Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 7
BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5. um málum og með ýmislegu útflúri, því þeim manni væri trúandi til flestrar frekju og eigingirni, þar á meðal kyn- óra, sem svo er óvenjulega tiltækt orðið ,,ég“. íðara ritverkið: töluröðin reikn- ingsmerkjalausa með meðal annars fimm núll fremst í tölu og það án einnar einustu kommu til afsökunar til- veru sinnar, er annað dæmi um álaga- ham fallinn yfir hugmynd fullvita manns. Skal nú sú sama hugmynd sýnd hér með frágangi höfundar síns, og svona leit hún út: Ei steinn (með vísitölum) 2756 6471 69642 8163 93 51647 8219 641 2159 0006584 062 0006584 062 0000096684 2 Þetta útleggst samkvæmt bókmennta- fræði Kára Marðarsonar með þessum orðum: Ei steinn (með vísitölum) Manninum kveður mikið að, margar tölur þylur. Sífellt er hann að sanna það sem að enginn skilur. Og þetta mun vera rétt þýðing, eða treystir nokkur sér til að gera aðra ná- kvæmari? F r kleift að hugsa sér betur þveg- inn óþrifnað og kjánalæti af þessum skáldverkum en þarna er gert með skýringum Kára Marðarsonar á þeim? En ef haldið er dæmi ævintýrisins, þá er kóngsdótturinni, sem varð að endurfæðast eins og kisugrey — og ekki virðulegar en svo — eftir að hafa ver- ið silungur, enn óbjargað frá síðara h.utskipti sínu, því þótt Kári Marðar- son hafi sannað það, að höfundar atóm- Ijóða þeirra, sem hér um ræðir, hafi að minnsta kosti getað haft hugsun bak við orð sín og sennilega átt sér vit- rænan tilgang með þeim, þá er þó enn eftir að sýna, að framsetningarháttur þeirra eigi sér nokkur ágæti; hitt þarf engrar sönnunar við, að það er ljótur Jjóður á ráði hverrar íslenzkrar klausu, ef flytja þarf síðan inn erlenda vís- indamenn til þess að ráða hana eins og gátu, fyrir mikinn hluta íslenzkra les- enda, og eftir er þá að sýna kosti henn- ar eða þeirra, ef nokkrir eru. Ókostirnir skera í augun. Ritskýrendur siíkra verka verða að hafa hin beztu vinnu- skilyrði, því ekkert af þessu er auð- velt að læra svo öruggt sé til þess að hafa það með sér í huga að vélinni eða í kindaargið; sitja verður yfir því inni við borð með ritföng til að stinga niður tillögum sínum; bókakost verður að hafa ærinn, því víða er þessum leir lagt í holu. Gagnvart slíku fóðri sálar sinnar er gölluð, jafnvel allmikið gölluð vísa betri. Hana er kleift að kunna örugglega utanbókar og njóta við starf sitt, taka saman og liða sund- ur án þess að hafa „Birting“ við hönd- ina til uppflettingar og gjarnan það annað af bókum í hillum eða hugum, sem heilvita menn vildu frekar eiga og hugfesta heldur en ,,Birting“; enn- fremur má sleppa við að vera útbúinn með ritföng eins og við ráðningu kross- gátu og þá fæst nægur tími til starf- ans. Ritföngin og ritunaraðstaðan er stórum nauðsynlegri við rannsókn „atómljóðsins“ en nok'kurs dróttkvæðis, af því að „atómljóðið" er torlærðara og óreglulegra að gerð og ekki verður fundið af hljóðfalli eða öðrum einkenn- um, þótt afbakast kynni í minni og meðförum, hafi menn það ekki skráð. Áðurtalin skilyrði getur að vísu Kári Marðarson veitt sér, enda eru slík störf atvinna hans og hugðarefni; og af ein- stakri málskyggni er það verk formað og framkvæmt hjá honum. En íslenzk- ur múgamaður á þessara kjara elíki kost við verk sín, þótt einmitt þeim, hmum algengu borgurum, sé meiri þörf viðbótar við andlegar nautnir og vit- ræn hugðarefni en langskólamönnum, sem eiga aðgang að bókmenntaauði heilla og hálfra heimsálfna. Þessháttar andleg viðfangsefni: samning og athug- un sagna, ljóða og ættvísi eru það, sem hafa haldið íslenzku máli og íslenzkri menningu við og æft íslenzkt vit að því marki, sem náðst hefir, því almúginn hér — þessi sauðsvarti — hefir stundað bókmenntir og velt fyrir sér máli, stíl og skipulagi ritverka við heyskap á engjum, fjárhirðingu í vetrarhríðum og niðri í rúminu hjá maka sínum. Slik- um lesendum ber því einna sízt að steppa frá nokkurri fullnægju, ef eytt er fé í að gefa út bók á íslenzku um það, sem er almennara efnis en sérfræði- ritgerðir um torlærð fárra manna vís- indi. En þarna hefir Kári Marðarson leyst úr því fleygletri tilgerðarinnar, sem skellt var á Þjóðverjann, og gert það fleiri mönnum aðgengilegt en litl- um hópi sérmenntaðra bókmenntarýn- enda. Úr höndum hans komið er lesmál Dags Sigurðarsonar orðið óþægilegt sóknarskjal í viðskiptasögu tímarits og prentlistarmanns og búið að fá afsökun tilveru sinnar, þótt seint sé. Auk þess hefir það batnað einkum við að hætta að látast vera nokkur tegund ljóða. Onnur skilningsraun Kára Marð- arsonar, talnaromsa Jóns frá Pálm- holti, er hann lætur sem kvæði sé, fær þá afgreiðslu að þýðandinn setur hana í rím og að því búinu er hún auðlærð og kleift að njóta hennar sem laglega klípinnar dægurstöku um íslenzka hag- fræði og iðkendur þeirra vísinda, jafn- vel berja ákveðinn stjórnmálamann og fiokk hans utan undir með óhræsinu rétt meðförnu, hvenær sem ástæða þykir til og hversu langt sem er til bóka og blaða. Það er því engin skreytni að áhaldið hafi skánað „til síns brúks“. Þýðingin er auk þess bæði skemmti- legri og meðfærilegri en frumverkið, og verður þýðandanum varla ofþakkað ljósföðurstarf hans eins og tekizt hefir, því ekki var burðurinn álitlegur í fyrstu. En þótt Kári Marðarson hafi þannig rétt hluta tveggja „atómskálda“ með laugun og reifun afkvæma þeirra, þá er bókmenntagreinin, sem hann mælir bót, hvorki verri né betri fyrir það, og fáum mun þykja það vænlegt til sæmd- ar framsetningarhætti að skýringar á verkum slíkrar gerðar skyldu verða betri en frumritið, hvort sem birtar voru á óbreyttu lausu máli eða í venju- legu ljóðformi. að sem íslenzk tun-ga hefir kallað Ijóð hefir verið bundið mál, vandasöm framleiðsla, regluföst og því rannsókn- arhæf, hvort rétt er unnin eða vitlaust. Hún er þroskandi og allrar virðingar verð. Ljóð hafa ákveðna tegund feg- urðar, sem byggist á líkingu orða þeirra og hljómræmis samsvörun einstakra kafla hvers til annars. Þau hafa einnig mátt, sem aðra framsetningu skortir. Sá n;áttur er ekki fyrst og fremst dulrænn, þótt það kunni hann vel að vera líka eða sé að minnsta kosti sumur hver óskýrður enn og ef til vill óskýranlegur, hann er á margan hátt mjög hlutlægur og augljós. í heimi mælanlegra staðreynda er það kunnugt, að samstíga herflokkar geta átt á hættu að ofreyna og skemma brýr, ef þeir ganga þær í takti, en yfirferð sama flokks er hættulaus, ef þess er gætt, að sporslögin falli ekki öll sam- tímis. Fyrst svo er um stálbrýr og stein- boga, þá er ekki að furða þótt hugar- leiðir manna svigni fremur undan her- göngu skipulegra braga en reglulausu klaufasparki kálfarekstra. Þessa ákveðnu fegurð og þennan mátt var mjög algengt að íslenzkir menn kynnu að meta og nytu þeirra eigin- leika í ríkum mæli, hvar sem þeir hitt- ust; Á meðan ekkert annað var kallað Ijóð en það eitt, sem hafði þetta skraut og þennan styrk, þá seldust Ijóð, voru lærð og metin. Nú á síðari árum, þegar allt á að heita ljóð, sem er of vitlaust til að geta- látizt vera Óbreytt rökræn ræða, þá er lítil von til þess að ljóðabók þyki sæmdarheiti á kveri, né slík vara gangi út án þekkts og velmetins höfundar- heitis á titilblaði. Því hafa nýgræðing- ar og breytingasinnar útverkað annarra hreiður með nafnhnupli sínu. Sá maður, sem hefir til sölu fulla poka af hross- hári, skyldi bjóða það þangað, sem þess kynni að vera þörf, en reyni hann að pranga því út um allt til algengs búskapar, þá vinnur hann sér vantraust og vörusvikaranafn og spillir auk þess afkomu þeirra samborgara sinna, sem framleiða ullina, er hann ætlaði sér að græða á að hnuplá nafni frá. Um það skal ekki rætt hér, hvort óbundið mál, sem á sér annarskonar fegurð og aðra tegund þróttar en ljóð- in, geti ekki verið betra og áhrifaríkara, þegar á allt er litið, en nokkur ljóð; víst er aðeins, að á sama hátt og sumir menn eru litblindir og aðrir tónbjánar, svo er og smekkur manna og hæfni til að njóta ritverka ærið misjafn og sá ætíð betri, sem æfður var um aldir, en hinn, sem reynt er að rækta upp af berangri þess kyns menningar, sem hann á að glæða, þótt hins síðarnefnda geti verið mikil þörf til þess að bæta úr vöntun. Aðferðir „atómskálda“ skulu hér hvorki lastaðar eða lofaðar að öðru leyti en því, að það vekur vondan grun, hve fíkin þau eru í nafn annarrar bók- menntagreinar á rit sín, og kunnugt er, aö fjöldi hinna fjölhæfustu og mætustu skálda hefir byrjað rithöfundarferil sinn með háttfárri en bundinni ljóða- gerð. Þau skyldi þó aldrei hafa órað fyrir því, að kvæðagerð sé allgóður skóli og að reglulaus framsetning, sem þo skal ná áhrifum og svara tilgangi sinum, sé stórum vandasamara verk og á færri manna færi en formföst ljóða- gerð? Ef það kæmi upp, mætti enn auk- ast vantraust manna á góugróður þroskalítilla skældinga, sem þykjast kynnu til þess kjörnir að umskapa bók- menntir þjóðar sinnar og kenna sér eldri mönnum að yrkja óvandlegar og jafnvel stundum öllu verr en þeir áður gerðu. Þótt allri dómsýki um handbrögð skálda sé sleppt, þar sem óvíst er um síðari kynslóðir, hvort þeim verður hollara vélstrokkað tilberasmjör bók- menntanna eða annað andlegt feitmeti tii eldis skáldskap sínum, þá hefir mál- ið enn eina athyglisverða hlið og það er áhrif nýbreytni og merkingaröskunar orða á móðurmálið. Það er ótvíræðara rannsóknarefni og mættu verða örugg- ari niðurstöður. Breytingar máls gera menningu fyrri ættliða óaðgengilegri og um leið gagnsminni. Það að breyta tungumáli sínu er því menningarlega séð svipað og að loka sig úti í hríð frá skjóli húsa sinna, og þótt ekki sé um meira að ræða en tognun á merkingu orðanna ljóð og kvæði, þá er það í áttina til meins, einkum af því að merk- .ir.gabreytingar eru allra málspjalla verstar. Fuglsheitið örn var t.d. karlkyns að fornu og er svo enn í vönduðu máli, en það hefir nú um skeið verið fremur haft í kvenkyni í mæltu máli og er að visu rangt, en þó léttvægt hjá því, ef almenningur og fræðimenn tækju upp á því að nefna hettumávinn, sem er ný- legur borgari hins íslenzka fuglaríkis, örn, ásamt þeim, eða í stað þess, er svo ■hefir jafnan heitið, fremur en gefa að- komudýrinu einkaheiti. A ðurnefndur málglæpur hefir ekki verið framinn á fuglaheitum. Þann bjánaskap sýndi hvorki almenn- ingur né fræðimenn að skíra aðkomu- fugl heiti annars og ólíks gamalkunn- ugs íbúa íslenzkrar lofthelgi, og heldur ekki kom neinum í hug svo vitað sé, þar sem um náttúrufræðilegt fyrirbæri var að ræða, að sverja það, að dökkir og stórir ernir, sem enn fljúga fugla hæst, væru orðnir fortíðarminning að- eins, en nútímaörninn væri þetta litla gráhvíta grey, sem slæðist hingað á vorin, rétt á undan kríunni, En upp- vaxandi ritmenni — og nokkur löngu vaxin — jafnvel skáldmenni þjóðar- innar af flestum aldursflokkum, hafa nú sum hver um nærfellt mannsaldurs skeið látið sér sæma að nefna hettu- máva sína erni, það er að segja: telja Ijóðbandalausar orðahrúgur, og eins þótt vitlausar væru til viðbótar, vera Ijóð. Því nafni hefir að vísu mörg van- smíðin kallazt, en þá ætíð þótt rang- nefnd og eiga að heita leirburður. Skáldskapur hefir gildi í sjálfum sér, á sér verðmæti, ef skáldskapur er, hvert sem form hans er. Eitt skáldverk getur verið betra en annað, þótt lakara sé það að formi og þótt ekki sé það algengt eða líklegt að svo takist oft til. Því skyldi enginn spá um skáldskapargildi „atómljóða“ óðar en hvert einstakt sýnir sig, en oft má segja með vissu, hvort stefna höfundar eða höfunda leiðir til tjóns eða gróða fyrir tungumál þjóðar þeirrar, er njóta skal rita hans eða þeirra, ellegar gjalda. Þar megum við íslendingar tala úr flokki og með þunga langrar reynslu. Og dómur sögunnar er sá, að ljóðagerð sú hin reglufasta, sem hér var stunduð, - hafi átt hvað mestan þátt í göfgun og festu tungumálsins. 0.æs þjóð þuldi ljóð, flutti og lærði, vandist á að segja orð kvæðisins á svipaðan hátt og afai flytjenda og ömmur höfðu notað, og beita þeim orð- um síðan í daglegu tali með sömu merk- ingum, stofnhljóðum, endingum og áherzlum og þeir höfðu'lært. Að nokk- ur maður lærði kvæði, lærði þau rétt og flutti að fornum sið — jafnvel orti ný með sömu málbeitingu — kom til af því, að kvæðin voru hljómfegurri og auðlærðari en laust mál og framkvæm- anlegra fyrir ljóðvön eyru að finna, hvort þau voru rétt flutt eða afbökuð,-' þar sem þau höfðu reglubundið hljóð- fall og margt af orðum þeirra leiddi af sér ákveðin hljóð á ákveðnum stað annarsstaðar í erindinu. Regiufesta Ijóðsins kom að nokkru í stað skrá- setningar og birti það, ef rangt var ort eða skakkt flutt. Óljóð og bragleysur hleypa því fram af sér að þjóna móður- máli höfunda sinna á þennan hátt, og eru því óhjákvæmilega lakari hjú Framhald á bls. 12. 3. júií 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.