Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 14
Af gömlum blöðum 1/ járkreppan, sem byrjaði 1908 lá sem mara á þjóðinni fram að stríðsbyrj- un. Engir möguleikar voru fyrir alþýðu og þeir, sem töldust eiga hús misstu þau, gátu ekki borgað vexti og afborganir. Kunningi minn einn elti mig á röndum dag eftir dag 1912, bað mig að kaupa húsið sitt á eignarló'ð fyrir 2500 krónur. Veðdeildarskuld var 2200 krónur og út- borgun 300 krónur. Mér fannst það ekki ráð. Þetta hús er enn mjög sæmilegt, og nú væri verðið vafalaust 800 þús- undir króna. Árið 1914 voru boðin 200 hús í einu lagi þeim, sem vildi borga út 18 þúsund krónur. Þó voru mörg húsín á beztu stöðum í míðbænum, sum stór eftir þeirra tíma mælikvarða. Eng inn vildi kaupa. Á þessum árum voru Filistearnir fyr- irferðamiklir í bæjarlífinu, þar til Jónas frá Hriflu gekk af þeim dauðum í magn- aðri blaðagrein. Ég þekkti þá marga og þótti vænt um þá, þó þeir fremdu marga óhæfu. Þetta voru flestir lítt menntaðir menn, margir vel gefnir, sumir svo góð- ir, a'ð þeir máttu ekkert aumt sjá en RABB Framhald af bls. 16 að sitja árum saman yfir námsbók- um og safna skuldum. Lengi má bollaleggja um hinar ýmsu ástœður sem valda kunna lífsstefnu einstaklingsins í þessum efnum; hitt er staðreynd, að menntaskólanám er hér ákaflega ósveigjanlegt og miðazt við það, að unglingurinn ákveði á vissu ald- ursskeiði í eitt skipti fyrir 611, hverja braut skal ganga. Og jafn- vel þótt öllum ytri skilyrðum sé fullnœgt, geta persónulegar ástœð- ur valdið því, að unglingurinn er óráðinn og treystir sér ekki til að Ijúka menntaskólanámi. Að nokkr- um árum liðnum er hann kannski reiðubúinn til að endurskoða af- stöðu sína, en tœkifæríð er glatað, og bœði fyrir honum og þeim, sem ytri kjör hafa meinað menntun, er tœkifærið í reynd glatað að fullu og öllu. Vissulega er hægt að lesa námsefni menntaskólanna utan- skóla, lesa heima tilsagnarlaust eða kaupa sér rándýra einkatíma, og taka síðan próf sem sniðin eru eft- ir þeirri kennslu sem fram hefur farið innan veggja skólanna, en slíkt fyrirkomulag er vœgast sagt óheppilegt, og nær ókleift fyrir fjöl- skyldufólk að nota sér slíkt. Eins og nú er háttað stúdentsmenntun, getur farið svo fyrir einstaklingn- um, að hann gjaldi þess allt lífið, að r'óng ákvörðun var tekin á svo til einu einasta ári í lífi hans. Hér þarf tvímœlalaust að fella inn í skólakerfið kennslu til stúd- entsprófs, sem hentar fullorðnu fólki. Það er heldur ekki ósanngjbrn krafa, að þessu fólki verði tryggð námslán eða styrkir, sé um fjöl- skyldufólk að rœða. Gera má líka ráð fyrir, að fólk, sem mundi nota sér þessa kennslu, hafi skilað þjóð- félaginu arðbœrri vinnu, sem rétt- lœta mundi slíka fjárhagslega að- stoð. H6k er að minnsta kosti ein aðferð til að fjölga menntamönnum í landinu. Svava Jakobsdóttir. létu síðasta eyrinn til bjargar. En þeir voru óróagjarnir fjárhættuspilarar, áræðnír uppreistarmenn, sem fyrirlitu vanmegna þjóðfélag, yfirstéttarhroka og fjármálavald. Þeir hafa hlotið ill eftir- mæli, allir eru þeir nú dauðir nema einn, sem býr háaldraður inni í Hrafn- istu. Að vísu var hann syndaselur, en gerði líka mörg góðverk Guði til dýrð- ar. Og að sögn vann hann það mann- dómsverk, að leysa þjóðfrægt íslenzkt skáld út úr prísund í Þýzkalandi með tuttugu þúsund gullmörkum. Nu er skáldið lofað að maklegleikum, en eng- inn þakkaði drengskaparverk Filisteans. Ég held, að Guð verði Filisteunum náð- ugur, þrátt fyrir allt. En glæsilegasta persóna þessa tíma- bils var Jóhann Jóhannesson, Jóhann „próki", eins og hann var kallaður, fast- eignasali, kaupmaður, fésýslumaður og bókaútgefandi. Hann var bróðir Sigurð- ar Júl. skálds í Ameríku, áður ritstjóra Æskunnar. Jóhann var eins og hala- stjarna í himingeimnum, stór stjarna, sem menn veittu athygli vegna birtunn- ar á hraðri braut, en hvarf jafn snögg- lega, er hann fyrirfór sér 1914 eftir lát konu sinnar. I I óhann rak fasteignaviðskipti með nútimahraða og nútímasni'ði, keypti hús og seldi samdægurs ef 100 króna hagn- aður var. Hann lét mála forstofur hús- anna, ef tími vannst til, svo þau gengju betur í augu kaupenda. Allt varð að ganga með hraða, kaup og sala, fésýsla og útgáfa. Margir hallmæltu honum, og fáir þökkuðu góðverkin, sem hann gerði Þó er ein vísa, sem segir annað: Vandlaunað mun verða hér vinarhendi þinni. En hinumegin þægi ég þér, þar á ég heldur inni. Vísuna kvað Þorsteinn Erlingsson skáld, er Jóhann gaf honum íbúðarhús. Það er áreiðanlegt, að Þorsteinn hefir launa'ð vini sínum eftir dauða beggja. Og sjómannsekkjan með börnin 6 hef- ir líka hugsað hlýlega til Jóhanns. Hann gaf henni eftir leigu af íbúð hennar í þrjá mánuði, en flutti hana þá í betri íbúð, sem hún mátti hafa leigufrítt í tvö ár. Fyrir dauða sinn stofnaði Jóhann elli- heimilissjóð með 100 þúsund króna stofnfé. Þetta átti að verða minnisvarði um látna eiginkonu, og elliheimilið að taka til starfa 1973. Þessi sjóður er til á pappírnum, en verðgildið horfi'ð með lággengi krónunnar. Þjóðfélagið, og menn sem hann treysti brugðust hon- um. Minnisvarðinn verður varla reistur. E, lr Björn Gíslason, síðasti Filiste- inn, bjó sem stórbóndi í Gaulverjabæ, var þar fátækur barnamaður, sem bjó á koti sem hreppurinn átti. Hann var aðkomumaður, átti þar ekki sveit, og er börnin voru orðin sex fór hreppsnefndin að ókyrrast, ákvað að byggja honum út. Þetta frétti Björn og falaðist eftir kot- inu til kaups. Hreppsnefndin varð him- inlifandi, seldi koti'ð óðar, efaðist ekki um fantaskap Björns, sem mundi hrekja manninn burt. En Björn gaf þá mann- inum kotið, svo hann gat setið rólegur og komst af. Ég gat þó náð mér niðri á helvítis hreppsnefndinni, sagði Björn, er hann var inntur eftir tilganginum með kaupin. En það var góðmennska Björns, sem raunverulega réði, hann vildi hjálpa, þegar þörfin var. Föðurbróðir braskar. Pétur föðurbróðir minn gekkst upp við skrum fasteignasalanna, vildi fara að græða. Það hefði hann ekki átt að gera, því hann var hrekklaus maður, grandvar í öllum viðskiptum og skila- maður. Fyrr en varði var hann búinn að kaupa fjögur hús, „Arabíu" í Borgar- nesi á 7000 krónur, hús í Hafnarfirðí á 4000 krónur, Barónsstíg 18 á 7000 krón- ur, og Hverf isgötu 63 á 3900 krónur. Að vísu var þetta lítið verð, því hús- in voru flest nýleg og góð, og sama og engin greiðsla í peningum, heldur vör- um. En mér leizt ekki á þetta, lét það þó afskiptalaust, enda þýddi ekki annað. Hann réði og hefði ekki hlustað á neinar ráðleggingar. En þegar átti að fara að greiða vexti og afborganir af skuldunum, féll hann saman, sá engin ráð, því leiga fékkst engin. En víxil- skuldir, sem hvíldu á verzluninni varð að greiða. Og því fékk ég Bjarna Bjarna- son til að kaupa verzlunina, og sam- þykkti Pétur það. B * jarni var allt mögulegt, hann bjó í næsta húsi og við töluðum oft saman. Ég vissi að hann hafði áhuga á að stofna verzlun, því var létt a'ð fá hann til að kaupa verzlunina, sem hann þekkti og vissi að gekk vel. En hann setti það upp, að ég fylgdi, og fyrir sama kaup. Bjarni var efnaður, átti um fimm þúsund í pen- ingum. Við kaupin greiddi hann tvö þúsund, og þurfti ekki að leggja meira fram meðan ég var hjá honum, því verzlunin gekk vel. Pétur föðurbróðir missti þrjú húsin og það, sem hann hafði greitt í þeim. Hefði hann haft meiri kjark, hefði hann getað haldið þeim öllum, því strfðið var á næstu grösum. En húsinu á Hverfis- götu 63 hélt hann, og þar búa böm hans enn. Það átti þó að hafa húsið af hon- um fyrir lítið. 700 króna víxill hvíldi á því til seljanda, sem þverneitaði að veita frest, en fór til harðleikins kaupmanns, sem var á bak við Filisteana. Pétur var í öngum sínum, en mætti þá Garðari Gíslasyni stðrkaupmanm h götu, sem spurði hvort nokkuð an^ði að honum. Pétur sagði honum það, en Gar'ðar tók upp 700 krónur og rétti Pétri, án þess að óska viðurkenningar. Að vísu borgaði Pétur með fyrstu pen- ingum, sem hann fékk. En hann gleymdi aldrei trausti og drengskap Garðars. E: l n svo var Pétur orðinn reiður við víxileiganda, að hann treysti sér ekki til að borga víxilinn, heldur sendi mig og sagði mér að skammast. Ég hitti kaupmanninn og tjáði honum erindi mitt, en þá þóttist hann ekki finna víx- ilinn, ætlaðist til að ég færi, og gaf í skyn, að gengi'ð yrði að húsinu. Jæja, sagði ég og setti á mig heldri manna svip. Ég er kominn á réttum gjalddaga og býð fram lögmætan gjaldeyri, þar sem víxillinn á að vera. Ef víxillinn kemur ekki strax, fer ég út og sæki vitni til sönnunar því, að ég hafi boðið fram greiðslu. Og víxilrétturinn er fallinn ef greiðslu er neitað. Þá kom víxillinn, sem ég greiddi. Ég hefi áður sagt, að margir Filiste- arnir voru ágætir menn, þó iðja þeirra væri ljót. En það voru líka til vondir Filistear, og enn verri heiðursmennirn- ir, sem bak við þá stóðu. En eru nokkru betri löggiltu mennirnir, sem stunda svipáða atvinnu nú? Ég held ekki. Hannes Jónsson. Allir amerískir bílar eru að verulegu leyti svo Iíkir að framleiðendur þeirra verða nú að finna uppá einhverjum nýjum brögðum til þess að draga kaup- endur til sín. Að undanförnu hefur verið reynt að nota stóraUkið öryggi sem sölubragð, en það er gömul saga úr bílaiffnaffinum, að „safety does not sell"; það er ekki öryggið sem selur. Annað verður að koma til og stereo-segulbönd eru t. d. eitt af því. Nú eru allir bílar með venjulegu útvarpi og í landi eins og Bandarikjunum er hægt að stilla á ótal stöðvar og ekkert er nýstárlegt við það. Nú er svo komið að þú getur valiff þína eigin eftirlætismúsík og haft með þér i ferðalagið. Það nýjasta er bíla- stereo, ekki þó með plötuspilara, heldur af segulbandi. Nú er hægt að kaupa ur- mul af fyrirferðalitlum stereo-segul- böndum og sérstaka gerð af viðtækjum, sem pakkinn með bandinu smellur inn í. Hátölurum er gjarnan komið fyrir í hurðunum báðum megin, annaðhvort að framan eða aftan. Á myndinni sézt mjög venjulegur útbúnaður: Bakka með stereo-segulbandi, er skotið inn í Motorola-viðtæki. Þar sem þróunin er einna lengst á veg komin, lætur nærri að tveir bílar séu orðnir á hverju heimili og þá er annar þeirra venjulega sniðinn við þarfir hus- móðurinnar. Allir vita að konum þykir þægilegra, að bíllinn sé ekki fyrirferff- armikill; að hann sé lipur og auðvelt að koma honum í bílastæði. General Motors, sem er stærstur' bílaframleið- andi í heiminum, hefur tekið þessar óskir til yfirvegunar og hafið tilraun- ir með þrihjólaðan innkaupavagn, sem ætti að geta orðið óskadraumur hverr- ar húsmóður. Engir póstar hylja út- sýnið að framan og svo er hægt að snúa hrorium svo til alveg á punktinum. Aftan í bílnum eru einskonar skúffa og þegar henni er kippt út, spretta niður úr henni fjögur hjól. Þessa skúffu er svo hægt að taka með sér inn í búð, eða hvert sem fariff er tii innkaupa og jafn þægilegt er að skjóta henni aftur inn í afturenda bilsins. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.