Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Síða 6
mmm rriTiiiiiirfiinriííirMiiii ■ ■■■■■■■■■ ■«
GÖNGUFERÐ
Frh. af bls. 4
bílaumferð þar þvi orðin lítil og
gatan mest ætluð gangandi fólki.
Víðförli tók mynd (5) af austan-
verðri Lækjargötu. Komið var hús
á bak við gamla stjórnarráðshúsið,
er gaf því verðugan bakgnmn. Síð-
an tók við nýja stjórnarráðshúsið
og þá gamli Menntaskólinn, en frá
Laufásvegi var ekki lengur hægt
að aka niður á Lækjargötu sam-
kvæmt hugmyndunum rnn fullkom-
ið, flokkað gatnakerfi.
Kirkjustræti hafði verið
tengt Amtmannsstíg og
hann aftur Grettisgötu, en milli
Kirkjustrætis og Tryggvagötu gat
fólk að mestu gengið í friði fyrir bíl-
um. Hafði gamli miðbærinn fengið
á sig þægilegra yfirbragð með þessu
breytta fyrirkomulagi. Austurvöll-
ur tengdist litlum garði í brekk-
unni við Túngötuna, en á þeim
slóðum munu Ingólfur og Hallveig
hafa reist sér bæ. Nú voru þar súl-
ur miklar, er minntu á öndvegis-
súlurnar, sem réðu fyrstu örlögum
Reykjavíkur. Og var þá komið inn
í Aðalstræti, sem orðið var að
torgi (mynd 6). Var þar skjól gott
og landrými nóg, er duga mundi 4-
5 þús. manns til að stíga dansinn
17. júní.
Frá Aðalstræti lágu tvær mjó-
ar götur upp í gegnum Grjótaþorp
og að Garðastræti, en fyrir ofan
þær hafði Suðurgata verið fram-
lengd niður að höfn, er síðar verð-
ur getið. Tröppur voru í brekkunni
og litlar verzlanir á báðar hliðar
(mynd 7). Þama fann Víðförli
skemmtilegan veitingastað, og þar
sem klukkan var orðin hálf-eitt, á-
kvað hann að fá sér hádegisverð
og gera hlé á gönguferðinni.
★
ð loknum hádegisverði í
Grjótaþorpi lagði Víðförli
exm af stað. Hann gekk undir fram-
lengingu Suðurgötu og upp í Garða
stræti og síðan út á Vesturgötu,
sem nú lokaðist við Naust. En Suð-
urgatan hélt áfram sem brú yfir
Tryggvagötu og milli Hafnarhvols
og vörugeymslu SÍS. Niðri á hafn-
arbakka mætti Suðurgata svo upp-
hækkaða veginum, er byrjaði við
Skúlagötu hjá Sænska frystihúsinu
og fór aftur niður á jörðina á Mýr-
argötu sunnan við Hamarshúsið.
Voru þar greiðar leiðir bílum bæði
í austur og vestur (mynd 8).
Leiðin lá nú vestur með
gömlu höfninni, sem
hafði lítið breytzt. í fjörunni, við
Ánanaust, hafði verið lagður gang-
stígur, er teygðist út á Nes norðan
Eiðsgránda. En nú þótti Víðförla
mál til komið að fara að halda í átt-
ina heim, enda löng leið til baka.
Urðu þá fyrst fyrir honum íþrótta-
velhr KR, sem gerðir voru af hin-
um sérstaka þjóðflokki, Vesturbæ-
ingum, er röktu ættir sínar til þess
tíma, er Reykjavík var enn bær,
en ekki orðin borg. Og þaðan var
stutt að Sundlaug Vesturbæjar, er
hinir „þjóðræknustu“ fyrir vestan
læk töldu bezta sundstað á Norð-
urlöndum. Og enn var stutt að
Melatorgi, þar sem yngri kynslóð-
in var á barnaheimili, í barnaskóla
og í gagnfræðaskóla, en hinir eldri
auðguðu andann í samkomuhúsi
háskólans, slökktu þorstann í Sögu
og voru síðan jarðaðir frá Nes-
kirkju.
w
Iháskólahverfinu hafði
margt breytzt frá því á
árinu 1966. Bókasafn var risið, enn
fremur náttúrugripasafn, félags-
heimili stúdenta við Hringbraut,
byggingar með fyrirlestrasölum og
rannsóknarstofum og nýir stúdenta
garðar. Fyrir framan Norræna hús
ið var komin stór tjörn, en sumar
nýbygginganna voru þar fyrir sunn
an (mynd 9).
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. maí 1966