Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Blaðsíða 13
■ mœm •fl* w mm ^mujoriAR- hahw^son* KAM/CltlÍANALERi: HVER £RU NÖF/J /LMNARBA ÍISAfJNA, EÐA HVAT HAFAÍR’ ÞEIR AT, BOfí nm HAfA PElfí ÍÖRT T/í FRAAIA ? STERKASTR AUI?F\ COOANfJA OKMANNfí. FIMM HUHDRUO COLFÁ OK UMB FJÓRl/M TÖCUM, SVÁ HVCG £K- BILSKIRNI /iSÐISOCOK RfíNNfí ÞEIRfí ES EK REPT VITfí, f\)NS VEIT EK nESfMAOAR. HAHH 'A MR RiWf ER PRUOVANCAR HElTA, £N HÖLL HANS HEITlR ÖILSKlRHlfí/l ÞEIH SAL £RU FIMM HUNOfíUÞ CÖLFfí OKF-IÖRlfí TiQlR. Mr, £R HÚíMESt; FVA AT/1E.NN VITI. SVA SEQR t 1 caihnishalum: PORfí A HAFRA TUO, ER SVfí HElTA:TfíNNCNJÖSfR OK TfíNNQRlSN* IP, OKREIO Þ'fí. Eft NANNEKR, EN HfíFRAfíNlfí OPfíCA PEIÐINA. ÞV1 ER HANM KfíUAPR 0W-ÞÖRR. ______________L_______________J Efí HfílHÞORSfífí OK 5ÉRCRISAR KíNNfí, Þ'fí ER FlfíNN HAMN'A OK Þ«jA KOSTKRIPI.EINN KEHfí 'A LöPT OC ER ÞAT ElCt UNDARUCT; HANNHEFIR ÞEifífí ER HAMARRINM /UöuniBí LfíHlT HfífíQAN HAUS fí F£í>RUM EÍ>A FR/ÍNDUM pEIRfí. vinnar og fylkisstjóri i Vínarborg, Bald- ur von Schirach. Hann var maður all- stór vexti, með skolleitt hár. Honum var m. a. gefið að sök að hafa látið myrða 5000 Gyðinga í Vínarborg. Eitthvað fannst mér sjúklegt við augnaráð hans. Hann hnippti oft í sessunaut sinn til þess að hvísla einhverju að honum. Sessunautur hans var Sauckel, sá sem stjórnaði og bar ábyrgð á þrælahaldi er- lendra verkamanna meðan á styrjöld- inni stóð. Næstur sat Jodl, herforingi. Hann var klæddur sams konar búningi og Keitel. Hann var nær alveg sköllóttur, rauð- birkinn og líktist meira kjötkaupmanni en hermanni. Við hlið hans sat maður með mikið grátt hár. Það var von Papen, niaður sem hafði langan stjórnmála- og diplómataferil að baki sér. Var t. d. um skeið sendiherra í Tyrklandi. Þeir Kalt- enbrúnner og hann voru alltaf að talast Við. ‘ Næstur von Papen sat Seyss-Inquart, er mest barðist fyrir innlimun Austur- rikis í Þýzkaland nazistanna. Hann var siskrifandi og sendi blöðin jafnóðum til verjanda síns. — Yfirleitt hefur legið vel á sakborn- ingum, þrátt fyrir allt? — Já, það má furðulegt teljast. Klukkan 11 var gert hlé og risu allir úr sætum meðan dómararnir gengu úr salnum. Sakborningarnir tóku upp nesti sitt, sem virtist vera hveitibrauð, og fóru að snæða. Sumir fengu verjendur sína til sín og ræddu við þá. Aðrir ræddu sín á milli. Göring virtist vera hinn kátasti. Undraðist ég yfirleitt hve vel virtist liggja á þessum mönnum, sem vissulega gátu búizt við að verða dæmd- ir til dauða. Það hrá meira að segja fyrir brosi á steinrunnu andliti Keitels, er Baldur von Schirach stakk að hon- um einhverju skemmtilegu. Þótt Ribb- entrop hlyti að hafa heyrt það, varð ekki vart neinna svipbrigða á honum. Hann lét yfirleitt allt afskiptalaust, sem fram fór, og sat eins og í leiðslu. Hléið stóð í tuttugu mínútur. Var nú tekið að ræða hernám Noregs. Raeder var kallaður í vitnastúkuna aftur. Kom í ljós, að sakborningur bar enn mikla virðingu fyrir „foringjanum“, sem hann ávallt nefndi svo, enda þótt Hitler væri þá allur. — Hve lengi stóðu réttarhöldin? — Réttarhöldin stóðu í nærri heilt ár. Meginregla þeirra var sú, að árásar- styrjöld væri annað og meira en brot á alþjóðasamningum; hún var glæpur. Brot á alþjóðalögum er ekki sá glæpur, að einstaklingar geti falið sig á bak við þjóðarheildina og kastað allri ábyrgð á hana. Þó heyrðust þær raddir strax í byrjun þessa stríðsglæparéttar- halda, að hefðu Þjóðverjar farið með sigur af hólmi, hefðu það verið aðrir menn, sem setið hefðu á sakborninga- bekkjunum í París eða London. Þannig risu efasemdirnar strax. Menn voru ef til vill ekki alls kostar ánægðir, en enginn lét í ljós neina meðaumkun með hinum þýzku foringjum. egar á allt er litið, sýnir hrun þriðja ríkisins og Núrnberg-réttarhöldin hvað komið getur fyrir mikla þjóð, þegar réttarfarið er lítilsvirt og réttlæt- ið fótum troðið. Þjóðin hrapar niður á við án tillits til þess, hver hernaðarmátt- ur hennar er, og endar í algerri sturlun og hruni. Hver skyldi svo hafa ímyndað sér, þarna í stríðslok, að innan fárra ára myndu Þjóðverjar verða orðnir sú þjóð Evrópu, sem býr við eitthvert mesta f járhagslegt öryggi allra þjóða? Slíkt eru undur og stórmerki og sannar það eitt, að sé dugnaður þjóðarinnar beizlað- ur á réttan hátt, getur hún búið þegnum sínum eins gott viðurværi eins og það annars gæti verið djöfullegt. Endurreisn stórborganna sem ég hef talað um er talin dæmigerð fyrir þýzka ævintýrið. — Að vísu hef ég ekki séð þær síðan og ekki séð þetta ævin- týri með eigin augum. Ekki hafði ég lengi verið með- al blaðamanna á hernámssvæði Bandarikjamanna og Breta er ég varð þess var, að tortryggni þeirra gagn- vart Rússum var mikil. Margir höfðu verið stríðsfréttaritarar lengst af styrj- aldarárin. En þessi tortryggni var nú því miður ekki til staðar hjá banda- mönnum er verið var að knésetja naz- ismann — í nægilega ríkum mæli — nema hjá einum manni, nefnilega Sir Winston Churchill. Landakort Evrópu hefði ekki tekið þeirri breytingu sem raun varð á í stríðslokin ef bandamenn Breta hefðu látið gamla manninn um að ráða ferðinni. — En það er önnur saga, — önnur ógæfusaga fyrir milljónir manna, sem bjuggust við að geta fagnað fullu frelsi er Þriðja ríkið hafði endan- lega verið sigrað. Sverrir sagði að lokum: Þessi ferð og dvöl í Þýzkalandi fyrir 20 árum, varð mér ungum og reynslulitium manni til mikils gagns. Er heim kom fannst mér ég hafa á ýmsan hátt öðlast haldgott veganesti út á lífsins ólgusjó. — mf. — Húmanismi Framhald af bls. 4. skuggahverfum stónborganna til útborg- anna, þar sem efnafólkið býr, og út til smástaða um land allt. Á einu ári kom- ust 5% allra unglinga þar í kast við lögin og meira en helmingur allra þeirra, sem teknir hafa verið fastir fyrir þjófnað eða rán, er undir 21 árs aldrL í stórborgum eins og New York er fjölda afbrotaflokka stjórnað harðri hendi af einum foringja, og berast þeir oft á banaspjót, fara reglulegar herferðir inn á svæði nágrannaflokka og enda þær stundum í manndrápum og morðum. Mikla athygli vakti sú frétt fyrir nokkru, er ung stúlka var elt af árásar- manni, hljóðandi á hjálp á fjölfarinni götu, og stungin mörgum sárum til ólífis, án þess að nokkur hreyfði hönd eða fót henni til hjálpar. Menn þorðu blátt áfram ekki að blanda sér í þessa viðureign vegna þess að það gat ekki aðeins verið hættulegt, heldur líka af því að lögin veita enga vemd eða skaða- bætur þeim, sem það gera, og verða af þeim sökum fyrir tjóni eða tímatapi. Nú eru loks uppi háværar raddir um það, að bætt verði úr þessum réttarfars- galla í Gósenlandi lögfræðinganna. Það múgæði og sú skemmdafýsn, sem stundum greip Teddy Boys, á sér orðið margar hliðstæður á meginlandi Evrópu og minnast ýmsir látanna í samibandi við „rock’n’roH“-æðið fyrir nokkrum 13. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.