Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 5
kdngsdóttur
Sagan af kisu
endurtekur sig
Eftir Sigurð Jónsson frá Brún
Ifomum ævintýrum er ti'l
flökkusögn um andstyggi-
legar fordæður, sem lögðu á kon-
ungadætur, að þær skyldu verða
að undarlega litum fiskum og aldrei
komast út þeim álögum, nema þær
fengju að endurfæðast um líkama
enn annarrar konu, og þurfti þó til
fleiri atburði og meira í kringum
það.
Ekki er mú sagan sennileg, en ævin-
týrin eru stundum sannari en virðist
í fyrsta tilliti, og áðurnefnd flökku-
isögn virðist enn vera að gerast og nú
í bókmenntaheimi íslands. Þar er skynj-
unum og hugsýnum manna — sumra
óvitlausra — breytt í næsta undarlega
fiska og má gott heita, ef foreldrar
finnast til að gefa þeim mannsmót að
öðru sinni og leiða þær til sætis á þeim
bekk, er þeim bar, ef ónáttúran og tröll-
skapurinn hefði ekki komið til. En jafn-
vel sá hluti ævintýrsins hefir nýverið
endurtekið sig í raun, svo furðulegt sem
það er, og skulu nú tvær af þeim mynd-
breytingum athugaðar, — ekki fyrir
það, að þau álagabörn séu öllum teg-
undarsystkinum sínum verri eða betri,
eða aðstandendur þeirra, heldur fyrir
jþá sök, að það er betra að vita það en
vita það ekki, hvað er innan í hami
hverjum, hvort sem hann er skarn eða
sk.artklæði, og hvernig það getur orð-
ið með annarri meðhöndlun; auk þess
eru verk þessi og höfundar þeirra nú
þegar orðin bitbein og verða ekki var-
in nartinu, þótt reynt væri, en óþarft
er að húðstrýkja fleiri menn en orðið
er, fyrir að hafa lent í tröllahöndum
ilirar tízku og bera síðan svip þeirrar
ógæfu Allra helzt skyldi varast að
velta mannanöfnum upp úr illum lýs-
ingum; eru ýmsir þeir einstaklingar,
sem þar eiga hlut að' máli, nógu illa
settir, þótt ekki sé kostað kapps um að
gera þá líka að athlægi um skör fram,
þar sem verknaður þeirra ætti að vera
metanlegur með kaldri rökvísi án ann-
arra sýnishorna en þeirra, sem sér-
hverjum læsum Islendingi mættu vera
tiltæk og án aðhlátra. En nú hefir rann-
sóknarefninu verið kastað fyrir almenn-
ing i tveimur sýnishornum og þá er að
Dagur Sigurðarson
Jón frá Pálmholti
athuga það. Hið fyrra heitir „Lof-
saungur“ en hið síðara „Ei steinn (með
vísitölum)11.
„Lofsaungur“ þessi mun hafa átt að
vera lagður í munn Þjóðverja nokkr-
um, er hafði dálítið sérstæðar skoðan-
ir á hlutverki prentlistarinnar. Maður
sá nefnist diter rot, hvort sem það er
rétt nafn eða gerviiheiti og hvernig sem
stendur á upphafsstafaleysi þeirra sér-
nafna.
„Lofsaungur" þessi, sá hinn háttlausi
og laglausi, er eftir Dag Sigurðarson,
en „Ei steinn (með vísitölum)" er eftir
Jón frá Pálmholti, og skýrður sem spott
um Eystein Jónsson fyrrum ráðherra.
áðir eru höfundarnir nokkuð
kunnir, og mætti ætla að hvorki fýsti
dáendur þeirra eða fjáendur að taka
að sér lögun á ritum þeirra. En viti
menn!
A þau er ráðizt af grimmd og gerir
það Ólafur T. Jónsson á föstudaginn
31/1 1963 og í „Vísi”. En þegar neyðin
er stærst er hjálpin næst. Bandaríkja-
maðurinn Peter Carleton, magister að
lærdómsframa, sem hér er nú við vís-
indastörf og kallar sig á meðan hér er
Kára Marðarson, tekur sig til og þýðir
íslenzku Dags á æðri og skiljanlegri
íslenzku, og tölfræði þá, sem botnlaus
var hjá Jóni, gerir hann að hnittinni
stöku, hvort sem það er unnið í þágu
Jóns frá Pálmholti eða málefnisins
vegna. Hér skulu nú bæði ritverkin
sýnd enn á ný, bæði í álagahjúpi atóm-
Ijóða og að afléttum hami þeim. Það
kynni að birta einhverjum, hver er
hollusta „atómsins" og væri þá vel.
Lofsaungur.
égégég
eg Ek
I Ich
um mlg frá mÉr
moi
ego til mln
di terrot
_ égó
Drit — Erót! Ég! Ó!
Svo mörg eru þau orð og mun vand-
fundinn öllu heimskulegri samsetning-
ur en þessi, svona við fyrsta tillit; skai
þess þó getið, að strik þáð og bil í lín-
ur, sem hér er að ofan, er Degi Sigurð-
arsyni óviðkomandi, en gert til léttis
þeim skilningi á verkinu, sem fenginn
er að láni hjá áðurnefndum P. C. =
Kára Marðarsyni, sem í „Vísi“ 11/2
1963 bendir á það, að Lofsöngurinn
leyni á sér og verði lesinn á sama hátt
og flókin dróttkvæði, þ.e. með sundur-
greiningu tveggja samanfléttaðra máls-
greina. Sé nú efni þessara bálka tveggja
eða reyndar þriggja hólfað svo sundur,
sem sýnt er, er fyrrihluti línanna — eins
og líka Kári Marðarson benti á fyrstur
manna — auðskilið mál hvort sem aðr-
ir eru því sammála eða ekki og óskipta
linan neðst hugsanleg sem undirskrift.
Sýngjum lof
list listanna
prentlistinni
Héðanifrá
skulu aðrar listir
þjóna henni
svo sem þernur
drottningu sinni
Kári Marðarson þýðir þá línu
lauslegast, en helzt er að sjá að hann
fái út úr henni: Óþverramenni kynæst,
en segi það svo varlega sem hlífni og
kurteisi mælir fyrir um. En hann rök-
styður þennan skilning, hvort sem hann
er nú efnislega rétt upp tekinn hér, með
tilvísun til meðferðar fyrstu persónu
fornafnsins í ýmsum föllum og á ýms-
Framhald á bls. 7.
Þess var getið í fréttum fyrir
skemmstu, að okkar ágœtu frjáls-
íþróttaleiðtogar liefðu nú í hótun-
um við Skand
inavíu um að
sækja ekki
árlegan fund
íþróttaleið-
toga brœðra-
þjóðanna.
Ástæðan mun
vera sú, að
frœndur vorir
„sviku“ okk-
ur um lands-
keppni — í
öllu bróðerninu.
ra
Erlendis mun
það mál manna, að hin einarða af-
staða íslenzku íþróttaforystunnar
hafi skotið leiðtogum frjálsíþrátta-
manna á Skandinavíu skelk í
bringu, enda óttast þeir, að íslend-
ingar muni elcki gefa kost á sér til
landskeppni — fyrst um sinn að
minnsla kosti.
Þegar afrek okkar á íþróttasvið-
inu undanfarin ár eru höfð í huga,
œtti öllum að vera Ijóst, að ekki er
ástæða til þess að láta útlendinga
vaða ofan í okkar menn utan vall-
ar fremur en innan. Það hefur
líka komið í Ijós hvað eftir annað,
að við getum sagt þeim að fara
norður og niður, þegar okkur þókn-
ast, því þeir geta ekki án okkar
verið.
Þær þjóðir, sem minna mega sín
á alþjóðlegum vettvangi, leggja
höfuðáherzlu á að senda fulltrúa
sína á alla fundi, sem þeim er
hleypt inn á — til þess að skýra
afstöðu síns fólks — og fyrir allar
óbreyttar þjóðir eru alþjóðlegir
fundir einmitt taldir vettvangur-
inn til þess að kvarta yfir svik-
um og gera út um deiluniál. Hinir,
sem aflmeiri eru, geta leyft sér
að segja „Nei takk — hingað og
ekki lengra“. Það er að vísu ekki
talið til fyrirmyndar að hafa í hót-
unum við smáþjóðirnar, en hver
getur láð okkur þótt við umber-
um ekki hvað sem er?
Má búast við, að lágt verði á
þeim risið, Skandinövum, þegar
foringjar okkar mæta hvorki til
fundar né íþróttamenn okkar til
leiks — nœst, þegar þeir biðja
okkur um landskeppni. Auðvitað
má segja, að við œttum ekki að
vera að eyða kröftununm í keppni
við smáþjóðirnar, t.d. í knattspyrnu.
Ilvað getum við svo sem lœrt af
þessum erlendu liðum? Nei, það
er fyrir löngu orðið Ijóst, að við
getum ekki lært. Við œttum því
að gefa þeim útlendu frí, öllum
upp til hópa.
Þessvegna mœtti halda, að
íþróttaforystan hefði misskilið
málið frá upphafi. Auðvitað œtti
hún að vera því fegnust, að okkar
menn þyrftu aldrei að etja kappi
við útlenda — og fagna öllum
„svikum“ um landsleiki.
íþróttaleiðtogar okkar œttu hins
vegar að sœkja alla alþjóðlega
fundi og veizlur, sem þeir komast
í. Þar ættum við að geta sýnt meira
úthald og öðlazt í heimi íþróttanna
þann sess, sem okkur vœri sam-
boðinn. En að hleypa íþróttamönn-
um sjálfum í spilið! Það er léleg
spilamennska.
Haraldur J. Hamar.
3. júiá 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5