kaupmannahafn- arháskóli hann meistaranafnbót. Nafn ið „meistari Jón“ festist við hann, og á vörum íslenzkrar alþýðu öðlaðist það meiri hljóm og tign en nokkur háskóli gat gætt það. Hinn ungi biskup sýndi það skjótt, að hann var öllum þeim margháttaða vanda vaxinn, sem sú tignarstaða krafð- ist. Hann var „að persónu, ásýnd og vexti fyrirmanrdegur, vel á fót kom- inn.“ í augum brann leiftur fjörs og gáfna, sem hlaut að hafa mikil áhrif á alla, sem voru samvistum við hann. í viðræðum var hann heillandi, mál- færið skýrt. og hreint, og enginn vafi er á, að einnig þá hefur mælska hans og orðgnótt notið sín. „Við kunningja sína og vini var hann sléttur og glaðsinnað- ur“, við aðra út í frá ávarpsgóður og lítillátur. Utan öls varð honum vart komið til að skipta skapi. í búsýslu reyndist hann umsvifamikill og fyrir- hyggjusamur um öflun allra fanga. Framan af biskupsárum hans var oft harðindasamt og bjargarskortur. En vistir dró hann vítt að, lét stunda veiðiskap jafnvel í fjarlægum ám og vötnum og sótti björg í bú um Vestur- og Austurland og út til Vestmannaeyja. Eúskap hóf hann félaus, en efnaðist á skömmum tíma. Er ekki laust við, að nokkurrar undrunár á þessu gæti í orð- um séra Jóns Halldórssonar, er hann segir: „Eftir það hann rétti við úr fá- tækt og örefnum, hafði hann stóra og fljóta lukku og mikið peningalán". Ungur hafði hann brotizt áfram af eigin rammleik og kynntist þá margs konar störfum til lands og sjávar. Ef til vill hefur hermennskureynsla hans þroskað með honum stjórnlagni og skipulags- gáfu. Þetta hvort tveggja mun hann hafa átt. Það gerði hann óvenju hæfan til að standa í straumbrotum jafn um- fangsmikillar búsýslu og farnast þar af- burða vel. Auðsöfnun hans náði á eng- an hátt að rýra manngildi hans, eins og stundum kann að verða. Þó að hann væri úr fátækt skroppinn, örlaði hvergi á nirfilmenninu, er hann komst í álnir. Hann var með afbrigðum ör á fé og hinn höfðinglegasti í allri risnu, bæði heima fyrir og eins á alþingi. „Hann hafði réttan og fullan reiknings- skap í kaupum og sölum og borgaði fliótt, en var örlátur í gjöfum.“ Við úttekt staðarins var hann linur í kröfum á hendur fráfarandi ekkju um álag og innstæður, fórst honum þar stórmann- lega. Að vísu bitnaði það síðar nokkuð á ekkju hans, er annar tók við, sem harðar gekk eftir. Allar lýsingar á biskupi hníga að ein- um og sama ósi. Þær sýna töfrandi per- sónuleika bæði í sjón og raun, höfðingj- ann, ímynd þeirrar mannhugsjónar, sem stærst og glæsilegust hefur verið talin meðal norrænna þjóða frá ómuna tíð. Enn fleiri stoðir runnu undir veg hans og virðingu. Hann bar gæfu til að eignast þá konu, er var honum að fullu samboðin. Biskupsdóttirin frá Hólum, Sigríður dóttir Jóns Vigfússonar, var sem fædd til þess að veita forstöðu ein- hverju stærsta heimili landsins og standa við hlið afburðamanns. Samfarir þeirra voru ágætar, og mun vart í annan tíma meiri ljómi hafa leikið um Skálholts- stað en þá. Tveggja dætra varð þeim auðið. Önnur kom andvana, hin dó úr Stórubólu. Á þau djúpu sár lagði trúin sín lífgrös. Út frá þeirri reynslu mun hann tala í einni ræðu, er hann segir: „Þótt það sé náttúrlegt að syrgja ást- vini sína, þá er ekki svo stór orsök þar til, því vér höfum ekki misst þá, heldur eru þeir undan oss farnir í eilífa sælu“. En úr öðrum áttum stóðu á honum eggjar, sem erfiðara reyndist að deyfa. Hinar langvinnu deilur hans við Odd Sigurðsson lögmann og fleiri hafa mætt á honum meir en nokkuð annað. A þessari öld var það yfirleitt all- mjög á reiki, hvað væru lög og hvað réttur. Slíkt hlaut að valda því, að meiri úfar náðu að rísa manna meðal en ella. Dómsniðurstöður í opinberum málum gátu brugðizt til ýmissa skauta. Ýmist voru þær studdar Jónsbókar- ókvæðum eða gripið var til konungs- bréfa eða fyrri Alþingissamþykkta, en auk þess fóru vaxandi áhrif danskra laga. Æðsti handhafi konungsvaldsins á landi hér um þessar mundir var Christ- ian Muller amtmaður, allt til 1718. Um þrjá áratugi var hann raunverulegur einvaldur. í lögum landsins kunni hann ekkert, tók varla tillit til þeirra, nema honn sæi sér hag í, var ósjálfstæður og lítilsigldur maður, sem lá flatur fyrir hvers konar smjaðri og blíðmálum. Slíkt stjórnarfar hlaut að verða gróðr- arstöð spillingar á flestum sviðum. Fiokkadrættir mögnuðust, úlfúð manna meðal óx, virðing fyrir lögum og rétti þvarr. Aðfarir ýmissa höfðingja á þess- um tíma minntu mjög á illdeilur Sturl- ungaaldar. Samkvæmt eðli sínu og upplagi hlaut biskup að skipa sér þegar í flokk með helztu umbóta- og hugsjónamönnum þess tíma, Páli lögmanni Vídalín, frænda sín- um, og Árna Magnússyni, vini sínum og skólabróður. En sú afstaða varð honum örlögþrungin. Það kom brátt fram, að hinn „ungi prins“ hlaut að verða svarinn andstæð- ingur hans. Oddi Sigurðssyni var taum- laus valdahneigð í blóð raunnin. Hann var af góðu bergi brotinn, hafði gnótt auðs að bakhjalli og nægar gáfur til að reynast heppinn í málafylgju. Engum fslendingi í þann tíð ætlaði hann stærri hlut en sér. Nokkrar ýfingar urðu brátt milli biskups og hans, unz af varð fullur fjandskapur. í kirkjustjórn var biskup allstrangur og siðavandur og vildi ógjarn an lóta neinum haldast uppi að virða að vettugi boð sitt og bann. Þeir, sem urðu fyrir aðfinnslum hans og hirting- um, leituðu þá gjarnan skjóls hjá Oddi, sem greip fegins hendi tækifæri að drepa valdi biskups á dreif og koma til liðs við þá, sem fyrir aganum urðu. Af þessu-öllu hafði biskup að vonum þung- ar raunir. Deilur þessar verða ekki rakt- ar hér, þó að freistandi hefði verið. Að þessu tafli sínu við Odd sat biskup ekki ætíð með nógri stillingu né hófsemi, einkum ef öl var annars vegar, en til drykkju var hann hneigður um of, svo sem mörgum var þá títt. Og ekki er því að leyna, að í þessum átökum kom nokk- ur þverbrestur fram í skapgerð biskups. Hann lætur hart mæta hörðu, hefur ekki fullt vald á tungu sinni, stóryrði fjúka, og hann skortir samningslipurð og hóg- værð. í Narfeyrarför biskups brauzt út fullur fjandskapur. Átti biskup að von- um erfitt með að þola þá svívirðing, er Oddur sýndi honum þá, og sneri sér beint til konungs og bað um vernd gegn Oddi. Vörnum reyndi Oddur að koma fyrir sig og gerði það svo fimlega, að jafnvel síðari tíma sagnfræðingum hefur gengið illa að sjá við rökvillum hans og blekkingum. En áður en málum þeim lauk, féll biskup frá. Víkja mun biskup að viðskiptum þeirra í postill- unni, enda er hún í deiglunni um sama leyti. I þessum orðum t. d. mun skeyt- inu beint til Odds: „Ég vil ei tala um það, hversu menn leita sér fordildar í að spilla stefnum og vitnum þvert á móti lögmálinu . . . og hversu slægvitrir menn eru að skjóta málum á frest án allra orsaka“. Og hefur hann ekki sjólf- an sig í huga, staddan á Narfeyri, er hann talar um höfðingjanna gestaboð: „Þegar vínið er rokið úr höfðinu, vildu menn þar aldrei verið hafa og ekki betala þurfa það, sem til góða var gjört, með því illa, sem á eftir fylgir"? Og að deilu biskups við séra Jón Sigmundsson mun vikið í þessum orðum: „Þessu vil ég hafa vikið til þeirra, er setja einn vesaling út frá heilögu altarissakra- menti fyrir litlar eður engar sakir og oftlega þær, er þeir sjálfir þykjast við hann eiga.“ L íf biskups allan þann tíma, sem hann sat á stóli, var markað stríði og harðvítugri baráttu. Einveldið vildi nota biskupsvaldið hvarvetna í sína þjónustu, og gefur að skilja, að milli konungsvalds og jafnheilsteypts per- sónuleika og sjálfstæðs manns sem Vídalíns hafi til órekstra getað komið, enda mun hann hafa talið þáverandi beiting veraldarvaldsins allt annað en kristilega. Stórabóla gerði um þessar mundir hverja landsbyggð að eins konar blóðugum styrjaldarval. Og loks átti hann við að etja einhvern óbilgjarn- asta höfðingja, sem þekkzt hefur á landi hér, mann, sem jafnvel lét sér ekki fyrir brjósti brenna að leggja hendur á biskup, er hann heimsótti hann í visitatiuerindum. Ævi hans og starf verður að metast með þessar að- stæður í huga til þess að verða skilið til fulls. Ódeigur snerist hann gegn öllum þessum erfiðleikum. En þeir setja mót sitt á skapsmuni hans og hafa áhrif að meira og minna leyti á lífs- skoðun hans. Þegar athugað er, hvílík- an brennandi óhuga hann hafði á alls konar umbótum fyrir land og lýð, er það harmsefni, að honum gafst ekki meira tóm til að vinna að þeim. Skömmu fyrir andlát sitt skrifar hann stiftamtmanni bréf, er sýnir hversu vökull hugur hans var og áhug- inn sterkur, einnig á hvers konar verk- legum umbótum. Þær tillögur, sem hann gerir þar, sýna hugsjóna- og um- bótamanninn, sem trúir á möguleika landsins og vill hefja sókn til margs konar úrbóta í atvinnumálum þjóðar- innar. Hann talar þar um kirkju, skóla, verzlun o. fl„ vekur máls á umbótum í fiskveiðum og iðnaði, talar um málm- nám og hvernig stöðva megi hnignun skóga, óskar að komið verði á ýmsum nýjungum svo sem saltvinnslu, aukinni veiði í vötnum og ræktun hreindýra. Ljóst er og af sama bréfi, að hann hefur sjálfur hafizt handa með ýmsar umbæt- ur svo sem kál- og kornyrkju og mó- tekju. Tóm til að vinna nánar að þess- um áhugamálum gafst ekki. Að áliðnum Sgúst 1720 reið hann að heiman, og var för heitið vestur að Staðarstað. Ætlaði hann að vera þar við útför sr. Þórðar, mágs síns. Sama dag kenndi hann verkjar fyrir brjósti, sem ágerðist, er á dag leið. Komst hann með naumindum til sæluhúss vestur á Sleðaás. Honum var blóð tekið, en sóttin elnaði. Hann spurði Ólaf Gíslason dómkirkju prest, sem með var, hvað hann hygði um sjúkdóm þann. Hann svarar: „Mér lízt herra, sem þér munið eigi lengi hér eftir þurfa að berjast við heiminn“. Þá anzar biskup: „Því er gott að taka. Ég á góða heimvon". Voru þá kraftar hans mjög á þrotum, svo hann megnaði eigi að meðtaka heilagt sakramenti. Hann dó 30. dag ágústmánaðar og var greftraður í Skálholtskirkju 6. sept. Ýmsir urðu til að mæra hann látinn í ljóðum. En ein er sú minning um hann, sem aldrei fyrnist, orð hans sjálfs og prédikanir. Sá minnisvarði nmn standa óbrotgjarn í bókmennt- unum, meðan íslenzk tunga er töluð. Hvar eru þeir nú? Framhald af bls. 11. og ráðherra fyrir þjóðir þær, er naz- istarnir höfðu lagt undir sig. á kom Frank. Hann var land- stjóri Þjóðverja í Póllandi, sköllóttur upp á háhvirfil. Hann hafði dökka bauga um augun og varirnar voru samanbitn- ar, eins og hann væri ákveðinn í því að mæla ekki orð af vörum, jafnvel þó að á hann yrði yrt. Þá kom næstur krúnurakaður náungi, Frick að nafni. Hann hafði haft það vandasama verk með höndum að stjórna „kosningum" innan Þriðja ríkisins. Hann var í senn ófríður og illilegur í útliti, höfuðstór og brúnn á hörund. Lítill og ljótur maður sat við hlið hans. Það var Gyðingahatarinn Julius Streicher. Hann var lágur vexti og frekar grannur, sköll- óttur með íbogið nef. Næstir komu fjármálasérfræðingar Hitlers, þeir Funk og Schacht. Funk sat makindalega í stól sínum og notaði ekki heyrnartólið. Hjalmar Schacht var elzt- ur hinna ákærðu, 69 ára að aldri. Hann bar aldurinn sæmilega, en var þó þreytu legur á svip. Ekki sá ég hann aðhafast neitt þar í stúkunni, en hann virtist hlýða á það, sem fram fór, af athygli. Eru þá allir taldir, sem sátu í fremri röð. Iieldur þú að ísland hafi borið nokkuð á góma í Núrnberg? — Jú, annar hvor aðmírálanna, Raeder eða Dönitz, hafði sagt frá því, að um það hafi verið rætt, að taka Island, — áður en Bretar komu hingað vorið 1940, með því að setja lið á land úr stórum kafbátum. Það hefði verið af ótta við brezka flotann sem hugmyndin um kafbátana kom fram. F yrir aftan Göring sat Dönitz, flotaforingi og eftirmaður Hitlers í nokkra daga. Ekki var unnt að greina svip hans sem hinna, því að hann var með dökk gleraugu. Hann var grannur vexti, meðalmaður á hæð og geispaði oft, rétt eins og það, sem fram fór, kæmi honum ekkert við. í blaðamannastúk- unni, rétt hjá honum, var talsvert af kvenfréttariturum, sem voru þarna í stuttri heimsókn eins og ég. Virtist hann beina athygli sinni einkum að þeim. Sætið við hlið hans var autt, en það var einmitt sæti Raeders, sem var í vitnastúkunni. Sat hann þar viðfelldinn á svip við lítið borð, sem á var hljóð- nemi, hægra megin við dómarana. Hann hefði getað verið álnavörukaupmaður úr Reykjavík. í næsta sæti við sæti Raeders sat sá sakborninganna, sem var yngstur. Það var foringi Hitlers-æsk- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 20. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.