Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 2
4 Verksmiðjuþorpið í Vik kringum Trr* ■c BERNSKUÁR BORGARINNAR október í Húnavatnssýslu. Þó var enn harðara í Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslum. 1754. — Um það ár segir svo í Vatns- fjar’öarannál: „Frá nýári 1754 var mesti harðindavetur og stórfellir á pening manna, mest norðanlands. Þar á ofan bættist mikill grasbrestur, samt stærstu óþerrar, næstum um allt land, ónýtti að mestu það sem heyjað varð. Haustið og veturinn fram til nýárs svo stórhríða- og áfallasamt, að menn mundu varla þvílíkt ár. Fiskiríið hið aumasta alls staðar“. Ölfusvatnsannáll kallar vetur- inn 1754 Glerungsvetur. ísinn, sem kom á Þingvallavatn miklu fyrr en vant var, lá á vatninu fram í 5. viku sumars. Þá komu fáir menn suður til sjóróðra og allir gangandi vegna hesteklu, því að hross höfðu fallið umvörpum. Voru þá svo mikil bar'ðindi, að hestar sem tórðu, átu hina dauðu með húð og hári. Misstu þá margir í Norðurlandi alla hesta sína, þótt þeir hefðu átt 20—30 um haustið. Þeir, sem áttu 200—300 fjár urðu nær sauðlausir. Var talið að fallið hefði 4500 hross og 50.000 fjár, með því sem skor- ið hafði verið af heyjum. Haustið á'ður hafði Hólastóll lógað 300 fjár, 20 hestum og 18 nautgripum. Nú var þar svo að segja hestalaust og sauðlaust. Skiptap- ar urðu víða, en fiskleysi um allt land fram á haust. Á þessu ári flosnuðu marg- ir upp nyrðra og eystra og komust á vergang. 1755. — Nú var hallæri með mesta móti um allt Norðurland, stórhríðar og harðindi um veturinn en óþurrkar mikl- ir allt sumarið. Mikill hafís kom snemma og einangraði Norðurland, svo að skip náðu eigi að sigla á hafnir og varð af því enn meiri bjargarskortur. Lá hafísinn við land fram til 3. september. Flosnuðu nú margir upp og varð mikil umferð bjargarvana lýðs. Fiskafli var enginn nyrðra. Á Suðvesturlandi var vetur góð- ur fram á góu, en fiskafli var sama sem enginn í verstöðvum þar. Seinni hluta vetrar og um vorið voru mikil harð- indi. Urðu þá flestir heylausir og tók fé að falla unnvörpum. Um sumarmál gerði stórhrfð og stórviðri, þá var fé víð- ast úti og drapst þá meiri hlutinn af því sem tórt hafði. Vegna heyleysis drápust og kýr víða og er sagt að 20 kýr hafi fallið í Neshreppi á Snæfells- nesi. — í febrúar um veturinn urðu miklir jarðskjálftar á Húsavík og féll staðurinn og kirkjan, en 12 bæir hrundu þar og um Tjömes. 1 þessum jarðskjálfta féll Karlinn hjá Drangey. Um haustið (16. október) tók Katla að gjósa og var það mikið gos. Var þá marga daga svo dimmt af öskufalli, að ekki sá handa skil. Stóð þetta ösku- fall í hálfan mánuð og náði austur að Djúpavogi, en vestur til Borgarfjarðar. í nærsveitum eldstöðvanna rak öskuna saman í stóra skafla en á sléttleiuii var öskulagið víða hnédjúpt. Var búizt við því að flestar jarðir í Skaftártungu, Álftaveri og vesturhluta Síðu mundu verða óbyggilegar næsta ár. Gosið og hlaupið úr jöklinum olli miklu fjár- tjóni, en manntjón varð ekki annað en að karlmaður og kona, sem stó'ðu úti á hlaði heima hjá sér, urðu þar fyrir eldingu úr gosinu og biðu bana. — Hungraður flökkulýður fór um land allt og stal til matar sér hverju er náð varð, og þýddi ekkert þótt verið væri að hýða og brennimerkja fólk í öllum sýslum. Talið er að þá hafi hundrað manns déið úr hungri í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfirði. 1756. — Þá magna'ðist hallærið enn, einkum fyrir norðan og suður um Borg- arfjörð og Snæfellsnes. Dó þá margt fólk úr hungri fyrir norðan og eins fólk, sem leitað hafði til verstöðvanna suð- vestanlands. Veturinn var kaldur, snjó- mikill og umhleypingasamur. Vorið kalt og óstöðugt. Umferð bjargarvana fólks hafði aldrei verið meiri og gripdeildir jukust og var þá stolið kindum úr fjöru, í haga og úr húsum. Fiskafli var þá með minna móti á vetrarvertíð, en skárri á vorvertíð. Hafís kom um veturinn og fyllti hvern fjöi'ð fyrir vestan og norð- an, rak hann svo suður fyrir land og vestur með landi, svo að hafþök mátti kalla umhverfis landið frá Látrabjargi að Reykjanesi. Fylgdi ísnum hörkufrost fyrir norðan og stundum hríðar fram í júlí og ágúst. Hinn 26. júlí gerði stór- hríð fyrir norðan og kom þá álnardjúp- ur snjór. Var ekki byrjað að slá þar fyrr en 25. ágúst, þegar hafísinn leysti frá landinu. Haustið var slæmt og aldrei kom þurr dagur frá miðsumri til vetur- nátta. Hinn litla heyfeng sinn voru bændur að flytja sem klakahnausa heim í garð seint um haustið, en er þetta þfðnaði urðu þeir að moka því aftur út úr heygqfðunum. — Þá um sumarið sendi konungur tvö skip hingað hlaðin komi og brauði til þess að bæta úr bág- indunum. Annað skipið kom til Hafnar- fjarðar í lok október og var með 1000 tunnur af mjöli og brauði. Fengu Hún- vetningar af því 250 tunnur og Skag- firðingar annað eins. Gengu þá lestir suður á jólaföstu að sækja björgina, en fæstir komu heim aftur fyrr en á þorra. Hitt skipið varð a'ð hleypa til Noregs og lá þar um veturinn, en kom í Hólms- höfn (Reykjavík) um vorið og hafði meðferðis 550 tunnur af mjöli. — Þenn- an vetur var svo bjargarlaust á Hólum, að þar voru ekki teknir neinir lærisvein- ar, nema þeir gætu fætt sig sjálfir. 1757. — Veturinn var ekki mjög harð- ur, en hann kom nú illa við, því að fólkið var komið á heljar þröm eftir mörg bág heyskaparár og fiskleysisár, og ekki höfðu afleiðingar Kötlugossins bætt þar um. Varð þá mikið mannfall af bjargræðisskorti um allt land. Þá seg- ir enn annáll frá því a'ð undarleg land- farsótt hafi gengið um Innnes og suður með sjó á útmánuðum og hafi margir dáið úr hanni; einkenni hennar hafi verið að tennur losnuðu úr mönnum. Þetta hefir því verið skyrbjúgur. Fisk- afli var lítill til sumarmála, en 10 skip fórust af Suðurnesjum. Þá dó fólk úr hungri í Vestmannaeyjum, vegna afla- leysis. Alls staðar var matarleysi og heyleysi og var víða verið að skera horaðar kýr um sumarmál. Vorið var svo kalt, að skepnur voru a'ð krókna fram í miðjan júlí. Um haustið gerði áhlaupa hríðarveður og urðu þá enn miklir fjárskaðar. „Kvikfénaður tók nú til að verða mjög dýrmætur í landinu, þó sérdeilis sauðfé, er áður hafði verið lítils metið, meðan nóg var til“, segir í Ölfusvatnsannál. — ótt svo sé tali'ð, að hinum mikla harðindakafla ljúki með þessu ári, varð enn mannfall á næsta ári, því að þjóðin var sliguð af örbirgð og vesaldómi. Sam- kvæmt skýrslum presta fækkaði fólki í Skálholtsbiskupsdæmi um 4395 á þess- um árum, en 1829 í Hólabiskupsdæmi, eða samtals 6224. Sé svo tekið tillit til þess hve mörg börn muni hafa fæðst á þessum árum, þá mun ekki of í lagt að telja að 10.000 manns hafi látizt úr hungri og sóttum á árunum 1752—1758. T æplega munu þessi harðindaár hafa orðið Reykjavík jafn þung í skauti og sumum öðrum landshlutum. Saga hennar á þessum tíma mótast a'ðallega af viðreisnarbaráttu Skúla landsfógeta. Er þá rétt að líta á hverjar voru hinar helztu viðreisnartillögur, sem Skúli lagði fyrir konung upphaflega, en í stuttu máli voru þær á þessa leið: Að koma á fót iðnstofnunum, til þess að þjóðin geti sem bezt hagnýtt sér afurðir landsins. Að reynt verði að rækta hér skóg. Að sjávarbændur séu styrktir til þess að koma sér upp stærri og hentugri skipum, en þeir hafa átt. Að verzlunarfélagið sé skylda'ð til að kaupa og selja vörur gegn peninga- greiðslu, að það flytji inn meira af mat- vöru og nauðsynjavöru en minna af tóbaki og brennivíni. Að verzlunarfélagið sé skyldað til að kenna mönnum að salta fisk og kjöt. essar fyrirætlanir þótti Hörmang- arafélaginu koma í bág við verzlunar- réttindi sín og fjandskapaðist því frá upphafi við Skúla og iðnstofnanimar. öll þessi ár átti Skúli því í harðvítugri baráttu við verzlunarfélagfð, en þar sem hann hafði betri málstað, dró konungur taum hans. Lauk þessari baráttu með fullum sigri Skúla 1758, því að þá varð Hörmangarafélagið að gefast upp, en konungur tók verzlunina í sínar hendur og rak hana fram til ársins 1763. En vegna fjandskapar Hörmangara og hall- ærisins, var nú orðinn rúmlega 41.000 rdl. halli á rekstri verksmiðjanna. Kon- ungur hafði þá veitt stofnununum 61 þús. rdl. styrk og þótti dönsku stjórn- inni nauðsyn til bera að hafa eftirlit með þeim, og þegar konungur tók við verzluninni, var því verzlunarstjóri hans í Hólminum gerður a’ð forstjóra verk- smiðjanna. Eins og fyrr er getið var umferð ör- eigalýðs, sem flosnað hafði upp og farið á vergang, eitt af vandræðamálum hall- æristímans. Þá mögnuðust og gripdeild- ir í landinu eins og aldrei áður, og þótt margir menn væru sendir á Brimarhólm á hverju ári og flökkufólkið hryndi nið- ur á vegum úti, sá þó varla högg á vatni, því að svo margir voru nú komnir á von- arvöl. Það var ekki lítill baggi fyrir þá bændur, sem enn héldust við bú, a'ð hýsa og fóðra þennan sultarlýð, enda voru sumar sveitir að sligast undan þeim of- urþunga. Var því margt um það rætt hver úrræði mundu finnast, og þá ákvað danska stjórnin að reisa voldugt tugthús í Reykjavík. Skyldi það jafnframt vera nokkurs konar letigarður fyrir ver- gangsfólk. Var hafizt handa um smíði þess 1759. En annað allmerkilegt hús var reist í Reykjavík á þessum árum (1753). Það var sæmilegt þinghús og stóð norðar- lega í Stöðlakotslandi þar sem nú er Skólastræti. Eftir þa'ð lagðist niður þing- staðurinn í Kópavogi, en saga hans var frægari að endemum heldur en réttvísi. Við þetta nýja þinghús var vesturhluti holtsins kenndur og kallaður Þingholt, og er þar af komið nafnið Þingholts- stræti. Efri hluti holtsins hét þá enn Arnarhólsholt, en seinna var farið að kalla hann Efri-Þingholt og seinast Skólavörðuholt. Framkv.stJ.: Sigfús Jónsson Ritstiórar: SigurCur Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráO Jónsson. Hitstj. fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Árnl Garðar Krlstinsson. Hitstjórn: Aðalstræti 6 Sími 22480. Útgefandi: ET.f. Arvakur, Reykjavík 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.