Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Qupperneq 11
— Æ blessað bakið á mér! Ég skil ekki að þú skulir dirfast að stynja þegar þú hefur verið að vinna í góðum og hlýjum gangi — en ég hef staðið úti í kuldanum síð'an um liádegi! — Ég held bara ég skjóti mig. A erlendum bókamarkaði Sálfræði: The Psychology of Perception. M. D. Vernon. University of Lon- don Press 1965. 25/—. Höfundur fjallar um efnið á mjög skýran og aðgengilegan hátt. Skynjum við það, sem við sjáum, eins og það er í raun og sannleika? Skynjunin er ekki eins einfalt fyrirbrigði og halda mætti. Engir tveir einstaklingar skynja sama fyrirbrigðið ná- kvæmlega eins, sálargerð hvers og eins mótar skynjun hans, venjur og hugmyndir og afstöðu til umheimsins. Höfundurinn skýrir frá því hvernig hugmynd- ir manna hafa áhrif á mynd þess sem við skynjum, oft vill sú mynd verða fjarri því, sem nán- ari athugun leiðir í ljós. Leiðin frá hinu séða til skynjunar er stutt, tíminn sem þetta tekur er einnig skammur, en oft hafa myndir og atburðir brenglazt minna á lengri leið. Höfundur lýsir skynjunum barna og full- orðinna á litum, lögun og hreyf- ingu, hún sýnir hvernig skynjun barna breytist með aldrinum og hve skynjunin er frábrugðin með mönnum; þar mótast hún af per- sónugerð og skapi. Höfundur er prófessor í sálfræði við háskól- ann I Reading. Hún hefur rann- sakað þetta svið sálarfræðinnar framar öðru, og hefur sett saman tvær aðrar bækur um þetta efni. Þetta er hin þarfasta bók fyrir alla sem áhuga hafa á sálfræði, einkum fyrir þá sem vilja gera sér grein fyrir takmörkuðu gildi mannlegra skynjana, þegar um er að ræða hina hversdagslegustu hluti. Þetta er vandað rit og byggt á margra ára rannsókn- um, og farið varlega í að draga ályktanir. Bókaskrár fylgja hverjum kafla, skýringarmyndir eru í texta. Saga The Waning of the Middle Ages. J. Huizinga. Translated by F. Hopman. Penguin Books 1965. 10/6. Þessi bók er í sérflokki Peng- uin-útgáfunnar „Peregrine“- flokknum, en í þeirn bókaflokki hafa birzt mörg vönduðustu rit útgáfunnar. Þessi bók var fyrst gefin út í þessari útgáfu 1955 og er nú endurprentuð í „Pere- grine“-flokknum. Þetta er frægt rit, sem kom fyrst út á ensku 1924 og er klassískt. Höfundurinn er hollenzkur, fæddur i Groning- en 1872. Hann stundaði nám í Leipzig og Groningen og varð síðar háskólakennari þar og í Leyden. Fyrst lagði hann eink- um stund á indverskar bók- menntir, en tók síðar að leggja stund á hollenzka og evrópska sögu. Hann lézt 1945. Frægasta rit hans er þessi bók, einnig samdi hann ágætt rit um Erasmus frá Rotterdam. Höfund- ur dregur upp þá mynd, sem hann gerir sér af svanasöng mið- aldanna. Bókin er mjög vel skrif- uð og þekking höfundar á við- fangsefninu er einstæð. Þetta er ein þeirra bóka, sem þeir hljóta að lesa, er kynna vilja sér þetta tímabil. Bókmenntir: Wladimir Majakowski. Helmut Uhlig. Köpfe des XX. Jahr- hunderts. Bd. 28. Colloquium Ver- lag Berlin 1962. DM. 5.50. Þessi útgáfa hefur látið frá sér fara æviþætti ýmissa tuttugustu aldarmanna, sem orkað hafa miklu á heimsmynd aldarinnar bæði í vísindum og listum. Majakowski er ásamt Boris Pasternak fremstur rússneskra ljóðskálda á þessari öld. Rússar telja hann fremstan rússneskra skálda á þessari öld, og hann er jafnframt talinn meðal fremstu nútimaskálda. Hann er einn af upphafsmönnum fútúrismans, en er jafnframt hafinn yfir alla isma. Ljóð hans einkennast fyrst og fremst af krafti og spennu. Hann fæddist 1893 og framdi sjálfsmorð 1930. í þessu kveri gefst ágæt mynd af þessu fræga skáldi, ævi hans og skáldskap. Höfundur birtir margt úr verk- um hans. Þetta er ágætur inn- gangur að skáldskap þessa kraft- mikla Rússa, sem hefur haft svo víðtæk áhrif bæði í heimalandi sínu og í Evrópu. The Prophet. Kahlil Gibran. Heinemann 1964. 15/—. Skáldið var frá Líbanon. Hann er talinn eitt mesta skáld meðal Araba, og auk þess hefur hann fengið þann hljómgrunn á Vest- urlöndum og í Bandaríkjunum, sem má telja til einsdæma. yfir tuttugu þjóðtungur og selj- ast stöðugt, einkum í Bandaríkj- unum. Ástæðan fyrir þessum miklu vinsældum er mörgum undrunarefni. Auk þess að vera skáld var hann drátthagur og myndir hans hafa verið sýndar víða um heim. Rodin líkti mynd- um hans við verk Blakes, og er margt líkt með þeim. Gibran átti heima í Bandaríkjunum tuttugu síðustu árin sem hann lifði, og þar tók hann að rita á enska tungu. Bók þessi kom í fyrstu út 1926 og hefur oft verið endur- prentuð. Auk þessarar bókar hefur hann sett saman ýmsar fleiri, en þessi er sú langvinsæl- asta. Bók þessi hefur verið þýdd á íslenzku og kom út hjá Al- menna Bókafélaginu fyrir stuttu. Þessari útgáfu fylgja tólf myndir eftir höfundinn. Jóhann Hannesson: ÞANKARUNIR Menn spyrja stundum hvaða máli það skipti hvort með- limir í söfnuði kristinnar kirkju séu trúaðir menn eða van- trúaðir, guðræknir eða óguðlegir. Til þess að varpa nokkru ljósi yfir það mál, skulu hér tilfærð nokkur orð úr frægu riti eftir einn mesta mannúðar- og lærdómsmann siðabótar- aldarinnar, þann sem síðar hlaut heitið „kennari Þýzka- lands“, þótt menn hafi reyndar, bæði þar og annarsstaðar, gleymt allmiklu af kenningu hans. „Þessi grein um almenna kirkju, sem kemur saman frá öll- um þjóðum undir sólunni, er mjög huggunarrík. Og hún er hér fram sett af nauðsynlegri ástæðu. Því flokkur hinna óguð- legu er miklu stærri — nánast óteljandi — sem fyrirlitur Orðið, hatar það biturlega og ofsækir það til hins ýtrasta, til dæmis Tyrkir, Múhameðstrúarmenn, aðrir harðstjórar, villu- kennendur o. fl. Vér sjáum. takmarkalausar hættur, sem ógna kirkjunni með tortímingu; innan kirkjunnar sjálfrar er að finna óendanlegan fjölda óguðlegra manna, sem vilja undiroka hana. Hin rétta kenning og kirkja er oft svo undirokuð, eins og þetta átti sér stað undir páfaveldinu, að svo virðist sem ekki væri til nein kirkja, og oft lítur svo út sem hún hafi farizt. En til þess að vér skulum ekki örvænta, heldur vita að kirkjan mun samt standa, og til þess að vér skulum eiga vissu og trúa því statt og stöðugt að kristna kirkju mun vera að finna á jörðunni til enda veraldar, þá mun Kristur gera allt það, sem hann hefur heitið kirkjunni: Fyrirgefa syndir, heyra bænir og veita heilagan anda. Þessa huggun oss til handa fram setur þriðja grein trúarjátningarinnar. Þessi kirkja er brúður Krists, þrátt fyrir það að hinn óguðlegi hópur er (hin- um) miklu stærri, en Drottinn Kristur starfar daglega hér á jörðu í þeim hópi, sem kallast kirkja. Trúarjátningin nefnir hana „almenna kirkju“ til að vér skulum ekki halda að kirkj- an sé ytra ríki tiltekinna þjóða, heldur miklu fremur menn, sem dreifðir eru um alla jörð, en eru sammála í fagnaðarboð- skapnum og eiga hinn sama Krist og sama heilaga anda og sömu sakramenti, hvort sem þeir hafa samskonar eða sundur- leitar mannlegar erfikenningar. Kirkjan er ekki nein ytri ríkis- skipan, sem bundin er við þetta land eða hitt, við konungs- ríki eða stétt, svo sem páfinn mun segja um Róm. En það er og verður visst og satt að sá flokkur og þeir menn eru hin rétta kirkja, sem hér og þar um heim allan frá sólarupprás til sólar- lags sannlega trúa á Krist, hafa einn fagnaðarboðskap, einn Krist, sömu skirn og kvöldmáltíð, og stjórnað er af Heilögum anda. í tilskipunum Gratians segir einnig greinilega, í skýr- ingu, að orðið „kirkja“ beri að skilja í víðtækri merkingu, og taki það bæði til guðrækinna og óguðlegra. Ennfremur segir þar að hinir óguðlegu heyri kirkjunni aðeins að nafni til, ekki í raunveruleika. En guðræknir menn heyra kirkjunni til, bæði að nafni og í raunveruleika. Einmitt um þessa merkingu orðs- ins getur maður lesið margar yfirlýsingar hjá kirkjufeðrun- um. Því Hieronymus segir: „Sá sem er syndari og enn liggur óhreinn í syndinni, sá getur ekki kallazt meðlimur kirkjunnar og ekki heldur verið í Krists ríki“. Þótt hræsnarar og óguðlegir menn séu samkvæmt ytri táknum, nafni og þjónustustörfum meðlimir réttrar kirkju, þá verður maður þó, þegar maður vill tala eiginlega og tjá hvað kirkjan er, að segja um þessa kirkju að hún er líkami Krists, bæði að nafni og raunveruleika, þar sem hún á hin andlegu gæði, Anda heilagan og trúna í hjartanu. Að því liggja mörg rök. Því það er nauðsynlegt að skilja rétt og vita hvað það er, sem með grundvallandi móti gerir oss að limum Krists og lif- andi limum kirkjunnar". f stuttu máli má segja að innan einnar og sömu stofnunar sé að finna bæði sanna kirkju og falskirkju, þar sem falskirkj- an ofsækir hina sönnu kirkju og heldur uppi baráttu gegn þeirri náð og þeim sannleika, sem Guð hefur falið kirkju sinni að boða. í ljósi þess verður margt skiljanlegt bæði í kirkju- sögunni og samtíðinni, sem ekki verður skilið að öðrum kosti. 27. marz 1966 LESBÓK MOHGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.