Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Page 4
 Eitir Bjðra !Átrúnaöur Hof og helgistaðir: Um allt land er fjöldi örnefna, sem minnir á fornan og nýjan átrúnað. Við upphaf lands- byggðar kenndu menn staði við Krist og Þór, kirkjur og hof. Allir kannast við bæi, sem heita Hof, Hofstaðir, Hof- fell, Hofgarðar, Hofteigur, en hér þekkj- ast 44 bæir með slíkum nöfnum. Talið er að þar hafi staðið heiðin musteri að fornu, en erfitt hefur reynzt að finna þeim fullyrðingum stað með fornleifa- greftri. Engar óumdeilanlegar hofrústir hafa fundizt enn sem komið er á hinu norræna menningarsvæði nema helzt í Uppsölum í Svíþjóð. Þar greina fornar heimildir, að verið hafi mikill helgi- og blótstaður í heiðnum sið, og hafa menn þótzt finna þar minjar um fornt musteri. Mjög hefur þá greint á um það, hvernig hofið hefur litið út og hve stórt það hefur verið. Síðastliðið vor kom út doktorsritgerð í Danmörku: Önnur greln Hörg, Hof, Kirke — eftir Olaf Olsen fornleifafræðing. Engar örugga heimild- ir finnast fyrir því, að ásatrúarmenn hafi nokkurs staðar reist guðum sínum stórhýsi. Þeir blótuðu þá úti, færðu þeim fórnir í helgum lundum eða á öðr- um blótstöðum, hörgum, og hafa ef- laust stundum reist þar býli fyrir guða- myndir og áhöld, sem lutu að dýrkun goðanna. Örnefnið hörgur gefur til kynna, að þar hafi verið helgistaður í heiðni. Þannig munu örnefnin HörghóII, Hörgsdalur, HörgshlíS, Hörgaeyri, Hörgsland oð Hörgsholt — vitna um forna blótstaði, og er hugsanlegt, að þar hafi sums staðar verið skýli eða smáhýsi tengd heiðindómi, en minjar um slíkt hús töldu menn sig finna í Hörgsdal í Mývatnssveit. Hof-nöfnin gefa einnig til kynna, að þar hafi verið fornir helgistaðir, menn fært guðunum fórnir á ákveðnum árstímum og jafn- framt slegið upp blótveizlum eftir helgi samkomur. Þannig munu ýmsir höfð- ingjar hafa reist sér allmikla veizlu- skála, og teljast rústir skálans á Hof- stöðum við Mývatn öruggastar minjar slíkrar byggingar. Þessir skálar hafa ekki verið musteri í sjálfu sér, heldur bæjarhús, sem notuð voru m.a. til helgi- halds. í einni gerð Landnámu segir, að „Hof í Vatnsdal og Hof á Kjalarnesi hafa hér á landi stærst verið, einkum stórt hundrað fóta á lengd; það syðra var 60 fóta breitt. Kór eða goðastúka var hjá hverju hofi; þar voru í goðin.“ Nú er vant að segja, hve forn þessi vís- dómur er, en víst mun hann ekki hafa staðið í frumgerðum Landnámu, heldur vera síðar til kominn. Það mun allör- uggt, að engin hús hafi verið reist 60 feta breið að fornu; svo miklar voru ekki einu sinni dómkirkjurnar á Hólum og í Skálholti. Allt um það hafa a.m.k. margir Hof-bæir verið helgistaðir að fornu; þar hafa menn blótað goðin, en ekkert sjáanlegt samband virðíst hafa _. verið milli goðadýrkunar og þingaskip- anarinnar. Vorþingstaðir liggja yfirleitt víðsfjarri „hofgörðum", og standa goð- anna í samfélaginu breyttist lítið við kristnitökuna. Ari fróði segir þó, að Grímur geitskór hafi lagt til hof það fé, sem honum var greitt fyrir starf sitt að stofnun alþingis á Þingvelli; hann Þorsleinsson virðist m.ö.o. gera ráð fyrir, að þá hafi einhverri heildarskipan verið komið á goðadýrkunina, hofin hafa verið stofnan ir a.m.k. á síðasta skeiði heiðninnar. Hér er um meira vandamál að ræða en marga hefur gunað. Hjalli utan í Vörðu felli heitir Hofin. Þar á hof að hafa stað- ið að fornu. í Efra-Langholti í Ytrihrepp nefnist partur í túni á Hofum, og stóðu þar fjárhús. Einungis rækilegur forn- minjagröftur getur greitt úr vandamál- inu. Hof virðist að fornu einkum hafa merkt búgarð, og er sú merking enn drottnandi í þýzku, sbr. Bauernhof. Á „Hofgörðum" voru víða helgistaðir. Af þeim sökum mun heitið hafa komizt inn í þýðingar rita sem heiti á heiðnu musteri, en þar með er ekki sagt, að ásatrúarmenn hafi reist guðum sínum slíkar byggingar. eru tvær, Grímsár margar, Grímsvötn Grímsnes, Grímstunga o.s.frv. Ymsum þessum örnefnum eru tengdar sagnir um menn, sem báru nafnið Grímur, en önnur eiga sér enga slíka nafn- festi. Einar, Eiríkur og Sigurður voru engu fátíðari nöfn en Grímur, en þeirra verður þó lítt vart í örnefnum, nema nokkrir staðir eru kenndir við Eirík rauða, og Eiríksjökull mun ekki ýkja fornt örnefni á jökli þeim, sem Grettis saga nefnir Balljökul. Gríins-nöfnin vekja því nokkrar grunsemdir. Það er ótrúlegt, að menn að nafni Grímur hafi verið svo umfram þá, sem báru önnur algeng nöfn, að af þeim sökum skarti nafn þeirra margfalt oftar á landabréf- um. Grímur var ekki einungis mannsnafn, heldur einnig Óðinsheiti“ og að auki dverga, orma, hafra, og þess eru nokk- ur dæmi í fornsögum, að Grímur er dulnefni. í norskri þjóðtrú er til vættur, sem nefnist grím (með löngu íi), oft- ast fossegrim, en er þó til sem fjalla- Úr Þórsmörk. Goð og Gríms-nöfn A f einstökum goðum var Þór tignaður almennast hér á landi, enda eru allmargir staðir við hann kenndir. Margir hafa gist Þórsmörk á síðustu árum, Þórshöfn er norður á Langanesi og önnur á Miðnesi suður, Þórsnes er á Snæfellsnesi og tangi á Viðey við Reykjavík heitir svo, og margir aðrir staðir eru kenndir við þennan ástsæla guð. Njörður átti Njarðvíkur við Voga- stapa og Borgarfjörð eystra, Baldri var helgaður Baldursheimur við Mývatn og í Eyjafirði og Freys- nes er á Héraði austur. Óðins- nafnið er óþekkt í íslenzkum örnefn- um, en Öðinn naut mikillar virðingar í Danmör’ l og átti þar m. a. borg- ina Öðinsvé (Odense). Hér bar guð- inn ýmis heiti, og er hugsanlegt, að einhver þeirra séu bundin í örnefnum. Við Mosfellsdal er Grímarsfell eða Grímsféll, - en Grímshóll heitir hæsta bunga Vogastapa. Gríms-örnefni eru gríðarlega mörg hér á landi: Grímseyjar vættur (Harðangur). í Danmörku var til vatnavættur, limgrim, og landvætt- ur sem kallaðist kirkegrim. Þess verð- ur einnig vart í íslenzkum þjóðsögum, að vættur heiti Grímur" (Bjarni Ein- arsson: Munnmælasögur 17. aldar, cxlviii). Svo sagði Þorsteinn galdraprestur á Setbergi við Hafnarfjörð á 17. öld, að tveir menn gengu eitt sinn til sauða sinna, en heyrðu þá sagt ógnarlegri röddu; „Þektu, Grímur, fjallásana í skyndi“. Eljagrímur er heiti á éljagangi, snjóhryssingsveðri og gefur sennilega til kynna, að Grímur hafi ekki verið nein hollvættur í þjónustu veðurguð- anna. 1 landi Ketu ó Skaga norður eru tvær klettaborgir og neinast Grímsborgir. Þar á að hafa búið huldufólk, og hét höfðingi þess Grímur. „Einu sinni í harðindum kvað bóndinn í Ketu, um leið og hann gekk fram hjá (annarri) borg- inni: Láttu reka reyður, ríkur, ef þú getur, brátt undir björgin ytri, Borgar-Grímur, á morgun. Þá var svarað úr borginni: Reki reyður að landi rétt að Ketusandi, heljar bundin bahdi til bjargar lýð þurfandi. Morguninn eftir var rekinn mikill reyðarhvalur undir Ketubjörgum.“ B orgar-Grímur virðist hafa verið af landvættakyni. Sagan um Grímshól á Vogastapa bendir einnig til þess, að þar hafi landvættur búið að fornu. f þeirri sögu er stapabóndinn að vísu ekki nafngreindur, heldur ræðst Grímur bóndason til hans í stapann og gengur að eiga heimasætuna. „Grímur bóndí“ heitir stapi í Grímsey, og mun land- vættur eyjarskeggja hafa átt þar bú- stað. Grímsvötn og Grímsárnar gætu dregið nafn af vatnavætt, sem hingað hefir flutzt með landnámsmönnum. Þannig er líklegt að Grímarsfell við Mosfellsdal sé ekki allt, þar sem það er séð, heldur búi það yfir fornum minnum. Það er lenzka í Mosfellssveit að nefna fellið Grímansfell eða jafnvel Grimm- ansfell. 1 sóknarlýsingum 19. aldar er nafnið jafnan ritað Grímansfell, en þar er Úlfarsfell einnig nefnt Úlfmansfell. Hins vegar stendur skýrum stöfum í Jarðabók Arna Magnússonar frá 1704, að Mosfell eigi selstöðu „undir Grímars- felli“. Það skiptir minna máli, að Sel- tirningar segja í sömu bók, að Nes við Seltjörn eigi selstöðu undir Grímafelli. Grímar er fágætt nafn að fornu. í ís- lendingasögunum er aðeins getið um Grimar bónda á Grímarsstöðum í Anda- kíl (Egils saga). Heldur er ólíklegt, að fjallið sé kennt við mann, sem bar svo fágætt nafn; miklu líklegra er, að það eigi uppruna sinn í vættatrú eða for- feðradýrkun. F:öll, jötnar og landvcettir Alkunn er frásögn Eyrbyggju um trú Þórólfs Mostraskeggs á Helgafelli. Hann hafði svo mikinn átrúnað á fellinu, að þangað skvldi enginn maður óþveginn líta og engu skyldi tortíma í fjallinu, hvorki fé né mönnum, nema sjálft gengi í brott. Það fjall kallaði hann Helgafell og trúði, að hann myndi þangað fara, þá er hann dæi, og allir á nesinu hans frændur. Sá trúnaður, að menn dæju í fjöll eða hóla, hefir verið all almennur hér að fornu. Hvammverjar trúðu, að þeir dæju í Krosshóla hjá Hvammi, frændur Sel-Þóris í Þórisbjörg og víðar í rituð- um heimildum eru sagnir um slíkan á- trúnað. Hér á landi eru að minnsta kosti átta Helgafell. Kunnust eru Helga- fellin á Snæfellsnesi, við Mosfellsdal, suðaustur af Hafnarfirði og í Vest- mannaeyjum. Sennilega eru þau öll tengd hinum forna átrúnaði sem um getur í Eyrbyggju. Það er því líklegt að Ingólfur og ætt hans hafi ætlað sér bústað í Helgafelli undan Lönguhlíðum eftir dauðann. Ornefni benda eindregið til þess, að menn hafi verið vel heiðnir að fornu um Innnesin, eins og vera ber. Þar eru tvö heilög fell, Þórsnes, Hof og Hof- staðir en auk þess Tröllafoss og undar- lega margir staðir kenndir við menn, eins og Grímarsfell, Úlfarsfell, Vífils- fell og fjöldi bæja og annarra staða. Það verður að teljast líklegt, að þeir Ulfar og Vífill hafi haft svipaðan á- trúnað og Sel-Þórisniðjar og Hvamm- verjar forðum. Fjöll og fell, sem að fornu hlutu mannsnöfn eða voru kennd við einstaka menn, munu flest hafa verið tengd einhverri helgi í heiðnum sið: Asmundarnxípur, Geirólfsgnúpur, Jör- undarfell, Spákonufell og Þorbjörn. Framhald á bls. 13. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.