Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 5
V Reiðilesturinn Prédikun meisfara Jóns Vidalins á sunnudag milli áttadags og þrettánda Og er Heródes sá það, að hann var gabbaður af vitringunum, varð hann reiður og sendi út og lét drepa öll svein- börn til Bethlehem og í öllum hennar endimörkum tvævetur og þaðan af yngri, eftir þeim tíma, sem hann haEði útspurt af vitringunum. Þá uppfylltist, hvað sagt er fyrir Jeremíam spámann, sem segir: „Á hæðum hefur heyrzt kall mikillar kveinunar, óps og ýlfr- unar. Rakel æpti sonu sína og vildi ekki huggast láta, því að það var með þeim úti. 'Útleggingin Og er Heródes sá, að hann var gabbaður af vitringunum, varð hann reiður, segir textinn. Hver var hin fyrsta orsök til hans reiði? Það var metorða- girnin. Strax sem hann fékk að heyra af kennimannahöfðingjunum og skrift- lærðum lýðsins, hvar Kristur mundi fæðast, skaut djöfullinn honum í brjóst að lífláta það nýfædda konungsefni, Jesúm. Það sýnir oss samtal hans við vitringana og svo ávísan sú, er þeir fengu af Guðs álfu í svefni að hverfa aftur til baka í sitt föðurland um ann- an veg. Meiningin var sú, að hann kynni að staðfesta sinn tignarstól og sinna niðja eftir sig. Hverninn metorðagirndin eé í fyrstu til komin, er auðsætt af falli satans og falli vorra fyrstu for- eldra, af hverju öll ólukka er inn runn- in til allra manna og á meðal annarra reiðin. Og fyrst móðirin hefur gjört oss Adams niðjum svo stóran skaða, þá er auðvitað, að dóttirin er henni lík, nema verri sé. Hver er sú ólukka í heiminum, er reiðin ekki af stað komi? Hún er verkfæri allra lasta og ódyggða, Ihún er eins og ein púta, sem lifir eftir ihvers manns vild. Svo þjónar reiðin öllum skömmum, þegar á þarf að halda. Hver drap Abel, þegar Kain öfundaði hann (Gen. 4)? Hver kveikti eldinn í Balaks nösum, er hann vildi mótstanda Guðs fólki (Núm. 24)? Hver kom Elíab til að at- yrða sinn bróður Davíð, er hann forsmáði hann (I. Sam. 17)? Hver rak Sál til að ofsækja sinn dótturmann (I. Sam. 19) og að drepa kennimanninn í Nóbe (I. Sam. 22)? Hver framkvæmdi Akabs vondan ásetning (I. Reg. 21)? Hvað brúkaði Haman til að svala drambsem- inni með (Est. 3)? Hverninn fékk Jóab metorðum sínum haldið (2. Sam. 3 og 20) nema með reiðinni, og var það hon- um þó ekki nema stundarfriður? Öllu þessu kom reiðin af stað, og er hún svo einn almennilegur böðull allra skamma og ódyggða. Ég veit, að bæði Aristoteles og Ciceró skrifa, að hún sé brýni hug- prýðinnar og að enginn vinni nokk- urt stórvirki, nema reiður sé. Það getur varla satt verið, og eigi kemur' það saman við sjálfa þá, er þeir segja, að hugprýðin skuli vera á skynseminni grundvölluð. En sá, sem reiður er, hann er vitlaus. Og þvi segir Hóratíus, að hún sé nokkurs konar stutt æði, teiknandi þar með, að enginn sé munur þess, sem reiður, og hins, sem vitstola er, nema að reiðin varir skemur, æðið lengur, og eru þó dæmi til þess, að sumir hafa búið svo lengi að heiftinni, að þeir aldrei hafa orðið heilvita aftur. Heiftin er eitt andskotans reiðarslag. (Gen. 4 de Kain). Hún afmyndar alla mannsins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasirnar, bólgu í kinn- arnar, æði og stjórnleysi í tunguna, deyfu fyrir eyrun. Hún lætur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með hönd- unum, æða með fótunum. Hún skekur og hristir allan líkamann og aflagar, svo sem þegar hafið er uppblásið af stór- viðri. Og í einu orði að segja: Hún gerir manninn að ófreskju og að hold- getnum djöfli í augum þeirra, sem heil- vita eru. Og ef hún svo afskræmir ásýnd mannsins fyrir öðrum mönnum, hvern- inn mun hún þá ekki afmynda sálina í Guðs augliti? Segið mér, hvílíkur djöfull mun þar inni búa, sem álit mannsins verður hið ytra svo afskræmt? Hvílíkur eldur mun vera í því hjarta, er hann lystir sig þanninn út í hvern einn lið og lim? Það er öllum ljóst, að ekkert styrkir og eflir sambúð mann- anna í heiminum meir en kærleikurinn, því hann er band friðarins (Eph. 4), hann bindur saman hjörtu mannanna, og hann samtengir og viðheldur Kristí líkama, sem er hans kirkja hér á jörð- unni. En hvað segir Salómon (Prov. 18): Hver getur þolað einn reiðinn mann? Hvar af auðséð er, að hann, sem reiðigjarn er, hann er óhæfur til samneytis annarra manna og óhæfur til að vera Kristí limur og hans kirkju. Hvað er hann þá? Andskotans limur og þeirra stallbróðir, sem tönnlast og Skálholtsstaður á öld Jóns Vídalíns. Vinur minn og stallbróðir, Magn- ús Þórðarson, birti rabb (sem raunar var grein upp á fulla hálfa aðra síðu) í Lesbókinni á sunnu- daginn og jós úr skálum reiði sinn- ar yjir þá hrokagikki, sem dirfast að hafa aðrar skoðanir á sjónvarps- málinu en hann sjálfur, og beind- ist heift hans þó einkum að þeirri ósvinnu, að slíkir menn skuli leyfa sér að koma sjónarmiðum sínum á framfæri opinberlega og reyna að hafa áhrif á ráðamenn þjóðarinn- ar og allan almenning. Enda vand- ar hann þeim ekki kveðjurnar. Þeir eru „hálfmenntamenn“ haldnir „óviðfelldnum menntamanna- með valdboði . . . hroka“, „ein- œðingar“ sem stefna að því að koma hér á „einangrun, einokun og einrœði“, „kúltúr- gestapó“ sem hyggst skammta landslýðnum andlega fæðu og fleira segir hann í svipuðum dúr. Ég held í sannleika sagt að Magnús Þórðarson hefði gert rétt í að lesa prédikun meistara Jóns, sem birt er á þessari síðu, áður en hann settist við að semja „reiði- lestur“ sinn. Þá hefði honum kannski skilizt að fúkyrðaflaumur- inn og glórulaus fullyrðingavaðall- inn, sem heiftin fyllti hugskot hans með, var sízt af öllu fallinn til að þjóna þeim „göfuga málstað“ sem hann telur sig vera að berjast fyrir. Þá hefði hann firrt sig þeim vanza að ganga fram fyrir álþjóð og berjast við eintómar vindmyllur að hœtti þess prúða Don Quixote, sem þó lét stjórnast af hugsjón en ekki heift. Og hver veit nema hann hefði líka komið auga á hinar hlálegu mót- sagnir í málflutningi sínum, ef hann hefði lesið greinina ýfir með rólegu geði áður en hann setti lxana á þrykk. Hann viðurkennir t.d. undir lokin, að sú krafa verði „œv- inlega gerð til „menntamanna“ hvers þjóðfélags, að þeir séu vak- andi á verðinum í dyragœtt þess og geri tillögur um það, hverju beri inn að hleypa eða burtu að reka“, en hefur áður bölsótazt dálk eftir dálk yfir þeirri ósvífni nokk- urra íslenzkra menntamanna að bera fram opinber andmæli gegn bandaríska dátasjónvarpinu. Framhald á bls. 6. 20. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.