Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 8
aftur eilífðareld*rinn. Stóðum við þarnft j þungum þönkum og voru® að hugsa um alvöru lífsins og þær ógnir, sem þá voru nýafstaðnar. Rauf þá Jonni skyndi- le’ga þögnina og sagði: „Skyldi ekki eldspýtnalaus róni einhverntíma hafa beygt sig hér niður og fengið sér eld í sígarettu?“ Man ég, að sumum okkar þótti þetta ákaflega íslenzk athugasemd. — Svo heldur þú áfram til Þýzka- lands? Sakborningarnir í réttarsalnum. Á rústum Þriðja fyrir 20 árum Rætt við Sverri Þórðarson um ferð hans til Þýzkalands i striðslok og réttar- höldin i Niirnberg S umarið 1946 var haldin í París mikil friðarráðstefna. Þar voru gerðir friðarsamningar við Ítalíu, Ungverja- land.Rúmeníu, Búlgaríu og Finnland — en ekki við Þýzkaland. Rússar færðust alltaf undan samkomulagi um það. Hin gamla aðferð að binda enda á styrj- aldir með einu pennastriki, fékk ekki hljómgrunn meðal sigurvegaranna í styrjöldinni og þess vegna var það, að hinn mikli sorgarleikur striðsins hélt áfram í annarri mynd, lokaþaettinurn, réttarhöldunum í Núrnberg. Það má með sanni segja um efnisval í þennan þátt, að stundum fari blaða- menn Mibl. „yfir lækinn til þess að fá sér að drekka“, því að á ritstjórninni hér starfar Sverrir Þórðarson, blaða- maður. Hann dvaldist sumarið 1946, eða fyrir réttum 20 árum, í Þýzkalandi og reit þaðan greinar í blaðið um ýmis- legt er hann sá og heyrði á rústum Þriðja ríkisins. Ein greinanna ber fyrir- sögnina „í réttarsalnum í Nurn'berg", þar sem Sverrir lýsir mönnum, sem þá skömmu áður höfðu ríkt með ægivaldi og hrellt allan heiminn, en voru nú sem vanmáttugir vesalingar. Við spyrjum Sverri fyrst, hver hafi verið tildrög að ferð hans til Þýzka- lands, og hann svarar: — Ég hafði aldrei áður ferðazt er- lendis, en hins vegar alltaf langað mjög til þess. Ég hafði verið svo óheppinn, að síðari heimstyrjöldin skellur á, þegar ég er að komast til vits og ára, og var þá að sjálfsögðu ekki unnt að ferðast neitt. Þegar henni lauk, opnuðust brátt áður lokuð lönd Evrópu. Mér fannst það geta verið athyglisvert að sjá Evrópu f sárum eftir stríðið, þó að það hlyti að vera mjög dapurlegt. Valtýr Stefánsson, ritstjóri minn, lagði blessun sína yfir þetta fyrirtæki. Ég sneri mér til ríkisins blaðafulltrúa Bandaríkjahers hér á landi, sem hét mér liðsinni sínu um útvegun nauðsynlegra leyfa. Snemma um vorið fékk ég síðan bréf frá her- málaráðuneyti Bandaríkjanna, þess efn- is, að mér væri leyft að fara sem blaða- maður til hernámssvæðis þeirra í Þýzkalandi. Eg lagði upp frá Keflavíkurflug- velli í bandarískri herflugvél og flaug til Parísar. Þetta var í byrjun apríl. Þá var París heldur gleðisnauð og nær al- veg myrkvuð. Þar hitti ég nokkra ís- lendinga, þ.á.m. Gunnlaug Briem ráðu- neytisstjóra, Ólaf Jónsson frá Sandgerði, prófessor Ólaf Lárusson, Elsu Sigfúss söngkonu og akureyskan píanóleik- ara, Jóhannes Guðmundsson að nafni, en hann var alltaf kallaður Jonni og er látinn. Eitt kvöldið vorum við staddir við Sigurbogann og logaði þá — Já, ég fór með lest frá París áleið- is til Frankfurt am Main. Ferðin gekk fremur seint, því að alltaf við og við þurfti að hægja ferðina, þegar krækia þurfti fyrir sprengdar járnbrautarbrýr og var þá farið eftir bráðabirgðateinum, sem oft lágu utan við. Á öllum við- komustöðum lestarinnar var mikill mann grúi. Það vakti athygli mína strax, 'ive Þjóðverjar virtust gjörsigraðir. Þeim stökk ekki bros. Þá varð mér starsýnt á hinn mikla fjölda stríðsbæklaðra manna sem voru að koma heim. Þeir studdust margir við hækjur, skítugir og illa til reika. Þessir fangar, sem voru merktir með stórum stöfum PW málað á bak og framan á buxnaskálmarnar, voru á heimleið úr einhverjum fangabúðum bandamanna. PW þýddi stríðsfangi. — Víða mátti líka sjá þýzkar kon- ur merktar stríðsfangastöfum, vinna við að hreinsa til í borgarrústum, — afplán- andi sína refsingu. Frá fangabúðum Rússa kom þá enginn striðsfangi, og það var ekki fyrr en síðar sem tók að spyrj- ast til þeirra þýzkra hermanna, er féllu lifandi í hendur Rússum. Fá- tæktin og umkomuleysið hjá almenn- ingi var aigjört. Mér hafði virzt ástandið í Paris slæmt, en í samanburði við þetta var það hrein hátíð. Ég notaði tímann, sem ég hafði þarna, til þess að fara um Frankfurt og skoða mig um. Hvarvetna voru rústir. Sumsstaðar var verið að grafa lík undan múrsteinsbyngj um. Fólkið bjó í rústunum. Það var ömurlegt að siá aldrað fólk dragast um rústirnar. Enn verra var þó hlutskipti barnanna. Augnaráð sem mundu árás- irnar, var stingandi og flóttalegt. Þau þreyttust aldrei á að biðja um sælgæti, sápu eða eitthvað, sem þau gætu gert sér mat úr. Það reyndu svo sem allir að klóra í bakkann án tillits til aldurs. — Var hættulaust að ganga um rúst- irnar? — Nei, ekki með öllu. Alltaf voru húsveggir að hrynja. Ekki var heldur hættulaust að vera einn á ferli, þegar myrkt var orðið. Þá var hætt við að á mann yrði ráðizt. Árásarmennirnir só'.t- ust ef til vill ekki endilega eftir pen- ingum, heldur fremur vindlingum, sæl- gæti eða einhverju nýtilegu. Allt var falt fyrir vindlinga. Mér var t.d. boðinn 5 manna Opel-bíll í Berlín, fyrir eitt karton af sígarettum! Munchen kom ég í hús eitt, sem verið hafði listasafn fyrir list þá, er nazistarnir voru hrifnastir af. f þessu húsi var nú engin þýzk list sýnd heldur safnað saman margvíslegum listaverkum, sem nazistar höfðu stolið frá hinum hernumdu þjóðum. Var þeim öllum safnað þarna á einn stað, þau skrásett og reynt að finna út, hvaðan PSRSONS CLEiVRED . l.lr Sverrir TlIORDiÍRSON. PSPRKSgUTnjS. Xceland líews- paper MáRGUH- BLADID T0 INTERROGATE Dr Hans GERIACH, former consul in HEYKJAVIK, Iceland KEIiO TQ CI-KII DRTÁCHI.fEWT, CIE 8: Mr THORDiúlSON has the approval of Col FRITSSCHS, Deputy G-2, this headguarters, to conduct this inter-' rogation. It would be greatly appreciated if you would extend every facility to Mr THOHDARSON, including providing him. with photograPhs. of GDRIACH. D.C.B. BAKER lst Lt Inf Chief,' Interrog Sec Niðurlag bréfs þess, er leyfði Sverri að „yfirheyra“ dr. Gerlach. 8 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 20. marz 3966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.