Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Side 3
r«
Orn H. Bjarnason:
Hann ,gat ómögulega munað, hvar
hann hafði verið í gærkvöldi. Reyndar
mundi hann eftir fáu, sem hafði gerzt
undanfarna mánuði, vissi naumast mun
á nótt og degi, tilveran ein óslitin eykt-
arlaus brennivínsvíma. Það var bara
þessi hálftími hjá lögfræðingnum, sem
stóð eins og fleinn í hugsunina. Sér-
Etaklega, hvað konan hafði verið róleg,
þegar hún skrifaði undir skilnaðarplagg-
ið, hvernig hún virtist njóta þess að taka
frá honum börnin, sem hann elskaði.
Ógnvekjandi grimmdin í andlitinu, og
(biíðan frá því áður horfin. Hvað var
það, sem hafði kaldhamrað tilfinning-
tir hennar? Á fyrstu árum hjónabands-
ins var allt leyfilegt. Svo var það ein
nótt, hann vissi ekki nákvæmlega hvað
hafði gerzt, en það var þessi eina nótt,
eftir það var allt bannað.
Hann var allur kófsveittur og andlit
hans úttaugað og sviplbrigðalaust, líkast
helgrímu. í því var vikugamalt skegg.
ldeðalalykt blönduð svitalþef og whiský-
daun barst til hans. Hann sneri sér á
ihliðina oig opnaði augun. Á gólfinu var
öskubakki undir fargi af sígaretfcustubb-
um og brennivínsflöskur eins og hráviði
út um allt. Skammt undan, þar sem
krumpin og óhrein sængin lafði fram af
svörtum legubekknum, voru svitastorkn-
ir sokkar í hringdansi. Þvældur sloppur
með hlustunarpípu upp úr vasanum lá
yfir stól'bak.
Hann fór að hugsa um hvern
hann gæti slegið fyrir víni, en í því
hringdi síminn.
Vonandi var þetta einhver brennivíns
berserkur í húsnæðishraki. Hann seild-
ist eftir tólinu og svaraði.
„Góðan daginn“, sagði lágróma stúlka,
„er þetta hjá Steingrími Einarssyni
lækni?“ Það var langt síðan hann hafði
verið ávarpaður sem slíkur, og hélt því
8« hér væri einhver að gera að gamni
Einu.
„Svo á víst að heita,“ svaraði hann.
„Einmitt það,“ sagði stúlkan hikandi
og vandræðaleg, „ég er í dálítilli klípu,“
bætti hún við.
,,Nú já,“ sagði hann, en það var auð-
heyrt, að honum þótti það engin sér-
stök tíðindi.
„Já, svo ég segi yður alveg eins og
er, þá er ég nýbúin að fá Rauðu hund-
ana, en auk þess er ég komin tvo
inánuði á leið. Mér skilst að það geti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið,
ef móðirin fær þessa veiki á fyrstu
mánuðum meðgöngutímans.“
Rauðu hundarnir, helvítis lygarinn,
hagsaði hann, en sagði ekki neitt. Hann
var önugur, enda ekki vanur að ein-
beita sér, nema vera búinn að fá
sér einn gráan áður.
,.Ef þér eruð fáanlegur til þess að
losa mig við fóstrið, skal ég greiða
yður tíu þúsund krónur."
Hann heyrði það sem hún sagði, en
það var eins og orðin nœðu ekki að
ýfa hugsunina, nema þetta með tíu
þúsund krónurnar Það skildi hann vel.
Hann sá fyrir sér nokkra kassa af
brennivíni og við það losnaði heldur
um málbeinið.
„Þetta eru hlu<ir, sem ég ræði ekki
í síma, en ef þér getið litið við hjá
rnér, má athuga það nánar. Látum okk-
ur nú sjá,“ sagði hann og ósjálfrátt
varð hann eins og læknir í málrómn-
um. „Hvað segið þér um að skjótast
núna snöggvast?"
„Núna strax?“
„Já.“ Það varð þögn, eins og stúlkan
væri hissa á þessari liðugu afgreiðslu,
en svo sagði hún:
„Ég er á bíl, svo ég ætti að vera
komin innan hálftíma. Þér eruð enn á
Óðinsgötunni, er það ekki?“
„Jú,“ svaraði hann og þau kvöddust.
Rétt sem snöggvast fannst honum
þetta vera bráðókunnug hönd, sem
hélt á símtólinu. Hann kleip sig í hand-
legginn og honum var léfctir að finna
til sársauka. Hann var þó allfcénd lif-
andi. Hugsunin var óskýr, en eitt vissi
hann, að tíu þúsund krónur voru pen-
ingar, sem hann gat notað. Ef hann
fengi þá, gæti hann drukkið í nokkra
daga í viðbót, en auk þess borgað
husaleiguna. Hann lagði tólið á og
skreiddist fram úr. Fætur hans voru
eins og tvö nýbökuð franskbrauð, og
hnén skulfu innan í krumpnum bux-
unum. Hann fór að hugsa um allt það
vín, sem hann m-yndi kaupa sér, og þá
leið honum betur. Dagurinn hafði feng-
ið innihald og lífið tilgang. Hann skjögr-
aði að vaski, sem var úti í einu horninu,
og fyllti hann með köldu vatni. Svo
dengdi hann höfðinu á kaf og hafði
augun opin, þannig að vatnið lék um
þrútna hvarmana. Þegar hann átti
skammt eftir í drukknun, lyfti hann
andlitinu með erfiðismunum upp fyrir
vatnsborðið og fnasaði eins og hestur.
Hann þurrkaði sér með óhreinu hand-
klæði, en um rakstur hugsaði hann
ekki. Handklæðinu fleýgði hann ofan
í spjaldskrárskúffu, og fór svo að taka
til. Brennivínsflöskurnar og óhreinu
sokkarnir fóru sömu leið og hand-
klæðið. Stubbahrúgunni í öskubakkan-
um sópaði hann undir legubekkinn, en
sænginni tróð hann inn í skóp. Þetta
var erfitt verk svoha drykkjulúnum
líkama. Hann opnaði alla glugga. Á
bak við eina gardínuna fann hann lögg
í flösku, og hann var ekki lengi að
sturta henni í sig. Hann skalf á bein-
unum, og það var engu líkara en tauga-
frumurnar væru að ryðjast hver um
aðra þvera, til þess að ná í sem mest
af eitrinu. Hann hélt sér í borðbrún-
ina, og smám sainan lægði skjálftann.
Vinið hreif og hugsunin skýrðist. Eyða
fóstri? Tíu þúsund krónur. Nóg að
drekka. Drekka? Gleyma, umfram allt
að gleyma. Ekkert til nema andráin,
sem er að líða. Fóstureyðing? Taka líf.
Guð minn góður, hvað var hann að
hugsa? Hver var hann, að ætla sér
að setja fingurinn í hjól örlaganna,
clæma ófullburða fóstur til dauða?
Hann, sem hafði ekki hugmynd um,
hvað dauðinn var. Og hann, sem elskaði
sín eigin börn, ætlaði hann að ræna
aðra manneskju þeirri hamingju að
sjá lítinn anga vaxa úr grasi? Fyrir
iraman hann hékk læknaeiðurinn á bak
við ‘brotið gler; það voru mörg ár síðan
hann hafði skynjað þetta plagg, nálægð-
in hafði gert það ósýnilegt. Hann las
upphátt. „Ég heiti því að virða manns-
líf öllu framar, allt frá getnaði þess,
enda láta ekki kúgast til að beita læknis
þekkingu minni gegn hugsjón mannúð-
ar og mannhelgi.“ Og dálítið neðar.
„Lækni má aldrei gleymast hversu
mikilsvert er að varðveita mannslíf,
allt frá getnaði til grafar." Þennan eið
hafði hann sem ungur maður kunnað
utanbókar.
Og nú ætlaði hann _** rjúfa hann.
Hann var alinn upp á þeim áxum, þeg-
ar guð var að detta úr tízku og Jesús
ekki annað en intressant náungi. Hon-
um hafði verið kennt að treysta á vís-
indin, og læ'knaeiðurinn varð trúar-
játning hans. Ef hann bryti í bága við
hann, hvað var bá eftir? Ekkert. Heim-
urinn glórulaus óskapnaður, svart-
nættis hringiða, af engu hægt að taka
mið.
Hann minntist þess, þegar hann
Framhald á bls. 14
NÓTTIN FER AÐ
Eftír Sigurb A. Magnússon
Nóttin fer að,
náblæjum sveipar um skóginn.
Hræfnykinn leggur um laufskerta stofna.
Náttuglur væla í norpandi trjánum,
nasfláar moldvörpur skríða úr felum,
rifjaber hrædýrin renna á þefinn.
Trén fela gustinn í greinunum
og gnöldra í hvíslingum.
En handan við húmið
efnir arfborinn dagur
til aftakaveðurs
og fellir þá feysknu stofna.
31. júlí 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS p