Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 11
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
Er mögulegt að „heilaþvo" menn, svo að öll hugsun þeirra
gjörbreytist frá rótum? Stundum berast þær fréttir um jörð-
ina að þess konar þvottur hafi átt sér stað. Þeir sem þvottarins
hafa notfð, er oss sagt, hafa að hreinsuninni lokinni tekið að
lofa þvottamenn sína hástöfum, en jafnframt hafa þeir úthúð-
að sínum eigin þjóðum og þeim mönnum, sem fóstruðu þá.
Menn, sem áður hugsuðu í anda kapítalismans, taka að hugsa
á alþýðulýðveldislegan hátt eða jafnvel kommúnistiskan. Nú
er spurningin: Hve fast situr sá rauði litur, sem settur hefir
verið inn í manninn að loknum heilaþvottinum? Sumir segja
að aðgerðin sé svo róttæk að hún gjörbreyti manninum; aðrir
segja að liturinn svíki þráfaldlega og hverfi eftir mjög fá
ár, ef mönnum er sleppt lausum og hætt er bæ'ði við þvott og
litun.
háskólana nefnist þessi aðfeúð krítísk rannsókn, og verður
ekki fram hjá henni komizt ef menn vilja veita stúdentum
góða fræðslu og gera þá færa um að hugsa málefnalega og
sjálfstætt. Sjálfstæð hugsun, án þekkingar og málefnaleika,
verður ekki annað en sérvizka, lík því sem einn einstakur
maður fari að skjóta með fallbyssu, án þess að hirða nokkuð
um samherja sína, og án þess að hirða um að hitta í mark.
Vestrænn heilaþvottur er um ýmsa hluti áhrifameiri en
hinn austræni. Réttu og röngu er oft svo haglega saman hrært
að margir menn geta ekki á milli greint. Stundum eru gerðar
tilraunir til að opna augu manna, tilraunir, sem umsnúast ad
absurdum, verða hreinar fjarstæður. Ekki er langt síðan reynt
var að telja oss trú um að auglýsingablað og neytendablað væri
eitt og hið sama. Til er nútíma þjóðsaga um mann einn, sem
einhverju var stolið frá. Gárungar uppnefndu manninn og köll-
uðu þjóf, ekki þann sem stal, heldur þann, sem stolið var
frá, og við hann festist þjófsheitið! Hjá svo einföldum lýð, sem
leyfir sér slíkt, er heilaþvottur ekki erfiður.
Þannig þykjast menn vita ýmislegt um auglýsingar. Menn
trúa því að þær tryggi sölu vörunnar, sem auglýst er, að fram-
leiðendur borgi þær eða þá kaupmenn og kaupfélög, og neyt-
endur fái þær ókeypis. Þá halda menn að auglýsingar fræði
menn almennt um vöruverð og vörugæði.
Um áróður og heilaþvott hefir vísindamaðurinn J.A.C. Brown
ritað bók, sem ber heitið „Techniques of Persuasion“. Verk hans
byggir á rannsóknum fjölmargra vísindamanna, og engin tök
eru á að rekja allar niðurstöðurnar hér. Sjálft hugtakið „heila-
þvottur“ er ekki gamalt í hugsjónasögunni, og er oss í minni
sú bók, sem fyrst kom því inn í hugsjónasöguna, og síðan er
liðið nokkuð á annan áratug. Kínverjar munu hafa smíðað
orðið, „hsi nao“ og það var síðan þýtt á ensku og nefnt „brain-
washing". Athöfnin er í sjálfu sér nógu alvarleg, en þó er ár-
angurinn ekki nærri eins varanlegur og ætla mætti, þegar hún
er framkvæmd á fullorðnum mönnum, sem komnir eru til
nokkurs þroska.
Öðru máli er að gegna um börn, sem alin eru upp við
svo einhliða áróður og síendurtekna fordóma, sem víða vill
brenna við í heiminum, bæði hjá frumstæðum þjóðum og menn-
ingarþjóðum. Meðal vor vestrænna manna er ekki lítið um
sams konar athæfi og það, sem nefnt er heilaþvottur meðal
austrænna manna. Það einkennir uppeldi persónuleikans, þar
sem menn leyfa sér þann munað að gefa honum gaum, að mönn-
um er kennt að vara sig á fordómutn og markleysum. Við
Rannsóknir Browns og annarra sýna að margt er hér öðru
vísi en menn halda. T.d. minnkar bjórsala á mann ár frá ári í
Bandaríkjunum, þótt varið sé yfir fjögur þúsund milljónum
króna árlega til bjórauglýsinga þar í landi (Brown, bl.s 189) .
Neytendur greiða oft allan auglýsingakostnað í hækkuðu
vöruverði, og verðið getur tvöfaldazt eða meir sökum auglýs-
inga, án þess að nokkrar umbætur verði á gæðum vörunnar
(Brown, bls. 171). Algengt er að framleiðandi fái aðeins um
helming af smásöluverði vöru. Neytendur magna dýrtíð á
sjálfa sig með því að sætta sig við blekkingar og afætuhyggju
í auglýsingum (Brown, bls. 186).
Fáar auglýsingar fræða menn um vörugæði. Hér á landi
segja mjög fáar þeirra til um vöruverð, en þær fáu, sem það
gera, eru flestar frá vel kunnum fyrirtækjum.
í auglýsingum sjónvarps og kvikmynda telja sumir sannað
mál að nota megi sálrænar „undirskynjunaraðferðir", svo að
neytendur hlýði þeim ósjálfrátt (Brown, bls. 183—184) og
sum auglýsendasamtök banna starfsmönnum sínum að nota
þær, me'ð því að þess konar tiltæki sé of líkt heilaþvotti til að
teljast samboðið heiðarlegum mönnum.
A erlendum bókamarkaði
Bókmenntir.
Homer and the Epic. A shortened
version of „The Songs of Hom-
er“. G. S. Kirk. Cambridge 1965.
17/6.
Hómerskviður eru taldar fyrstu
bókmenntir Evrópuþjóða. Þetta
rit er stytt útgáfa „The Songs of
Homer", sem er eitt með merk-
ari ritum, er út hafa komið ný-
lega um þessi efni. Inntak þeirr-
ar bókar birtist í þessari, og til-
gangur höfundar er að tengja
þessar kviður hetjukvæðum
Grikkja fyrir daga Hómers, sem
geymdust munnlega og steyptar
eru í Hómerskviður af tveimur
skáldum, að því er Kirk telur, á
áttundu öld fyrir Krist. Auk
þessa lýsir höfundur þjóðfélags-
legum aðdraganda kviðanna og
tilgangi þeirra. Þessi kvæði voru
ætluð til framsagnar, eins og
eldri kvæði, og reyndar öll forn
kvæði. Þau voru sungin eða sögð
fram. Kvæðin voru í upphafi
aldrei skrifuð, þau geymdust í
minni manna og bárust kynslóð
frá kynslóð, tóku breytingum,
því minni sem formið var
strangara. Þegar menn lesa Hóm-
erskviður í vasabrotsútgáfum nú
á dögum, þá ber ætíð að hafa í
huga, að þessi dýrlegu kvæði
vor-i í fyrndinni ætluð til fram-
sagnar. Tónlist og kveðskapur
voru alltaf nátengd og eru það
enn. Kvæðin voru lærð utanbók-
ar. Þessi söguljóð minna um
margt á söguljóð annarra þjóða,
svo sem germönsk og keltnesk;
þetta ljóðform og sagnaform
virðist blómgast á vissu stigi
hinnar þjóðfélagslegu þróunar.
Forsendurnar virðast vera hern-
aðarandi og ævintýralöngun,
aðalsveldi á frumstæðu stigi
(hermannaaðall) og fremur
frumstæðir búnaðarhættir.
Kjarkur og drengskapur eru
æðstu dyggðir. Þegar þessir
þjóðfélagshættir taka að breyt-
ast, og hetjukapur og drengskap-
ur tekur að dala, tekur þennan
liðna tíma að hilla upp, og þá
hefst blómaskeið söguljóða og
sagna. Rannsóknir á uppkomu
bókmennta meðal Grikkja benda
allar til þess, að blómlegar bók-
menntir hafi verið við lýði með-
al Grikkja fyrir daga þeirra
ljóða, sem kennd eru við Hómer.
Linear-B-letrið og ýmis önnur
brot benda til þess og svo það,
að slík listaverk sem þessar
kviður hljóta að eiga sér að-
draganda og verða ekki gerð án
undanfarandi bókmenntastarfs.
Höfundurinn rekur aðdraganda
þessara kvæðabálka, bókmennta-
lega og sögulega, lýsir síðan gerð
og byggingu, máli og efni bálk-
anna og allri tilorðningu. Þessi
bók er þörf öllum þeim, sem
fást við bókmenntasögu og
norræn kvæði. Hliðstæðurnar
við gríska heiminn á áttundu öld
fyrir Krist voru hér á landi á 10.
og 11. öld. Bókinni fylgja fimm
myndasíður og registur.
Saga.
Sir Walter Raleigh. Norman
Lloyd Williams. Penguin Books
1965. 5/—.
Þessi bók kom fyrst út hjá
Eyre and Spottiswoode 1962 og
er endurprentuð hjá Penguin.
Höfundurinn hefur fengizt við
margvíslegustu störf; hann var
skrifstofumaður hjá vátrygging-
arfélagi og starfsmaður brezka
útvarpsins. Hann hefur ferðazt
víða á vegum British Council og
sett upp bókasöfn og skipulagt
listasýningar víða í samveldi's-
löndum Breta, — einnig hefur
hann starfað við útvarpsstöð í
Singapore. Síðan hvarf hann aft-
ur til Englands og starfar nú hjá
brezka útvarpinu.
Sir Walter Raleigh var af
brezkum lágaðli. Hánn vann
þokka Elísabetar drottningar og
lagðist í ferðalög á hennar veg-
um. Stofnaði Virginíu-nýlendu í
Ameríku, sem var kennd við
drottningu. Hann var hermaður,
landkönnuður, skáld, hirðmaður
og vísindamaður, ágætt dæmi um
víðfeðman veraldarmann á þessu
mikla gróskuskeiði í sögu Eng-
lands. Að lokum var hann ákærð
ur fyrir drottinssvik og tekinn
af lífi. Síðustu orð hans við
böðlana voru: „Þetta meðal ykk-
ar er rammt, en er nógu kraft-
mikið til þess að lækna öll min
rnein". Höfundur dregur upp lif-
andi og minnisstæða mynd af
þessum margslungna persónu-
leika.
The Living Past. The Great
Civilizations of Mankind. Ivar
Lissner. Translated from the
German by J. Maxwell
Brownjohn. Penguin Books 1965.
10/6.
1955 kom þessi bók I fyrstu út á
þýzku. Bókin varð þegar mjög
vinsæl og var fljótlega þýdd á
önnur mál. Efnið er lipurlega
samdar frásagnii um forsögu
ýmissa fornþjóða. Höfundur hef-
ur bókina á frásögn um Mesó-
pótamíu, síðan fylgja Egyptaland,
Persía, Indland, Japan, Krít,
Ítalía og Grikkland. Þetta eru
kaflar um minnisverða atburði og
persónur löngu liðinna þjóða,
sem þarna áttu heima. Fornleifa-
fræði er nú mjög vinsæl lesn-
ing, og ýmsir höfundar gera þessi
fræði öllum aðgengileg með lip-
urri frásögn og skemmtilegum
samanburði við eigin tíma. Bók-
inni fylgja nokkrar myndir. Hún
er rúmar fimm hundruð blað-
síður auk registurs.
— ilallo, Tommi karl! tnverc a ao naiua . — er au i o±—_________________— —.„r er pa KOiian? — Nu, pu veizt nvemig pao er. jeiiiiiver veiuur aö vera
heima og gefa fuglunum mínum. — Já, þeir eru ekki margir eftir, okkar líkar!
3. júií 1966
LESBOK MOKGUNBLAÐSINS 11