Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Page 11
Jóhann Hannesson:
ÞANKARUNIR
í BÓKUM, blcJðum, kvikmyndum og listum samtíðar vorrar
og aldar setja menn fram og túlka lífsskoðun, þar sem lögð
er áherzla á, hve líkur maðurinn er öðrum kvikindum jarð-
arinnar. Oss er sagt frá mörgum furðum í fari dýranna, og
er það fróðlegt. En öðru hvoru er á oss leitað til að gera oss
að kvikindum, er líkjast þægum og vel tömdum húsdýrum,
sem láta stjórnast af bendimgum síðasta háttvirta rekstrar-
manns og gelti handa hans. Virða ber það, sem vel er sagt
og rétt um dýrin. En hvað skal segja um tæknikratana, sem
reyna að tjóðra oss, og listakratana, sem framleiða svo snilld-
arlegar myndir, að menn ganga eða skríða út emjandi og
gubbandi líkt og lamdir hundar, eða er ekið heim í sjúkra-
bílum, eins og einn háttvirtur þingmaður erlendur segir, að
gert sé í landi hans? Hvað kemur til, að menn láta fara
svona með sig og leggjast svo lágt?
Að bera saman menn og dýr var tíðkað þegar fyrir þús-
undum ára, og með því var börnum og unglingum kennd
lífsvizka. „Hefir yðar hátign gefið gaum að fimm ágætleikum
hanans“? mælti kínverskur spekingur við konung einn — og
flutti síðan það fegursta „ljóð“ um hana, svo a'ð vér höfum
ekki neitt snjallara fundið i heimsibókmenntunum tun þann
göfuga fugl. En þegar einn landinn segir við annan: I>ú ert
asni, þú ert naut, þú ert api, þú ert hundur, þú ert refur
o. s. frv., þá er þessi þerriomorphismuns ekki nein sérstök
snilld, en villan er ekki fólgin í nöfnum dýranna, heldur
orðunum „þú ert“. Sá, sem ritar (og les) ofangreind orð,
líkist eflaust að einhverju leyti dýrum, en sú staðreynd, að
vér skrifum og þér lesið, sýnir, að vér erum hvorki hundar
né tíkur. En svo líkir erum vér dýrunum, að vart verður
greint með berum augum hvort blóðblettur er úr blóði
hænsna, manna eða kinda. Og finnum vér ekki á neinn hátt
til samúðar með dýrum, þegar þeim líður vel, eða hryggðar,
þegar þeim líður illa, þá er hætt við að eitthvað sé úrkynjað
orðið í voru tilfinningalífi.
Villa lógimans er fólgin í því að umbreyta mannfræði,
listum, siðfræði og ýmsu öðru í dýrafræði eða einhvers konar
mannkvikindafræði. Þar fyrir er ekki líffræðin sjálf (ibiologi)
ósannari né óheiðarlegri en önnur vísindi. Villan felst í til-
raunum til að fá menn til áð leggja trúnað á vitleysur um
sjálfa sig og afrækja þá þætti í fari sínu, sem nefnast anthrop-
ina, en það orð táknar sérmannlega þætti, sem ekki finnast
með dýrum. Samofnir mynda þessir þættir mennskuna
(humanitas), sem menn verða að varðveita til þess að sökkva
ekki niður í skepnuskap.
Bíológisminn á rætur að rekja til óheiðarleika í hugsun.
Athugið t. d. fors{%jallið fremst í aldarafmælisútgáfu E. L. á
„Origin of Species". Óheiðarleg hugsun hefir setzt að í sum-
um vísindum og unnið þar sín spjöll, og vaxið upp í risahæð
í sumum ideologíum, svo sem bíológiskum mythos nazismans
og sócial-mythos kommúnismans. Bæði kerfin hafa tilhneig-
ingu til áð gera menn að dýrahjörðum ,sem valdhafar geti
farið með að vild — eða líta á suma menn eins og meindýr
(Gyðingana — kapítalistana), sem heimilt er að útrýma. Tal
lýðræðissinnaðra blaðamanna um „vanþróaðar þjóðir" er held-
ur ekki með öllu saklaust eða málefnalegt, því að sú villa
kann að leynast í þvi, að fátækar þjóðir væru oss óæðri
í líffræðilegum skilnmgi, en engin vísindi benda til, að svo
sé.
Bíológiskur mythos (líffræðileg goðsögn) felur í sér þá
kenningu, að einn tiltekinn kynstofn (t. d. hvítir menn eða
gulir menn) sé betur skapaður eða háþróaðri að vitsmunum
og atgervi en aðrir kynstofnar, og beri honum þess vegna
forystuhlutverk í veröldinni. Renni nú saman eðlileg þjóð-
erniskennd, hernaðarhyggja og ofangreind goðsögn um eigin
þjóð, þá verður þar úr hugsjónafræði, sem líkist nazisma,
shimoisma, Sokagakkai eða kenningum Ku Klux Klans. —
Þess konar ídeologiur snúast gegná a) öðrum kynþáttum og
þjóðum, b) náttúrulegum, almennum mannréttindum, c)
kristni sem boðar lögmál Guðs og fagnaðarerindi. En þær
umbera kristni, sem er nógu „liberal“ og lætur sér á sama
standa um breytni, játningu og Guðs orð.
Sócial-mythos kommúnismans felur í sér þá kenningu, að
eitt þjóðskipulag, það er sócialismi, sem stefnt er að komm-
únisma, sé hið eina rétta, og samkvæmt þróunarlögmálinu
það, sem koma skal. Öðru vísi hugsandi menn eru kapítal-
istar, borgarasinnar, ídealistar, endurskoðunarsinnar (revisi-
onists). tónskáid, rithöfundar, guðfræðingar, sagnfræðingar og
aðrir menntamenn, sem vaxið hafa upp í annarlegum þjóð-
félögum og eru á öndverðum meiði við þjó'ðfélagshelgisögn
kommúnismans. Hugsjónafræði hans þykist einfær um að
skýra öll fyrirbæri rnilli himins og jarðar, og allt telst villa,
sem ekki samrýmist hugsjónafræðinni, og hugsanlegt er að
sigrast á því með: a) hreinsunum, b) styrjöldum, c) ofsókn-
um, meira eða minna blóðugum.
Á bak við báðar goðsagnir aldarinnar býr bíologismi, þar
sem mann segja við sjálfa sig: Vér heyrum til háþróaðasta
mannflokki, sem til er — og aðrir verða að víkja. Eða: Vér
heyrum til háþróaðasta þjóðskipulagi, sem til er, og öll önnur
verða að víkja.
A erlendum bókamarkaði
Saga:
Karl der Grosse. Josef Fleckem-
stein. Musterschmidt Verlag 1962.
Verð: DM 3,90.
Karlamagnús var við ríkis-
stjórn í fjörutíu og sex ár og er
einn frægasti landstjórnarmaður
Evrópu. Áhrif hans urðu viðtæk
og langvarandi og hann er sá
maður, sem lagði grundvöllinn
að mótun Evrópu. Áhrifa hans
gætir bæði í iandstjórn og listuin
og bókmenntum. Smákonungar
norður á hala heimsins taka
hann sér til fyrirmyndar og berj-
ast til viðlendara ríkis, hann er
ágættur í sögum og kvæðum og
frægð hans berst þangað, sem
leiðir Evrópumanna liggja. Hann
styður mjög að listsköpun í hinu
víðlenda ríki sínu og berst gegn
heiðni af miklum krafti, fer ekki
ófáar ferðir gegn Söxum, og
tekst loks eftir langa mæðu að
þvinga þá þrjósku þjóð til réttr-
ar trúar, einnig tekst honum að
hrekja hættulegar villiþjóðir frá
áhrifum í Mið-Evrópu. Allt frá
því að Einhard setti saman sína
bók um Karl mikla hefur hver
kynslóð skrifað eða endurbætt
fyrri rit um þennan ágæta keis-
ara og hér er eitt nýtt af nál-
inni. Þetta rit er að vísu ekki
stórt, en því greinabetra og ýtar-
legra. Höfundur þess er dósent
í miðalda sögu við háskólann í
Freiburg í Breisgau. Hann fæst
einkum við stjórnlagasögu, þjóð-
félagsfræði og menningarsögu
miðalda. í þessari bók rekur
hann sögu keisara frá fæðingu
og til dánardægurs, lýsir herferð
um hans og rekur menningar-
starfsemi hans og landsstjórnar-
máta. Hann réð yfir mjög víð-
lendu ríki og tókst að halda
þvi sem heild, en það var ekki
á neins manns færi nema hans,
eins og síðar kom á daginn. Bók-
in er liðlega skrifuð og ágætur
inngangur að sögu þessa ágæta
landsstj órnarmanns.
The Splendour of Greece. Robert
Payne. Pan Books 1964. Verð: 5/-.
Höfundur hefur sett saman yfir
fimmtíu bækur. í þessari bók
ferðast hann með lesandanum'
um Grikkland og grísku eyjarn-
ar. Hann fer til Mykene og
Olympíu, Delfí og Aþenu, Kor-
intuborgar, Rhódos og margra
annarra frægra staða. Höfundur
lýsir þessum héruðum og stöðum
og tengir þá sögunni og goð-
sögunum. Honum tekst einkar vel
að tengja saman sagnfræði, forn-
minjafræði, goðasögur, þjóðsög-
ur, bókmenntir og listasögu á
sérstaklega aðgengilegan hátt.
Saga Forn Grikkja hefur frá upp
hafi orkað sterkt á hugi manna
í Evrópu, enda nokkur von til
þess, þar eð Evrópuþjóðirnar
hafa svo margt þaðan í menn-
ingu sinni og hugsunarmáta.
Fjöldi bóka er stöðugt saman
settur um þessi efni og er þetti
ein þeirra, sem aðgengilegust er,
enda hefur bókin fengið ágæta
dóma sem slík. Nokkrar myndir
fylgja ásamt registri.
Skáldsögur:
The Distance Never Changes. —
Muriel Gentry. Hutchinson 1965.
Verð: 30/-.
Höfundur hefur unnið að þess-
ari bók undanfarin tuttugu ár.
Það var á þjóðhátíðardegi
Grikkja 25. marz 1948, sem hún
varð fyrir nokkurskonar upp-
ljómun. Sagan myndast í hug
hennar, persónur, atburðarás og
sögusvið. Hún kemur ekki til
Grikklands fyrr en 1953 og þá
kannast hún við umhverfi og
andrúmsloft. Sögusviðið er Krít,
um það leyti, sem Grikkir hafa
rænt Knossos. Höfundi tekst að
glæða persónur sínar slíku lífi
að þær verða manni ógleyman-
legar. Aðalpersónan er Thanassa,
listakona eins og höfundurinn.
þetta er ævisaga hennar og bak-
sviðið rústir Knossos, ástar-
saga hennar og Chryssanthosar,
stormasöm sambúð þeirra, af-
brýðisemi hennar og ótti. Aldar-
farinu er lýst nærfærnislega eins
og höfundur álítur það hafa ver-
ið. Menn vita lítið um þessar
aldir á Krít, en gera sér hug-
myndir um daglegt líf og hætti
af þvi sem jörðin hefur geymt.
Muriel Gantry býr í London
og líf hennar hefur verið tengt
leikhúsinu allt frá þvi að hún
kom þangað 1937. Hún býr í
Drury Lane, á „slóðum Nell
Gwyn“, eins og hún segir sjálf.
Mér verður illt!
28. ágúst 1966
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11