Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Síða 7
Listafélag Mennta- skólans í Reykja- vík hefur starfað með mikl- um glæsibrag í vetur. Fé- lagið er þó ungt að árum, —- þau munu vera aðeins sex Á þessari mynd sést Sigurður örlygsson og fjórar af mynd- um hans. Ekki er hægt að segja annað en að listamanns- svipur hvíli yfir pilti. < •«<» „Aðeins málað af innri þörf“ að tölu. Áður fyrr vx>ru starfandi tvö félög í skól- anum, sem höfðu innan vé- banda sinna svipaða starf- semi og Listafélagið nú. Myndlistarfélagið Baldur og skáldafélagið Bragi hétu félög þau. Síðan voru þessi félög stokkuð saman og Listafélagið stofnað. Það starfar nú í fjórum deildum og núverandi forseti félags- ins er Þorsteinn Helgason. Fyrir skömmu var haldin myndlistarsýning á vegum Listafélagsins, en á þeirri sýn- ingu sýndi dágóður hópur mynd listarmanna skólans verk sín. í því tilefni héldum við upp í skóla, því að okkur lék hugur á að kynnast nánar þessari sér- stæðu sýningu. Þetta er öldungis ekki fyrsta sýningin, sem haldin hefur ver- ið á vegum Listafélagsins í vetur. Fyrst ber fræga að telja sýninguna á sjávarmyndum Kjarvals sem haldin var á önd- verðum vetri í tilefni af af- mæli meistarans. í upphafi þessa árs var síðan haldin yfir- iitssýning á verkum Snorra Arinbjarnar. Á næstunni er svo ráðgerð sýning á verkum Sverris Haraldssonar, listmál- ara, en þess má einnig geta, að hann hefur verið nemend- um skólans innan handar með uppsetningu sýningarinnar á verkum þeirra og verið leið- beinandi á teikninámskeiðum, sem haldin eru vikulega í skól- anum. Auk framangreindrar starf- semi félagsins má nefna bók- menntakynningar þess, sem !hafa verið nokkrar á yfirstand- andi skólaári. Hæst ber, að sjálfsögðu, kynninguna á leik- ritinu „STRAUMR.OF“ eftir Haildór Laxness. Nemendur lásu uppp leikritið, en á undan ræddi skáldið um verkið sjálft X- egar við gengum í kjal'i- ara nýbyggingar skólans þar sem málverkasýningar skólans eru nú haldnar, var margt um manninn fyrir. Auk nemenda var slæðingur af utan- skólafólki. Þar voru og mættir þrír af hinum ungu listamönn- um, þeir Trausti Valsson, Sig- urður Örlygsson og Björn Björnsson, og skeggræddu þeir um myndirnar og málaralist almennt. Við snerum o<kkur — Er það ekki einhvernveginn á þennan hátt, sem ekta list- málarar stilla sér upp við mynd ir sínar? sagði Bjöm — um leið og hann tók sér stöðu við mynd af Jesú Kristi, mjög vinsælu „mótífi“ meðal hinna ungu listamanna. þegar að Trausta og spúrðum hann um hans skerf að sýn- ingunni. Hann sagði: — Ætii það sé ekki nálægt fjörutíu myndir, sem ég sýni að þessu sinni. — Hvað eru margar myndir á sýningunni? — Það er ekki gott að segja. Líklega um hundrað og þrjá- tíu myndir, eftir átján mólara. Auk þess eru fáeinir tugir Ijós- mynda, sem eru sýndar á veg- um Ijósmyndaklúbbs skóians. — Eitthvað mun vera hér af höggmyndum? — Það er víst engin reglu- leg höggmynd, en Sigurður ör- iygsson á eina mynd, sem hann vann úr gifsi. „Dauði Ham- lets“ nefnir hann hana. Ég á svo hér eina fjóra „skúlptúra“ þ.e. járnmyndir. — Eru þetta nýjar myndir hjá þér, Trausti? — Flestar myndirnar eru síðan í sumar. Það má segja, að ég hafi málað flestar þeirra eftir að ég kom heim frá Bret- landi, en þar dvaldist ég um tíma, fullur af hugmyndum og andríki eftir ráp á milli þar- lendra listasafna. Næst hittum við Björn Björnsson að máli. Hann situr í sjötta bekk skólans og hefur komið undan penslum hans síð- bandi við félagslíf skólans. Leiktjöld Herranætur hafa verið undan penslum hans síð- ustu fjögur árin, en í ár að- stoðaði Trausti hann við verk- ið. Björn er alþjóð einnig að góðu kunnur á öðru sviði — hann er nefnilega einn hlekk- urinn í hinu vinsæla Savanna- ti'íói. Svo það má með sanni segja, að pilti sé margt til lista lagt. Björn sagði okkur, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann tæki þátt í myndlistarsýningu menntaskólanema, og að hann ætti einar sex myndir á sýn- ingunni í ár. Myndirnar eru flestar nýjar. Að siðustu tókum við tali Sigurð Örlygsson. Hann er einn a/f busum skólans, en fjórir nemendur úr priðja bekk eiga myndir á sýningunni. Eigi er kyniegt, þótt piitur hafi áhuga á myndlist, því að hann er sonur Örlygs Sigurðssonar list- málara. — Þú lest mikið um listir og átt margar listaverkabækur, Sigurður? — Ójá, ætli ég megi ekki segja það. Nú, svo bættust tvær bækur í safnið við opn- un sýningarinnar. — Hvernig stóð á því? — Það er mergur málsins, að allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir að taka þátt í sýningunni og svo voru veitt verðiaun. Fyrstu verð- laun fengu þau Margrét Reyk- dal og Trausti Valsson. Svo fékik ég víst ásamt öðrum önn- ur verðlaun. — Hvað sýnir þú margar myndir? — Tóif og svo gifsmyndina aif honum Hamlet. Reyndar er Hamlet fótbrotinn á báðum og handleggsbrotinn á báðum í þokkabót. Það var þröngt hér á þingi við opnun sýningar- innar og Hamlet greyið fékk slæma byltu. Ætli ég verði ekki að setja hann í gifs, þegar sýningin er úti. —■ Svo áttu hér líkön af húsum? — Já, þetta módel sýnir skól- ann og næsta nágrenni um aldamótin síðustu. Reyndar er þetta aðeins hluti af stærra módeli, sem ég er að vinna að um þessar mundir. -r— Hvað finnst þér athyglis- verðast í sambandi við þassa sýningu, Sigurður? — Það sem ég tel athyglis- verðast við þessa sýningu er, hvað hún er fjölbreytt. Það má segja, að hér séu sýnishorn af öllum stefnum, gömlum sem nýjum. Einnig má undirstrika það, að hér sýna menn ekki árangur af vinnu og lærdómi úr skóla. Allir hafa málað sín- ar myndir heima án nokikurrar hand'ieiðslu. Aðeins málað af ininri þörf. — Að iokum, Sigurður! Hún er blómieg starfsemin hjá Lista félaginu í ár? — Já, það má með sanni segja. Einkum og sér í lagi ber starfsemi kvikmyndaklúibbsins hátt. Það er aðdáunarvert hversu vel hefur gengið að fá gamlar og góðar myndir til sýn ingar. Það er einnig orðið áber- andi, hve margir menntamenn utan úr bæ hafa sótzt eftir að sjá þessar myndir. A llir kváðust þessir þrir ungu listamienn vera ánægðir með sýninguna og vildu ein- dregið taka fram, að Sverrir Haraldsson, listmálari, ætti mikinn 'þátt og góðan í því, hve vel hefur til tekizt. Það fari að sjálfsögðu mikið eftir því, hvernig myndirnar eru settar upp. Aðspurðir um það, hvort myndirnar væru falar, svöruðu þeir því til, að það væri að sjálfsögðu kærkomið, ef einhverjir hefðu áhuga á því að kaupa myndir. Allir þátttak endur væru auralit'lir náms- menn og efnið í myndirnar og rammana kostaði morð fjár, og það yrði góð búbót, ef þeir gætu selt einhverjar myndir fyrir fáeina skildinga. — b-sív. Tvi 1 Trausti Valsson við einn af „skúlptúrum" sinum, sem tákn- ar ósköp venjuLegt tré, aðrir segja, að áhrifa gæti af atóm- öldinmi. (Mynidir: Sv. Þorm.) 17. apríl 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.