Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Qupperneq 10
GÖNGUFERÐ
Frh. af bls. 7.
bæinn, sunnan Miklubrautar og aust
an Kringlumýrarbrautar. Þar hafði
mikið verið byggt og nýtízkulega.
Upp var risinn fjöldi stórra og
smárra verzlunar- og skrifstofu-
húsa. Einnig mörg félagsheimili,
leikhús, gistihús og 9kemmtistaðir
(mynd 12). Þarna var þaegilegt að
koma, hvort heldur akandi eða
gangandi. Bílastæði voru neðan-
jarðar og allt um kring, en verzl-
anir og göngugötur fyrir ofan. Fólk
gat þvi gengið milli allra húsa, án
þess að þurfa nokkurs staðar að
víkja fyrir bílum. Og þama voru
smá-garðar og torg og mjóar,
skemmtilegar götur, þar sem fólk
var í skjóli fyrir regni og vindi
(mynd 13). Var þar gott að vera í
hvers konar erindagjörðum, og
skapaðist skemmtilegur blær af
öllu fólkinu, sem leitaði þangað til
starfs og leikja. Víðförli var þama
á ferðinni síðdegis á sunnudegi, og
þá virtust flestir vera að skoða í
búðargluggana og labba um í góða
veðrinu.
Simnar var óbyggt svæði fyrir
framtíðarstækkun miðbæjarins.
En vestan Kringlumýrarbrautar,
beggja vegna Bústaðavegar, voru
svæði, ætluð opinberum bygging-
um, og voru nokkrar þeirra þegar
risnar.
Ferðin hélt nú áfram með-
fram Borgarsjúkrahúsinu
í Fossvogsdalinn. Á hinni stóru spít-
alalóð höfðu risið ýmsar samsvar-
andi stofnanir, og aðrar vom ráð-
gerðar. Botninn í Fossvogsdalnum
var samhangandi garður með mikl-
um gróðri, og bar mest á gömlu
gróðrarstöðvunum. Fyrir ofan var
svo hin skemmtilega byggð í Foss-
voginum (mynd 14).
Víðförli gekk austur allan garð-
inn og var þá kominn neðst í
Breiðholtshverfi. Hann fór í gegn-
um mikla verzlunarmiðstöð hjá
Suðumesjaveginum og svo sem
leið liggur upp hverfið og var þá
kominn heim.
Klukkan var orðin hálf-átta,
fréttimar að byrja og kvöldmatur-
inn tilbúinn. >
Ferðin hafði alls tekið 11
klukkustundir með einuin
tíma í mat og 40 mín. í kaffi, og
leiðin nær 28 km löng. Víðförli
hafði því að meðaltali gengið 3 km
á klst., enda gefið sér tíma til að
skoða margt. Við yfirgefum nú
göngugarpinn og óskum honum góðr
ar hvíldar fyrir framan sjónvarps-
tækið, en í kvöld á einmitt að sýna
litkvikmynd um þróun Reykjavík-
ur 1966—83.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. maí 1966