Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Síða 10
- HVER MYRTI ? Framhald af bls. 8 spyrnumaður getur orðið háttsettur starfsmaður í sportfataverzlun. Delgado var sjaldan að súta smávegis ósam- kvæmni og útskýrði samband sitt við kommúnista með þessum orðum: „Þeir eru mjög nytsamir bandamenn, skil- urðu“. Einnig var hershöfðinginn í Prag heilsu sinnar vegna. Hann var skorinn þar upp við kviðsliti og eitrun kom í stóra örið á kviönum á honum. Delgado íói frá Prag, við bága heilsu, og neyddist til að vera í lífstykki, sem hann varð að fá hjálp til að hnýta að sér. Það e:na, sem hann hafði upp úr spítala- vistinni var heimsókn Alsírforseta Ahmed Ben Bella, sem kom þar við á heimieið frá Moskvu. Ben Bella færði honum súkkulaðikassa og boð að setjast að í Alsír, en þar var orðinn friðar- liöín fyrir nokkra byltingarflokka, Del- gado leizt vel á Ben Bella og tók boð- inu með þessum ummælum: „Hann er líka hermaður". Svo kom hann til Alsír í júlímánuði. Honum var fenginn til umráða skraut bíli með bílstjóra og laglegt steinhús í hverfinu Le golf, hátt uppi með útsýni >fir flóann. Delgado notaði kjallarann til þess að æfa sig að skjóta í mark, og fullyrti við fréttamenn: Alsír verður síðasta útlegðarlandið mitt“. En sem foringi uppreisnarflokksins gat Delgado samt ekki unnið innan ramma venjulegs sklpulags byltingarfor ingja. Flokknum var raunverulega sljórnað af litlum hóp vinstrisinnaðra stjórnarandstæðinga, undir formlegri forustu portúgalska kommúnistaflokks- ins, með aðsetri í Prag. Enda þótt þeir vildu gjarnan hafa Delgado sem for- ingja „uppá punt“, hugsuðu þeir sem kommúnistar um uppreisn múgsins, en það gat tekið allmörg ár. Aftur á móti hneigðist Delgado helzt að því að gera aðra Beja-herbúða byltingu með að- r.toð sambanda sinna í portúgalska hern um. Samkvæmt hernaðarlegu uppeldi sínu, tók Delgado nú að veita samverka- mönnum sínum tignarstöður. Hann á- kvað, að kryppuvaxni skrifstofustjór- inn hans, Adolfo Ayala — eini fylgis- maður hans auk frú Campos, sem fylgdi honum gegn um þykkt og þunnt — skyldi vera kórpóráll. „Það er erfitt að vinna með Delgado", minnist Manuel Brotas, portúgalskur útlagi, sem var gerður lautinant. „Hann var ólýðræðis legur“, sagði Brotas og hleypti brúnum með saknaðarsvip „Hann umgekkst okkur alla eins og dáta“. E n það' liðu ekki nema tveir mánuðir áður en ástandið var orðið svo slæmt að ekki varð úr bætt. Del- gado hratt svo mörgum fylgismönnum sínum frá sér, að loks var hann orðinn svo að segja einn síns liðs. Leynileg ráðstefna portúgölsku stjórnarandstöð- unnar var haldin í septembermánuði í Alsír og Delgado hunzaði hana. Ráð- stefnan setti Delgado frá formennsku flokksins, en setti í staðinn sex manna stjórn. Delgado fann, að nú var hann her- laus höfðingi, og var enn með fyrirætl- anii-, sem enginn vildi lítá við, og dreymdi enn um sigurför heim til sín í broddi fylkingar fyrir uppreisnar- flokki. Aðejns örfáir dauðtryggir menn, eins og Ayla hjálpuðu honum við þessi foringja-látalæti hans. Hann var dag- legur gestur í göngum stjórnarskrif- stofanna í Alsír, og beið eftir viðtali við embættismenn, sem hunzuðu hann. Einn daginn létu bílstjórinn og skraut- bíllinn sjg vanta við dyrnar hjá hon- um Eftir því sem einangrun hans í Alsír færðist í aukana, tók hann að undir- búá dirfskufulla aðgerð, er skyldi end- urreisa hann sem óvéfengdan hðfðingja stjórnarandstöðunnar í Portúgal. Snemma í desember kom hann, fárán- lega dulbúinn sem Arabi með flaxandi jellaba á fund „Sambands“ síns í Lund- únum, António de Figuereido. Hann kvaðst hafa sagt skilið við alsírska uppreisnarflokkinn af því að „það er eins og í kardínálaráðinu með þess ítalska meirihluta, kommúnistarnir bera mig alltaf atkvæðum. Og auk þess vilja þeir ekki berjast." Figuereido minnist þess, að hann virtist „gamlaður og vonsvikinn". Delgado hafði beðið Parísar- og Róm- arsamböndin sín að hitta sig í París í árslok. í hvorri borginni voru ekki nema einn eða tveir menn, sem voru í reglulegu sambandi við hann, en Del- gado talaði alltaf um þá eins og ein- hverja svarta hersveit: „Rómarmenn- irnir“ eða „þeir í Róm“. Frá 26. til 30. desember talaði Delgado við þá hvorn í sínu lagi: Parísar-stuðningsmanninn, Emile Guerreiro, 66 ára stærðfræði- kennara, frægan sem andfasista, og svo Rómarmanninn, vafasaman í herbúðum pcrtúgalskra byltingarmanna. Hann hafði skrifað Delgado 1961 og boðið fram „árásarlið“, en slíkt gat hver maður verið viss um. að nægði til að vekja hrifningu Delgados. Rannsóknir á þessum Charvalho, eftir dauða Del- gados hafa leitt í ljós, að hann fær fé frá einhverjum dularfullum aðilum og er kunningi alræmdra fasista. En De- gado var fylginu of feginn til þess að fara að kíkja neitt nánar í skilríki hans. V ið jólakvöldverð í litlu íbúð- inni hjá Guerreiro í París, þar sem einnig voru frú Guerreiro og frú Camp- os, tilkynnti Delgado: „í miðjum febrú- ar eigum við stefnumót á Badajoz. Við höfum ákveðið allt við þá í Róm. Guerreio sagði Delgado, að hann gæti þá allt eins vel anað í fangið á PIDE, eins og að fara til landamæraborgar, þar sem allt væri lúsugt af spænskri og portúgalskri lögreglu," en Delgado tók engum sönsum. Hann var erfiður viðureignar". De Charvalho geymdi afrit af bréfa- skiptum sínum við Delgado, og þau sýna, að hann samþykkti að koma til Badajoz-fundarins, en lagði samt á- herzlu á hættuna, sem því fylgdi. I einu bréfinu skrifaði Charvalho: „Ég vil nú ekki fara að gera neitt múður, en ég tek mér það bessaleyfi að minna þig á... það er langt síðan við höfum ver- ið heima.........og það er ekki sagt, að við gerum okkur ástandið nægi- lega ljóst.......landamærin eru þétt- skipuð lögreglu. Spánn er okkur hættu- legur staður. Þetta gæti orðið okkur öllum örlagaríkt", Stuttaralegt svar Delgados barst 20. janúar: „Þetta er satt, sem þú segir, en það gæti bara orðið enn hættulegra að draga þetta á langinn — ég fer“. Svo fór nú samt, að 6. febrúar frétti Delgado, að vinur hans í Oporto og norð anverðri Portúgal hefðu séð sig um hönd og kæmu ekki til fundarins. Hinir Portúgalarnir, sem Delgadó átti að hitta í Badajoz áttu þegar að hafa fengið boð frá de Charvalho. Hann tjáði Delgado, að þeir mundu mæta þar, og að sjálfur mundi hanri leggja af stað til Badajoz 9. febrúar. En hríð- arveður bæði 9. og 10. febrúar stöðv- uðu allt flug frá Róm, og de Carvalho lagði alls ekki af stað frá ítalíu. í skeyti til Delgado, sagðist hann hafa verið stöðvaður af ítölsku yfirvöldunum við landamærin, en á þessu hafa engar sannanir fengizt. De Carvalho gerði sér einnig það ómak að senda Delgado bréf með skýringum á þessu, 21. febrú- ar (viku eftir andlát Delgados), og orð- aðt það eins og hann þættist þess vjss,. að hershöfðinginn væri áftur í Alsír, heill á húfi. „Lögreglan tók af mér vegabréfið", sagði hann. „Ég vaf hand- járnaður ög mér misþýrmt. Það var skammarlegt.........hvar er nú frelsið og lýðræðið? . . . . Eg vona, að ferðin hafi ekki farið út um þúfur mín vegna.. Ef út í það er farið var ég enginn burð- arás íyrirtækisins“. S amt eru nú sumir vinir hers- höfðingjans vantruaðir a þaö. De Car- valho var aöal-skipuleggjari Badajoz- funaarins, benda þeir a. Oh hann bar át.rgoina af þvi að ná sambanai við surna menmna i Portúgal, sem Delgado var svo áriöandi að hjtta. Og eins telja þeir þetta ræsimerki hans til Delgado, meðan hann sjálfur var kyrr í Róm, vera freklega grunsamlegt. Fyrri bréf hans til Delgado, þar sem hann ráð- ieggur honum að fresta fundinum, telja þeir ekki annað en sniðuglega fjar- verusönnun. „Ef hershöfðinginn hafði af ráðið eitthvað, gat enginn fengið hann ofan af því, og það vissi de Car- valho vel“, segir Guerreiro. Delgado fór með síðdegisflugferð 8. febrúar, frá Alsír til Casablanea, þar sem hann hitti bandamann frá Mar- okko, portúgalskan stjórnarandstæðing að nafni Enrique Cerqueira. „Ég hef fengið ræsimerkj frá Rómarsamband- inu,“ sagði Delgado við hann,“ og ég ætla að halda áfram samkvæmt áætl- un. Ef þú heyrir ekki frá mér fyrir 23. skaltu hafa samband við heimsblöðin, því að þá verð ég annað hvort í fang- elsi eða dauður.“ Delgado og frú Campos tóku ferjuna til Spánar og lentu þann 11. í Sevilla. Þar leigðu þau sér bíl og óku þessar 135 mílur til Badajoz. Hinn 23. auglýstj Cerqueira hvarf Delgados. En í heimi, sem var niður- sckkinn í Vietnamstríðið, mannaferðir um geiminn og kynþáttaóeirðir, mátti ekki heita, að hvarf eins portúgalsks sijórnarandstæðings gerði svo mikið sem gára á vatni. í Alsír afgreiddu uppreisnarforingjarnir Cerqueira sem æsingamann, og hvarf Delgados sem aug lýsingabrellu. Kona Delgados fékk heimsókn af útsendara stjórnarinnar, sem tjáði henni, að hershöfðinginn væri heill á húfj og í góðum höndum. 1 Róm hafðist de Carvalho ekkert að í orði eða verki til að draga athyglina að sjálfum sér. Spænsku og portúgölsku blöðin, sem eru á snærum ríkisstjórn- arinnar birtu frásagnir af því að Del- gado hefði sézt í Prag og Milano. En í París safnaði Emile nægilegum upplýsingum til að sannfæra Alþjóða- Mannréttindastofnunina, mikilsverð mannúðarsamtök, um það, að Delgado væri alls ekki í Austur-Evrópu, né heldur í Milano, og að heldur ekki væri hann að látast dauður í auglýsinga- skyni.. í apríl settu samtökin á laggirn- ar nefnd þriggja lögfræðinga, Luigi Cavaljeri frá ítalíu, Henri Leclerc frá Frakklandi og Ian McDonald frá Bret- landi, og þessi nefnd tók nú að rekja feril hershöfðingjans. I Badajoz sagði lögreglustjórinn þeim: „Ég vildi gjarna hjálpa ykkur, en. nú er ferðamannatíminn — og svo margir fara hér um . . . Ef hershöfð- inginn hefur verið hér á ferðinni, höf- um við að minnsta kosti ekki haft nein tök á að vita af því“. I Hotel Simancas var þeim sagt, að gestabókin fyrir febrúar hefði verið afhent lögreglunni og reikningarnir hefðu verið eyðilagðir. Enginn starfsmaður hótelsins virtist hafa verið í vinnu 13. febrúar — annað hvort höfðu þeir verið í fríi eða þá veikir, eða í heimsókn hjá skyldfólki sínu. Nefndinni tókst samt að fullvissa sig um að, í febrúarlok hafði spænska lög- reglan í höndum skjöl, sem Delgado bar jafnan á sér. Einnig fékk hún staðfest- ingu á þeim grun, að Badajozfundurinn hefði ekki verið annað en gildra. Del- gado hafði gefið Cerqueira skrá yfir „háttsetta herforingja“ og áðra, sem ætlazt var til , að kæmu til Badajoz, heiman úr Portúgal, og þá skrá hafði de Carvalho útbúið. A þessari skrá var einn liðsforingi, sem staðsettur var í Angola, einn sem var dáinn, tveir port- úgalskir andstæðingar sem kváðu sér aldrei hafa verið gert viðvart um Baaa- jozfundinn, og svo voru tvö nöfn, sem andstöðuhreylingunni voru algjörlega o- kunn. Þegar lík Delgados þekktist með fullri vissu, eilir arstcypu ar tonnum i þvi, uröu Spanverjar orsareiöir. Líkin hoiou verið grann á spænskri grund, og þanmg báru spænsk ytirvöld ábyrgð á öilu mar- inu. Um þessar mundir framkvæmdi si>ænskur dómari leynilega rannsokn í Badajoz og reyndi raunverulega að kom ast að hinu sanna í málinu. Spænskir spæjarar komust að því, að tveir bílar giænn og hvítur, hefðu farið úr Portúgal inn í Spán 13. febrúar, með fölskum numerum og eigandaskírteinum, en þessi fölsun var svo vel framkvæmd, að þeir eru sannfærðir um, að hún hefði ekki getað orðið framin nema af opinberri hálfu. Þeir röktu númerin bæði á skrokk og vél, og sannfærðust um, að báðir bílarnir hefðu verið seldir í Lissabon. S pænsku rannsóknarmennirnir hafa sett morðið upp sem hér segir: „Mennirnir komu til að nema Delgado á brott, en ekki til að myrða hann. Portúgalsmegin við landamærin, skammt frá Badajoz er stór búgarður, sem ríkur vinur Salazars á. Hinn 13. febrúar sást jeppi frá PIDE standa úti við búgarðinn og bændur þarna sáu meira en 20 vopnaða menn þar úti fyrir. Þeir sögðust vera á dúfnaveiðum, en þarna var alls ekki um neinn slíkan veiðitíma að ræða. Delgado er talinn hafa sýnt brott- námsmönnum sínum mótþróa, áður en þejr voru komnir að landamærunum. Þar eða hann var veikur fyrir, eftir magaskurðinn, þoldi hann ekki nema tvö högg, annað á kjálkann og hitt í bnakkann. Brottnámsmennirnir töldu það of bættulegt að fara með hann til bú- garðsins, sem var í Portúgal, og báru því líkið í lund einn við Villanueva del Fresno og grófu það þar. Mennirnir tveir, sem höfðú komið í hótelið og farið þaðan með Delgado, fóru nú og sóttu frú Campos. Hún mátti ekki lifa lengur og geta þekkt þá aftur. Hún var einnig grafin 1 þessum af- skekkta skógarlundi, við hliðina á hers- höfðingjanum. í^ann.sókn dómarans hefur að nokkru leyti bjargað æru Spánverja með því að koma mestum hluta sakar- innar yfir landamærin, þar sem hún og virðist eiga heima. En í einu atriði ríður spænsk æra í bág við málstað ríkisins. Brottnám Delgados var bersýni lega framið með vitund spænsku lögregl linnar. Samband hennar við málið, svo og langvarandí samband Spánar og Port Úgals, Útiloka það að rannsókninni verði of langt fram haldið. Franco og Salazar þola það aldrei, að jafn ómerkilegt atvik og morð Delgados fari að splundra 30 árá vináttu og samvinnu. Delgado vildi lifa í endufminningu manna sem frelsaiq lands síns, eða í allra minnsta lagi sem píslarvottur. En í þess stað sagði í einu spænsku blaði: „Þgssi manndrápsaðferð minnir einkenni lega á það hvernig svínum með smitandi veiki er útrýmt: högg í hausinn og síðan er það grafjð í kalki“. Svona grafskrift liefði Delgado aldrei kosið sér. Samt hefur nú dauði hans ekki verið alls- kostar þýðingarlaus. Kannski á það við, sem einn andstæðingur Salazars sagði: „Þetta er ekki eins og þegar einhver veslingurinn deyr á vígvellinum. Þetta er kafli í sögu Portúgals“. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.