Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Qupperneq 15
Nokkur orð um Ingólfsbæ I Lesbók 23. jan. þ. á. skrifar hinn ágæti fræðimaSur og rithöfundur Árni Óla ítarlegan og fróðlegan pistil um ferð Ingólfs Arnarsonar og leit hans að önd- vegissúlunum, er hann lét fyrir borð á skipi sínu suðaustan við land í þeim til- gangi að guðirnir, sem hann trúði á, bæri þær þar að landi sem þeim þóknaðist að visa honum heppilega bólfestu. Mér finnst þessi grein Árna Óla um ferðalag Ingólfs mjög sennileg og hygg ég að varla verði sennilegar til getið, þar sem heimildir skortir. Ingólfur var trúmaður mikill og vafalaust mikilmenni, gæfu- maður var hann og kynsæll mjög, út af honum voru komnir miklir gáfumenn og merkilegir. Guðirnir vísuðu honum á þann fagra og heppilega stað þar sem eíðar reis höfuðborg Island. Og þótt nokkrir menn vilji nú gera veg höfuð- borgarinnar minni en efni standa til, þá verður því ekki neitað með rökum að enginn staður leggur meira af mörkum til framfara alls landsins en Reykja- vik. Heppilegri staður hygg ég flestir verði að telja að hefði ekki fengizt fyrir höfuðstað þegar á allt er litið. Og ekki er það fjarri sanni að ætla, að er flösku- ekeyti það sem fyrir fáum árum var latið í sjó við suðausturströndina og rak við Arnarhvál í Reykjavík, þá hafi ein- hver óþekkt máttarvöld með því viljað sanna, að sagan um öndvegissúlur hins fyrsta landnámsmanns sé sönn. Úr því bö flaskan gat rekið frá hafinu undan suðausturlandi, svipuðum stað og Ing- ólfur lét öndvegissúlurnar í hafið, hingað til Reykjavíkur þá er þarmeð sannað að straumar og vindar geta borið hluti þennan langa spöl þrátt fyrir Reykja- nesröst. Ef til vill hefur andi Ingólfs og þeirra er rituðu hina stuttorðu sögu hans viljað koma þessum skilaboðum til þeirrar vantrúuðu efnishyggju-kyn- slóðar sem nú byggir þetta land. r M-j n það var einnig annað sem fyrir mér vakti er ég tók mér penna í hönd í þetta sinn. Það er viðvíkjandi því hvar hinn fyrsti bústaður Ingólfs var reistur hér í Reykjavík. Þegar landnámsmaðurinn kom hingað hefur landslagi verið svo háttað, að Ör- firisey hefur þá verið tangi allhár og annar eða aðrir tangar legið úr núver- andi ey út á þann stað sem Hólmurinn (kaupstaður) var síðar. Sjór hefur svo smátt og smátt er aldir liðu brotið niður þetta nes eða tanga. Á dögum Ingólfs og lengi eftir það hefur verið lygn og djúp vík milli þessa tanga og Laugarness. Laugar (hverir) hafa verið þar sem þær eru nú, í þeim stað er nú er nefndur Laugardalur (eða Laugadalur) og einnig úti á tanganum þar sem nú er Örfiris- ey og sker þau og grandar er sjórinn hefur nú brotið. Víkin hefur því veriö léttnefnd Reykjavík. Tjörnin, sem nú er orðin lítill pollur, er í minni þeirra gamalla manna, er enn lifa, líklega vel helmingi stærri en hún er nú. Hún náði þá alveg upp að Góðtemplarahúsinu gamla, yfir allt Von- arstræti. Iðnó og Iðnskólinn eru byggð á uppfylJingu, svo og húsið nr. 11 við Tjarnargötu sem Eiríkur Bjarnason járnsmiður byggði um eða rétt eftir alda mótin. Tjarnargata er uppfylling sem gerð var um aldamótin. Einnig mikið af Fríkirkjuvegi og Hljómskálagarðinum. — Þó var Tjörnin miklu stærri er Ing- óifur Arnarson kom hingað, við skulum segja, árið 874, sem líklega er rétt ár- tal. Þegar núverandi hús Landsbankans var stækkað eftir brunann 1915 (það var að vísu ekki byggt upp fyrr en eftir 1920) sá ég, er grafið var fyrir nýbygg- ingunni, að þar var malarkambur er lækkaði brattur til suðurs. Sýndi það að Tjörnin hefur þar náð að nyrðri mörk- um Austurstrætis. Svo hefur lækjarós- inn verið þar sem hann var þar til læk- urinn var tekinn í pípur og hvarf, en sjórinn gengið inn í Tjörnina, sem þá var eins og fjörður fremur en tjörn. Enginn er nú til frásagnar um það hve breiður ósinn hefur verið á dögum þeirra Ingólfs og Hallveigar fyrir nær því ellefu öldum. Sunnan við þessa tjörn eða fjörð hefur svo verið mýrlendi mikið. Ekki er líklegt að landnámsmað- urinn hafi farið að krækja suður fyrir tjörn og mýri til þess að byggja skála smn niðri í kvosinni, vestan megin við vatnið. Langlíklegast er að fyrsti bær- inn í Reykjavík hafi staðið í brekkunni sunnan við Arnarhól, einhvers staðar náiægt því sem nú stendur hús mennta- skólans, þó líklega norðar og ofar. Þar munu hafa búið alla sína tíð Ingólfur og hans fólk, er fyrst byggðu skála í Reykjavík. Sennilega úr timbri fluttu frá Noregi, eins og Árni Óla hyggur verið hafa. egar skógum var eytt um holt og hæðir í Reykjavík, hefur áfok þegar orðið mikið og því á næstu árum (100- 200) tjörnin, sem aldrei var djúp að vestan, fyllzt upp allmikið. Ef til vill hefur ekki liðið mjög langur tími, (2—3 mannsaldrar), þar til höfuðbólið, sem áfram bar nafnið Reykjavík, var flutt vestur fyrir Tjörnina af einhverjum ástæðum. Það er ekki gott að segja hvar bærinn hefur fyrst staðið, nokkur hundruð ár líða þar til menn vita örugg- lega hvar Reykjavík stóð, þ. e. einhvers staðar sunnan eða suðvestan við Aðal- stræti. í þeim bæ bjó Ingólfur Arnarson aldrei. Ekki vita menn hvar hof (guðs- hús) Ingólfs hefur verið, en slíkur trú- maður hefur vafalaust haft hof við bæ sinn. Afkomendur hans reistu liof á Kjal arnesi (bæinn Hof) og annað hof, senni- lega — á Hofstöðum neðan við Vífils- staði. Óvíst mun vera að afkomendur Ingólfs hafi lengi búið í Reykjavík um sinn, þótt einhverjir þeirra hafi efa- laust búið þar síðar — og geri það enn. Mörg dæmi eru til þess, sannanleg, að bæir landnámsmanna hafa verið fluttir til frá upprunalegum stað. —■ Björn austræni byggði í Borgarholti við Bjarnarhöfn. Borgarholt er þar enn, og er nú (eða var 1905—1907 er ég átti heima í Bjarnarhöfn) nefnt Brúarholt. En bær Björns var fluttur á sléttar grundir vestar, þar sem þá var komið ágætt túnstæði, en mun hafa verið grýtt land er Björn nam land. Ymislegt getur valdið því að bæir séu fluttir til, en. haldi þó sama nafni. Eg hef aldrei getað séð né skilið að þeir menn, sem hafa haldið því fram að Ingólfur Arnarson hafi búið fyrir austan læk, hafi ekki mikið til síns máls, svo mikið að allar líkur eru til þess að þeir hafi á réttu að standa. Hitt er satt og víst, að frá því aö menn vissu fyrir víst hvar Reykja- víkurbær stóð, var hann fyrir vestan Tjörn. Og þá niðurstöðu verðum við Vestur-bæingar víst að sætta okkur við þai til annað verður sannað með betri rökum en hingað til. 29. 1. 1966 Þorsteinn Jónsson. 3. júií 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.