Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 2
SVIP- MVND Hann á við óreglulega klippt- an hárlokk að stríða, sem fellur í sífellu ofan á ennið, þegar hann talar, — og það gerir hann satt að segja án afláts. Þótt hann gerist oft langorður um allt milli himins og jarðar, er hann skemmti- legur og töfrandi í viðræðum, — og hann veit það. Hann er lítið til- eygður á öðru auga, — en honum er alveg sama. Hann er Axel Jensen, rithöfundur, — og það er honum alveg nóg. Axel Jensen hefur um nokkurra ára skeið verið einna fremstur í flokki ungra rithöfunda í Noregi. Nýlega var hann svo lánsamur að hljóta næsthæstu bókmenntaverð- laun veraldar, en hann tekur því með kaldri ró. Abraham Woursell- verðlaunin eru tæp ein milljón ís- lenzkra króna að upphæð og aðeins Nóbelsverðlaunin eru hærri og fremri að heiðri. Abraham Woursell- verðiaunin eru veitt rithöfundum, sem ekki eru orðnir 35 ára, og þau deilast á fimm ára tímabil. Þau eru veití „í von irm áframhaldandi ritstörf“. Axel Jensen er 34 ára. egar ég fékk bréfið, þar sem mér var tilkynnt um verðlaunaveitinguna, hélt ég fyrst í alvöru, að einhverjir óvin- ir mínir væru að reyna að leika á mig og hafa mig að fifli, segir Axel Jensen. Ég þurfti þess vegna að herða upp hugann, áður en ég vogaði mér í bank- ann, til þess að fá fyrsta skammtinn. Fram að þessu hefur hann skrifað fjórar skáldsögur. Utan Noregs er hin galsafengna en tilfinninganæma ástar- saga „Line“ sennilega bezt þekkt, þar eð henni hefur verið snarað á allmörg tungumál, auk þess sem Norðmenn hafa gert kvikmynd eftir henni. Síðasta skáldsaga hans er „Epp“, sem nýlega er komin út í danskri þýðingu. Okkur Islendingum kann að virðast einkenni- legt, að bækur séu þýddar af norsku og öfugt en svona er þetta nú samt. Nægilegt ætti að vera að láta orða- lista fylgja dönsku útgáfunni, á sinn hátt eins og sumir landsmálsrithöfund- ar norskir verða að láta orðasafn fylgja verkum sínum, til þess að almennir lesendur í Víkinni fái skilið þá. Búast má við því, að „Epp“ sjáist hér í bóka- búðum í dönsku þýðingunni, eins og sumar sænskar bækur fást hér ekki nema í danskri þýðingu, því að ekki er nema ein bókaverzlun í Reykjavík, sem flytur eitthvert magn inn af norsk- um bókum Innflutningur bóka er ann- ars nokkuð tilviljanakenndur hér; t.d. væri gaman að vita, hvaða fólk á ís- landi kaupir verk Somersets Maug- hams á þýzku og Conan Doyle á frönsku. Axel Jensen vill ekki skilgreina „Epp“ sem framtíðarróman. f»að sé að- eins af hagnýtum ástæðum, að sagan sé látin gerast í risavaxinni framtíðarstór- borg, Gambolia, og heimilisfang sögu- hetjunnar sé „Blökk 982, 14 hæð, her- bergi nr. 11“, því að þá losni menn við að hugleiða hvort hitt og þetta sé sennilegt eða atburðarrásin líkleg, en geti þess í stað einbeitt sér að „hinum innri kjarna", segir hann. Bókin fjallar um eitt af vandamálum nútímamannsins: einmanaleikann í fjöldaþjóðfélaginu, sem David Riesman, prófessor í Chicago, tekur til meðferð- ar í merkri bók, „The Lonely Crowd“. Saga Jensens er um eftirlaunaþiggj- andann Epp og samband hans við ná- búann Lem. Lem er hinn „opni“ með- bróðir, „medmenneske", sannur náungi næsta samborgara, sem notar sér þau taekifæri, er lífið hefur að bjóða. Þess vegna fer hann meðal annars í lang- ferð til lands, þar sem loftslagið er hlýrra. Epp er hins vegar persónu- gervingur einmanans, sem þráir inni- lega að komast í kynni og snertingu við meðbræður sína, en vill ekki kann- ast við og afneitar þessari snertingar- þörf. Ötta sinn við hugsanleg vonbrigði geymir- hann á bak við nokkrar vig- línur af varnarviðbrögðum. E pp gengur einn um gólf í her- bergi sínu, matar kjötétandi jurt sem hann á, og æsir sig upp í að hugsa með beizkju til Lems, sem er honum annars tryggur vinur og skrifar honum reglu- lega. Meðan Epp matbýr handa sér og borðar eftir vissum reglum, sem hann verður að framfylgja (t.d. hneig- ir hann sig alltaf fyrir harðsoðna egg- inu, áður en hann setzt), lítur hann annað veifið á ketétandi urt sína og brýtur heilann: „Að hugsa sér, — ég leit á hann sem vin minn, og nú er hann sem loft fyrir mér. Ég hef gleymt honum, fullkom- lega gleymt honum. Lem var venjuleg- ur maður. Þarna sagði ég það. Það verður varla sagt í færri orðum eða á betri hátt. Bara val hans á veggfóðri leiddi í Ijós, að hann var ekki jafnoki minn“. 1 lestir eiga sér einhvers konar varnarmúra, ekki sízt í daglegri um- gengni við náungann. Axel Jensen tel- ur, að fyrsti varnarmúrinn í mann- legum samskiptum sé tungutakið, ákveðið (oftast gætið) orðaval, radd- blærinn og viss málfræðileg form. Hann tekur d<emi: Hvernig stendur á þvi, að dönsk blaðakona, jafnaldra min, sem kemur til þess að tala við mig, notar ávarpsorðið „De“ (þér)? Hverjar siál- fræðilegar ályktanir má síðan draga af því, að þegar henni verður skyssa sín ljós, beitir hún hæðni og kuida- glettni, „vopni óttans“, til þess að breiða yfir glópsku sína og bjarga sér úr vandræðalegri klípu? Aðalsöguhetjan er látin segja söguna í „Epp“. Axel Jensen hefur beitt sig ströngum stílaga í þessari bók, sleppir öllu orðskrúði og frjórri mælgi, sem stundum hefur virzt óviðráðanleg og em- kennt hefur hann í ríkum mæli, —■ hann gerir stílinn nú oröfáan og naum- an, til þess að sýna meðal annars hvem- ig tungutakið, orðanotkunin geti leikið fólk. Með því að láta Epp tönnlast hvað eftir annað á mjög tilbreytingar- snauðum skilgreiningum á sambandi sínu og Lems, og með því að láta hann taka þetta samband þeirra sífellt upp til nýs endurmats, vill höfundurinn sýna fram á, hvernig slíkt háttalag eyðileggi hæfni mannsins til eðlilegs og óþvingaðs tilfinningalífs. Höfundurinn segist hafa fengið hug- myndina að bókinni við að hugleioa setningu eftir austurríska heimspeking- inn Edmond Hrussrl, þar sem hann segir, að sérhver meðvitund mannsins hljóti ávallt að vera meðvitund um eiti- hvað; hún geti aldrei staðið ein ser og sjálfstæð. „Þá langaði mig til þess að athuga, hve þröng og umfangs- lítil meðvitund mannsins gæti orðio“. Axel Jensen hefur haft áhuga á heimspeki allt frá unglingsárum sín- um. Þegar hann hafði lokið stúdenis- prófi, hélt hann út í heiminn með po.va á baki, fullan af heimspekilegum bóx- um, og gerðist farsníkir á þjóðvegum 1 þremur heimsálfum, þ.e. ferðaðist um „á puttanum“, eins og það er kallað, vegna þeirrar alþjóðlegu venju far- sníkja að rétta upp þumalfingur, þeg- ar þeir vilja betla sér far hjá bílstjor- um. Hann komst þannig suður til Spán- ar. Þaðan hélt hann yfir til Afríku og síðan til Ítalíu, þar sem hann settist að um tíma í Portovenere. Þar höfðu Byron og Shelley verið á sinum tima, og þarna veittu ítalskir ræningjar Jensen fyrdrsát. Þeir réðust á hann, börðu hann niður og höfðu allan far- angur hans á brott með sér, nema heim- spekiritin, sem þeim leizt ekki á, enda vógu þau alls 70 kg. Síðan lá leiðin til Grikklands og þaðan til Arabíu og Mesópótamíu (írak), þar sem hann sett- ist að í Bagdad um tíma. A síðastliðnu ári settist hann svo að í Fredrikstad, 15 þúsund manna bæ austanvert við Víkina (Oslófjörð), sem verður 400 áia á næsta ári, ásamt seinni konu sinni, sem er sænsk, og barni þeirra. Hann ræðir lítið um einkalíf sitt, og um flókkulíf hans er ekki mikið vitað, nema hvað honum verður tíð- rætt um ástandið í þeim löndum, sem hann hefur gist. Hann vill helzt taia um heiminn fyrr og nú, mannleg tengsl, stjórnmá'l, tungumál, málfræði, ást og landafræði. Hann getur talað Framhald á bls. 14. Framlcv.stJ.: Slgfas Jónsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vieur Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Augiysingar: Arni GarBar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Siml 22480. Utgelandl: H.t, Arvakur. Reyltjavnc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. júií 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.