Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Page 5
Eftir Siglaug SAMUEL JOHNSON: SEL- ECTED WRITINGS EDITED WITH AN INTRODU CTION AND NOTES BY R. T. DAVIES. FABER AND FABER 1965. 45/- Isak Dinesen, þ. e. Tania Blixen, skrifar svo í sög- unni „Draumamenn11 í „Sjö gotn- eskum þáttum“: „Metið læknana, bakarana og þjónaliðið eftir gjörð- um þeirra, jafnvel því sem þeir vildu gera bezt; afburðamenn verða aðeins metnir eftir því sem þeir eru“. Menn vilja gjarnan ágæta sig af verkum sínum, en verða með því þrælar eigin gjörða, sem er ekki mildara hlutskipti en að vera öðr- um ánauðugur. Einn þeirra manna sem nutu þeirrar náðar að vera hafn ir yfir verk sín, þótt þau væru ágæt í sjálfu sér, var Samuel Johnson og það er að þakka iðni og aðdáun Bos- wells. Hvað væri Johnson ef þessi pennalipri aðdáandi hans hefði ekki ritað ævisögima? Hann væri vita- skuld talinn ágætur fræðimaður og höfundur, en ekki meir. Myndin sem Boswell dregur svo ágætlega upp af Samuel Johnson væri fyrir löngu öll, með þeim síðustu sem mundu hann. Með skrifum Boswells Brynleifsson gefst okkur mynd persónu hans eins og Boswell og samtíðarmenn hans sáu hann, maður sem var hafinn yfir öll verk sín og ágættist af sjálf- um sér. Þessi bók á að gefa þverskurð af verkum Johnsons, útgefandinn birtir hér nokkur kvæði hans og kafla úr ritum hans og greinum og ritar ágæt- an inngang um ævi hans, verk, gagn- rýni og stíl. Johnson fæddist í Lichfield 17.09. Fað- ir hans var Michael Johnson bóksali þar í staðnum, sem var talinn lærður maður og sæmilega efnaður. Móðir hans var Sarah Ford og áttu þau hjón fá sameiginleg áhugamál samkvæmt frásögn Johnsons sjálfs. Sem barn þjáð- ist hann af kirtlaveiki og margvíslegri kröm. Það var reynt að lækna hann með því gamalkunna ráði að biðja þjóð- höfðingjann að snerta hann, sem þá var Anna drottning. Hann var fluttur til London, skoðaður af hirðlæknum, beðið fyrir honum af hirðprestinum og loks snertur af drottningu, en allt kom fyrir ekki. Hann var settur í mennta skólann í Lichfield og náði skjótt miklu valdi á latínu. Þótt hann væri hyskinn við nám var hann mjög næmur og þeg- ar áhugi hans var vakinn á einihverri grein, varð hann mjög fljótur að til- einka sér hana. Latína var aðalnámsefni í skólum þessara ára og hann fékk strax mikinn áhuga á þeirri tungu, eink- um síðari tíma höfundum. Faðir hans var bóksali og með skólanáminu vann hann í verzlun hans og gleypti í sig þau rit sem vöktu áhuga hans, einkum rit endurreisnarhöfundanna. Hann skar- aði fram úr öðrum nemendum, einkum í latínu, og auk námsefnisins las hann óhemju magn bóka. Þekking hans á grísku var takmarkaðri og ekki það mikil að hann gæti lesið attísku skáldúi sér til ánægju. E fnahagur föður hans var erf- iður á þessum árum, verzlunin gekk erfiðlega og skuldir jukust það mjög að hann hafði ekki ráð á að kosta son sinn til framhaldsnáms. Efnaður vinur fjölskyldunnar bauðst þá til að hlaupa Erlendur sendirá&s- maður, sem kominn er af léttasta skeiði og kynnzt hefur fjölmörgum þjóðum á löngum starfsferli, sagði við mig ekki alls fyrir löngu, að Banda- ríkjamenn, íslendingar og Þjóð- verjar vceru að sínum dómi vinnu- sömustu þjóðir heims. Þetta lætur e.t.v. undarlega í eyrum margra. En, þegar málið er íhugað frekar, komumst við sennilega að þeirri niðurstöðu, að vinnudag íslendinga vœri vart hœgt að lengja til muna. Hér þurfa fáar hendur að vinna milcið verk og helzt viljum við Ijúka öllu samstundis. Margir eru t.d. undrandi yfir hinum öra vexti höfuðborgarinnar — og, þegar gengið er um hin nýju hverfi, sem rísa af grunni svo að segja á einni nóttu, spyrja flestir: Hvenœr kem- ur svo malbikið? Færri spyrja að því, hve stór hluti af hinum nýbyggðu hverfum hafi verið fullgerður í aukavinnu eða fyrir tekjur af aukavinnu. Og einfaldlega vegna þess, að það þykir ekki óeðlilegt að reisa heil hús í aukavinnu. Þessi tegund tóm- stundavinnu er nœr óþekkt í öðr- um löndum, enda telja flestir tóm- stundavinnu og tómstundagaman eitt og hið sama. Hér fer þetta ekki alltaf saman. Það er opinbert leyndarmál á íslandi, að þorri fólks frarrufleytir sér og sínum að einhverju leyti á aukavinnu. Venjuleg daglaun gera varla meira en halda lífinu í fólki — en það líf er að vísu hálfgert lúxuslíf miðað við það, sem aðrar þjóðir og efnaðar láta sér nœgja. Hins vegar er ekki frœðilegur möguleiki fyrir ung hjón með 2-3 börn að koma sér upp þaki yfir höfuðið, ef heimilisfaðirinn hefur aðeins meðallaun, þ.e.a.s. vinnur eðlilegan vinnudag. Og það er líka nœstum ógerningur fyrir þau að leigja sér sómasamlega íbúð (a.m. k. hér í Reykjavík), ef húsmóðir- in vinnur ekki úti — eða hin „vin- sœla“ aukavinna húsbóndans hjálpar ekki til. Aukavinnan hefur einfaldlega úrslitaáhrif. Þetta mál er alvarlegra en flest annað í okkar þjóðfélagi. Margir heimilisfeður eru bókstaflega gest- ir á heimili sínu fyrstu 10-15 hjú- skaparárin og jafnvel lengur vegna þess, að það verður þeim heilt œvi- starf að koma sér upp eigin hús- næði og búa í haginn fyrir fjöl- skylduna svo að hún njóti þeirra nútíma þæginda, sem við státum hvað mest af. Lítil íbúð (á okkar mælikvarða) kostar 4-6 föld meðalárslaun og jafnvel þeim, sem bezt eru í sveit settir, tekst ekki að fá föst lán fyrir helmingi andvirðisins. Bilið, sem aukavinnan verður að brúa, er oft langt — og endist mörgum ákaf- lega margar „tómstundir“. Þetta er vandamál, sem þarf úrlausnar, raunverulegrar lausnar. Þótt föst lán hœkki jafnt og þétt vegur sú hækkun varla upp á móti rýrnun krónunnar. Gegn hinum of- boðslega byggingarkostnaði þarf að ráðast með hörku og láta kné fylgja kviði. Vert er að gefa hin- um erlendu tilboðum um ódýr en þœgileg tilbúin íbúðarhús góðan gaum og það œtti að vera skylda allra bœjarfélaga að greiða götu þeirra, sem vilja gera tilraun með þessa nýjung. Stóraukning að- gengilegra lána til langs tíma er þjóðfélagsleg nauðsyn, en það er jafnnauðsynlegt, að hert verði á kröfum um sparnað, hagsýni og tild ursleysi í framkvœmdum fyrir op- inber lán. Fœstir mundu telja sjónvarp skylt þessu máli. En sjónvarpið gegnir nú orðið því mikilvœga hlutverki fyrir allstóran hóp manna að vera eins konar skratti, Framhald á bls. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 27. marz 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.