Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 3
LJODIAUSTUR- LENZKRIUMGJÖRD Sagan um Fatumeh eftir Cunnar Ekelöf Þegar Gunnar Ekelöf hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs, sagði Olof Lagerkrantz í Dagens Ny- heter, að það teldist vart til tíðinda, að Ekelöf hlyti verðlaun. Minntist Lagerkrantz þess, að Ekelöf hefði hlotið bæði Bellmansverðlaunin og sérstök sænsk-dönsk bókmennta- verðlaun og bætti við, að nú ætti hann ekki eftir nema Nóbelsverð- launin að keppa að. Á hálfu öðru ári, sem liðið er frá því að þessi orð voru sett fram, hefur Ekelöf skilað áleiðis að þessu marki. í viðtali, sem undirrita'ður átti við Gunnar Ekelöf fyrir Morgunblaðið dag- inn sem Norðurlandaráðsverðlaununum var úthlutað, sagði skáldið, að nokkur ljóð, sem birzt höfðu fáum dögum fyrr í bókmenntatímariti, vseru stofn að nýrri ljóðabók. Þar kvað hann fjallað um sömu viðfangsefni og í vertSlaunabók- inni, Strengleikar um furstan í Emgión, þau tekin til nýrrar og ítarlegri með- ferðar. Ekelöf kvaðst hafa hrifizt mjög af austurlenzkri menningu, sem hann sagði að Norðurlandamenn hefðu ekki gefið nægan gaum á síðari öldum. Þessu hefði verið annan veg farið á víkinga- öld, er norrænir höfðingjar hefðu sótt sér menntun og lífsreynslu til Austur- landa. Minntist hann í þessu sambandi sérstaklega á frásögn Laxdælu af austur- för Bolla Bollasonar og félaga hans og endurkomu Bolla, er hann hafði á sér svo mikinn höfðingjabrag, a'ð hann vildi ekki bera nein klæði nema skarlatsklæði og pellsklæði og hafði öll vopn gullbúin. Sagði Ekelöf þessa frásögn Laxdælu bera austurlenzkri fornmenningu skemmtilegt vitni. Ij jóðabókin, sem Gunnar Ekelöf boðaði í fyrsta skipti í áðurnefndu við- tali, er fyrir nokkru komin út og verð- ur getið hér lauslega. Hún heitir Sagan um Fatumeh, ljóð. (Sagan om Fatumeh, dikter. Bonniers). Sögusviðið er hér það sama og í vertSlaunabókinni, saga Fatu- meh gerist einnig í Austurlöndum nær á elleftu öld. Og hér er fjallað um eina persónu eins og þar, en hér er það kona, Fatumeh, sem svarar til furstans í Emgión í verðlaunabókinni. Flest ljóð- in eru töluð af munni hennar, eða geta verið það, pg túlka æviskeið hennar að hokkrú, lýsa ást, hamingju, elli og hrörn- un. Nafnið Fatumeh, sem skáldið hefur valið söguhetju sinni og bók, er ekki til sem slíkt, en á að tákna franskt afbrigði latneska orðsins fatum, örlög. :' B I ókinni er skipt í tvo meginkafla, sem heita nazm og tesbih. í arabisku og tyrknesku tákna þessi orð talnabönd e'ða kúlur á talnaböndum. Ljóðin eru sett upp í bókinni eins og kúlur á talna- bandi og eru tuttugu og níu ljóð í hvor- um meginkafla. Fyrir utan þessa tvo kafla eru þrjú stök ljóð í bókinni, eitt fremst, annað á milli kaflanna og það þriðja aftast. Þau bera öll heitið Orms- höfuð, en ormshöfuð tákna skil á talna- bandi að austurlenzkum sið. Fremsta ormshöfuðið, inngangsljóð bókarinnar, er þannig: Om hösten eller om váren — Vad gör det? I ungdomen eller i dlderdomeu — Án sen? Ándá försvinner Du i bilden av det Hela Du ár försvunnen, Du försvann nu, nyss eller för tusen ár sen Men sjálva Ditt försvinnande ár kvar. „Hvarf þitt varir", segir skáldið, og það skiptir ekki máli hvort það gerðist í gær eða fyrir þúsund árum. Þetta inn- gangsljó'ð er lykill að bókinni, það sem skáldið lætur gerast fyrir þúsund árum í fjarlægum löndum, er að gerast um- hverfis okkur á þessum dögum. Austur- lenzka umgerðin, sem Ekelöf hefur valið ljóðum sínum, ber þau hvergi ofurliði. Þau eru fyrst og fremst tær og algildur skáldskapur, aðgengilegur og heillandi. I tveimur hliðstæðum ljóðum fjall- ar.Ekelöf um ástir Fatumeh, ástarörlög hennar. í fyrra ljóðinu birtist hún í mynd heilagrar Önnu, sem kemur til fundar við heilagan Jóakim. Fundi þeirra er lýst á þessa leið: De kom frán skilda ánglar med samma budskap och dessa ánglar visade sig dnnu pa bildens guldgrund i de övra hörnen De kom frán var sin stadsport och möttes pá den öppna platsen framför mittpalatsets tandade mur 0 hur hon flög i hans famn och lade hdnderna pá hans bröst Hur manteln fladdrade röd efter henne av den bráda gángen hur hon höjde sitt ansikte tecknat av allvarlig gládje tecknat av ömhet. För vem? För honom? För henne sjálv? Av ömhet inför sitt öde 1 detta öde var hennes hopp Och Joachim tog emot henne gr'ónt fladdrade hans mantel Han stödde með vánstra handen hennes armbáge och tryckte látt med sin högra fot pá hennes vdnstra toffel av rött saffian. *> * ~* Gunnar Ekelöf Fatumeh, sem í ljóðinu ber sitt rétta nafn, og Joasaphs prins. Þau þreifa sig fram eftir myrkum skúmaskotum í grennd við öskuhaugana, framhjá villi- köttum og flækingshundum, unz þau koma í trjágaröinn, lundinn. Síðan segir í ljóðinu: Med vinden hör du fladdrandet av hennes latta mantel som böljar efter henne av den alltför brádskande gángen Du kánner hennes hánder pá ditt bröst vadjande stödjande med handen under din vdnstra armbáge vidrör hon med sin vdnstra fot din' högra Och hennes ansikte dr fullt av ödets ömhet Du kdnner: Det ár uppatvánt fyllt av sitt öde Báda i mórkret komna frán var sin skuggas dngel frán var sin port Sá var prins Joasaphs möte med mig, Fatumeh. Snorri Hjartarson: NÁTTBORGIN N, I æsta ljóð bókarinnar f jallar um örlög jarðneskrar ástar. Hér er lýst fundi Hljóð er náttborgin löng strætin þar sem ekki er grænt ljós nema í eina átt og hægt berst ég austur með svefnþungum straumnum hægt gegnum dimmuna til hins ókunna sem bíður þar sem strætunum sleppir og borgin er öll borgin sem reist var til einnar nætur. 1. október 1967 LESBOK MQRGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.