Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 13
' Vk ÍW 5i10kM tfURLUíöNAR TMHjAHUtW^öfl- ÞA 5E*IDI ALFÖÐR þfíNN, ER SK'IRWR ER NEFNDR.SíNDItffíÐR FRBiSt OFfíN 'I S'/fíRSALFfíUEIM VI D\/E.R$fí NökKVRRA...’ ..OK L'EÍQFRfí FJ'ÓTUR ÞfíNN, £/? CLElPNlR HEITIR. ...OKfífRölUH 5J/»RqSWS OK'RFSIMUM DJ/IRMRRIMS OK AffíNPfí FfSK'SlNS OK fíF FOGLS WRAKA. JATVARÐUR VIII. Framhald af blaðsíðu 9. draga sig í hlé frá þessu leiðindamáli. Gat Baldwin ekki þröngvað henni til að lýsa því yfir, að hún ætlaði ekki að 'halda skilnaðarmáli sínu áfram? Með því móti væri engin þörf á hjónaskiln- aðarfrumvarpinu og Baldwin slyppi úr klípunni. Hr. Goddard, sem var lögfræðingur frú Simpson, var beðinn að finna Bald- win í Downingstræti. Hann var síðan beðinn a'ð fara til frú Simpson í Cannes. Hann fór með stjórnarflugvél, sem lenti á þriðjudagskvöld, 8. desember. Godd- ard þjáðist af hjartaveilu, og þetta var fyrsta flugferð hans. Með honum var læknir hans, dr. Kirkwood, sem var ranglega kallaður kvensjúkdómalæknir. Nú varð almennur æsingur, og orð- rómur, sem varð bæði konungi og frú Simpson til hinna mestu leiðinda, var í fullum gangi um land allt. Blöðin voru íull af hóflega orðuðum en niðrandi frá- sögnum. Og amerísk blöð gleyptu æsi- efni og gerðu sem mest úr. Þegar hr. Goddard taláði við frú Simp- eon miðvikudagsmorgun 9. desember, fór hún undan í flæmingi og var óákveð- in. Hún kann að hafa rennt grun í tilgang okkar slungna forsætisráðherra með því eð senda Goddard til fundar við hana. Hvort frú Simpson vildi forða Baldwin frá því að standa við afsagnarloforð sitt, með því að hætta við skilnaðarmálið gegn hr. Simpson, sem hún átti annars lagalegan rétt á? Vildi hún draga hann upp úr þessum djúpa brunni svika og blekkinga? Nei. Leikurinn var tapaður. Baldwin hafði mistekizt. Sendimaður hans hafði kom- ið með beina spurningu: „Var það hyggi- legt að halda skilnaðarmálinu áfram og HfíNN \JfíR qöRR fíf SEX HuurUM: fíf DYM KATTfíRINS OK AF SKEGGI KONUNNfíR... fá fullkominn skilnað?“ Þessari spurn- ingu var svarað játandi og bón sendi- mannsins neitað. Og þá sveik Baldwin loforð sitt, skýringalaust og hiklaust — loforð, sem hann hafði gefið konungi sínum. Sekur forsætisráðherra! K. i-onungi var sagt á sunnudag, að skilnaðarlagafrumvarpið hefði verið kæft í fæðingu. Nú voru áhyggjur hans komnar á hámark, og Baldwin virtist vera eina örugga leiðin í hjónabands- höfnina. Forsætisráðherrann hafði bug- að hug konungs síns og var nú húsbóndi hins fráfarandi einvalda, sem þorði ekki að æmta né skræmta. Nú var hjóna- bandið eina markmið konungs. Miðvikudaginn 9. desember vissi al- menningur það, sem ríkisstjórnin og margir aðrir höfðu vitað síðan á laugar- dag: að afsögnin hafði verið ráðin. Fimmtudag 10. des. lýsti Baldwin yfir afsögninni í þinginu, og föstudag 11. des. undiritaði konungur lögin, sem bundu enda á ríkisstjórn hans sjálfs. En raunverulega hafði þeirri stjórn verið lokið laugardaginn 5. desember 1936. Dagarnir í millitíðinni höfðu ver- ið fullir hávaðasams en gagnlauss rifr- ildis, einslega og opinberlega, um forms- atriði og smáatriði máls, sem var þegar óafturkallanlega ákveðið. Mr að var seinlegt og leiðinlegt verk að skilja einkaeignir konungs frá eign- um konungdómsins eða krúnunnar, og margir dagar fóru í umræður. Hann átti sjálfur Balmoral og Sandringham. Inn- anstokksmunir í Buckinghamhöll voru hans eign, en óyfirfæranlegir og erfða- bundnir. Það var rætt um að yfirfæra þessar eignir til krúnunnar. Eignir hins fráfarandi konungs námu meiru en S'ET MUNT Þ0 HfíFfí, AT KONfíN HEFIR EKKI SKEQG 0K ENQ b'JNR VERÐR AF WL/JVPI KfíTffíRlNS 0K EIGI R€TR UNDlR OJARG/MU. 850.000 sterlingspundum. Árstekjur hans voru ekki minni en £ 100.000 og voru skattfrjálsar. 500.000 pund höfðu verið ánöfnuð hertogafrúnni, en hún afsalaði sér því öllu nema 10.000 á ári. Georg konungur VI gekkst undir að greiða her- toganum 25.000 pund á ári, skattfrjáls. Að öllu samanlögðu var þetta dálagleg upphæð. OK >AT VEIT TRÓfí MIN, /4T JAFNS/ITT ER ÞAT ALLT, ER EKUEFI SAQTÞ'íRiÞörr þ£lR SE SUMIR tíLUTlR, ER ÞÖAt’ATT Eiql REVMfl- tekizt að bjarga konungdæminu. Hann hélt því fram, að hann reyndi að þjóna konungi, ekki einasta sem æðsti þjónn hans, heldur og sem einlæg- ur vinur hans. Konungurinn vildi engan nema Baldwin til að hjálpa sér við þessa hörmulegu ákvörðun sína, og endalok málsins höi’ðu ekki einungis varðveitt, heldur styrkt vináttuna. Mr á var þessu lokið. Þegar fimmtu- dagurinn 10. desember rann upp, var hásætið að komast á aðrar hendur og konungur að tygja sig til í útlegðina. Það var þá, sem Baldwin stó'ð upp í þinginu til að segja sögu deilunnar. Hann talaði yfir sömu áheyrendum og höfðu hlustað á hann, hneykslaðir og miður sín, tæpum mánuði áður, þegar hann játaði að hafa blekkt þjóðina í sambandi við nauðsynina á eflingu hers- ins. En nú hafði hann allt fullkomlega á sínu valdi. Þegar hann hóf mál sitt, hafði hann þegar að baki sér fylgi þings- ins. Og þegar hann lauk máli sínu, gat hann verið viss um vii'ðingu, traust og jafnvel aðdáun næstum hvers þing- manns. Ræðan var algjörlega óskreytt og furðulega stutt, jafn-mikilvægt og málið var, en Baldwin tókst að vekja þau áhrif, sem hann óskaði, á hugi áheyrenda sinna og milljónanna, sem lásu ræðuna í blöðunum. Með kænlegum, ísmeygilegum og lítt áberandi dráttum dró hann upp mynd af sjálfum sér. Það var mynd löghlýð- ins, heiðarlegs og auðmjúks Englend- ings, sem hafði streitzt við að vera holl- ur konungi sínum og liðfð mikið fyrir þá viðleitni. Það voru mikil vonbrigði, að honum skyldi hafa mistekizt, en þar sem honum mistókst, hefði engum manni get- að tekizt. Og hefði honum mistekizt að bjarga konunginum, hafði honum þó R, Læðan var mjög áhrifamikil. Og mjög sannfærandi. Og login frá upphafi til enda. Það, sem honum láðist að nefna, var rétta skýringin á framkomu hans og stefnu. Það, sem hann sagði, var ekkert annað en upptalning á hinni innantómu en óhreinskilnu framkomu hans. Meðan hann þóttist vera að þjóna konungi, hafði hann róið að því öllum árum að verða honum til falls. Myndin, sem hann dró upp, var jafn ósönn og hún var áferðarfalleg, en henni var trúað. Og lokaþætti skítmennskunnar var bætt við, meðan Baldwin var a'ð flytja ræðu sína. Konungur hafði beðið hann að bæta tveimur atriðum inn í ræðu sína í þinginu. Annað var að minnast á hertogann af York, sem átti að taka við konungdómnum. Hitt var að minnast á frú Simpson og geta þess, að hún hefði alltaf leitazt við að koma í veg fyrir af- sögn. Hvorugt gei*ði hann. Síðar höfum við frétt, að það var vilj- andi gert að sleppa frú Simpson, og ástæðan sú, að Baldwin fyrirleit hana svo mjög, að hann vildi ekki einu sinni láta hana njóta sannmælis, eftir að deil- unni var lokið. II Linn 11. desember flutti konungur ræðu. Hálfur heimurinn hlustaði, en ég hafði sérstaka ástæðu til að taka vel eft- ir, vegna þess að ræðan var byggð á 3. júií 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.