Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Side 10
Líffræðingurinn Charles Darwin. MAÐUR OG DYR Framlhald af bls. 7 smáu þjónar viðhalds tegundanna" (Lorenz)) hlýða eins og verkfæri hin- um fjórum meginorsökum hegðunar dýra og manna: eðlishvöt næringanþarf- arinnar, viðhaldi kynstofnsins, hvötinni til flótta og árásanhvötinni. Árásarhvötin, sem menn hafa uim þúsundir ára mistúlkað sem hina svo- nefndu reiði, hefir í mörg ár verið viðfangsefni starfsfélaga Lorenz-kenn- ingarinnar — því að þar liggur augsýni- lega frumorsök margra óskýranlegra andstæðna í hegðun mannsins. Atferlis- fræðingar lögðu því megináherzlu á að rannsaka frumorsakir árásarhvatar- innar og hið merkilega samspil ann- arra hvata við hana. „Við sjáum á hundunum", segir Lo- renz um þetta frumlögmál tegundar- hegðunar, „að hreyfingar þeirra, þegar þeir þefa, nudda, hlaupa, glefsa eða hrista líftóruna úr bráðinni, vekja með þeim vellíðunarkennd, þótt þeir séu ekki hungraðir“. ^ grundvelli athugana á þessum eðlishreyfingum, sem virðast hvorki hafa neitt sérstakt tilefni né tilgang, draga atferlisfræðingar eftirfarandi álykt- un: Sérhver eðlishvöt eða réttara sagt drifkraftur ákveðins atferlis safnast saman við stöðugt orkuaðstreymi, en ákveðin innri nauðsyn krefst eyðingar á þessari hleðslu. Hundur, sem ekki fær tækifæri til þess að svala veiðihvöt sinni, leikur sér að ímyndaðri bráð og eyðir þannig árásarlöngun sinni. Atferlisfræðingar álíta, að til sér- hverrar eðlishvatar svari ákveðin stöð í heilanum, sem framleiði og geymi þá orku, sem knýr fram atferli það, sem lýtur að hvötinni — sennilega í mynd hormóna. rJ vissneski taugasérfræðingurinn Walter R.. Hess og einn samstarfsmaður Lorenz, Erieh von Holst, fundu ein- mitt við rannsóknir á köttum og hænsn- um slíkar stöðvar eðlishvata í stóra heilanum. Með því að erta hverja þessara stöðva með rafstraumi tókst að framkalla hjá hænsnunum hið ákveðna hátterni, t.d. svefn, át eða flótta. Endurtekin erting eyddi orkuforðanum þar til hvötin dofnaði alveg og færði það sönnur á, að orkan verður að safnast að vissu marki til þess að hvötin vakni. Þetta staðfesti atferlisfræðingurinn Faul Leyhausen. Lorenz skýrir frá því að Leyhausen hafi gefið veiðiglöðum síðan óhreyfðar. Þar næst dofnaði löng- uhin til þess að bíta mýsnar banasári, en kettirnir héldu samt áfram að liggja í leyni fyrir þeim og hrifsa þær til sín. Að síðustu létu þeir sér nægja að læðast að þeim, og beindist þá áhug- inn helzt að músum, sem fjærst hlupu, en ekki að þeim, sem flæktust fyrir fótum þeirra. Stærð orkuhleðslunnar að baki ákveð- inni eðlishvöt samræmist alltaf gildi hvatarinnar fyrir lífsafkomu dýrsins. „Því nauðsynlegri sem einhver athöfn er í lífinu þeim mun sterkari hvatir liggja að baki henni“ (von Holst). „Köttur, sem ætlar að þrauka í lífs- baráttunni, verður oft að læðast og liggja í leyni, áður en honum tekst að klófesta bráðina. Þar sem eitt bit reyn- ist ekki alltaf nægilegt til að deyða músina, sér náttúran fyrir því, að hann bíti oftar“ (Lorenz). f dýragarðinum verður maður einnig oft var við þessa forsjálni náttúrunnar hjá dýrunum. Þótt úlfurinn sé saddur, helypur hann órólegur um í búrinu, því að þegar hann er frjáls, hleypur hann yfir stórt landsvæði í leit að bráð og þarf að elta dýrið uppi. Ljónið situr hins vegar oft- ast kyrrt og sættir sig við að hírast í þröngu búri, því að það er vant því að liggja í leyni fyrir bráðinni, en eltir dýrið ekki uppi. Dýrin verða vör við, þegar hleðslan að baki einhverri hvöt er að ná há- marki og leita þá að leiðum til þess að Dýrafræðingurinn Grzimek. köttum hverja músina á fætur annarri og athugað, hvernig hátterni hvers katt- ar gagnvart músunum breyttist og veiðiáhuginn dofnaði eftir því sem hann fékk fleiri mýs. Fyrst hættu kett- irnir að borða mýsnar, en drápu hins vegar nokkrar til viðbótar og létu þær Kaduk fangabúðastjóri við Auschwitz-réttarhöldin. Áhorfendur að hnefaleikakeppni. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS------------------------ fullnægja henni. Hundar og kettir „sverma" fyrir hinu kyninu í nágrenninu, þegar kyn- hvötin vaknar hjá þeim Svipað hátt- erni hafa unglingar á kynþroskaaldri. Þeir eru haldnir innri óróleika og leita ásamt jafnöldrum sínum að hinu kyn- inu á götuhornum og í „sjoppum“. Þessa ómeðvituðu leit nefna vísinda- mennirnir „sóknaratferli“ (Appetenz- verhalten). Farfuglar fljúga þúsundir kílómetra til varpstöðvanna; t.d. flýgur krían á hverju vori frá suðurskauti til norður- skauts til þess að verpa; mennirnir leita að nýjum lífsskilyrðum, ævin- týrum og tilbreytni. Hér er um þetta sóknaratferli að ræða. milli hinnar óljósu kröfu eðlis- hvatarinnar og fullnægingar hennar hefur náttúran séð dýrinu fyrir ertingu, sem ákveðnir hlutir eða líkamshlutar vekja. Þetta skýrir hvaða hlutverlc barmur Soffíu Lorens og munnur Birg- ittu Bardots hafa. Merkilegt er, að mjög einfaldir hlutir geta vakið ertingu eðlis- hvatar. T.d. nægði rauðbrystingi að sjá rauðar brjóstfjaðrir annars fugls af hvata kyninu sem kom inn á svæði hans á Framhald á bls. 12 31. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.