Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Qupperneq 12
Ingvar Vilhjálmsson: Mesta verstöð landsins Spumingunni um framtíð Reykja- víkur má svara á margvíslegan hátt. Um margt þar að lútandi höfum við borgararnir mikil áhrif. Reykjavík hefur á skömmum tíma vaxið frá því að vera lítill fiskimannabær upp í nýtízkulega borg. Þrátt fyrir það hafa sum undirstöðuatriði ekki rask- azt, — því að á öllum vaxtarárum BÍnum hefur hún og mun enn þarfn- ast dugmikils fólks og víðsýnnar for- ystu um málefni borgarinnar. Nefna mætti mörg nöfn manna, eem komið hafa við sögu Reykja- víkur. Fiskiskipaútgerð er svo sam- ofin sjálfri þróun hennar, að oft verður þar ekki á milli greint, og svo mun enn verða á ókomnum ár- um Mig langar að minnast hér stutt- lega eins þáttar í þessari samofnu sögu Reykjavíkur og útgerðarinnar, vegna þess að hann er og verður varanlegur. Hann gerðist 1934-35. Á þeim árum var togaraútgerðin með miklum blóma og aðalatvinnuveit- andinn hér í bænum, en hin svo- nefnda bátaútgerð á byrjunarstigi. Þetta var á borgarstjórnarárum Jóns Þorlákssonar. Hann ákvað með fullum stuðningi bæjarstjórnar að láta smíða fjóra fiskibáta og reisa tíu verbúðir fyrir bátaútgerðina og eru það hinar svonéfndu „gömlu verbúðir“ hér í Vesturhöfninni. Ég tel þetta framtak meðal hinna veigameiri. Með tilkomu þessara báta, sem voru undir skipstjórn dug- mikilla sjósóknara, var lagður veru- legur grundvöllur að þeirri bátaút- gerð og fiskiðnaði, sem er nú hér í Reykjavík og byggt verður á í ná- inni framtíð. Borgarstjórar, sem komu á eftir Jóni Þorlákssyni, hafa allir kapp- kostað gott samstarf við sjómenn og útgerðarmenn. Unnið hefur verið markvisst að stækkun hafnarinnar og árangurinn af samstarfi þessara aðila orðið til þess að gera Reykja- vík að stærstu verstöð landsins. Við verðum að gera ráð fyrir, að hina öra tækniþróun á sviði fisk- veiða hin síðari ár muni einnig á komandi árum ná til þeirrar þjón- ustu, er hafnir þurfa að láta skipa- flotanum í té. — í hinu nýja hafn- arskipulagi fyrir Reykjavík tel ég, að vel sé séð fyrir framtíðarþörfum vélbátaútgerðarinnar hér. En áfram verða að haldast í hend- ur dugur og djörfunig þeirra, sem við útgerð og sjómennsku starfa, og skilningur borgaryfirvaldanna á hinu mikla hlutverki fiskiskipaflot- ans. Höfnin verður ætíð ein helzta stoðin undir atvinnuöryggi og vel- ferð borgaranna, — því að höfnin og athafnalífið þar er slagæðin sjálf. Séra Jón Auðuns: Viö eigum gott, sem byggjum Reykjavík Fyrir nokkrum árum dvöldumst við hjónin vetrartíma á Suður-Spáni, nálægt Gíbraltar. Ég hefi hvergi séð á byggðu bóli, nema í Reykja- vík, borg í eins örri uppbyggingu og þar. Ötal starfandi hendur voru hvarvetna að verki og allstór bæj- arsvæði voru með hálfgerðum göt- um og hálfbyggðum húsum. Það var eitthvað heimalegt fyrir mig, Reyk- víkinginn, á þessum stað. Ég kunni þessu vel. Og þó var munurinn mikill, þeg- ar að var gætt. Ég kom að stórri, glæsilegri húsa- samstæðu, sem verið var að ljúka við. Hvað átti að gera við þessi hús? Allt voru þetta eins og tveggja her- bergja íbúðir með eldhúsi og baði, til að leigja út erlendu ferðafólki um 2-3-4 vikna tíma í senn, fólki sem streymdi þarna suður til að njóta sólarblíðunnar, vetur ekki síð- ur en sumar. Mér varð hugsað heim, til allra þeirra glæsilegu samstæðuhúsa, með litlum ibúðum, sem voru í byggingu í Reykjavík. En sá var munurinn, að þau eru ætluð ungu fólki í Reykjavík, en ekki byggð, eins og húsin þarna syðra, fyrir erlenda ferðamenn, meðan bæjarbúar verða að sætta sig við langtum lélegri húsakost. Ég kom að annarri tegimd glæsi- legra, stórra húsa. Til hverra nota var verið að byggja þau? Þetta voru nýtízku hótel, ætluð ferðafólki, einkum útlendingum. Mér varð aftur hugsað til Reykja- víkur. Þar vantaði raunar hótel, en þar sat hitt í fyrirrúmi, að byggja heimili handa borgurunum sjálfum og stóra, vandaða skóla fyrir æsku- fólkið. Og ég sætti mig við, að ein- hver bið yrði á nægilegum hótel- kosti í Reykjavík, fyrst annað nauð- synlegra sat í fyrirrúmi. Ég kom að stórglæsilegu einbýlis- húsi á fallegum stað. Verið var að leggja síðustu hönd á þetta fallega hús með öilum hugsanlegum þæg- indum innanhúss og stórri sundlaug ' .. Frh. á næstu síðu 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.