Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 9
of umcm&t tsh* RigMJi, of fínmt ín. lr»land, anú Uw Brltleh Qo*ínlana & 'Uia Sew. Kln«, sajioror oX Indi*. <»o i d«Cl*re ty irrevocoble dotoroluaUoo oouno* th* •mroa* for aná for a»o«»ia«ts. sna % ð«*lr* «Mt affwt <t 0* givon to thís Inatnawnt ot *Uon UwrtUUly. in tokon *h»r*of I nav* h*r*vnto a*t jM uiia tantn öay of Deceotor, olrarunm •«« índ Uiírty bíx, in tne presance of ’ltosaaes who» siamjitares sre sotecrltxKU ÍjÉ^j^pffllpÉP sssasap 1K Til vinstri er ríkisafsagnarskjalið („Instrument of Abdication"). Játvarður skrifar undir til hægri á skjalinu (Edward R I: þ.e. Játvarður konungur og keisari (rex imperatorque)), en til vinstri undirrita hertogarnir bræður hans sem vitundarvottar: Albert (þá hertogi af Jórvík, síðar Georg VI, d. 1952), Henry (hertogi af Gloucester) og George (hertogi af Kent, fórst í flugslysi í Skotlandi 1942). Til hægri er konungur að flytja kveðjuræðu sína til þjóðarinnar í brezka útvarpinu 11. des. 1936. Hann kvaðst vita, að afsögn jafngilti útlegðardómi, en það gerði sér hins vegar fært að giftast konunni, sem hann elskaði. Þegar Játvarður VIII missti krúnuna NIÐURLAG ama lá fyrir síðasti möguleik- inn. Ef farið væri að ráðum Ohurchills, og ef þessi afturköllun væri gerð nógu áberandi, var öll ástæða til að halda, að sagur gæti enn unnizt. En ekki var farið að ráðum Clhurc- hills, og þetta guilna tækifæri, sem afturköllunin hefði getað gefið, var al- gjörlega tapað. Og allt konungi að kenna. Alla dagana, sem hinar opinberu deil- ur stóðu yfir, lagði hann höft á þau blöðin, sem honum sjálfum voru hlið- holl. Hann vildi ekki veita okkur neitt málfrelsi til að berjast fyrir sínum eig- in málstað. Aðaláhugamál hans var, að frú Simp- son vekti sem allra minnst umtal. Einnig, að það kæmi hvergi í ljós, að hann ætti í deilum við Baldwin. A. f þessu leiddi, að blöðin, sem vinveitt voru Baldwin, voru allsráð- andi með þjóðinni. Blöðin gerðu atlögu að konunginum af vaxandi grimmd, alla deiluna á enda og jafnvel eftir að henni var lokið, en blöðin, sem hliðholi voru konungi, voru lömuð, hvað sem þau reyndu að hafast að. Deila, sem þannig var í pottinn búin, gat ekki endað nema á einn veg. En laugardaginn 5. desember var þessi skakka stefna konungs hætt að skipta nokkru máli til eða frá, og síð- asta von mín algjörlega að engu orðin. Því einmitt þennan morgun sagði kon- ungur við Walter Monckton: „Ég vil, að þú segir forsætisráðíherranum, að þegar hann komi að finna mig síðdegis í dag, muni ég tilkynna honum form- lega, að ég hafi ákveðið að segja af mér“. Og Walter Monokton rak þetta sorg- lega erindi samvizkusamlega. Maður úr rikisstjórninni kom heim til mín og sagði mér fréttirnar. Mér varð það ljóst, að þessi koma hans þýddi það, að Baldwin vildi láta telja mig á að hætta öllum frekara áróðri. Ýmsum þingmönnum og ritstjórum höfðu einnig verið tilkynntar þessar fréttir um fyrirætlun konungs, og það heyrðist, að deilunni milli konungs og forsætisnáðherra væri lokið með sigri Baldwins. Og allar frekari deilur skyldu kæfðar niður. ví miður fékk Ohurchill ekki sams konar tilkynningu. Hann hélt eins og ég á föstudagskvöld, að konungur ætlaði sér að verjast afsögn. En hann var að því leyti ólíkur mér, að hann hélt hið sama á laugardag. Ég fór til bústaðar hans í Westminst- er klukkan 11 þennan morgun. Hann las mér tilkynningu sína til blaðanna. Þetta var hrærandi og áhriíamikið skjal, en ég vissi, að nú var það of seint á ferðinni. Ég sagði: „Haninn okk- ar vill ekki berjast" og bætti þvi við, að ég héldi, að ákvörðun konungs va'ri ákveðin og endanleg og frekari barátta væri til einskis. Kvöldið áður hafði mælska Chur- chills haft stundaráhrif á konung, en þau voru ekki nema rétt í bili. Nú var Churchill tekinn að keyra dauðan hest, en það_ gat ég bara ekki gert honum ijóst. Ég kvaddi hann með orðunum: „Það er vonlaust!“, en hann vi’.di ekki trúa þessum sorglegu fréttum. Effir Beaverbrook lávarð E ftir að konungur hafði sam* þykkt að segja af sér, áttu viðburðir laugardagssíðdegisins eftir að kasta einkennilegum skuggum sínum á liti og línur deilunnar. Um leið og konungur lét það undan Baldwin að taka skjóta ákvörðun og hefja tafarlaust aðgerðir, bað hann forsætisráðherra sinn um til- svarandi greiða í móti. Laugardag- inn 5. desember fór hann fram á það að lagafrumvarpinu um afsögnina skyldi fylgja annað frumvarp til laga, sem gerði skilorðsbundna hjónaskiln- aði (eins og þann, sem frú Simpson hafði fengið) endanlega án tafar. Bald- win ' samþykkti þetta og hann gekk lengra. Hann lofaði að segja af sér sjálf- ur, ef þetta kæmist ekki gegnum þingið. En þar tók hann ekki stéttarbræður sína með í reikninginn. Á sunnudag mætti frumvarpið öflugri andstöðu hjá nokkrum áhrifamestu mönnum í ríkis- stjórninni. Inskip, sem tala’ði fyrir lágkirkju- menn, sagði, að kirkjan gæti bókstaflega alls ekki þolað það, sem væri raunveru- lega lög til að auðvelda fráskildum per- sónum endurgiftingu. Slík eftirgjöf mundi grafa undan sjálfum grundvelli kirkjunnar. Og það, sem kirkjan vildi ekki þola, vildi Inskip heldur ekki þola. Halifax talaði fyrir hönd hákirkjunnar, sem telur hjónaskilnað vera „viður- styggð“. Kingsley Wood, meþódisti, sagði, að frumvarpið mundi valda at- kvæðatapi. Sunnudagurinn varð því hræðilegur dagur fyrir hinn „eigingjarna bragða- ref“. Skilna’ðarfrumvarpi hans var hrundið. Hann hafði ekki sína eigin ríkisstjórn með sér. Og ekki þorði hann að eiga á hættu andstöðu sinna eigin samverkamanna. Hvað var þá til ráða? Hinn liðugi forsætisráðherra var í bölvaðri klípu. Þó ekki lengi. Hann hafði lofað að segja af sér, ef frumvarp- ið yr'ði fellt. Mundi hann segja af sér? Nei og aftur nei! Hann mundi taka ann- áð fangaráð. Frú Simpson hafði lýst því yfir við blöðin, að hún væri fús til að Framhald á bls. 13. 3. júií 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.