Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Síða 6
Dr. Johnson og Boswell á heimleið að næturlagi. Skopmynd eftir Rowland- son. hér undir bagga, og í trausti bess var Samuel sendur í Háskólann í Oxford. Styrkur sá, sem honum hafði verið heit- inn, varð minni en lofað hafði verið, svo að hann hvarf frá Oxford eftir þrettán mánuði. En þennan tíma sem hann dvaldi þar vakti hann furðu bæði kennara og nemenda. Kennarar hans töldu að þangað hefði aldrei komið slik- ur latínuhestur og hin mikla en tæt- ingslega þekking hans á fornum höfund- um og höfundum endurreisnartímabils- ins vakti undrun þeirra. Skólabræður hans dáðu hann fyrir gáfur, skarpleika og snilli í samræðum. Hann hirti lít- ið um settar reglur og venjur, og því fór fjarri að hann virti skólayfirvöldin. Hann var ærið oft upphafsmaður að óróleika og uppsteit innan skólans, en honum fyrirgafst það sökum framúr- skarandi þekkingar og gáfna. Þessi upp- reisnarandi stafaði mikið af erfiðri að- stöðu hans sökum fjárskorts, auk þess var hann enginn íþróttamaður og útlit hans var honum engan veginn til fram- dráttar, stór og luralegur, illa klædd- ur, og framkoma hans var oft vægast sagt furðuleg. Um þetta leyti tekur þunglyndi hans að ágerast svo mjög, að oft stappaði nærri sturlun. Þótt hann væri örsnauður var hann hrokafullur og fyrtinn en jafnframt svo sjarmerandi að aðrir gallar upphófust. Hann varð að hverfa frá Oxford próflaus árið 1731. Faðir hans dó sama ár snauður. John- son varð nú að leita sér atvinnu og varð að leggja fyrir sig kennslusnatt. Hann sótti um kennslustarfa við Solihill- menntaskólann, en var hafnað. Skóla- nefndin áleit hann „ágætlega mennt- aðan og einnig að honum hæfði betri staða en kennarastaða við menntaskóla staðarins, en álitu hann full hrokafull- an og skapstyggan, og auk þessara galla hefði hann þann leiða vana að afskræma andlit sitt á hryllilegan hátt með afkáralegum glennum, en slíkt gæti haft miður holl áhrif á nemend- urna“. Þunglyndi hans ágerðist á þessu tímabili og hann sagði á efri ár- um að hann hefði verið geðveikur allt sitt líf, eða að minnsta kosti ekki alveg heill á sönsum. Það varð margt til þess að ýmsum, sem ekki þekktu hann því bet ur, leizt enganveginn á persónuna, frek- ar en Solihill-skólanefndinni. Tuldrið og furðulegar upphrópanir, glennurn- ar og afkáraháttur í göngulagi vakti ýmsum kátínu eða ótta. Hann átti það til að kalla upp setningu úr Faðirvor- RABB Framhald af bls. 5. sem þœgilegt er að skella skömm- um á. Stœrsta skömm sfónvarpsins mun vera sú, að það rœni tóm- stundum fólks, almenningur hœtti að lesa bækur og Ijóð — og iðka það, sem fagurt er: Börn og full- orðnir verði andlausir sjónvarps- gláparar, menningarleg hnignun sé framundan verði ekki skrúfað fyrir apparatið. Hvort bandarískt sjón- varp er gott eða slæmt? Það er saga, sem aðrir hafa rakið. En sjón- varp er sjónvarp — og verður svo. Ef fjöldinn les ekki lengur bæk- ur, þá var sú þróun hafin áður en sjónvarpið kom til sögunnar hér á landi. Aukavinnan er nefnilega stœrsta plága þessa lands og hún er framar öllu öðru að gera fslend- inga andlaus meðalmenni. Sjón- varp er því langtum verri óvinur aukavinnu en bóklesturs, því að þeir eru tiltölulega færri, sem svíkjast um og lesa bækur. Haraldur J. Hamar inu við hátíðlegan málsverð, og matar- lyst hans var furðuleg að sögn konu hans, frú Thrale, hann úðaði í sig sterk- um sósum og hrúgaði sykri út í portvín- ið. Smekkur hans á mat og drykk var grófur og borðsiðir hans hæpnir. Hann var einnig mjög hjátrúarfullur og það varð oft til þess að gera hegðun hans öðr um óskiljanlega. Auk þess var hann oft mjög fjarhuga. Þunglyndið varð meðal annars til þess að móta það sem sumir nefna neikvæða skoðun á mannlegu eðli og örlögum; þrátt fyrir svartsýnina freistaði sjálfsmorðið hans aldrei. Hann óttaðist allt það, sem minnti hann á dauðann, þótt lífið væri honum oft hin þyngsta byrði. Hann fann litla huggun í trúnni í þessum þunglyndisköstum, trúin var honum gleðisnautt form gleðisnauðs sannleika og nauðsynjar. Hann fer til Birmingham og kynn- ist þar miðaldra ekkju, sem hann kvæntist, hann tuttugu og fimm ára en hún fjörutiu og sex ára, Johnson sagði að til þessa sambands hefði verið stofn- að af ást beggja aðila. Kona þessi hét Elizabeth og var af kunnugum lýst sem stuttvaxinni og digurri manneskju, held- ur grófgerðri, sem hafði yndi af sterk- um litum og sparaði ekki andlitsfarð- ann. Johnson virtist þessi kona hrein Venus og dásamaði útlit hennar fögr- um orðum, en þess ber að geta að sjón doktorsins var löngum slæm. Hann aug- lýsir nú eftir nemendum en eftirtekj- an varð knöpp, nemendurnir urðu að- eins þrír það eina og hálfa ár sem skóli hans starfaði. 1737 heldur hann til London með hálf- karað leikrit „Irene“. Eftir ársdvöl fær hann starf við the Gentleman’s Magaz- ine, þar sem hann skrifaði þingfréttir. í stjórnmálum var hann toríi og hataði whiggana og kemur það í ljós í þessum skrifum hans. Þessi fyrstu ár hans í London voru honum mjög erfið, hann hafði litlar tekjur og skorti flest það, sem hann hungraði eftir. Fátæiktin ýfði skap hans og jók grófleikann í fari hans. Hann var oft hungraður á þessum árum, og þegar hann komst í góðan mat, var hann sagður hafa rifið í sig fæðuna líkt og hungraður úlfur. Satíran „London“ kemur út 1738 und- ir dulnefni. Hann fékk aðeins tíu gíne- ur fyrir þetta ágæta kvæði, sem varð svo vinsælt að það var prentað í ann- arri útgáfu eftir viku. 1746 skrifar hann undir samning um „Orðabókina“ og við það batnar hagur hans til mikilla muna, þau hjónin flytja í betra húsnæði og tekjur hans aukast til muna. Johnson gerði ráð fyrir því að ljúka við orða- bókina 1750, en verkinu varð ekki lok- ið fyrr en 1755. A. rið 1752 lézt kona hans og nokkr- um mánuðum síðar er hann farinn að hugsa til nýs hjúskapar, en úr því varð ekkert. 1749 gefur hann út kvæðið „The Vanity of Human Wishes", sem var á- gæt stæling á tíundu satíru Juvenals, og nokkrum dögum síðar var leikrit hans „Irene“ sett á svið af gömlum nem- anda hans, David Garrick. Garrick og Johnson voru mjög ólíkir um flest og samkomulagið var oft erfitt, en þrátt fyrir ólíkar skoðanir og kjör, drógust þeir hvor að öðrum og máttu kallast vinir allt til loka. Meðan hann vann að orðabókinni gaf hann einnig út „The Rambler“, tímarit með margvíslegum greinum. Um páskana 1764 skrifar John- son hjá sér nokkrar reglur til að hlíta framvegis, sú fyrsta var: að varast fantasíur og draumóra, önnur: forðast leti, fara snemma á fætur og vinna reglulega, sú þriðja: rækja skyldurn- ar við Guð af kostgæfni og sú fjórða: að lesa Biblíuna og ígrunda hana. Þetta voru ósköp einfaldar reglur og aftur og aftur talar hann um hvað honum sé nauðsynlegt að hlíta þeim. Einkum hafði hann mikinn hug á að vera ár- risull, en honum gekk mjög erfiðlega að framkvæma þá ætlun sína. Hann átti erfitt með svefn, vildi vaka fram á næt- ur og drakk þá oft óhemju magn af sterku te, stundum allt að sextán te- bollum, og auk þess hreyfði hann sig lítið. Joihnson ásakar sig aldrei fyrir hroka og reiði og enn síður fyrir að meiða menn með tali sínu, en flestir vinir hans og kunningjar urðu að þola slíkar meiðingar, hann var mjög hitt- inn og særandi, ef sá gállinn var á hon- um. Boswell talar um þetta og segir að „árásir hans á vini sína stafi af örygg- isleysi og hinar níðangurslegu útlistan- ir um menn og málefni séu örvænting- arhróp manns í nauðum“. Orðabókinni var tekið með miikl- um ágætum, enda einstakt verk á þess- um tímum. Það mátti lesa og má lesa hana sér til ánægju. Skilgreiningarnar eru nálkvæmar og snjallar, oft mjög fyndnar og alltaf ákaflega persónulegar. Tilvitnanir eru mjög vel valdar, en aðalgallinn við bókina er vanþekking höfundar á germönskum málum og upp- luna orðanna. Þetta verk jók mjög frægð doktorsins, en bætti lítið fjár- hag hans. Hann hafði samið um að vinna þetta verk fyrir fimmtán hundruð gíne- ur og þeirri fjárhæð hafði allri verið eytt, þegar síðustu arkirnar komu úr pressunni, enda von, þar eð verkið tók mun lengri tíma en hann hafði í fyrstu álitið að það myndi taka. Fjárhagurinn var svo slæmur að hann var tvisvar handtekinn sökum sbulda og varð að leggja fyrir sig allskonar snatt tii þess að lifa, þótt hann væri hér eftir talinn meistari enskrar tungu. Hann síkrifaði um tíma fyrir nýtt mánaðarrit, „The Literary Magazine" greinar sem flest- ar eru þýðingarlitlar, nema ritdómur- inn um „Free Inquiry Into the Nature and Origin of Evil“ eftir Soame Jenyn, sem er eitt með því bezta, sem Johnson ritaði. Vorið 1758 tók hann að senda frá sér greinar vikulega undir nafninu „The Idler“, nokkurskonar framhald af „The Rambler“, þessu hélt hann áfram næstu tvö árin. „Rasselas, Prince of Abyssinia“ kom út 1759. Þá bók skrifaði doktorinn á einni viku, og sendi handritið í press- una án þess að lesa það yfir. Áistæðan fyrir þeseum flýti var sú, að hann þurfti að kosta útför móður sinnar og borga smáskuldir hennar. Fyrir þetta verk hlaut hann hundrað pund. Allt til 1762 hafði doktorinn lifað meira og minna á hálfgerðum snöpum, en nú varð breyt- ing til batnaðar, hann hlaut árlegan styrk að upphæð þrjúhundruð pund. Nú gat hann sofið lyst sína og þurfti ekki að fara á fætur fyrir klukkan tvö á daginn, nú gat hann drukkið te og talað við vini sína þar tii skammt lifði nætur. Hann þuxfti ekki lengur að eyða tima sínum í snöp og stapp við prentara og útgefendur. Sá sem átti mestan þátt í 'þessari styrkveitingu var Bute lávarður. Þrjúhundruð pund á þessum tíma voru lífytenleg laun. Hann hafði einnig tekið við greiðs'lum fyrir útgáfu af Shakespe- are, en nokkur dráttur orðið á fram- kvæmd'um. Nú var hann mjög hvattur til þess að takast þetta á hendur, enda gat hann varla sóma síns vegna frestað því lengur. Þessi útgáfa kom út 1765, með merkilegum formála. 1763 kynnist hann Roswell og „Klúbburinn“ er stofn- aður árið eftir, síðar þekktur undir nafninu „Bókmenntaklúbburinn“. í þessum klúbbi voru ýmsir ágætir menn, svo sem Burke, Reynolds, Goldsmith og Garrick. Atjánda öldin er öld samræðulist- arinnar öðrum fremur og með kynningu doktorsins og Boswells og klúbbstofnun- inni kviknar ein sú bezta ævisaga og samtalsbók, sem nokkrusinni hefur ver- ið rituð. f Ævi Johnsons birtist doktor- inn allur, lífsþorsti hans og lífsnautn, sniiliyrði og hæfni, sem aldrei missti marks. Þessi bók er einnig hin bezta tíðarlýsing og jafnframt ævisaga Boswells að svo miklu leyti, sem hann var tengdur Johnson, en það var ekki lítið. Þeir voru mjög ólíkir um flest og oft þótti doktornum spurningar Bos- wells ebki svara verðar, sem von var. „Hvað mynduð þér gera, herra, ef þér væruð læstur inni í turni með korna- barni?“ Johnson reiddist oft við sinn ágæta ævisöguritara, og gat þá oft verið níðangurslegur í svörum. Stundum svar- aði hann einhverri vitleysu, sem Bos- well ígrundaði af alvöru, þar til hann komst að því eftir langsamar íhuganir að líklega hefði meistarinn verið að svara út úr . . Og árin liðu, Boswell skrifaði niður öll tilsvör meistarans og meistarinn hæddi hann, skammaði hann fyrir einfeldni og heknsku og þótti vænt um hann. Og Boswell þreyttist aldrei á að spyrja um álit meistarans um allt niilli himins og jarðar. Skömmu eftir stofnun klúbhsins kynntist Johnson Thrale-hjónunum. Thrale var efnaður ölbruggari kvæntur konufiðrildi, sem var ákaflega hrifin af gáfum og lær- Framhald á bls. 14 g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. marz 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.