Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 4
„Heiðurs fátækt — þrátt fyrir allt“. >3 umarið 1933 bar fundum okkar Eggerts Stefánssonar söngvara stund- um saman í London. Eitt sinn barst Oliver Twist í tal og lýsing Dickens á giæpamannahverfunum í Eastend. Heimsborgarinn og listamaðurinn Egg- ert, sem sameinaði á skemmtilegan hátt húmanska ást á mannlífinu og hæfi- lega fyrirlitningu á mannskepnunni, stakk upp á því að fara gönguferð um Whitechapel. Við gengum um mjóar og krókóttar götur með lágkúrulegum eins eða tveggja hæða húsum, þar sem óhrein börn voru að glöðum leik, en snögg- kiæddir karlar og kerlingar sátu á dyra- þrepunum og spjölluðu saman þvert yfir götuna. Þetta var síðdegis og veðr- ið gott, einkennilegur friður og ró yfir öllu, fólkið meinleysislegt og mannlegt, eins og fátæklingar í steinbæjunum í Beykjavik eða torfkotunum á Blöndu- ósi. Börnin voru sæmilega sælleg og ekki berfætt né eins rifin og þau sá- ust í hafnarhverfunum í Leith tuttugu I Teddy Boys. árum áður. Það var viðfelldnari blær yfir öllu heldur en Neustadt í Hamborg, þar sem nokkru hærri hús slúttu með efri hæðirnar fram yfir þær neðri og voru studd bjálkum þvert yfir þriggja metra breiðar götur til þess að detta ekki fram yfir sig. Maður fann sig miklu öruggari innan um þetta fólk heldur en í Bowery-hverfinu í New York, sem ég hafði kynnzt sem kandi- dat tíu árum áður. Þrátt fyrir kreppu- árin var þessi fátækt ekki viðbjóðsleg á sama hátt og sú, sem Dickens hafði lýst, eða Hugo í Vesalingunum eða Upton Sinclair í The Jungle. Þetta var „heiðursfátækt — þrátt fyrir allt“, eins og skáldið Robert Burns hafði sagt, og okkur kom saman um það, að þetta fólk væri í raun og veru sannara og eðlilegra heldur en iðandi kös velbúinna heimsborgara og túrban- klæddra Indverja á Regent Palace Hotel, þar sem við fengum okkur kaffi á eftir. Ég hafði áður kynnzt allmörgum ensk- um sjómönnum á spítalanum í Vest- mannaeyjum — lítt menntuðum og varla lesandi annað en sunnudagshefti dagblaðanna með myndum af konungs- fjölskyldunni, fréttum af veðhlaupum og vinninga'listum írska happdrættisins, en þetta voru vingjarnlegir drengir og reiðubúnir til að bera fram matarílát- in sín eða snúast á annan hátt, þegar þeir höfðu náð fótavist. Það gerðu þýzku sjúklingarnir aftur á móti ekki, en þeir lásu bækur. Drykkjuskapur og afbrot unglinga auka st óðfluga. ANISMI EFTIR PAL V. G. KOLKA bók sinni The Insecure Offend- ers (1963) hefur T.R. Fyvel lýst lífinu í Eastend eftir styrjöldina. England var eins og önnur vestræn lönd í mjög örri uppbyggingu, atvinnuleysi var ekkert, kaup hafði hækkað og á rústunum eftir loftárásirnar höfðu víða risið blakkir verkamannabústaða. Þetta var miklu betra húsnæði en íbúarnir í Eastend böfðu vanizt, þó ekki væri það neitt framúrskarandi frá fagurfræðilegu sjón- armiði og lítið um grænan gróður kring- um ibúðarsamstæðurnar. Efnahagur var sýnilega orðinn betri eftir 1950, sjón- varp í flestum íbúðum og ódýrar smá- bifreiðar, keyptar notaðar, við sumar þeirra. En æskulýðurinn hafði ekki að- hæfzt þessu nýja umhverfi. Á kvöldin söfnuðust 16—20 ára piltar saman og héldu inn í nálæg viðskiptahverfi, þar sem voru kvikmyndaleikhús, dansstað- ir, gosdrykkjabarar með glymjandi hljómplötugar{j'5num (juke-boxes), sí- hvikur ljómi auglýsingaljósa, harður á- rekstur á öll hin ytri skilningarvit. Það var sérstaklega eftirtektarvert, að pilt- arnir voru allir prúðbúnir eftir þeirri tízku frá síðustu aldamótum, sem kennd er við Játvárð VII, hinn sællífa mun- að&rsegg. Einhverjir spjátrungar höfðu fyrst tekið hana upp um stuttan tíma við háskólann í Oxford, en nú varð þetta nokkurskonar einkennisbúningur piltanna i Eastend. Því fengu þeir við- urnefnið Teddy Boys (Teddy = Ját- varður). Þeir báru sig kæruleysislega, svipurinn var eins og stirðnuð grima, og augnaráðið kalt. Það tilheyrði „mund- eringunni". Gríman var aðeins látin falla í myrkri kvikmyndahúsanna. Þeir fóru saman í stórum flokkum, allt að 100 í hóp. Aðalerindið inn í bæinn var þó kvennafar, sem var rekið með sama kaldranasvipnum eins og daglegt skyldu starf, oftast með stelpum á sama reki eða vændiskonum, ef ekki vildi betur til, þótt kynvilla væri einnig nokkuð ástunduð, fyrir gjald, af forvitni eða blátt áfram út úr leiðindum tilbreyt- ingarleysisins. Umræðuefni þessara unglinga snér- ist annars allmikið um föt, eins og meðal stelpna, svo sem hvar og fyrir hvaða verð þessi flík hefði verið keypt og hvernig hún tæki sig út, enda gengu allir peningar þessara piltunga, sem margir höfðu allgóðar tekjur, í þessar skemmtanir og í föt. Þau voru þeirra hefðartákn — status symbol. En það var skammt í ruddaskapinn hjá þessum tízkuherrum. Liti einhver til þeirra ha-ðnisauga eða útlit hans væri þeim ekki að skapi, átti hann það víst að verða barinn niður og misþyrmt af mörgum í senn, en öðru hvoru var leið- inlegt tilbreytingarleysi rofið með því aö brjóta allt og bramla á einhverju veitingahúsi, einikum ef það var rekið af Grikkjum eða öðrum Suðurlandabú- um. Þeir urðu að hafa einhvern til að líta niður á. Teddy Boys voru ekki drykkfelldir, þeir sötruðu kóka-kóla eða aðra létta drykki, en peningar þeirra hrukku þó oft ekki fyrir fötum og hangsi á „shopp- um“ eða kvikmyndahúsum og þá var gripið til þjófnaðar eða innbrota. Þeir lentu því margir í höndum lögreglunn- ar og voru sendir á uppeldishæli þau, sem í Bretlandi eru rekin eftir hinu svonefnda Borstal-kerfi. Vindurinn fór vanalega úr þessum „svölu“ körlum, þegar þeir komu fyrir rétt og horft var fram á frelsissviptingu. Maður getur líka séð í amerískum glæpatímaritum myndir af forhertum unglingum, sem hafa gerzt sekir um rán, nauðganir og SJÖUNDI HLUTI jafnvel morð, þar sem lögreglan verð- ur að styðja þá hálfmeðvitundarlausa af skelfingu frammi fyrir dómurum. Þetta eru eins og úlfar, sem eru frakk- ir til árása, ef þeir fara saman í flokki, en með skottið á milli afturlappanna einir sér. Á heimilum margra af þessum Teddy Boys var komið sjónvarp, en þeir tolldu ekki við að horfa á það. Þeir undu sér ekki nema margir saman, hlustandi í hálfgerðri dáleiðslu á glamurhljómlist djass-gargananna eða svífandi á sýróps- öldum angursöngvanna — eins og Aldous Huxley lýsti þeim. Þar fundu þeir berg- mál af leyndri ást, kvíða og þrá síns unga hjarta. Annað höfðu þeir ekki af menningu síns tíma að segja. Skemmti- staðirnir voru eini tengiliðurinn milii þeirra og þjóðfélagsins. Vandræðabörn velferðarrikis T x eddy Boys, sem reyndu að stæla yfirstétt Játvarðs-tímabilsins í klæða- burði, féllu brátt úr tízku, og jafnvel nafnið sjálft var haft í héði hjá næsta aldursflokki. Sjúkdómurinn breytti þó aðeins um svip á yfirborði og a.m.k. þrjár öldur hans hafa gengið yfir Bret- land, hver með sinni tízku í klæðaiburði, ytra útliti eða hárafari. Aldurstakmörk- in hafa færzt niður á við og hver farald- ur tekur á sig óhugnanlegri mynd. Teddy Boys áttu það til að sýna börn- um og gamalmennum tillitssemi, en lítt skiljanlegt ofbeldi og mannvonzka hefur farið í vöxt á síðari árum. Iðulegá er ráðist algerlega að ósekju á gerókunn- uga menn og ekki hvað sízt á lítilmagna. Samkvæmt grein í Mbl. frá 19. febr. 1964, tekinni eftir hinu þekkta blaði The Economist, fóru afbrot í Englandi og Wales í fyrsta skipti yfir milljón á árinu 1964, og þeim hafði fjölgað um 9% árlega síðustu þrjú árin. Helming- ur allra þessara afbrota var framinn af unglingum innan 21 árs. Fjöldi árása- og ofbeldismá'la óx um 16,9% frá 1963 til 1964, þjófnaða og rána um 23,4%. Morð hafa orðið sífellt fleiri og mestan óhugnað hafa vakið hin mörgu kyn- ferðisbrot og barnamorð. Þetta hefur orðið til þess að margir Englendingar vilja taka upp dauðarefsingu á ný. í hvít bók, sem Butler innanríkisráð- herra lagði fram í janúar 1959, áður en glæpaaldan var komin í algleyming, var gert ráð fyrir mjög hækkaðri fjár- veitingu til bygginga nýrra fangelsa fyrir æskufólk. Kostnaðurinn við refsivist enskra unglinga nemur meiru en öllu því fé, sem ríki og sveitarfélög verja til heilbrigðrar æskulýðsstarfsemi. Innanríkisráðherrann brezki var agn- dofa yfir því, að þessi glæpaalda fylgdi í slóð mestu endurbóta í þjóðfélags- málum og fræðslumálum, sem átt höfðu sér stað í heila öld. Frá 1953 til 1960 var byggð meira en milljón íbúða, svo að fjórði hluti allrar þjóðarinnar bjó í 'húsum eða i'búðum, sem reistar höfðu verið að tilhlutan opinberra stjórnar- valda. í stað gamalla skólahúsa hafði verið reistur fjöldi skóla eftir nýjasta sniði, auk barnaheimila og annarra vel- ferðarstofnana. Milljónir manna höfðu fiutzt úr gömlu „slum“-hverfunum í betri húsakynni, afkoma verkalýðsins verið stórum bætt, ein milljón nýrra bíla þaut um þjóðvegina og nokkrar milljónir nýrra útvarpstækja voru til skemmtunar og fræðslu. Þrátt fyrir þetta höfðu dómar fyrir glæpi unglinga næstum þrefaldazt frá styrjaldarbyrjun fram til ársins 1961, og — það sem ískyggilegast var — ofbeldisglæpir höfðu einkum farið í vöxt. Arið 1938 höfðu 80 drengir á aldrinum 14—17 ára verið fundnir sekir um árásir og of- beldi, en 1961 voru þeir orðnir 1416. Fyrir drengi 17—21 árs voru þessar töl- ur 163 og 3006. Síðan 1961 hafa þó þessi afbrot farið stórlega í vöxt, eins og áður er sagt. E, Alþjóðafaraldur l ngland er ekki eitt um þetta vandamál. í Bandaríkjunum hefur glæpaaldan meðal unglinga náð úr Framhald á bls. 13. LEIT AÐ MANNINUM 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.