Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Qupperneq 7
ÁRNI ÓLA Framhald af bls. 1 8 árum eftir að byrjað var á smiði henn- ar. En séra Guðmundur dó 28. nóv. 1790, svo að hann sá hana aldrei. Fyrsti næturvörður var Magnús Guðlaugsson tómthúsmað ur í Sjóbúð. Fékk hann þetta embætti 1791 og skyldi hafa 8 mörk á viku í kaup og 2 skildinga fyrir Ijósmeti hverja nótt. Vegna þessa kostnaðar var lagður á sérstakur húsaskattur. Fyrsta leiksýning fór fram 19. okt. 1791 í Hólavallar- skóla. Var þá sýndur leikurinn „Björg- unarlaunin“ eftir Geir biskup Vídalin. Fyrsta prestvígsla í dómkirkjunni fór fram 25. sd. eftir trinitatis (13. nóv.) 1796. Vígði þá Mark- ús Magnússon stiftprófastur Eirík Guð- mundsson til Hvalsness og Kirkjuvogs- sókna. Fyrsti biskup í Reykjavik var Geir Jónsson Vídalín. Hann var vígður 30. júlí 1797 af Sigurði Stefánssyni Hólabiskupi. Fyrst í stað bjó hann á Lambastöðum, en fluttist til Reykjavíkur 1807 og bjó til dauðadags í húsinu Aðalstræti 10. Meðhjálpari og hringjari. Árið 1797 voru stofnuð tvö embætti við dómkirkjuna, meðhjálpara og hringjara. Skyldi meðhjálpari hafa að launum 2 ríkisdali á ári (4 kr.), en hringjarj 1 rdl. 48 skildinga (3 kr.). Hjúskaparlýsingar. Árið 1799 vor'u að stjórnarboði af- teknar „trúlofanir“, en í þeirra stað skyldu koma lýsingar til hjónabands af predikunarstóli þrjá sunnudaga í röð. Alþingi var í fyrsta sinni háð í Reykjavík 1799 og þá í Hólavallarskóla. Fyrsti járnsmiður bæjarins var Bjarni G. Lundborg, sonur Guðmundar Runólfssonar sýslu- manns. Hann hafði numið iðn sina er- lendis, en settist hér að 1799 og fékk leyfi til að kenna járnsmíði og gefa nemendum sínum sveinsbréf að loknu námi. Bjarnj reisti sér torfbæ skammt austan við dómkirkjuna og var sá bær jafnan nefndur „Kleinsmedens Hus“, á þeirra tíma reykvísku. Landsyfirréttur var í fyrsta skipti settur í Reykjavík 10. ágúst 1801. Dómstjóri var Magnús Stephensen, en meðdómendur Bene- dikt Gröndal og ísleifur Einarsson. Fyrsta íbúðarhúsið í Austurstræti lét Isleifur Einarsson yfirdómari reisa 1802 Þetta hús stendur enn og er nú Haraldarbúð. Sérstakt lögsagnarumdæmi. Með konungsúrskurði 15. april 1803 var Reykjavík gerð að sérstöku lögsagn- arumdæmi. En með konungsúrskurði 24. febr. 1835, náði lögsagnarumdæmið vest- ur að landamerkjum Eiðis og Lamba- staða, að sunnan að Skildinganesslandi og að austan að Laugarnesslandi. Innan taKmarka þess urðu þá Örfirisey, Sel, Hliðarhús með Ananaustum, Arnarhóll og Rauðará. Fyrsti bæjarfógeti var danskur maður, Rasmus Fryd- ensberg og tók við embættinu 1803. Hann hafði hingað með sér tvo danska lögregluþjóna, Ole Biörn og Wilhelm Noldte, fyrstu lögregluþjóna hér. Fyrsti borgarafundur var háður 1803 til þess að kjósa sátta- nefnd fyrir lögsagnarumdæmið. Síðan voru slíkir borgarafundir háðir nokkr- um sinnum til þess að ráða fram úr bæjarmálefnum, áður en sérstakir bæj- arfulltrúar væri kosnir. Fyrsta yfirsetukona bæjarins vax dönsk og var hún send hingað 1803 að tilhlutan Rentukamm- ers. Hún hét Johanne Marie Wiezend og átti að fá 60 rdl. árslaun. Hún var alltaf kölluð jordemoder. Hún giftist seinna Malmquist beyki sem er kunnur af fylgi sínu við Jörund hundadagakóng. Fyrsti landlæknir, búsettur í Reykjavík, var Thomas Klog, sonur Klogs kaupmanns í Vest- mannaeyjum. Hann tók við embættinu 1804 eftir Jón Sveinsson í Nesi, en hann hafði látizt árið áður. Klog bjó um tveggja ára skeið í Svenska húsinu (nú Hressingarskálinn), en fluttist þá vestur að Nesi í tvíbýli við lyfsalann. Síðan fluttist hann alfarinn til Danmerkur 1816 og var hans lítt saknað. — Næst- settist hér að Jón Thorsteinsson land- læknir og reisti Doktorshúsið 1834. Síð- an hefir landlæknir alltaf átt heima í Reykjavík. Stjörnuskoðunarstöð. Ohlsen landmælingamaður, sem hér var um aldamótin 1800, stakk upp á því, að stjörnuskoðunarstöðin að Lambhús- um á Alftanesi væri flutt til Reykja- víkur, og Rasmus Lievog stjörnumeist- ari væri um leið gerður að kennara við Hólavallarskóla. Lagði hann til að hér yrði reist svo stórt hús, að foringjar landmælinganna gæti líka notað það eins og þeir þyrftu. Danska stjórnin féllst ekki á þetta. Líklega hefir henni blöskrað kostnaðurinn. En þó var á- kveðið að reisa lítið sérstakt mælinga- hús á Hólavelli, svo að landmælendur gæti geymt þar verkfæri sin og athugað himintungl á vetrum. Iiús þetta var gert úr samanbarðri mold og voru í því tvö herbergi. I öðru skyldi geyma hin venju- legu ferðaverkfæri mælingamanna, en í hinu voru múrstallar sem stjörnuskoð- unartækin gæti staðið á. — Fangar í hegningarhúsinu unnu mest að bygg- ingunm, og í athugasemdum við reikn- ingana til Rentukammers segja þeir Wetlesen og Frisak mælingamenn, að þar „sé með talið skonrok og brennivín handa föngum þeim, sem unnu að hús- inu, því að það er gömul venja, að þeir fái í staupinu og brauð daglega þegar þeir vinna fyrir borgara í bænum, og eft ir að hafa ráðfært okkur við stjórn Hegningarhússins, gátum við ekki skor- ast undan að láta fangana fá þetta“. Alls unnu fangarmr þarna 249 dagsverk. Fengu þeir ekkert fyrir það sjálfir, en hinn íslenzki tukthússjóður fékk 28 skild inga fynr hvert dagsverk. — Húsið kostaði 415 rdl., 13 sk. og var það full- gert eftir tvö ár, byrjað á því 1803 en verkinu lokið 1805. Ekki var byggingar- efnið hentugt. Húsið var ákaflega sagga- samt, hélaði allt innan á vetrum, og varð brátt ónothæft með öllu. — Þann- ig iór um fyrstu vísindastöðina í Reykja- vík. Fyrsti trésmíðameistari í Reykjavík var Jón Borgström. Hon- um voiu 1805 veitt meistararéttindi og þá lun lcið leyfi að taka pilta til tré- smíðanáms og veita þeim sveinsbréf. Fyrsta þrifnaSarráðstöfun. Haustið 1806 gaf bæjarfógeti út bann viö því „að bera ösku, móköggla, eða önnur óhreinmdi i kirkjugarðinn eða Austurvöll, ellegar á nokkurt kaupstað- arins pláss, heldur niður í fjöru eða á afvikinn stað“. Fyrsti málflutningsmaður, sem ráðinn var við yfirréttinn, var Finnur Magnússon síöar professor. Þetta var 1806. Hafði hann áður flutt þar nokkur mál, með sérstöku leyfi dómstjóra. Finnur fór héðan alfarinn til Kaupmannahafnar 1812. Fyrstu eldvarnir. Hinn 1. apríl 1807 gaf stifamtmaður út auglýsingu er bannaði í Reykjavík tjöru suðu og lifrarbræðslu. Bannað var og bera ljós, eld eða glæður milli húsa, nema í lokuðu glóðarkeri. Tóbaksreyk- ingar voru bannaðar þar sem eitthvað eldfimt var í nánd og jafnvel á götum úti. Kertasteypa og tólgarbræðsla var bönnuð um nætur. Og harðbannað var að skjóta á götum bæjarins. Erlendir ræningjar. í júlí 1808 kom hingað enskur sjó- ræningi, Gilpin að nafni. Krafðist hann þess að æðstu valdsmenn afhentu sér fjárhirzlu landsins. Honum var afhent- ur Jarðabókarsjóðurinn, 37.000 dalir, því að um annan sjóð var ekki að ræða hér á landi. — Þetta rán réttist aftur 1812 fyrir milligöngu Bjarna kaupmanns Si- vertsens. Fékk hann svo í viðurkenning- arskyni riddarakross dannebrogsorðunn- ar, og var upp frá því ætíð kallaður Bjarni riddari. Fyrsti íslandskonungurinn. Árið 1809 lagði Jörundur hundadaga- konungur landið undir sig og gerðist konunugur yfir, en ríki hans stóð ekki nema 54 daga. Innsigli Reykjavíkur. Hinn 28. jan. 1815 samþykkti Cans- ellí sérstakt innsigii (eða skjaldarmerki) Reykjavikur. Var á því maður með staf í hendi og stóð á sjávarbakka hjá báti, en að baki honum voru þrír flattir þorskar. I umgjörð myndarinnar stóð: „Sigillum Civitatis Reikiavicae“. Fyrsta bókasafn. Að frumkvæði C. C. Rafns, síðar prófessors, var stiftbókasafn stofnað í Reykjavík í ágúst 1815. Þetta var upp- hafið að Landsbókasafni. Ekkert hús var til fyrir safnið, svo að því var fyrst í stað komið fyrir í Konungsgarði. Svo var það flutt á loft dómkirkjunnar, og þaðan í Alþingishúsið nýsmíðað 1881. Sérstakur bæjargjaldkeri var fyrst ráðinn árið 1822. Hann var kailaður Kæmner. Þá fékk bæjarfógeti og leyfi til þess að ráða tvo menn sér til aðstoðar við að jafna niður útsvörum. Er það fyrsti vísir að niðurjöfnunarnefnd. Fyrsta grindadráp í Reykjavík. Hirrn 17. sept. 1823 voru 450 marsvín rekin á land vestur í hafnarkrikanum þar sem Slippurinn er nú. Sundkennsla var fyrst hafin í Reykjavík 1824 og fór fram í Laugarnesslaug. Kennari var Jón Þorláksson Kjærnested, norðlenzk- ur maður. Nemendur voru 30. Fyrstur íslenzkur lögregluþjónn var Magnús stúdent Jónsson frá Eiði á Seltjarnarnesi. Hann fékk stöðuna 1827. Fyrsta þvottalaugaskýli lét Ulstrup bæjarfógeti reisa 1833 fyr- ir samskotafé, er hann hafði safnað. Þetta hús fauk 1857. Næsta hús hjá laugunum lét Thorvaldsensfélagið reisa 1877. Fyrsti lyfsali hér var Oddur Thorarensen. Hann fékk leyfi 1833 að flytja lyfjabúðina frá Nesi til Reykjavíkur.' Lét hann þá reisa nýtt hús við Austurvöll, rétt fyrir austan kirkjugarðinn, og þar var lyfja- búðin þangað til hún fluttist í liisið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis. Fyrstu brauðgerðarhús. Á fyrstu árum Reykjavíkur voru skip alltaf í vandræðum að fá hér brauð vegná þess að ekkert bökunarhús var til í bænum. Kaupmenn þeir, sem skipin höfðu í förum, urðu þá jafnan að snúa sér til húsmæðra í bænum og fá þær til að baka brauð handa skipverjum. Árið 1818 hugðist Ole P. Chr. Möller bæta úr þessu. Hann reisti lítið hús vestan undir Svenska húsinu og kallaði það Bökunarhúsið. Er sagt að þar hafi verið hinn fyrsti bökunarofn, en menn vita ekki hvernig hann hefir verið. Frið rik Hansen, einn af Básendabræðrum, stóð fyrir þessu bökunarhúsi og mun þar ekki hafa verið bakað annað en skipsbrauð. En þetta blessaðist ekki og skömmu seinna lagði Möller niður baksturinn og lét verzlunarþjóna sína búa í húsinu. Þetta hús er nú hluti af vesturenda Hressingarskálans. — En fyrsta fullkomið brauðgerðarhús stofn- aði P. Chr. Knutzon kaupmaður 1834, og er það jafnframt talið fyrsta brauð- gerðarhús á íslandi, og eina á íslandi fram til 1868. Hús fyrir brauðgerðina reisti Knudtzon í brekkunni fyrir ofan læk og fékk þangað þýzkan bakara, Tönnes Daniel Bernhöft. Árið 1845 keypti svo Bernhöft eignina. Húsin standa þarna enn og eru alltaf kölluð Bernhöftsbakarí í daglegu tali. Fyrsta blaðið hljóp hér af stokkunum 1835. Var það „Sunnanpósturinn“, er þeir Þórð- ur Sveinbjörnsson háyfirdómari og Arni Helgason stiftprófastur gáfu út. Blaðið var prentað í Viðey og var það nokkuð umhent fyrir ritstjórnina, enda lognað- ist blaðið út af eftir rúmt ár, kom út til ársloka 1836. Sérstök þingliá. Hinn 15. apríl 1835 var með konungs- úrskurði ákveðið að Reykjavík skyldi vera sérstök þinghá, vegna stöðugrar fólksfjölgunar. Fyrsti bæjarstjórnarfundur var háður 20. nóv. 1836. Voru þá bæj- arfulltrúar 4, en bæjarfógeti oddamaður. Fyrstu bæjarfulltrúarnir voru þeir Ein- ar Helgason snikkari, Th. H. Thomsen verzlunarstjóri, Jón Thorsteinsson land- læknir og Jón Snorrason á Sölvahóli. Þá var Stefán Gunnlaugsson bæjarfó- geti. ★ Tiler uppdráttux af Reykjavík þeg ar hún var 50 ára gömul (1836). Er hann gerður af frönskum manni, M. V. Lott- in. Má þar sjá að svo að segja öll byggð- in er enn í Kvosinni. Þó má heita að Austurvöllur sé enn óbyggður austur að læk. A uppdrættinum er fjaran sýnd eins og hún gat orðið mest og eru þar fjórar bryggjur, sem kaupmenn áttu, en þar fyrir ofan á malarkambinum eru fiskreitar. Um þessar mundir birtist í Fjölni bréf frá séra Tómasi Sæmundssyni, þar sem hann talar um Reykjavík eins og hún blasti við honum þá, og eins og hann vildi að hún yrði. Þar segir svo: „Mikið er frá því sagt hvað Reykja- vík fari fram með ári hverju, og ekki er þvi að leyna, að húsum hefir þar ærið fjölgað núna seinustu árin; líka eru þau svo ásjáleg sem þvílík hús mega verða. Þó fannst mér miklu minna bera á fegurð og ágæti bæjarins þegar ég sá hann, en ég hafði gert mér í hugar- lund. Landslaginu er þanmg háttað, að þar gæti verið dásnoturt kaupstaðar- korn: á fleti milli sjávar og stöðuvatns, með grænum holtum beggja megin; en fyrst og fremst býður kotaþyrpingin, sem liggur allt um kring, af sér sér- stakan óþokka. Þo ég mætti muna eftir hvernig á stóð, lá mér samt við að finna til sjósóttar þegar ég kom í land, og þó miklu fremur þeim, sem með mér voru, því þeir urðu öldungis hissa og spurðu hvaða rústir þetta væru og hverju það gegndi. Aldrei gerði Hoppe betra verk á dögum hérveru sinnar, eD Framhald á bls. 14 27. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.