Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 1
hafði þegar séð í hinu illræmda Péturs- og Páls-fangelsi í Lenin- grad, þar sem margir pólitískir fangar eyddu sínum síðustu dög- um á keisaratímunum. Hurðin var geysiþykkur og þunglamalegur planki með aðeins einu gægjugati á og svo lúgu, sem kölluð var korm- ushka og notuð til að smeygja matn- um inn um. Ryðguð fata stóð í einu horninu, því að okkur var ekki leyft að fara nema tvær ferðir — aðeins tvær — á salemið, sem var á okk- ar gangi. Eftir Peter Landerman Fongi í Sovétrikiunum f janúar í fyrra birti banda- ríska tínmritið „The Saturday Evening Post“ grein, sem bar nafnið „Segið foreldrum mínum að hafa ekki áhyggjur aif mér“. í grein þessari var skýrt frá Öllu, sem þá var vitað um örlög bandarísks stúdents, Peter Land- erman að nafni, en sovézk yfir- völd höfðu dæmt hann til þriggja ára fangelsisvistar haustið 1963 fyrir að hafa brotið nýtt ákvæði í sovézkum umferðarlögum og valdið með því banaslysi. Tveim- ur dögum eftir að tímaritsheft- ið kom út var Landerman sleppt úr haldi, þótt hann ætti eftir að afplána töluverðan hluta dóms- ins, og er talið, að sovézk yfir- völd hafi ekki kært sig um, að frekari athygli yrði vakin á máli hans. Peter Landerman hefur nú hafð nám sitt að nýju við há- skólann í Los Angeles í Kali- forníu, og fyrir skömmu ritaði hann grein þá, er birtist, um dvöl sína í sovézkum fangelsum hálft annað ár. Fangelsið var forn og ljótur kastali með þykkum múr- steinsveggjum, ryðguðum járn- stöngum fyrir óhreinum gluggun- um og rökum, dimmum göngum. Það var sagt hafa verið byggt á átjándu öld, á ríkisstjórnarárum Katrínar miklu, en nú var það Minsik-fangelsi nr. 1 í hinu víðtæka sovézka refsikerfi. Klefinn okkar var nr. 43, kompa sem gerði ekki betur en rúma flet- in okkar tvö, tvo bekki og eitt borð. Múrveggirnir virtust alltaf vera að þrengja að okkur, og hurðin var nákvæmiega sömu tegundar og ég F Li g sat á öðrum bekknum, því að okkur var ekki leyft að leggjast út af, fyrr en klukkan tíu að kvöldi. Ég reyndi að móka, á þessum skuggalega október- degi, en þá vaknaði ég af draumum'*' mínum við dynkina í þungum stígvél- um úti á ganginuim. Ég opnaði aðra bók- ina, sem okkur hafði verið leyft að hafa. Vörðurinn dokaði við gægjugatið, raul- andi fyrir munni sér, og félagi minn, miðaldra rússneskur verkfræðingur, að nafni Maxim, gretti sig. — Þetta er nóg . . . hættu þessu, sagði Maxim. „Sagði höfðinginn þér ekki, að þú mættir ekki ónáða skepn- urnar?“. Það varð andartaks þögn, og svo rak vörðurinn upp uppgerðarhlátur. „Hafðu þig hægan, karl minn. Ég er bara að gegna skyldu minni. Stökktu aftur upp á nef þér, og þá geturðu hæg- lega komizt í fangelsi“. Svo þrammaði hann að næsta klefa og hló að sinni eigin fyndni. Maxim leit upp úr minnisbókinni sinni. Hefði ég séð hann á götunni einhvers staðau í Rússlandi, hefði ég haldið hann vera gagnfræðaskólakennara, en þá hefði hann verið með hatt og frakka. En nú var hann ekkert annað né meira en rússneskur fangi, fölur í andliti og krúnurakaður — eins og ég. Þessi krúnurakstur var gamall siður, sem hafði lengi viðgengizt og var uppruna- lega til þess að forðast lúsina, en nú var honum viðhaldið sem auðmýkingar- tákni. — Jæja, nú hefur þú tækifæri, sagði Maxim á loðinni rússneskur. — Vörð- urinn er latur og kemur ekki aftur næsta klukkutímann. E g losaði dýrgripinn minn hægt og varlega undan fóðrinu á jakkanum mínum. Meðan við vorum í æfingabúr- inu þennan morgun, hafði ég tekið eft- ir, að glerið í gægjugatinu þar var brot- ið, og meðan vörðurinn var lengst burtu í ganginum, losaði ég ofurlítið brot af því. Þetta var ómetanlegur hlutur að hafa í þröngum klefa, þar sem hug- urinn er sí og æ að finna upp einhver. brögð til að hafa ofan af fyrir sér, en alltaf er verkfæraleysið til hindrunar. Ég fægði glerbrotið á buxunum mín- um og fór svo að ydda blýantinn minn með því — og fór mér hægt til þess að njóta þess að hafa eitthvað nytsamlegt fyrir stafni. Maxim kveikti sér í vindl- ingi og sneri sér aftur að minnisbók- inni sinni. Hann hafði verið kærður fyr- ir að stela úr sjálfs sín hendi efni frá FYRSTI HLUTI einhverri byggingu, sem hann hafði haft umsjón með, og nú varði hann mestöllum deginum til að semja ævi- 4 sögu sína, en þó einkum lýsingu á máli sínu. Hann hafði í huga að senda iskýrslu sína til staðarútgáfunnar af Pravda, til þess að „koma upp um rott- urnar, sem lugu upp á mig þjófnaði“. Við vorum svo niðursokknir, hvor í sitt verk, að við heyrðum ekki þrusk- ið við dyrnar, fyrr en um seinan. — Hæ, þú, Landerman! Dragðu þig hingað. Fljótur nú! Þetta var óp frá öðrum verði, sem hafði gaman af að læðast að gægjugat- inu. — Fáðu mér þetta, sem þú varst með í höndunum! Ég lét eins og ég skildi ekki neitt. — Ég sagði þér að fá mér .... þetta þarna! Gott og vel, þetta var betra. Sjáðu til, Landerman, láttu mig aldrei sjá þig vera að fást við gler, eða reynar* að gægjast út um gluggann, eins og þú varst að gera um daginn. Annars get- urðu komizt í bölvuð vandræði. E g hlammaði mér aftur á fúna bekkinn og lokaði augunum — það var rianniald á bls. 10.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.