Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 4
£ heima tveimur húsum neðar 1 göt- unni?“ „Nei, ég veit ekki, við hvern þú átt“; á þessu augnabliki horfði ég á hann eins og hann hefði sagt: „Ég er ástfanginn af henni“. Mér leið ó- notalega, þótt ég vissi ekki, við hvaða stúlku hann ætti, né af hverju liann var að tala um hana. „Sú sem á tvo bræður....“ „Já, ég veit, hver hún er. Og hvað með hana?“ „Hún vinnur á sama kaffihúsi og ég; hún er við pen- ingakassann“. Neðar í götunni bjuggu tveir piltar og ein stúlka, stúlkan við kassann. Þau höfðu ekki búið þarna nema í þrjú ár og þegar þau fluttu inn, þá var þessi stúlka mjög ung, næstum því krakki, og á sumrin var hún allt- af í hvítum kjól með rauðri útsaum- aðri rós á brjóstinu. Ég veit ekki af hverju, en upp frá þessum degi fann ég hvöt hjá mér til að bíða eftir manninum mínum við garðs- hliðið. Hann kom heim um tvö- leytið, og þegar ég sá skugg- ann af honum, lítinn skugga, bera við endann á götunni, þá flýtti ég mér inn. Meðan ég beið eftir honum, hugs- aði ég stundum um föður minn. Þegar ég var smástelpa, sendi hann mig oft út í búð til að kaupa. Hann beið eftir mér á svölunum og hallaði sér yfir handriðið. Það fór í taugarnar á mér. Ég gat varla gengið, af því að ég vissi, að þarna uppi fylgdist faðir minn með hverri hreyfingu minni. Einmitt þess vegna, áður en maðurinn minn kæmi auga á mig, hraðaði ég mér inn og kom mér í bólið, eða þá ég tók aftur til við saumaskapinn. Og sæi hann mig sauma, sagði ég, að það lægi á þessari fiík, og þess vegna hefði ég orðið að vaka. Þannig gekk það, þangað til ég sá hann koma eina nóttina í fylgd með þessari stúlku, og upp frá því urðu þau alltaf samferða. Auðvitað var ekkert skrítið við það, þar sem við vorum nágrannar. Ég var ekki að gruna þau um græsku, alls ekki. Maðurinn minn var ekki eins og aðrir karlmenn. Frá því að við giftum okkur, hafði hann ekki elskað aðra en mig. Þau gengu hægt, en aldrei, aldrei sá ég þau leiðast. Nei. En ég gat samt ekki að því gert, ég fór að vera með áhyggjur út af þessu. Og hefði ég ekki séð þau fylgjast að, hefði mér ekki liðið eins undarlega og mér leið. Mér fannst ég vera fyrir manninum mínum. Eitthvað var öðru- vísi en það átti að vera, og ég fór ósjálfrátt að forðast hann. Það gekk svo langt, að ég þorði varla að tala við hann af ótta við að glopra því út úr mér, að ég biði eftir honum við garðs- hliðið á hverri nóttu. Dag nokkurn um hádegisbilið rakst ég á stúlkuna úti í brauðbúð. Hún tók ekki einu sinni eftir mér. Ég hefði viljað, að hún kann- aðist við mig, að hún heilsaði mér og segði að hún og maðurinn minn væru vinir. „Maðurinn yðar og ég vinnum á sama stað, og þar sem við erum ná- grannar, þá verðum við samferða...“ Roser, gömul vinkona mín, sem stund- um hjálpaði mér við saumaskapinn, sagði við mig: „Því meir sem maður gerir fyrir þessa karlmenn, þeim mun verr hegða þeir sér. Þegar konan er orðin gömul og af sér gengin, þá verða þeir sér úti um eitthvað yngra... og betra er að vera ekki að gera sér rellu út af því“. Ég hefði viljað segja við hana: „Maðurinn minn er ekki eins og hinir, og einmitt þess vegna yaldi ég hann. Þegar við horfum hvort á annað, þá sjáum við ekki, hvernig við erum; við sjáum hvort annað eins og við vor- um“. Nótt eina, þegar maðurinn minn kom heim, virtist hann ekki með sjálf- um sér. „Hvað heldurðu, að hún María hugsi, þegar hún uppgötvar, að þú bíð- itr eftir mér á hverri nóttu? Bróðir hennar hefur séð til þín úr glugganum á herberginu sínu, og í dag sagði hann mér frá því. Hann sagði, að þú takir til fótanna, þegar þú sjáir okkur koma. Heidurðu, að ég skammist mín ekki?..“ Daginn eftir fór ég í brauðbúðina um hádegisbilið til að vita, hvort ég ræk- ist ekki aftur á stúlkuna. Það liðu þrír dagar áður en ég sá hana. Hár hennar var mjög svart og hrokkið og augun tindrandi. Og þegar hún bað af- greiðslustúlkuna um brauðið, minntu tennur hennar á tvær perluraðir. Og ég beið ekki framar eftir honum við garðshliðið. Ég beið eftir honum við gluggann í ljóslausu herberginu og þrýsti andlitinu að rúðunni. Og þegar hann opnaði hliðið, flýtti ég mér upp í rúm. Og á meðan ég beið eftir hon- um, ímyndaði ég mér, að einhverja nóttina kæmi hann ekki aftur, og ég mundi aldrei sjá hann framar. Það var auðvitað mesta fjarstæða. En það er líka sagt, að konur verði ímyndunar- veikar með aldrinum. Það hafði komið fyrir áður, þegar ég þurfti að fara á saumastofuna, að ég átti leið framhjá kaffihúsinu, þar sem maðurinn minn vann, og kæmi hann auga á mig, veif- aði ég til hans án þess að nema stað- ar. Nú forðaðist ég að ganga þar fram- hjá, þótt það væri mikil freisting fyr- ir mig. Og ég sagði m.eð sjálfri mér: Hvað hefur eiginlega komið fyrir • okk- ur? Við þekkjumst ekki lengur, og hann hugsar margt, sem ég get ekki fengið að vita um. Og mér fannst ég ein og yfirgefin. Án þess að gera mér grein fyrir, hvernig á því stóð, tók mér að sárna þessi þögn. Eina nóttina grét ég yfir mótlæti mínu, og ég er alveg viss um, að hann var ekki sof- andi, hann lét aðeins sem hann heyrði ekki til mín. Og ég sá, hrygg í bragöi, hvernig birti af degi, og það var eng- inn til að hughreysta mig. Ég grét oft, og mig sveið í augun meðan ég var að sauma, og ég var mjög sorgbitin. Þar að auki lagði ég svo af, að læknirinn minn ráðlagði mér að fara úr bænum til að hvíla mig, og við fórum út á strönd til þorps eins, sem heitir Prem- ia de Mar. Við leigðum okkur lítið hús. Þegar við höfðum lokið við að borða, bjó ég út nesti handa okkur til að hafa með á ströndina. Og ég var róleg, vegna þess að ég hugsaði ekki lengur um stúlkuna við kassann. Samt sem áður langaði mig heim aftur. Ég saknaði garðsins míns, sem um þetta leyti var fullur af þessum jasmínu- blómum, sem eru eins og stjörnur í laginu. Manninn minn langaði líka heim. Samt sem áður fór hann á hverju kvöldi á kaffihús til að skemmta sér við spil, og fljótlega eignaðist hann kunningja. D ag nokkurn, þegar ég gekk nið- ur að ströndinni, — maðurinn minn liafði farið þangað á undan mér fyrir dágóðri stundu, — sá ég hann liggja við liliðina á einhverri stúiku. Er ég var næstum því komin að þeim, stóð stúlk- an upp og stakk sér til sunds. Maður- inn minn sagðist ekki þekkja hana. Hann hefði bara lagzt við hliðina á henni til að sjá á mér svipinn, þegar ég sæi hann liggjandi við hliðina á stúlk- unni. Áður en við borðuðum nestið okk- ar, baðaði ég mig í sjónum, og þegar ég settist í sandinn, tók ég eftir, að hnén á mér voru orðin ellileg. Þau höfðu verið hvít og hnöttótt, og meðan á brúð- kaupsferðinni okkar stóð, var maðurinn minn vanur að kyssa á þau og segja, að þau væru úr silki. Og er degi tók að halla og sólin að setiast, sá ég, að það komu fram hrukkur á hnjánum beggja megin við hnéskelina, þegar ég teygði úr fótleggjunum. Ég gerði mér allt í einu grein fyrir, að ég var ekki lengur ung. Áður fyrr þegar ég sá einhvern, sem var orðinn gamall, sá ég hann eins og hann var, það er að segja, án þess að geta itnyndað mér, a'ð einhvern tíma hefði þessi manneskja verið ung, rétt ehis og gamalt fólk fæddist ljótt og hrukkótt, tannlaust og hárlaust. Það var eins og það tilheyrði öðrum heimi. Og á þessu augnabliki saknaði ég blóðs- ins, þessa blóðs, sem hafði komið mér til að gráta, þegar ég sá það í fyrsta skipti, því að ég hélt, að það væri eitt- hvert lýti, og með svona lýti mundi eng- inn vilja giftast mér. Það var vegna þess, að ég var lasinn i nokkra daga í mánuðinum, en þegar því var lokið, var ég alsæl, eins og ég hefði endurfæðzt. En án blóðsins var ég alltaf eins, og eiginlega leið mér heldur illa. Kannski væri réttara að segja, uð mér liði hvorki vel né illa, eins og ég sagði við lækninn minn. Og síðan ég fór að halda, að inaðurinn minn elskaði mig ekki eins og áður, fannst mér ég elska hann minna, af því að ég gat ekki veitt honum full- nægingu, og mér fannst;, að allt það, er okkur bar á milli, þótt í rauninni væri það ekki neitt stórkostlegt, væri mín sök. Og þegar ég 'hugsaði um, að allt þetta væri mér að kerma. kom yfir mig nokkurs konar blíðutilfinning, og mig langaði til að elska eins og fyrir tutt- ugu árum. Og þessi blíðutilfinning hvarf daginn sem ég uppgötvaði, að hnén á mér voru orðin dálítið ellileg. Og mér kom ekki blundur á brá alla nóttina, ég lá í rúminu og sneri andlitinu upp í loft. Og þegar konu líður þannig, mundi hún vilja, að einhver þrýsti hönd hennar og segði lágri röddu: „ég skil þig“. En hvernig er hægt að búast við, að kona eins og ég hitti einhvern, sem segi ein- mitt þau orð, er hún hefur mesta þörf fyrir að heyra, ef ég skil mig ekki einu sinni sjálf! Og seinustu dagana, sem við vorum úr bænum . . . , það er stundum skrítið þetta líf, ekki satt? í stað þess að gera mér rellu út af þessari stúlku á slröndinni, sem maðurinn minn hafði talað um brosandi á svip, og það meira að segja með illkvittnislegu brosi, fór ég að vera aftur með áhyggjur út _af stúlkunni, sem var nógranni okkar. Ég fór að hugsa um, að væri eitthvað milli mannsins míns og hennar. væri það mín sök. í staðinn fyrir að vaka um nætur og sauma barnaflíkur og bród- era í þær blöð og baldursbrár og smá- dýr, hefði ég átt að láta allt þetta eiga sig og fara og sækja manninn minn í vinnuna, eins og ótal konur gera, þegar upp frá þeim degi, er ég sá þau fylgjast að í fyrsta sinn. Það er hægt að segja það núna, en . . . Eina nóttina gerði ég það. Um miðnætti greiddi ég mér . . . , satt að segja þvoði ég mér um hárið í hádeginu og setti í það bylgjur . . . Ég fór í hvíta blússu, sem ég hafði ekki notað í mörg ár, og í plíserað pils, og síðan gekk ég niður Römbluna. Ég nam staðar hinum megin götunnar, og það f.vrsta sem ég sá, eins og í fjarlægð og dálítið ógreinilega vegna fólksins og borðanna, einkum vegna fólksins, sem gekk út og inn, var stúikan við kassann. En hvað hún var ung! Hárið féll þykkt yfir axlirnar eins og á engli, og ég fór að hugsa um, að það sem ég gerði núna væri of seint, það væri ekki lengur til neins. Mér fannst blússan mín illa þveg- in og pilsið gamalt, og ég fór aftur heim. Mig dreymdi draum . . . Mig dreymdi, að faðir minn kæmi í heimsókn, og í fylgd með honum var ung stúlka, sem ég bélt í fyrstu, að væri ég. Og maðurmn minn sagði: „Það er allt í lagi að hann komi, það er svo fyndið að sjá hann, hann er svo feitur ..." Og maðurinn minn og unga stúlkan hurfu skyndilega, og við urðum ein eftir, faðir minn og ég, og hingað og þangað voru ferkantaðir og lágir tréstaurar, og ofan á hverjum staur var dauður fiskur, og faðir minn sló einn þeirra niður með hendinni, og fiskurinn, sem virtist dauður, andaði ennþá, ég sá hann anda. Og faðir minn sagði: „Við skulum taka þá með okkur i nesti“; og svo fórum við að klifra upp stiga eins og þá sem notaðir eru í sirk- us; þeir standa beint upp á endann og eru með þverslá í stað þrepa. Undir sinn hvorri hendinni var ég með flösku af vatni, og mér leið fjarska illa á með- an ég fitjaði mig upp þennan stiga, af þv: að ég var hrædd um að detta. Og íaðir minn, sem íór á imdan mér, sagði skipandi röddu: „Áfram, ófram . . . “ Þegar við komumst loksins upp, urðum við að hoppa yfir á þak eitt. Um leið og ég stökk, datt önnur flaskan; það stöðváði í mér hjartað. „Ég hlýt að hafa orðið einhverjum að bana“ hugsaði ég. Faðir minn virtist hafa guíað upp, og allt í einu var ég stödd á torgi, á ein- hverjum þorpsmarkaði. „Ég verð að kaupa ávexti handa honum föður mín- urn . . , “ Ég stóð þar sem epli voru seld, og sölukonan var ekkert að flýta sér við að afgreiða mig, og ég var ang- istarfull og hrædd um að koma of seint heim. Og ég sneri mér við, og stóð þá ekki maðurinn minn fyrir aftan mig og hló eins og fífl. , Þarna sérðu“, sagöi ég, „mér er nóg að eiga þig að . . . , en ég verð að færa honum föður mín- um ávexti. Ef ég þyríti ekki að gera það, mundum við fá okkur göngutúr“. Og mér fannst sem við gengjum yfír lága brú, og ég var búin að henda papp- írnum utan af eplunum. Vatnið undi.r brúnni var kristaltært og lygnt; á ein- um stað sá ég marga fiska í ölluni hugsanlegum litum, en þessir litir vora daufir. Einhver sagði: „Horfðu vand- lega á þá. Þeir eru allir dauðir. Þeir drápust í kvöld einn eftir annan“. Og að lokum fannst mér ég vera í húsi, þar sem var mikill gleðskapur. Þetta hús var eiginlega eins og hótel, og önnurn kafið þjónustufólk var á þönum fram og aítur um gangana með fulla bakka af mat, og ég gat ekki einu sinni hreyft roig. Með því að troða mér áfram, komst ég inn í borðsal, og þar sat hún Roser, vinkona mín, sem hjálpaði mér stundum við saumaskapinn, og ég sagði við hana: „Hefurðu séð hann föður minn?“ Ein- mitt í þessu skauzt maðurinn minn fram hjá eins og eldibrandur. „Nei, ég hef ekki séð hann, hann var mjög þreyttur, og ég veit ekki, hvað orðið hefur af i;onum“. Og einhver rödd fór að kalla hástöfum og með írafári nafn föður míns. Þannig gekk það nokkra stund. Og allt í einu sá ég nálgast haltan mann, mjög feitan, með skrípanef úr pappa. Hann gekk óstyrkum fótum. Þegar hann færð- ist nær, tók ég eftir höndunum á hon- um. Þær voru litlar eins og á barni og blárauðar. Fingurnir voru stuttir og mjög bólgnir. Ég veit ekki hvernig á því stóð, en meðan ég horfði á þessar hendur, gerði ég mér allt í einu g’-ein fyrir, að halti maðurinn var faðir tninn. Mér tókst að ná af honum pappanefinu og svo greip ég í hálsmálið á honum cins og á krakka, og hann var lauf- léttur. Þannig leiddi ég hann um gang- ana á þessu hóteli, eða hvað það nú vsr, og í því vaknaði ég . . . Og enginn gat sagt mér, hvað þessi draumur þýddí . . . , en hann skildi eftir óþægilega tilfinningu. egar við komum aftur heim úr fr.únu, var ekki sjón að sjá garðinn ckkar. Róser hafði komið stundum til að vökva hann, en sólin hafði þurrkað þær plöntur, sem viðkvæmastar voru og þurfa vökvunar við á hverjum degi . . . Maðurinn minn og ég tókum okkur virkilega til við að lagfæra garðinn að nýju. Við létum færa okkur áburð, við settum niður georgínur, þótt náttúr- lega væri það dálítið í seinna lagi, og ettir hálfan mánuð var garðurinn okkar ekki síðri en hjá fína fólkinu. Þetta ár, þetta seinasta ár, voru blómin á georg- ínunum svo stór, að hvert um sig var á slærð við barnshöfuð. Og þau voru í öllum regnbogans litum. Sum voru blóð rauð, önnur gul, önnur hvit og enn önn- ur bleik, í þessum fölbleika lit, sem minnir á silkiborða. Og daginn, sem fyrsta blómið opnaði sig, — knappurinn Framhald á bls. 14. 4 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS 3. júií 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.