Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Page 11
Jóhann Hannesson:
ÞANKARÚNIR
ENN ljómar frægð af nöfnum fremstu kennara mannkynsins:
Zaraiþústra, Kung-tze, Búddha, Pýþagórasar, Platóns, Aristó-
telesar, postulanna, kirkjufeðranna og margra annarra. Hug-
myndir þeirra veita meiri innblástur til nýrra vakninga en
menn gera sér almennt ljóst á vorum tímum. Nefna má nýjar
vakningar í Búddhadóminum, ekki sízt með herskáum flokkum
í Japan og víðar, og veit enginn hva'ð úr kann að verða. Innan
kristninnar eru einnig vakningar nær og fjær. Því hafa spáð
fróðir samtíðarmenn að Afríka muni taka við því hlutverki að
vera „kristin heimsálfa" eftir að Evrópa heftir afsiðað sig og
afkristnað og kann ekki lengur að skammast sín.
Þeir miklu mannkynskennarar, sem náðu svo miklum ár-
angri að vér byggjum á honum enn, gerðu lítið að því að
prófa menn á þann hátt sem vér prófum vort unga fólk. Ekki
gáfu þeir heldur út vottorð, þar sem viti'ð er útreiknað í tuga-
brotum, líkt og vöruverð eða skrokkþungi dýra. Þeir vissu að
lífið myndi prófa mennina — og það nægði að hafa lært af
einhverjum miklum meistara. Þó „prófaði“ Sókrates menn á
sinn hátt, en ekki nemendur sína fremur en aðra, en spuruingar
lagði hann bæði fyrir þá og aðra menn, sem hann hitti. Að
kínverskir nemendur gerðu mikið að því að spyrja kennara
sína og varðveita tilsvör þeirra, má sjá af Lunyu og öðrum
verkum þeirra. — Á síðari timum reis að vísu Grundtvig upp
gegn prófa- og lexíukerfinu, en fáir aðrir en fylgismenn hans
hafa náð langt á þeirri bra-ut.
Próf í nútíma skilningi eru nú orðin plága að áliti all-
margra skólamanna, og þó virðist ekki nokkur leið fær til að
leggja þau niður í ríkisskólum. Þó er það hægt að nokkru leyti.
með því að gefa nemendum vinnueinkunnir fyrir alla mánuði
vetrarins, og er tiltölulega einfalt mál.
í Vesturheimi eru menn prófaðir, „mældir upp“ ef svo
mætti segja, áður en þeir hefja nám, eða á tilteknum stigum
í náminu, og árangurinn settur á línurit, svo a'ð hæfileikar
mannsins blasa við augum, líkt og fjallatindar út við sjón-
deildarhring (eða skörð og flatneskjur, eftir því sem við á).
Að prófa manninn þannig áður en hann fer að læra, hefur
ýmsa kosti, og getur það frelsað menn frá tilgangslausu og
misheppnuðu námi, striti og leiðindum. Nú vill hins vegar
þjóðfélagið að allir læri nokkuð, sem tollir í þeim fram yfir
próf að minnsta kosti, og þá vandast málið, að finna rétta
kennara handa réttum börnum og unglingum. Einkum hefur
það mistekizt að meta að verðleikum verkrænar gáfur, svo sem
hagleik, vandvirkni, snyrtimennsku og fleira, og siðrænar gáf-
ur, því énginn vafi er á því að þær eru einnig til.
Ghin, keisari í Kína á þriðju öld f. Kr., vildi lumbra á aðals-
mönnum og smákóngum, og honum tókst það með því snjall-
ræði að veita embætti samkvæmt prófum, og keisararnir héldu
þessu alla tíð. Hér neyðast lýðræðisríkin til að fylgja hinum
forna einvaldi til að tryggja sér sæmilega hæfa menn til starfa,
enda er talsvert tillit tekið til góðra prófa við stöðuveitingar
erlendis, og vegur talsvert upp á móti kunningsskap, ætterni
og duttlungum lýðsins í kosningum.
Nú er þáð reyndar svo enn eins og áður að lífið prófar
mennina, og það kann að gera sín próf svo slungin og gildruleg
að lærður maður reynist fávís þegar að lífsins prófborði kemur.
Kemst þá upp um skóla nútimans að þeir hafa ekki kennt
mönnum lífsvizku, ekki einu sinni svo að nægi manninum til
að stjórna sjálfum sér, hvað þá öðrum. Háttsettur maður kann
að leggjast svo lágt að honum sé ekki trúandi fyrir barnavagni
í umferð.
Ástæ'ða er til að spyrja hvort ríkið hafi ekki íþyngt sjálfu
sér og sínum nemendum með of þungum reiðingi framandi
tungumála, svo menn geta undir litlu öðru staðið en þessu
þunga fargi. Verzlunarfólk og háskólamenn þurfa auðvitað að
kunna framandi mál, en þau eru í sjálfú sér ekki menntandi,
heldtir verkfæri til að afla menntunar. Eins og nú er komið
hag landsmanna, mætti láta einkaskóla sjá um málakennslu og
þar með létta nokkuð á ríkisfræðslukerfinu, og vinna tíma til
að kenna mönnum meira af skynsamlegum fræðum en nú
tíðkast. Má hér sennilega læra meira af stórþjóðum en smá-
þjóðum. Bandaríkjamenn sjá sínu fólki fyrir „Training for
Citizenship", það er menntun til áð vera borgari, og Ráð-
stjórnarríkin ganga enn lengra í þessa átt. Þessi fræði gætu
verið mjög gagnleg vorri þjóð, ef hún ætlar að halda áfram að
vera til og gefa sig að öðru en eintómum happdrættum og
kaupkröfum. „fslendingar viljum við allir vera“ var eitt sinn
kjörorð, og skiptir meira máli að skilja hvað í felst en að koma
út úr sér „Ich liebe dich“ eða „I love you“ á bjöguðu barna-
máii við erlenda dáta. Þótt Aþeningar dæmdu Sókrates til
dauða, þreyttist hann ekki á því að sýna lærisveinum sínum
fram á hvílík sæmd það var áð vera Aþenumaður.
A erlendum bókamarkaði
'Ævísögur:
The Iiives of the Artists. Giorgio
Vasari. A Selection translated
by George Bull. Penguin Books
1965. 9/6.
Giorgio Vasari var uppi á 16.
öld. Hann fæddist 1511 og lézt
1574. Hann var málari, arkitekt
og gagnrýnandi og höfundur
þessarar bókar. Fyrsta gerð
hennar kom út 1550. í síðari
gerð hennar jók hann æviþætt-
ina, svo að þeir töldust u. 1.
Hann varð frægur fyrir „r
ævisögur. Sú lengsta þeirra er
um Michelangelo, en Vasari dáði
hann allra manna mest. Bók Vas-
aris er ekki aðeins góð heimild
um lífshlaup hinna ýmsu mál-
ara, heldur er hún einnig heim-
ild um ríkjandi smekk í Flórenz
og listateóríur um þetta leyti á
Ítalíu.
Saga:
Fourteen Byzantine Rulers. The
Chronographia of Michael Psell-
us. Translated, with an Intro-
duction, by E.R.A. Sewter.
Penguin Books 1966. 9/6.
Chronographia er aðalheimild
um Austur-rómverska ríkið á
árunum 976—1078. Á þessum ár-
um hrakaði ríkinu mjög. Psellus
(1019—1078) var heimspekingur,
guðfræðingur, sagnfræðingur og
tók mikinn þátt í stjórnmálum
sinnar tíðar. Hann var ráðgjafi
Michaels V og einnig ráðgjafi
eftirmanns hans, Konstantínusar
IX. Hann hafði mikið dálæti á
platónskri heimspeki og var
skipaður prófessor í heimspeki
við hinn nýstofnaða Háskóla í
Konstantínópel 1045. Hann féll
í ónáð 1054 og gekk þá í klaust-
ur, en var bráðlega kallaður aft-
ur til starfa þar til hann hvarf
úr opinberu lifi 1072 og lifði
eftir það yfirskyggðu lífi. Hann
setti saman fjölda ritgerða og til
eru eftir hann ræður og kvæði.
Einnig setti hann saman athuga-
greinar varðandi ýmsar bækur
Biblíunnar. Merkasta rit hans er
Chronographían, sem er eins og
áður segir eitt merkasta heim-
ildarrit um þessa tíma. PselltM
er ágætur sögumaður, mannlýs-
ingar hans eru skýrar og frá-
sagnir af atburðum lifandi.
Chronographia er talin með
merkari miðalda sagnfræði'ritum.
Bókaskrár, ættartölur og registur
fylgja þessari útgáfu.
Europe Since Napoleon David
Thompson. Penguin Books 1966.
15/—
Bók þessi kom í fyrstu út hjá
Longmans 1957. Nú kemur hún
út hjá Penguin endurskoðuð og
aukin. Höfundurinn er kennari
í sagnfræði í Cambridge og hef-
ur sett saman nokkrar bækur
varðandi sagnfræði. Meðal þeirra
eru 8. og 9. bindið í Pelican
History of England. Hann er
kunnur útvarpsfyriilesari og
hefur skrifað fjölda greina í blöð
og tímarit. Þessi bók lrefur verið
endurprentuð átta sinnum og er
talin með vönduðustu ritum um
Evrópusögu þessa tímabils. Höf-
undur leggur mikla áherzlu á
áhrif fólksfjölgunar, lðnvæðing-
ar, nýlendustefnu, sósialisma og
þjóðernisstefnu á gang sögunnar
og samband stríðs og byltinga.
Hann rekur gang sögunnar frem-
ur eftir þessu en löndum, þannig
að sagan verður heildarsaga
Evrópu, en ekki niðurbútuð
þjóða- og ríkjasaga. Bókinni
fylgja ýtarlegar bókaskrár og
registur. Hún er um þúsund síð-
ur með kortum í texta.
Listir:
Lexikon dcr modernen Archi-
tektur. Herausgegeben von Gerd
Hatje. Droemer Knaur 1966.
4.80 DM.
Þessi lexíkon er skrifaður af
kunnáttumönnum um byggingar-
list. Knaur-forlagið hefur gefið
út nokkur uppsláttarrit af svip-
aðri stærð um listir og bók-
menntir. Þessi rit eru vönduð og
vel unnin og mjög ódýr. Bygg-
ingarlist er sú listgrein sem
allir verða beinlínis varir við,
því fólk býr í húsum. Því hefur
þessi grein listar meiri áhrif
beint og óbeint en flestar aðrar
listgreinar. Þessi bók fjallar um
byggingarlistina síðustu fimmtíu
árin og forsendur hennar á 19.
öldinni. Greinarnar í bókinni eru
250 og eiga að gefa glögga mynd
af byggingarlist nú á dögum;
einnig eru upplýsingar um helztu
arkítekta nútímans. Framan við
meginmálið er ágæt yfirlitsgrein
um nútíma byggingarlist og for-
sendur hennar. Fjöldi mynda er
í texta. Bókaskrá og registur
fylgir.
—- Komdu hérna út fyrir. Það er kominn tími til að lægja í þér rostann! . .
Ihann ekki gabba ykkur. Hann veit vel að ég er í beztu fötunum mínum.
. . Jæja, svo þú þykist vera þreyttur? — Látið
31. júlí 1966
IxESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11