Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 10
Æskan og ábyrga vor
Framhald af bls. 1.
ingurinn svíki af sér góða atvinnu skól-
ans vegna. Aðrir vilja að vísu hafa
unglinginn áfram í skóla, en telja sér
trú um að skólinn geri svo litlar kröfur,
að skólatíminn sé nemendum fremur
hvíld en áreynsia. Út frá þessu sjónar-
miði þykir þeim heilbrigðum unglingi
engin vorkunn að stunda erfiðisvinnu,
hvenær sem hún býðst. Samt er þessi
skoðun röng. Skólanám heimtar starfs-
krafta unglingsins óskipta og veldur
þreytu, rétt eins og önnur störf. Hitt
kannast allir framhaldsskólakennarar
við, að sumir nemendur koma í skól-
ann svo þreyttir eftir erfiðisstörf, sem
þeir stunda í skólaleyfinu eða jafnvel
samtímis námi, að þá brestur orku til
nægilegrar virkrar þátttöku í námi. í
þriðja lagi eru svo þeir foreldrar, sem
skilja bæði gildi skólanáms og þá á-
reynslu, sem það kostar, en ráða ungl-
inga sína eigi að síður í sumarvinnu, af
því að þeim þykir með réttu ótækt að
þeir gangi iðjulausir allt sumarleyfið,
heila 4 mánuði.
Um hitt láist oft að spyrja, hvort
Unglingur í vexti og mótun kunni
að bíða tjón vegna ofreynslu, slæmrar
sðbúðar eða áhrfa frá óheppilegum
vinnufélögum.
En hvernig sem atvinnu skólaæskunn
er ar háttað, ber hún ávallt þann þægi-
lega árangur fyrir unglinginn, að hann
fær mikla peninga milli handanna. Þá
reynir á ráðdeild hans að verja þeim
skynsamlega, en því fer víðs fjarri að
þar takist öiium á eina lund. Þó að veru
legur hluti skólaæskunnar verji atvinnu
tekjum sínum skynsamlega og sumir
eigi framhald námsins beinlínis undir
þeim, falla óneitanlega fjölmargir ungl-
ingar fyrir ofurvaldi þeirrar freistingar
að sóa kaupi sínu eingöngu í augna-
biiks nautnir og skemmtanir. Þá verður
mörgum foreldrum það ljóst um seinan
að sonur þeirra eða dóttir telur sig
vaxinn undan myndugleika þeirra.
II.
C1
vo sem kunnugt er eru foreldrar
ekki einráðir um uppeldi barna sinna.
Inn í það grípa önnur öfl samfélagsins
sem ýmist verða foreldrum samtaka
og þeim til aðstoðar, t. d. skóli og
kirkja, eða þeim andstæð, með það
keppimark eitt fyrir augum að hagnast
á vaknadi nautna- og skemmtanafíkn
barnanna. Milli þessarar tvennskonar
viðleitni myndast nokkur togstreita um
þá stefnu, sem mörkuð skuli hneigðum
ungmennisins. Meðan barnið er ungt,
virðist flestum foreldrum þess togstreita
þó ekki alvarleg; nautnfíkn barnsins
virðist þá svo meinlaus og viðráðanleg.
Sælgæti blasir að vísu við því á öðru
hvoru götuhorni, „sjoppur“ rísa upp í
næstu nánd við skólana, kvikmynda-
húsin lokka til sín börnin með æsandi
auglýsingum og ærandi myndum. Öll-
um þessum viðbúnaði er fyrst og fremst
ætlað að æsa upp nautnafíkn barnanna,
svo að hún verði þessum fyrirtækjum
örugg tekjulind. Foreldrum sýnist þessi
vandi samt viðráðanlegur, af því að
barnið verður að sækja eyðslueyrinn
til þeirra, enda tekst m örgum að stilla
þessu í hóf, bæði með skynsamlegu að-
haldi í peningamálum og með því að
beina áhuga barnsins að hollum viðfangs
efnum. Þeir foreldrar eru þó furðu
rnargir, sem missa börn sín snemma
til þeirra, enda tekst möfgum að stilla
það þá brátt vant og ástríða að japla
sífellt á sælglæti eða þamba af flösku-
stút. Sjoppan er samkvæmisstaður slíkra
barna og verður þeim ósjaldan skóii,
þar sem yngri börnin líta upp til hinna
eldri og fá hjá þeim fyrirmyndina að
reykingum og sífelldu gosdrykkjaþambi.
Af sömu hvötum neyta efnalitlir ungl-
ingar allra bragða til að halda til jafns
við þá fjáðari, og mörkin milli leyfilegra
og óleyfilegra fjáröflunarleiða verða
þá óglögg stundum eins og ófá dæmi
sanna. — Þegar ég geng fram hjá barna-
sjoppum höfuðborgarinnar, troðfullum
af börnum frá 2—3 ára gömlum og upp
í menntaskólaaldur, þá kemur mér allt
af sama orðið í hug: drykkjuskóli. Með
drykkjuvenju sjoppunnar er leiðin til
ofdrykkjunnar hálfnuð; eftir er aðeins
að skipta um innihald flöskunnar. Og
ekki eru sígaretureykingar mður stund-
uð námsgrein í þeim skóla! Hins vegar
gera fjölmargir foreldrar sér alls ekki
ljósa þá hættu, sem framtíð barnsins
stafar af þeirri nautnavenju, sem það
temur sér í sjoppunni. Margt ungmenni
sem siðar leiddist út í skefjalausa á-
fengisnautn, fékk sína fyrstu drykkju-
þjálfun við flöskustútinn í barnasjopp-
unni. Auk þess æsir sjoppan upp pen-
ingaþörf barnsins, bindur það jafnvel
á skuldaklafa og magnar þannig freist-
ingu þess til hnupls og þjófnaðar. Þannig
verður nautnavenjan, sem sjoppan tem-
ur barninu svo meinleysislega, ungl-
ingnum oft að óstöðvandi ástríðu, sem
leiðir til alvarlegs misferlis og óham-
ingju. Mig hefir oft undrað, hve lengi
foreldrum, sem eiga börn í slíkum kring
umstæðum, getur dulizt þetta.
U m unglingsaldurinn verður mörg
um þetta ljósara, enda hefir togstreitan
við heimilið þá harðnað, bæði af því að
nautnafíkn unglingsins er þá vakin og
mótuð, en þó öllu fremur af hinu, að
hann hefir oftast slík peningaráð, að
hann verður mikilvægur þáttur í
skemmt.anafjárveltunni. Skeleggum fjár
aflamönnum þykir nokkru til kostandi
að ná greiðlega úr vösum unglinganna
sumarhýru eða vikukaupi. Þetta reyn-
ist auðgert með því að leiða ungling-
inn viðstöðulaust inn í skemmtanatízku
hinna fullorðnu. Gróðahyggjan notfærir
sér' þar eðlilega þrá unglingsins að
líkjast sem fyrst hinum fullorðnu, að-
eins beinir hún þessari heilbrigðu þrá
inn á hættulegt svið. Þannig tekst
henni að leiða fjólda hálfþroskaðra ungl
inga út í hoflaust skemmtanalíf, tóbaks-
og áfengisnautn og margvíslega laus-
ung, sem því er samfara.
í þessu efni skera íslenzkir ungling-
ar sig algerlega úr skólaæsku okkur
skyldra og kunnra menningarþjóða.
Hjá þeim er unglingurinn jafn háður
foreldrum sínum fjárhagslega og barnið,
svo að skemmtanafíkn hans eru sett
ákveðin takmörk. Af strangara aðhaldi
og djúpstæðari menningarhefð með
þessum þjóðum leiðir einnig það, að
sjoppulíf barna og unglinga hefir ekki
náð þvílíkri blómstrun, sem hér á landi
má telja til sjúkdómseinkenna menn-
ingarinnar. Þess vegna er t.d. drykkju-
skaparvandamál í skóla óþekkt fyrir-
bæri hjá þeim, hvað þá að meiri háttar
drykkjuveizlur unglinga ættu sér stað.
Með okkar þjóð aftur á móti er fjöldi
unglinga óháður foreldrum sínum að
því er varðar fé til skemmtana, enda er
drykkjuskapur skólaunglinga hér á
landi alkunnur, þó að því fari að sjálf-
sögðu víðs fjarri, að hann sé almennur.
Fáeinum ofdrukknum unglingum veit-
ist auðvelt að koma óorði á skóla sinn
eða þann hóp, sem þeir teljast til, og
þó að víti þeirra kunni að verða
mörgum til varnaðar, hefir illt fordæmi
einnig sitt freistiafl, einkum ef tíðar-
andinn ljær því byr undir vængi.
Almennt er þessari óheillaþróun
ekki veitt athygli, nema úrskeiðis gangi
með óreglu unglinga. Einstaklingsdæmi
um ófarnað ofdrykkjunnar og annarrar
lausungar nægja ekki til að vekja okk-
ur skilning á því, hvernig mistök í
venjumyndun ungmennis allt frá fyrstu
bernzku, — mistök, sem í byrjun kunna
ao virðast smávægileg, geta þó að lok-
um kostað manndóm og lífshamingju
einstaklingsins. Dæmi þessa þekkir hver
maður, ef hann leiðir hugann að því.
Daglega berast fréttir af börnum og
unglingum, sem fremja þjófnað, inn-
brot og rán fyrst og fremst í þeim til-
gangi að afla sér peninga fyrir sjoppu-
viðskiptum sínum og bíóferðum eða
framhaldi þeirra á dýrari skemmtistöð-
um. Óviðráðanleg nautna- og skemmt-
anafíkn þeirra reynir að brjóta niður
allar hindranir.
— Við heyrum um unglinga, sem aka
bifreið ölvaðir og valda ósjaldan slys-
um og dauða, sárum hörmum og eyði-
leggingu mikilla verðmæta. En við reki-
um drykkjuástríðu þeirra sjaldan til rót
ar, heldur tökum þá sem einstök til-
felli, nánast sem undantekningar, þó að
okkur mætti verða ljóst með einfaldri
íhugun, að ökumenn, sem ljóstra upp
ölvun sinni með því að valda slysi. er’j
aðeins lítið brot þeirra, sem aka bifreið
undir áhrifum áfengis.
— Það ber við í nágrenni okkar. í
hópi kunningjanna, jafnvel í skólanum,
sem börn okkar sækja, að telpa, vart
komin af barnsaldri, verður vanfær,
barnsfaðirinn e. t. v. skólabróðir á svip
uðu reki. Hvers vegna líka skyldu ungl
ingar, sem frá bernsku hafa vanizt á að
æsa upp og dekra við nautnafíkn sína,
staðnæmast við mörk skírlífiskröfunn-
ar?! Flest vorkennum við foreldrum
þessara ráðleysingja fremur en ungling
unum sjálfum, og þó er hér, að minnsta
kosti að því er telpun_a varðar, lífsham-
ingju ungmennis teflt í voða.
Okkur bregður ekki, fyrr en kvíslar
þessarar rangþróunar falla allar í einn
farveg, skefjaleysi nautnafíknarinnar
beinist á einn stað, líkt og uppskera til
blöðu af dreifðum ekrum. Þegar fjöldi
unglinga safnast saman til þess að
skemmta sér, án afskipta og aðstoðar
fullorðinna, og múgsefjun magnar
nautnafíkn þeirra, þá sogast einstakling
ainir inn í nautnatrylling, sem sviptir
þá ljósri hugsun og ofurselur þá óminn
isblandinni vitfirringu. Við slíka at-
burði, sem raunar hafa margendurtekið
sig seinustu órin, rumskar almennings-
álitið um stund, og okkur brestur orð,
Framhald á bls. 12.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
13. nóvember.