Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1967, Síða 1
Þann 16. marz síðastliðinn kom út hjá forlaginu George Allen and Unwin í London ævisaga Bertrands Russelils og nær hún fram að fyrri heimsstyrjöld eða 1914. í því sambandi er rétt að geta þess, að margir vilja skipta ævi þessa merka manns í tvennt, og tala um tvo Bertranda, annan fyrir 1914, meðan stærðfræðin átti hug hans allan, en hinn eftir 1914, þegar huigur hans beindist að félagsvísindum. Það mætti ætla af sikiptingiu; ævisögunnar, að hann teldi þetta ekki fráleitt sjónarmið sjállfur. Russell hefur verið talinn einn gáfaðasti maður samtíðarinnar. Það er tæplega hægt að segja að hann hafi lifað kyrrlátu lífi heim- spekirngsins, þvert á móti hefur hann haldið fram skoðunum sínum af miká'lli einurð. Sjálfsævisaga hans hefur að vonum vakáð miMa athyglá. BEETRAND RUSSELL Kaflar úr nýrri sjálfsœvisögu B ertrand Artlhur William Russell er 3. jarl af Russellunium, sem eru af Bedford-aett, ævagamalli tignarætt í Bretlandi mieð jörlum og hertogum mann fram af manni. Au'k þess að vera tignarmenn, hafa im'argir ættifeður Bertrands Russiells ver- ið áhrifamiklir stjórnmálamenn, t.d. var afi hans, John Russell, forsætisróðherra Breta, frjálshyggjumaður og baráttu- maður fyrir frjálsri verzlun, almennri menntun og fleiru þvi er stuðlaði að freisi manna almennt. Móðurætt Bertrands var skozk tignar- ætt, og þekkt fyrir milkilihæfar konur, í þeirri ætt er að finna frú Clhurchill og [MitfordHsystur o. fl. Bertrand Russell er því ekki neinn tatari í grænum vagni, þó að svo hafi aexlazt til að hann sitji nú á torgum í mótmælaskyni við atómsprengjuna. Framan af ævi var Bertrand veiklu- legur og hlédrægur. H ann missti móður sína, þegar Ihann var tveggja ára, og föður sinn hálfu öðru ári síðar. Faðir hans hafði verið mikill fríþenkjari og vildi girða fyrir að sonur hans kæmist undir áhrifavald trúaðra manna, og fól hann umsjá Qieimiliskennarans og annars þekkts trú- leysinigja, en þetta reyndist ekki halda, þegar til átti að taka, enda við sterka að eiga, þar sem var afinn, John Russeli, og fóru svo leikar að Bertrand var eftir þrætur og kiif fluttur heim til föðurfor- eldra sinna. „Fyrsta lifandi minningin er frá komu minni til Pembroke Lodge, en það var tveggja hæða húshrófalid í Riohmond Pafk og þetta var í febrúar 1876. í minni minu bregður fyrir mynd af mér Ejálfum sitjandi á háum stóli í matsal þjónustufól'ksins. Þetta var stórt og nak- ið herbergi með löngu klunnalegu borði. Þjónustufólkið drakk te í þessu her- Jbergi, það er að segja að undanskildum ráðskonunni, matreiðslumanninum, þjón- lustustúlku frúarinnar og kjallarameist- ®ranum, en þessi hópur taldist til höfð- ingja í þjónaliðinu". Bertrand segist nú minnast þess, hversu miikla athygli þjónustufólkið hafi veitlt honum, en síðar komst hann að því, að það hafði stafað af þvií, sem á vndan var gengið, það er, baráttu afa Bertrand Russell á námsárum sínum. hans og ömmu við að ná honum úr vörzlu trúleysingjanna. Þannig lenti Bertrand undir áhrifa- valdi ömmu sinnar fyrst og fremst, en hún var mjög viktorísk í hugsun. Afa sínum, forsætisráðherranum fyrrver- andi, kynntist Bertrand ekkert svo hann tmuni, enda var Bertrand ekki nema sex ára þegar hann dó. Við Pembroke Lodge var 11 ekra garður og var hann með villtum gróðrL Þessi víðáttumikli garður varð mjög ríkur þáttur í æsku Bertrands allt að 18 ára aldri, þarna var ivíðsýnt og sólarlag fagurt „og síðan hef ég aldrei getað lifað ánægður, ef þetta hvorttveggja hefur vantað". Mr egar Bertrand hefur lýst þvl, hversu lítil kynni hann hafði af afa sín- um, segir hann um ömmu sína: „Aftur á móti var amma mín, sem var '23 árum yngri en afi, mikilsverðasta per- sóna bernsku minnar. Hún var í skozku öldungakirkjunni (presby'terian), frjáls- lynd í stjórnmálum og trúmólum (hún varð únitari um sjötugt) en ákaflega stáf á mieiningunni í siðferðilegum efnum. Þegar hún giftist afa minum var hún ung og feimin. Afi var þá ekkjumaður Imeð tvö börn, sem hann átti sj'álfur, og fjögur stjúpbörn, og fáum árum eftir að þau gilftu sig varð hann forsætisráð- herra. Þetta hlýtur að hafa verið erfiður reynslutími fyrir hana. Hún brást samt áreiðanlega ekki hlutverki sínu sem góð eiginkona afa minum, og ég held að hún hafi alltaf gert brotalaust það, sem hún tí.ldi skyldu sína. Sem móðir og amma átti umhyggja hennar sér djúpar rætur en var ekki þar eítir viturleg. Ég held hún hafi aldrei skilið kröfiur mjög jarðbundins anda sem haldinn var ofnógu lífsfjöri. Hún krafðist þess, að allir hlutir væru skoðaðir í ljósi Viktoríu-tímans. Ég minnist þess, að ég reyndi að koma henni í skilning um ósamræmið i því að krefjast þess að allir hefðu húsnæði og húsnæðisþörfinni væri fullnægt, en heimta síðan að engin ný hús væru byggð vegna þess þau spilltu útsýni og særðu augað. F rá hennar sijónarmiði hafði hver skoðun sinn sérstaka rétt, og átti alls ekki að víkia fyrir annarri síkoðun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.