Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 8
— GODHOFNIN * GRINDAVÍK Skreiðin Innsiglingin í Hópið ¦:m:«m: Garðhús. Þorbjörn í baksýn Eftir séra Gísla Brynjólfsson Allt fram yfir síðustu aldamót var á lífi fólk fyrir austan Fjall, sem tók svo til orða um sveitunga sína, er löngu voru safnaðir til feðra sinna: Hann er einn af þeim, sem komu úr Eldinum. Þannig var tal- að um þá, sem höfðu orðið að flýja ógnir Skaftárelda og náð bólfestu í útsveitum Suðurlandsundirlendis- ins. En löngu, löngu fyrr, mörgum öldum áður en ölmusulýður Móðuharðindanna hlaut að flýja hraunflóðið úr Laka, höfðu orðið eldsumbrot í Skaftárþingi með þeim afleiðingum að menn urðu að flytjast þaðan á brott. Þeir voru að vísu landnemar á þessum slöðum. Samt höfðu þeir ekki tjaldað til einnar nætur held- ur ætlað sér að una þar ævi sinnar daga. i Landnámu segir frá Hrólfi höggv- anda. Hann átti syni tvo: Vémund og Molda-Gnúp. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Vémundur kvað þetta, er hann var í smiðju sinni: Eg bar einn af ellefu bana orð. Blástu meir. En hér segir ekki af Vémundi, hvorki vígum hans né smíðum hans, heldur hinum bróðurnum, Molda-Gnúpi, sem kom til Islands og nam land milh Kúða- fljóts og Eyjarár, þar sem nú er Álfta- ver og austurhluti Mýrdalssands. Molda- Gnúpur seldi mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt áður en jarð- eldur rann ofan og urðu þeir nú að flýja út yfir Sand, í Mýrdal. En ekki var þeim leyfð þar vist til langframa, enda sjálfsagt setinn bekkurinn. Vorið eftir héldu þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestust þar. „Þeir höfðu fátt kvikfjár", segir í sögunni, svo sem ekki var óeðlilegt eftir þessa hrakningar. Skyldi maður nú ætla að ekki hefði gengið greitt að koma upp stórum bústofni á hrjóstrum Reykjaness, „þessu geigvænlega héraði, þar sem ferleg hraunflóð hafa brotizt hvert á annað ofan frá fjöllunum og allt í sæ- inn fram", eins og Sveinn Pálsson kemst að orði í frásögn af ferð sinni um Sand- akraveg. En hér fór á aðra leið. Enn af sonum Molda-Gnúps hét Björn. Hann dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi til hans og bauð a<ð gera félag við hann og þóttist hann játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímgaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð vellauðugur. Eftir það var hann kallaður Hafur-Björn, en af bergbúanum fer ekki fleiri sögum og ekki er þess getið hver varð hans hlutur í þessu hálfmennska kompaníi. En hversu mikið, sem hæft er í þess- um þjóðsögukenndu frásögnum af auði Hafur-Bjarnar í gangandi fé, þá er það sjórinn en ekki landið, sem hefur fætt Grindvíkinga engu síður en aðra Su'ður- nesjamenn frá upphafi og til þessa dags. Um 1700 bjuggu í Grindavík um 200 manns sem höfðu 66 kýr, 385 fullorðið fé og 58 hross. Þetta eru ekki nema eins og 2—3 væn bú nú á dögum. I ritgerð Skúla fógeta um Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1782 segir hann 202 menn búsetta í Grindavík, alls 43 fjölskyldur. Á sjö jörðum eru þar 15 bændur, að presti meðtöldum og kaup- manninum, 18 hjáleigumenn og 10 þurrabúðarmenn. En ekki er bústofn- inn mikill: 55 kýr, rúmlega 300 fjár, þar af 102 sauðir, en hrossin yfir 70. Þetta er ekki nema eins og eitt stórt bú nú á dögum. Það er heldur ekki von. Hér er erfitt að framfleyta nokkrum búpeningi að ráði. Því að það er eins og segir í sóknarlýsingu sr. Geirs Bach- manns, þá er „allt Grindavíkurland ákaflega hrjóstrugt og grýtt ..." Þaö mun óhætt að fullyrða, að eigi finnist á Suðurlandi jafngraslítil og gróðurlaus sveit sem þessi. Varla má það heita, að nokkurs staðar í nánd við bæi og í svo- kölluðum heimahögum verði áð hesti um hásumarið. Það var því engin furða þótt sr. Geir breytti til og færði sig þangað sem mýkra var undir fótinn. Hann fékk seinna Miklholt á Snæfellsnesi. Þó var anna'ð í Grindavík ekki minni annmarki heldur en grasleysið. Það var vatns- skorturinn. Víðast hvar eru fjöruvötn brúkuð til neyzlu eður þá þeim verri sjóblendingur úr stöðupollum og gjám, í hverjar sjórinn fellur að og út með hverju sjávarfalli ... Það einasta renn- andi vatn, sem finnst í nánad við bæi, er í afardjúpri gjá, Baðstofu nefndri, hér um bil 200 faðma frá bænum Húsa- tóttum. Eru niður að vatninu nálega 15 faðmar eða máske 20, hvað ei verður með vissu mælt, því það er ekki stand- berg og vatnsdýpið, þar til að verður komizt, við 3 faðma. Þa'ð væri því mikil synd að segja að gott væri undir bú á þessum slóðum og engin furða þótt menn hefðu þar „fátt kvikfjár" eins og í Landnámu seg- u, I m búskap Grindvíkinga segir sr. Geir Bachmann í fyrrnefndri sóknarlýs- ingu, að kýr verði „alla tíma að hafa inni nema þá tvo mánuði sem í seli eru. 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Brim við Reykjanes ---------------- 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.