Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 3
E d Brooke óx upp í norðaustur- hluta Washington og var sonur lög- íræðings, sem útskrifazt haifði frá Ho- ward-háskólanum og gegndi lengi lög- fræðistörfum fyrir stjórnardeild, sem fór með mól uppgjafahermanna. Yngri Brooke bjó við gott atlæti í æsku og átti heima í fallegu íbúðarhverfi. Hann naut síðan menntunar og gekk eins og faðir hans í Howard-háskólann, þar sem hann lauk prófi í lögum 1941. Hann komst strax vel útaf við skólafélaga sína og vann að málum svertingja meðan á náminu stóð; meðal annars var hann forseti Alpha Phi Alpha, en það er elzta bræðrafélag negra vestan hafs. Mr egar árásin var gerð á Pearl Harbor innritaðist hann í herinn og varð lautinant við al-svart fótgönguliðsher- fylki. Hann barðist á Ítalíu og vann sér þar stjörnu fyrir hreystilega fram- göngu; síðar barðist hann með ítölsk- um skæruliðum sem aðstoðarforingi. Hann kynntist konu sinni, sem er jafngömul honum eða 47 ára nú, á Ítalíu. Hún heitir Remigia Ferrar-Scacco og er dóttir velefnaðs ítalsks pappírskaup- manns. Það þæfðist fyrir honum að festa sér konuna; hann bað hennar en var svarað neitandi og hann hélt til Bandaríkjanna að loknu stríðinu án hennar. En í kvonfangsmálunum kqjn einnig í ljós hin alkunna þrautseigja hans. Þegar hann kom heim til Banda- rikjanna hóf hann strax að rifja upp týnd fræði við lagaskóla í Boston, en hann gleymdi ekki elskunni sinni hand- an hafsins, heldur skrifaði henni við- stöðulaust ástarbréf á ítölsku. Þau bréf virðast hafa verið krassandi, því að þau megnuðu það, sem Brooke hafði ekki tekizt munnlega, að hræra svo hjarta konunnar, að hún ákvað að giftast hon- um og hefur síðan staðið við hlið hans í blíðu og stríðu. Ekki gaf Brooke sig neitt að stjórnmálum á þessum tíma, hann jafn- vel neytti ekki atkvæðiréttar síns og það var ekki fyrr en 1950, að hann hóf, að tilhlutan vina sinna, að láta til sín taka á þvi sviði. Ekki var hann þó póli- tískari en svo, að það lék nokkur vafi á hvorum flokknum, Demókrötum eða Repúblikönum, hann myndi fylgja að málum, en það réðst svo að hann skip- aði sér í flokk með Repúblikönum og þeim hefur hann fylgt síðan. Hann beið tvívegis ósigur, 1950 og 1952, og ákvað þá að hætta afskiptum af stjórnmálum, að sögn vegna þess að hin hvíta kona hans dróst inn í stjórnmáladeilunnar, en það þykir sem kunnugt er vestra stór- um hópi manna mikill ljóður á ráði hvors hjónanna um sig, hvort heldur er svertingja eða hvíts manns, að velja sér maka af andstæðum litarhætti, og er andúðin í þessu efni ekki sögð minni meðal svertingjanna og hefur Brooke oftar orðið að gjalda þess. Það var svo árið 1960, að flokkur Brookes, Repúblikanar, taldi hann á að ganga aftur til orustunnar og þá sem frambjóðandi ráðherrastóls í Massachu- EDWARD BROOKE setts og átti hann þar í höggi við öðl- ingsmann sem hét Kevin White. Brooke tapaði með litlum mun og var enn álitið að litarháttur hans hefði ráðið nokkru um, því að enda þótit kosningabaráttan væri háð að siðaðra manna hætti og lit- arháttur kæmi ekki til álita, þá var kjörorð andstæðinga Brookes honum hættulegt, það var nefnilega „Kjósið White (Kjósið hvítan). E rooke dró sig nú enn í hlé frá stjórnmálunum og gerðist framkvæmda- stjóri eða talsmaður Boston Finance Commission, en það var félagsskapur sem um eitt skeið hafði verið öflugur en ekki látið til sín taka svo árum skipti. Brooke lét strax að sér kveða í starfinu og varð mikill blaðamatur, þegar starf hans leiddi til þess, að fjöldi ■ borgarstarfsmanna var sviptur störfum vegna misferlis, sém Brooke sánnaði á þá. Hann hlaut mikla frægð af þessari baráttu sinni við spillinguna í Boston, og með þessa frægð að bakhjarli lagði hann 1962 enn til orustu og bauð sig nú fram af hálfu Repúblika.na til ríkis- saksóknaraembættisins í Massachusetts, og nú tókst honum að vinna kosninguna. Hann gegndi þessu starfi tvö kjörtíma- bil og lenti oft í örðugri aðstöðu sem negri, og voru það þó einkum tvö mál, sem til hans kasta komu, er reyndust honum erfið, enda þótt hann kæmist með sóma frá þeim báðum. Fyrra málið, sem olli honum erfiðleikum, var ætlan svertingja að láta svört. börn skrópa daglangt úr skóla til að leggja áherzlu á aðskilnað hvítra og svartra. Brooke tók þarna af skarið og lenti þar með í harki við leiðtoga negranna. I hitt skiptið átti hann í höggi við bæði skólayfirvöld og kirkju með því að halda fast við það, að Massachusetts- ríki hlítti þeirri ákvörðun Hæstaréttar Bandaríkjanna, að bænahald skóla- barna í almenningsskólastofum ætti ekki rétt á sér. Frægastur varð hann samt í þessu starfi sinu af því verki að vinna mál fyrir dómstólunum gegn meira en 100 opinberum starfsmönnum, almennum borgurum og félögum, sem hann ákærði fyrir margvíslegt misferli, einkum gróðabrall og mútur. Edward Brooke bauð sig fram til öld- ungadeildarinnar á síðastliðnu ári og vann kosninguna auðveldlega. íljnn er andvígur valdbeitingu svartra manna gegn hvítum og segir hana hina verstu leið, sem valin verði. Hann segir: „Frumvarpið um borgara- leg réttindi féll 1966, vegna valdbeiting- ar og ofbeldisverka og skrílsláta. Hót- unin um valdbeitingu svartra vakti ótta ekki síður með svertingjum en hvítum mönnum.“ Ummæli eins og þessi auka ekki vin- sældir Brookes með hinum fjölmörgu leiðtogum og áhangendum þeirra, sem vilja leita réttar svertingja af hinni fyllstu hörku. Brooke hefur líka mjög gætt þess, að láta ekki litarhátt manna ráða dómum sínum eða gerðum. Hann hefur til dæmis, ekki nema tvo negra „Sá tími er að renna upp, að menn séu fremur valdir eftir hæfileikum en litarhætti,“ segir Brooke, fyrsti sverting- inn, sem unnið hefur þingsæti í almennum kosningum til öldungadeildar Bandaríkja þings. í 19 manna starfsliði sínu við öldunga- deildina. — Sá tími er að renna upp, að menn verði valdir eftir hæfileikum en ekki litarhætti, segir hann. Við þessa frið- samlegu og frjálslyndu afstöðu bætist það, sem fyrr segir, að kona Brookes er hvít, en það er mikill þyrnir í augum svartra og þá ekki ekki sízt þeirra sem ofstækisfyllstir eru. í) rooke er að sjálfsögðu hlynntur öllu sem til bóta horfir fyrir svert- ingja og styður því umbótatillögur John- sons í því efni, en hann segir, að þær beri um of keim af góðgerðastarfsemi, og það sé ekki rétta leiðin, heldur eigi að hjálpa, hvort heldur sé svertingjum eða öðrum, til að hjálpa sér sj álfir. Hann orðar þetta þannig: — Ef þú réttir manni hjálparhönd i formi góðgerðastarfsemi, þá hrindir þú af stað keðjuverkun ósjálfstæðis og virðingarleysis mannsins fyrir sjálfum sér. Hjálpirðu hinsvegar manninum til að öðlast sjálfsivirðingu sina hefurðu hjálpað honum að gagni. Ennfremur segir hann um frumvarp Johnsons: — Þetta eru verkjatöflur, sem lina sársaukann en lækna ekki. Þannig fer Brooke sínar eigin leiðir milli tveggja herja og lætur dómgreind sína ráða. — Það er rétt að ég er flokksmaður, en með þeim fyrirvara samt, að ég held mína eigin götu, ef ég tel hana beztu leiðina. S á er dómur kunnugra um þennan fyrsta svertingja, sem setið hefur í öld- ungadeildinni, gegnt embætti saksókn- ara í einu fjölmennasta ríki Bandaríkj- anna og ýmsum öðrum mikilsverðum störfum, að hann sé gáfaður, duglegur og virðulegur, og menn ala miklar vonir í brjósti um það, að stefna hans og lífsferill sanni mönnum, að miklir hæfi- leikamenn í hópi svartra geti með for- dæmi sínu áorkað meiru til lausnar kyn- þáttavandamálsins en öfgamenn í hvorri fylkingunni sem er. 18. júní 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.