Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1966, Qupperneq 3
FJOLURAUTT — Eftir Þorstein Antonsson —- Um kvöldið, þegar ég ók heim að bænum, stóð hún á hlaðinu. Hún stóð þar umkringd hlédrægum vorgróðrinum, eins og hluti af draumi sveitarinnar. Það var andvari. Bærinn var í gömhim stíl, ríkmannlegur með háu risi. Firðbláminn hvíldi yfir allri sveitinni, jafnt nær sem fjær, hann drakk í sig skugga hennar á stéttinni og hvíldi á höndum mér. Hand- an við víðáttu vatnsins flöktu fjöll og hæðir í hálfveru. Hún hafði dökkt hár og andlitið var án skýrra lína, líkt og draiunur augnanna óskýrði mörk þess og gerði það að hillingu. Hún var á gelgjuskeiðinu. Þegar ég steig út úr bíinum, leit hún til mín, en renndi svo augunum án viðstöðu upp til gjárinnar og var niðursokkin í draum vorkvölds- ins, en blærinn lyfti höfgum haddinum og felldi hann snöggvast eins og skugga í fölva andlitsins. Ský speglaðist í vatn- inu, og myndin brotnaði þegar blærinn strauk yfirborð þess. Á gólfið við rúmið lagði ég vinnu- gallann minn, skáldaðan litum rnosa og nýgræðings, sem dropið höfðu úr pensli ir.ínum þá um daginn og áður. Síðan lagðist ég til svefns. Um stund hlust- aði ég á raddir hússins. Uppi yifir höfði mér blómstruðu rósir í eilífri stirðnun veggfóðursmynda á brattri súðinni. Úti hneggjaði gaukur, og heimalningur jarmaði spurult út í kvöldkyrrðina. Brak í stiga barst til mín í kyrrð húss- ins; lágt, þýtt brak, eins og í manneskju að teygja sig. „Hvar skyldi hún sofa?“ hugsaði ég. Einhver var kominn á loftskörina. Brátt barst þyrrkingsleg konurödd til mín gegnum þilið, en mjóróma barns- rödd svaraði. Ég sneri mér á eyrað og var sofnaður. M orguninn eftir, þegar ég kom niður stigann, sat hún við símann. Hún var í hvítri blússu og gráum buxum. Það voru ekki föt sera tala feimnislaust um innihald sitt, heldur föt sem voru gegn'blandin draumi stúlkunnar sjálfrar. Hún hafði annað hnéið ofan á hinu. „Þú ert eins og álfur“, sagði ég við hana í huganum, en varð svo strax á báðum áttum, þar sem ég vissi ekki, hvort ég ætti að 'bjóða henni hann góðan, um leið og ég færi framhjá, en svo sá ég inn í opna stofuna, og þar voru allir veggir þaktir bókum. Það þótti mér slí'kt undur, að hún hvarf mér úr huga jafn- lengi og ég var að komast út úr dyrun- um. Reynirinn blakti fíngerður í morgun- 6valanum, og hundurinn kom og vætti hann. Ég hryllti mig sem ég stóð við bíldyrnar og hugsaði um augu stúlk- unnar. Hún hafði svo dimm augu, að hvert orð, sem um þau væri haft, hlyti að falla ómerkt um sjálft sig, án þess að geta samiíkt þeim að nokkru. Og þau höfðu gætt málninganblettina á skyrtu- bakinu mínu töfrum ævintýrsins, um leið og ég gekk út. Við aksturinn titruðu daggardroparnir á bílrúðunni eins og etúlkubarmur og runnu saman í eitt og féllu niður á kalt mæla'borðið. Húsið, sem ég vann við að mála, stóð við vatnið og var autt. Enginn kom þar nærri utan endur og hrossagaukar og krabbaiköngulœr, sem ég drap með penslinum, jafnóðum og þær urðu á vegi mínum. í matartímanum lagði ég mig á grasflötina hjá húsinu og fann ramm- an ilm gróðursins og geisla sólarinnar leika um vit mér. Hrossagaukur sté loftið og steypti sér svo í löngum sveig- lun með spenntar stjelfjaðrir, tvær end- ur móktu á tjörn steinsnar frá, og mý- fiuga saug blóð úr handarbakinu á mér. U m kvöldið stóð ég við gluggann í súðarherberginu, gældi við pípuna mína með vörunum og horfði út. Það var sama blíðan. Grábláar endurspegl- anirnar á vatninu voru raunverulegri en húmi vafin fjöllin sjálf. Hæðóttur brun- inn var þakinn kjarri, sem skyggði sýn í hraunbollana. Öll sveitin beið undir- leit sterkra lita sumarsins; á meðan hvíldd hún uppleyst í daufblárri móðu. Hún var að leika sér við litlu systur sína á vellinum íyrir neðan gluggann minn. Þær voru í þess konar eltingar- leik, sem einkennist af galsa en engum reglum. Grannir fótleggir hennar runnu eftir vellinum þyngdarlausir eins og ljósgeislar. Þegar hún hreyfði sig, þá fór hreyfingin ekki fram í sérstökum liðamótum, heldur merlaði hún um all- an líkamann, án þess að eiga sér nokk- urt ákveðið upphaf. „Undarlegt", hugs- aði ég. Öðru hvoru nam hún staðar og kastaði til hárinu með stoltum hnykk og svip eins og hún byggi yfir merkilegu launungarmáli. Litla systirin tók nú að dansa kringum feyskinn snúrustaur, skakkan og mæddan af vatnaveðrum margra árstíða, en hin stóð og 'horfði á. Svo leit hún yið og upp í gluggann til mín. Mér fannst allt í einu ég vera staðinn að einhverju ódæði, og sem ég horfðist í augu við hana fannst mér, að öll ævi mín rynni jafn létt og þýðlega framhjá mér og andvarinn ýfði hár hennar. En henni fannst ekkert. Hún gekk til systur sinnar, tók i hendur hennar og fór í stífudans. Svo var hundurinn alM i einu kominn geltandi, dillandi rófunni og nasandi í þær. Hún sleppti systur sinni og fór a«ð gæla við hundinn, klappa honum og klóra honum bak við eyrun, en hann flaðiaði upp um hana. Það komu brúnir flekkir á buxumar hennar eftir fætur hans, og hún hió skærum og hljómmiklum rómi. Svo voru þau allt í einu horfin ÖML þrjú, en vatnið var orðið gárað. „Hún er þá að storka mér, þessi bless- aður krakki“, sagði ég við sjálfan mig og fór að sofa. Daginn eftir vann ég léttklæddur í sól og vindi við að mála þakið með skaftlöngum kústi og kepptist við, því að ég átti von á yfirmanni mínum seinni partinn. Græni iiturinn teygði sig jafnt og þétt út yfir veðrað bárujárnið eins og ógnarlegur grasvöxtur og seig saman í lægðirnar í gáraSa hryggi, líkt og hraunflóðið hafði eitt sinn gert í hlíðinni fyrir ofan mig. Kríur héngu gargandi í vindinum úti við vatnið og yfir sefi vaxinni tjörninni, háværar og frekar og hrifsuðu síli úr vatnsskorpunni. Andahjónin voru á tjörninni; blikinn sindrandi í sólskininiu hreykti sér og dýfði nefinu aftur og aftur óvær i vatns- borðið. Þá steig ég á málningarklessu og steyptist út af þakinu. Kríugargið rofn- aði sem snöggvast og þær klifu hærra upp í vindinn. Andahjónin flugu upp með þunglamaleguim slætti, börðu fyrst vængendunum í vatnsborðið, en risu síð- an út yfir veginn og hækkuðu sig á fluginu. Ég fékk þyngst högg á annaD fótinn. egar ég haltraði inn úr bæjar- dyrunum stóð hún á ganginum við stig- ann. Ósnertanleiki vornæturdraumsins veitti henni svip, eins og hún væri ókunnug í sínu eigin húsi. En sem ég gekk í áttina til hennar, tók hún skyndi- legum myndibreytingum. Sú hulduimynd firðblámans, sem orðið hafði innlyksa þarna á ganginum en átti raunverulegt heimkynni úti við vatn meðal áltfa, hún hvarf, en í staðinn komu umkomulausar sársaukaviprur, sem settu barnslega tóman svip á andlitið; hún varð mennsk. Ég nam staðar, og þögnin iðaði í loftinu á rökkvuðum ganginum. „Meiddirðu þig?“ spurði hún. Það var ilmur af bókum og viði á ganginum. „Já“, sagði ég. E g hafði legið dálitla stund og mænt á fölnaðar bréfrósirnar á súðinni, þegar ég heyrði létt fótatak í stiganum. Ég vissi að það var hún. Hún opnaði dyrnar hikandi og gekk inn á gólfið. í annarri hendi hélt hún á diski með eplum. „Mamma bað mig að gefa þér þetta“, sagði hún andvarpandi og róm- urinn var fullur spurnar. Svo gekk hún hratt yfir gólfið og setti diskinn á stól við rúmið og stóð um hríð í ráðaleysi umleikin kvenlegri blíðu. „Takk“, sagði ég og þagði. Hún beið enn í ofvæni eins og hún næmi launungar af yfirskilvitlegum röddum langt handan míns skynsviðs; svo varð augnaráð hennar, þessara brennidepla vornæturinnar, aftur aS vængjalþyt fugla, sem fljúga yfir og hverfa út í buskann. Hún gekk ákveðn- um skrefum til dyra og fór. Ég hlustaði á þungt fótatak hennar í stiganum. Á eftir, þegar húsmóðirin var að njörva á mér fótinn með teygjubindi, sagði ég til að segja eitthvað: „Þakka þér fyrir ávextina". „Ha“, sagði hún. „Eplin þarna, sem dóttir þín kom með frá þér. Þakka þér fyrir þau“, sagði ég aftur. „Nú gerði hún það? Það var rétt af henni. En viltu ekiki eitthvað að drekka?“ Svo um kvöldið fór ég alfari, og iþetta vor varð að hversdagslegu sumri eina Og öll hin. 1. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.