Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 6
Á Þykkvarbæjarklaustri, þar sem Bjarni „höldur“ bjó, stendur kirkja nú ein húsa eigi allskammt frá bæjum. Tví- býli var á klaustrinu og stóðu báðir bæirnir á sama hlaðinu unz Oddur Brynjólfsson flutti bæ sinn drjúgum spöl vest- •ar. Það var nálægt 1910. í hinum bænum bjuggu seinast Sveinn Jónsson frá Hlíð og Hildur Jónsdóttir Brynjólfssonar frá Klaustri. Móðir hennar var Sigurveig, dóttir Sigurðar Nikulássonar og Rannveigar Bjarnadóttur er fyrr getur. Þau Sveinn og Hildur voru síðustu búendur heima á Klaustrinu, fluttust þaðan 1945. Á allra heilagramessu, 2. nóv. 1958, var vígt minnismerki um hið forna klaustur. Var það reist þar sem bærinn hafði staðið. Héraðsfundur Vestur-Skaftafellsprófastsdæmis hafði forgöngu um gerð minnismerkisins i samráði við þjóð- minjavörð, en Alþingi veitti fé til fram kvæmdarinnar. Minnismerkið er steindrangur mikill. Á hann er höggvinn grískur kross og þessi áletrun: Til minja um klaustrið í Þykkvabæ 1168-1550. Meðfylgjandi mynd var tekin, er minnismerkið var afhjúpað. Það gerði sóknarprestur, sr. Valgeir Helgason í Ásum, sem flutti frumort ljóð við það tækifæri. Bóndinn sá var í fyrsta kafla frásagnarinnar um presta og kirkjur í Reynisþingum (Lesbók 1. tbl. 1966), var kona sr. Magnúsar Hákonarsonar i Vík sögð I’liríöur Jónsdóttir frá Pykkvabæjar- klaustri. En átti að vera Þuríður Bjarnadóttir, Jónssonar frá Þ.b.kl. Foreldrar Þuríðar voru Bjarni Jónsson frá Eystri-Dal i Fljótshverfi og Sigríður Gisla- dóttir, Þorsteinssonar frá Geirlandi. Um Bjarna og Jón bróður hans er eítir- farandi frásaga í sagnaþáttum Brynjólfs frá Minna-Núpi: „B ræður tveir eru nefndir Jón og Bjarni Jónssynir, ættaðir úr Öræfum. Þeir reistu báðir bú að Geirlandi á Síðu og kvæntust og áttu tvær dætur Gísla bónda í Arnardrangi. Hét Ragn- hildur kona Jóns en Sigríður kona Bjarna. Báðar voru þær efnilegar, hraustar og heilsugóðar, greindar vel og þóttu hinir beztu kvenkostir. Menn EFTIR SÉRA GISLA BRYNJÓLFSSON þeirra voru og miklir menn að ráði og dáð. Þeir byrjuðu búskap með litl- um efnum, höfðu eigi hjú nema eina vinnukonu báðir, og í öllu höfðu þeir félagsskap. Þeir vildu hafa selför um sumarið og byggðu um vorið sel upp með Geirlandsá þar sem hún kemur ofan úr heiðinni. Þar heitir Garnagil. Tildrög þess örnefnis eru sögð þau, að eitt sinn fyrir löngu hafði þar orðið það slys, að mannýgur graðungur hafi orðið stúlku að bana og hafi garnirn- ar úr henni verið um horn hans er menn komu til. Konur þeirra bræðra voru í seli um sumarið. Og er þær voru þangað farnar skiptu þeir bræð- ur með sér verkum. Fór Bjarni kaup- staðarferð fyrir báða en Jón tók til sláttar fyrir báða. Vinnukonan átti að raka eftir honum fyrir báða. Kenndi hún sér einskis meins er hún gekk út. En er hún tók að raka þótti henni undarlega við bregða. Henni heyrðist hrífudrátturinn sem hljóð, og það svo skerandi og sterkt að henni fannst sem höfuðið á sér ætlaði að klofna. Fór hún inn, og lagðist fyrir og sofnaði. Þá dreymdi hana, að kona kæmi að henni heldur reiðileg og mælir: „Þú skalt gjalda húsbænda þinna fyrir umrótið sem þeir gerðu í Garnagili. Á þeim sjálfum get ég ekki hefnt, því að á Bjarna vinnur ekkert nema járnið, en Jón er fæddur í sigurkufli og skírður i messu. Hefndin skal koma niður á þér og áð nokkru leyti á konunum þeirra". Þá er stúlkan vaknaði, sagði hún Jóni draumirin. Var hún þá fárveik, lá nokkra dag og dó síðan. Eigi þótti konunum gott í selinu, þóttust verða fyrir ýms- um dularfullum glettingum. Og þó þær væru kjarkmiklar að eðli, þá urðu þær þó srnám saman hræddar, og þá er heim var flutt úr selinu voru þær orðnar svo úrvinda, að þær náðu sér aldrei aftur. Hvorug þeirra þorði að vera á Geirlandi áfram. Fluttu þeir bræður þaðan vorið eftir. Fór Bjarni að Þykkvabæjarklaustri og er hann úr sögunni“. E ins og fyrr segir, voru þeir bræð- ur úr Fljótshverfi, en ekki úr Öræfum eins og Brynjólfur telur. Ekki fóru þau Bjarni og Sigríður beint frá Geirlandi niður í Álftaver, heldur að Skaftár- dal á Síðu og þær fæddist Þuríður dóttir þeirra árið 1816. Árið eftir flutt- ust þau svo með 8 börn sín að Þykkva- bæjarklaustri og bjuggu þar upp frá því. Þau eignuðust a.m.k. 11 börn. Skulu þau talin hér eftir aldri: 1. Jón, bóndi á Varmá og Vilborgar- koti í Mosíellssveit, faðir Jóns hrepp- glaður stjóra í Vestmannaeyjum. 2. Oddur, dó ungur. 3. Einar, bóndi í Hrífunesi, faðir sr. Bjarna á Mýrum. 4. Jón yngri, dó 25 ára. 5. Gísli, bóndi í Rimhúsum undir Eyjafjöllum. 6. Sigurður eldri, mun hafa dáið ung- ur. 7. Þuríður, kona sr. Magnúsar Há- konarsonar. 8. Guðrún, mun hafa dáið ung. 9. Bjarni bóndi á Þykkvabæjar- klaustri. 10. Sigurður bóndi á Hömrum á Mýr- um í Hornafirði, faðir Jóns bónda á Fornustekkum, föður Vilmundar land- læknis. 11. Rannveig kona Sigurðar Nikulás- sonar á Þykkvabæjarklaustri. Þau voru íoreldrar Bjarna skrifstofustjóra Sjálf- stæðisflokksins. Sigríður Gísladóttir andaðist 7. júlí 1829. Fjórum dögum síðar var búið skriíað upp og um haustið fóru skipti fram, svo að börnin gætu fengið móð- urarí sinn. Alls var búið virt á 563 ríkisdali að frádregnum skuldum. Hafa það ver- ið a.m.k. 50-60 kýrverð, svo að sjá má, að hér var efnaheimili á þeirrar tíðar mælikvarða. Til fróðleiks skal hér birt- ur „lóðseðill“ Þuríðar Bjarnadóttur: Hennar fatnaður 13 rd. 26 sk., blár klæðisniðurhl. 2 rd . . . .15 rd. 26 sk. Vaðmálshempa með flosborðum....... 1 rd. 48 sk. Sex ær með lömbum til 10 rd....... 10 rd. Brúnt mertryppi tveggja vetra .... 3 rd. 48 sk. Veturgamall tarfur .... 4rd. Einskeftu skyrta 63 sk. og oftalið á Jóns y. lóðseðli ...... 74 sk. Alls 35 rd. 4 sk. Þessi var þá heimanmundurinn, sem bóndadóttirin fró Þykkvabæ í Veri kom með í búið, er hún giftist Magnúsi Há- konarsyni. T il marks um það, að vel og snyrtilega hefur verið búið á Þykkva- bæjarklaustri er þessi saga um Einar umboðsmann í Kaldaðarnesi í íslenzk- um sagnaþáttum og þjóðsögum: „Einar var staddur úti fyrir Lefoliis verzlun á Eyrarbakka. Þetta var á há- lestum og var hann þar á gangi innan um hesta, menn og farangur. Þar voru meðal annars bundnir baggar á 6 hesta, er lágu í röð, svo að teyma mátti hest- ana í gegnum, er upp yrði látið. Voru þetta allt hærusekkir bundnir með lýs- iseltum ólarreipum, og vandlega irá öllu gengið. Einhvern mann bar þar að, er leit yfir farangur þennan og mælti síðan: „Hver skyldi eiga þennan myndarlega umbúnað“? Einar umboðs- maður svaraði skjótlega: „O, þetta eru allt mín plögg. En hvar eru nú strák- arnir að fara að drífa þetta af stað“? — Sagt var, að hinir uppbúnu baggar hefðu verið frá Þykkvabæjarklaustri1. E r Bjarni á Þykkvabæjarklaustri missti konu sína, var hann innan við fimmtugt. Hann hélt áfram búskap og kvæntist aftur. Seinni kona hans var ekkja, Ólöf Teitsdóttir frá Seli við Reykjavík. Hún var systir mad. Matt- hildar í Hörgsdal. Bjarni andaðist á Þykkvabæjar- klaustri 19. júlí 1852 „af apoplexi“. Hann mun jafnan hafa verið talinn vel búandi, gestrisinn og góður heim að sækja. Um hann var kveðin þessi vísa: (Höf. ókunnur). Að Þykkvabæjarklaustri um kvöld kom ég ferðamaður, Drottinn blessi Bjarna höld, bóndinn sá var glaður. Hagalagöar HRÆDDUF. KAUPMAÐUR. Árin 1751-53 var Jón Steingríms- son, síðar á Frestbaikka, djákn á Reynistað hjá Jóni klausturhaldara Vigfússyni. „Síðasta sumarið þá hann lifði“, segir sr. Jón í ævisögu sinni, „fór ég með honum í kaup- stað (Hofsós?). Þá var þar kaupmað- ur Tomas Windekilde, er síðar varð einn ráðherra. Þá hann vildi ei taka prjónles hans (klausturhaldarans) rykkti hann korða, óð að kaup- manni og ætlaði að reka hann í gegn. Ég hljóp þá á milli og nóði af honum korðanum, en kaupmaður féll í ómegin niður af hræðslu, og síðan kom ég á svoddan friðstill- ingu milli beggja, að hér varð ekki meira af talað. (Sr. J. Stgr.: Ævisaga). MEÐ EÐA ÁN MANNANNA Hve þung er jörðin? spurði lítill drengur í 1. bekk. Kennslukonan gat ekki svarað því á stundinni en greip til hins gamla, góða ráðs og sagði: Þetta er merkileg spurning. Eigum við að vita hvort nokkur verður bú- inn að finna svar við þessu á mong- un? Svo fór kennslukonan í bóka- safnið og fann þar eftir nokkra leit hið rétta svar. Næsta dag spurði hún börnin hvernig þeim hefði gengið. Enginn gaf si-g fram svo að kennslu- konan sagði þeim svarið. Eftir nokkra stund rétti sami drengurinn og spurt hafði daginn áður upp hönd- ina og sagði: „Er það með mönnun- um eða án þeirra?“ (Ileimili og skóli), (Readers' Digest). 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. júií 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.