Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 14
árum, þegar allt var brotiS og braml- að í sumum danshúsum. Á árunum 1956—1958 gerðu bófaflokkar unglinga, kiæddir á sinn sérkennilega hátt, upp- þot í Vestur-Berlín, Hamborg, Essen, Vín, Graz og víðar. Þeir ganga í Þýzka- landi undir nafninu Halbstarken — hálfrekkar. Þetta var talið lítt hugsandi í kaþólsku löndunum, vegna þess að þar eru börnin bundin fastari böndum við fjölskylduna — líka meðal kommún ista — en 1960 gerðu hinir svokölluðu blousons noirs eða svartkuflar, slík upp- þot í París og á Bláströndinni mitt í ferðamanna-vertíðinni, svo að bjóða varð út fjölmennu lögregluliði til að skakka leikinn, en áður hafði slíkum aðferðum orðið að beita í Milanó á Ítalíu. Verst er þó ástandið talið í Sví- þjóð, þwí landi sem býr við almennasta velsæld í efnahag, hefur notið opinberra velferðarráðstafana lengst allra landa í Bvrópu og ekki lenti í styrjöldinni. Það vakti athygli um allan heim, þegar 5—600 unglingar söfnuðust saman á jólanóttu 1962 í einum kirkjugarði Stokkhólms, höfðu þar í frammi drykkjuskap og alls konar ósiðsemi, rifu jólaskraut af leiðum, veltu um koll leg- steinum og brutu suma, en mölvuðu hvern glugga í kirkjunni, sem er talin meðal þeirra merkari þar í borg. Nú á tímum takmarkalítilla peninga- ráða fara þessir flokkar ekki lengur fót- gangandi inn á næstu skemmtistaði, eins og Teddy Boys fyrir 10—15 árum síðan, heldur akandi í loftinu á „trylli- tækjum“, oft út fyrir borgirnar, eins og héðan upp að Geithálsi. Öhugnanleg mynd af hátterni sænskra „raggara“ hefur undanfarna daga verið sýnd í Tónabíói. Sovétríkin hafa heldur ekki farið var- hiuta af „hooliganism" eða ungþrjóta- hætti, þótt þaðan sé færri upplýsing- ar að finna. Þó kvörtuðu blöð þar um slíkt atferli 1958 í Moskvu, Leningrad, Tíflis, Odessa, Rostov og Sverdlovsk, og í Komsomol var skýrt frá því 22. jan. 1959, að 17 ára ung-kommúnisti frá Moskvu, Vadim Trainin, sem var 1 fíri í Leningrad, varð þar fyrir árás ung- þrjóta í skemmtigarði einum og var stunginn til bana. Svipað hefur verið viðurkennt opinberlega frá Póilandi. Þessi faraldur nær einnig til Japan, þar sem óeirðir hafa orðið í ýmsum æðri skólum og handtökur unglinga hafa tí- faldazt frá árinu 1938 til 1960. Þessari hringiðu afbrota, sem fylgir hvarvetna í kjölfar velferðarríkisins og sogar til sín æ fleiri ungmenni, mun verða nánar lýst í næsta kafla. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 og láta blöðin detta inn um gljáfægðar blaðarifurnar. 0-lyktin og eymdin og holóttir Ikrákustígar voru nú að baki.. Lifsgleði lagði upp um ilina, þegar þunnur botn- inn á vaðstígvélunum snart slétta gang- stéttina. Vellíðan skein út úr 'öllu og það var eins og sjálft súrefnið í loftinu væri sæluríkara en annars staðar. Strákar í matrósafötum og telpur með rauðar slaufur í hárinu skokkuðu eftir götunni. Daníel var eins og einn átakanlegur misskilningur í þessu umhverfi. Hávær falskur tónn inni í miðju lagi. Krakk- arnir flykktust að honum. „Halló manni“, sagði einhver og Daníel brosti sakleysislega eins og munkur eða trú- boði. „Allt í gamni“, kom þá og krakk- arnir tistu af ánægju yfir þess- um nýfengna skemmtikrafti. Strák- ur náði taki á diplómatafrakk- anum og fór að hanga aftan í og krakkarnir hlógu, en Daníel brosti. „En hvað þið eruð í fallegum fötum krakkar mínir“, sagði hann og það fór ánægja inn í hjartað á honum. „Af hverju ertu í vaðstigvélum?“ spurði strákur með silfraða flautu fram- an á maganum og ís út á kinn. „Sérðu ekki sólina eða hvað?“ „Má ég setja blaðið í næsta hús?“ spurði annar strákur, sem hélt á biblíu- mynd eins og börn fá í sunnudaga- skólum. „Já væni minn“, sagði Daníel. Strák- urinn fór með blaðið og henti því í næstu öskutunnu. Þetta var snyrtilegur lítill drengur með góðlegan svip. Börn- in héldu sig nú í nokkurri fjarlægð á meðan þau voru að átta sig á viðbrögð- um Daníels, en hann var ekki enn búinn að missa vonina um að finna hamingj- una hér í þessu hverfi, og vildi því ekki reiðast. Lítil stúlka, sem ekki hafði hlegið áðan, horfði fánabláum augum á hann og sagði: „Ég skal fara með blað fyrir þig“. Daníel leit efablandinn í botnlaust sak- leysið, sem skein úr augum hennar. Hann var í vafa um hvort hann ætti að treysta því. En svo rétti hann henni blað og hún kom því til skila. Nú voru krakkarnir orðnir leiðir á honum og fóru að tínast í burtu. Að lokum var hann einn eftir og því kunni hann líka bezt. Hann opnaði margar dyr. Alls stað- ar voru teppi og falleg föt héngu á snög- um og meira að segja í ytri forstofunni voru dýrindis ljósakrónur. Hann dró að sér ilminn úr húsunum. Hvert um sig hafði sína lykt engri annarri líka, og hann gat sér til um innræti fólksins og útlit eftir henni. Vaðstígvélin voru far- in að íþyngja honum nokkuð á þessum hlýja vormorgni og hann var orðinn rjóður í framan og minnti átakanlega á blöðru frá því á sumardaginn fyrsta. Han.n tók að undrast á því að fólkið sem hann mætti hér í þessu hverfi var ekkert brosmildara en fólkið úti í Kamp Knox, og sumir beinlínis úrillir. Einn hótaði að segja upp blaðinu af því hann kæmi svo seint með það. Annar veifaði vísifingrinum og sagðist þekkja rit- stjórann. „Hvernig voga þeir sér að senda svona útlítandi mann í hverfið til okkar?“ sagði köggulsleg frú, bökkuð upp af ljúfri kótelettu- lykt. Að svo mæltu skellti hún á nefið á honum. Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem hann var skot- skífa ólundarinnar hér í henni veröld, og hann hélt áfram að dreifa blöðunum eins og ekkert hefði í skorizt. Hann leit bljúgur á nafnskiltin, sem báru með sér nokkurt veraldlegt gengi. Skrifstofu- stjóri stóð á einu, heildsali á öðru. Þarna voru líka múrarar og trésmíðameistarar og var gljáinn á þeirra skiltum hvað mestur. Hann var upp með sér að mega færa svona fínu fólki fréttirnar. Nú stóð hann á tröppunum á stóru gulu húsi. í því hann ætlaði að setja blaðið inn um rifuna, opnaðist hurðin. Sárgrætileg vonbrigði, sem breyttust í djúpstæða skelfingu, breiddu sig um andlit hans. Hann seig allur saman eins og í uppgjöf og þannig stóð hann al- gjörlega frystur. Þó hann hefði farið að gráta eða pissað í buxurnar á þessu augnabliki, hefði það ekki gert hann hótinu ömurlegri. Hann gat ekiki versn- að. Blíðleg miðaldra kona í þunnum morgunslopp stóð í dyrunum. Hún var með framrétta hönd og beið eftir mál- gagni sínu. Fyrir aftan hana kúrði hund- kvikindi. Hugsun Daníels var algjörlega lömuð, nema hvað hann gat ályktað af áralöngum viðskiptum sínum við þessa dýrategund, að þetta væri grimmur Ihundur og hrein andstyggð hvar svo sem á hann var litið. I|úsund dýravernd- unarfélög hefðu ekki getað sannfært hann um hið gagnstæða. Konan hélt áfram að bíða, en Daníel og seppi horfð- u,st í augu. Hundurinn sperrti eyrun og fetti upp á trýnið og Daníel sá að tenn- urnar voru flugbeittar. „Eruð þér eitthvað sloj?“ spurði kon- an. í því hún sleppti orðunum skauzt hundurinn fram hjá henni og fór að þefa að stígvéli Daníels, en lyfti síðan ann- arri löppinni. Við þetta hrökk Daníel aftur á bak og fórnaði höndum, þannig að blöðin fóru á dreif. Augun í honum voru eins og í myrkfælnum svertingja. Þessi viðbrögð ýfðu tiltölulega sunnu- dagslegt viðmót hundsins, sem náði nú góðu taki á stígvélinu. Hann veifaði skottinu og það var greinilegt, að hann íhafði nokkurt grín út þessu öllu saman, enda stígvélið mjúkt undir tönn, sem og tærnar er það hafði að geyma. „Ég skil ekki af hverju hundurinn lætur svona“, sagði frúin afsakandi. „Þetta er mesta meinleysisgrey". Daníel var frúnni algjörlega ósammála og hélt sig nú dauðahaldi í rennu, sem lá upp húsið. Hann reyndi að draga stígvélið úr kjafti hundsins, en allt kom fyrir ekki. „Klappaðu honum“, sagði konan, „þá lagast hann“. Daniel hélt nú síður. Kon- unni var ekki orðið um sel og þreif í skott hundsins og togaði í. Við það missti Daníel tökin á renn- unni og tók nú leikurinn að berast nið- ur tröppurnar. í þann mund kom hús- bóndinn í dyrnar. Hann var í vínrauð- um innislopp og einhver timburmanna- galsi í andliti hans. Hann gekk fram á tröppubrúnina og hóf höndina á loft þannig að þumallinn vissi niður. „Fyrir Ijónin með þau,“ sagði hann og óstjórnleg hláturshviða skall á innan í honum. Lengi mátti ekki á milli sjá hvor hefði betur, frúin og hundurinn eða Daníel. En svo náði frúin í góða viðspyrnu og togaði af öllum kröftum. Það dugði. Hún og hundurinn hentust aftur á bak, en Daníel sat eftir á gang- stéttinni. i „Þú hefur étið folald“, sagði frúin við hundinn, þar sem hann var að snæða stígvél Daníels. Húsbóndinn taldi nú ekki lengur stætt á hlutleysi sínu og sótti rifrildið af stígvélinu upp í hundinn. „Þér skuluð kaupa yður ný stígvél og senda mér reikninginn", sagði hann og gerði sig líklegan til þess að reisa Daníel við. „Láttu mig í friði“, sagði Daníel og staulaðist á fætur og haltraði upp göt- una. „Tómar lygar, tómar lygar“, tautaði hann, „hér eru líka hundar. Það eru alls staðar hundar“. Það var ekki fyrr en uppi á Landakotstúni, að hann nam staðar og kastaði mæðinni. Handan við andstyggileg húsin í miðbænum blasti við Esjan, ljótasta fjall í veröldinni. Nú langaði hann heim til sín aftur, austur; það var hvort eð er ekki til neins að flýja. Hundar voru partur af veruleik- anum. í gegnum þessa úrræðalausu hugsunarmóðu greindi hann elskulegt plássið fyrir austan og það færðist nær. Lyktin úr flæðarmálinu af bóluþangi og seltu stóð í vitum hans, og hann sá fyrir sér sendna fjöruna, þar sem hún teygði sig út tangann. Þarna í þessu flæðarmáli átti hann heima og hvergi annars staðar. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 6 Kristux biður ekki fyrir þær syndirnar, sem hann veit, að hans faðir ekki til- gefur. Ó, Guð náði oss, hversu illa er honum þá farið, sem Guðs sonur vill ekki biðja fyrir? Því kalla ég það hinn mesta dáraskap að fremja það í bráð- ræði, fyrir hvert menn annaðhvort 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.