Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 7
FG HVGSA GOTT TIL AÐ HEFJA STARF Talað við lan Kirby prófessor í ensku við Háskóla íslands Á þessu ári var. sem kunnugt er stofnað prófessorsembætti í ensku yið Háskóla íslands. í það embætti valdist ungur enskur menntamaður, Ian Kirby að nafni. Hann er nú nýfluttur hingað til lands ásamt konu sinni, frú Pamelu Kirby, og ungum sýni þeírra hjóna, Neil, sem er aðeins 4ra mánaða gamall. Hing- að fluttist fjölskyldan frá Sví- þjóð, en prófessor Kirby hefur starfað sem enskur lektor við háskólann í Uppsölum sex und- anfarin . ár. Háskólanámi lauk . hann við háskólann í London ár- ið 1955 og kénndi að því loknu ensku á. merintaskólástigi í Eng- landi áður en hann hélt til Sví- þjóðar. í , samtali okkar kemur einnig fram aðprófessor Kirby er að vinna að dqktorsritgerð á sviði norrænna fræða. ./ Prófessor Kirby segist hugsa mjög gott til að hefja sitt nýja starf hér á íslandi, en, bætir hann við, það er raunar of snemmt fyrir mig að ræða hvort verða meiriháttar breytingar á Starfstilhögun. Enn hef ég ekki haft persónuleg kynni af nemendunum, en af því sem ég hef getað kynnt mér af prófúrlausnum og gögnum, virðist mér kennslufyrírkomulagið mjög gott. Á þessu stigi málsins vil ég að- eins nefna tvennt sem ég mun gera mér far um að dragist ekki aftur úr hinni eiginlegu tungumála- og bók- menntakennslu. Annað er þékking stúdentanna á brezku þjóðskipulagi og þjó'ölífi nútímans, að þeir fylgist vel með því sem gerist í Bretlandi á hinum ýmsu sviðum, þannig að þeir fái lifandi samhengi í sjálft námið, hitt atriðið er hæfni nemendanna til að tala málið. Ég vildi ógjarna kom- ast í sömu aðstöðu og prófessorinn í Svíþjóð, sem neydtHst til að fella námsmann, sem skilað hafði einum beztu úrlausnunum á skriflegum prófum, en reyndist svp ekki geta komið fyrir sig orði á ensku. Ég mun auðvita'ð gera þá kröfu, að nemendur ræði við mig á ensku og ekki ís- lenzku. En að sjálfsögðu hlakka ég til að leggja grunninn að æðra ensku- námi við háskólann, þótt það verði að vísu ekki gert svo nokkru nemi á þessu fyrsta ári. — Hvernig var kennslutilhögun í ensku við Uppsalaháskóla? — AS mínu áliti var tilhðgun í flestu tilliti mjög góð. Enskir sendi- kennarar voru fjórir við deildina. Upphaflega var þeim aSeins ætla'ð að slípa og fága þá kennslu sem nem- endur hðfðu þegar hlotið hjá pró- fessor og dósentum — Svíar kalla það fardighetsövningar — en á síð- ustu tíu árum hefur sú breyting orðið á, að sendikennurum hefur verið fal- in síaukin kennsla og þá um leið meiri ábyrgð í starfi. Segja má, að sendikennarar annist nú svo til alla bókmenntakennslu í ensku við Upp- salaháskóla. Mér féll kennslan þar ákaflega vel, og við kunnum vel við okkur í Uppsölum, en sendikenn- arastarf í Svíþjóð veitir ekki mögu- leika til hækkunar í starfi. Reyndin hefur samt ofðið sú, að margir Eng- lendingar hafa dvalizt þar árum sam- an sem sendikennarar, því að starfið er vellaunað. A pappírnum ér að vísu ákvæði um, að sendikennarar á veg komin, en ef allt gengur vel, munu — auðvitað að fengnu sam- þykki fræðsluyfirvalda Svía — þessar plötur verða gefnar út í fjöldafram- leiðslu til notkunar í öllum skólum landsins. Nú, og auk þess stjórnaði kona mín sérstökum æf inganámskeið- um, sem haldin voru aðra hvora viku, þar sem þátttakendur þjálfuðu sig í að tala ensku — þessi námskei'ð sóttu aðallega eiginkonur prófessora skeiðum, en samtimabókmenntir — og hér á ég við bókmenntir 20. aldar — eru vissulega á námsskrá. Hver nemandi verður að skila .ritgerð um bókmenntaleg efni, sem á að prófa hæfni hans í sjálfstæ'ðri bókmennta- gagnrýni, og til slíkra hluta er ætíð valið efni úr samtímanum. — Hvað er um doktorsritgefðina að segja? — Hún fjallar um forníslenzkt efni og heitir á ensku „Vernacular Quota- tions from the Bible in Norse Texts" þ. e. a. s. tilvitnanir úr Biblíunni í forníslenzkum ritum. Þetta verk vinn ég undir handleiðslu Peters Footes í London. Ritin sem ég kanna í þessu augnamiði, eru aðallega post- ulasögur, heilagramannasögur, bisk- upasögur, hómilíur og að einhverju leyti konungasögurnar. Þetta eru nær eingöngu prentuð rit, sem ég styðst við, handrit óprentuð, sem koma hér við sögu, eru ekki nema eitt eða tvö. Og eins og nafn ritgerðarinnar bendir til, tek ég eingöngu tilvitnanir á íslenzku, ekki latneskar. Eitt af Prófessorshjónin Pamela og Jan Kirkby með soninn Neil. (Ljósm. Sv. Þorm.) skuli vera aðeins sex ár í starfi, en yfirleitt hafa rétt yfirvöld komið sér saman um það núorðið að sniðganga þetta ákvæði. — "Þið hafið verið ofðin nokkuð rótgróin í Svíþjóð eftir sex ár? — Já, það má segja það. Við höfð- um á hendi þar ýmsa starfsemi sem við urðum nú að skilja við. Við tók- um bæði hjónin þátt í starfsemi á veg um Kennaraháskólans í Uppsölum, er var undirbúningur að nýjungum í enskukennslu á barna- og unglinga- stigi í Sviþjóð. Ætlunin er að koma á fót svonefndum „tungumálasmiðj- um" e'ða „language laboratories". I samvinnu við sænskan kennara við Kennaraháskólann samdi ég efni sem ætlað er til þessarar starfsemi og síð- an lásum við Pamela efnið inn á plötur. Enn er þessi starfsemi skammt við háskólann — en kannski fær hún eitthvað svipað viðfangsefni hér, hver veit? — Undanfarin fjögur ár nöfum við samt ætíð dvalizt um tíma í Eng- landi þar sem ég hef kennt við ensku- námskeið fyrir háskólafólk af Norð- urlöndum, nú síðast í Cambridge. Þessi námskeið hafa verið sótt af sænskum, finnskum og norskum stú- dentum, og rekin af Skandinövum. f>au hafa verið vel sótt og eru vinsæl. — Hversu ríka áherzlu leggja Eng- lendingar á kennslu í samtímabók- menntum á menntaskólastigi? — Samtimabókmenntir þykja auS- vitað sjálfsag*ður þáttur í móðurmáls- kennslunni. Eftir 16 ára aldur má segja að áherzlan sé nær eingöngu lögð á bókmenntir okkar — að vísu er um að ræða nokkuð frjálst val nemenda á hinum ýmsu bókmennta- því sem slík rannsókn kynni að leiða í ljós er, hvort til hafi verið Biblíu- þýðing á íslenzku, sem töluvert eldri væri en Stjórn, hin norræna þý'ðing á sögu Gyðinga. A þessu stigi málsins er ógerningur að segja, hvort þessar rannsóknir mínar sanni — eða af- sanni — nokkuð um slíka Biblíuþýð- ingu. Það er rétt að taka fram, að söfnun Biblíutilvitnana í forníslenzkum rit- um hefur verið gerð áður, og komið út í bókarformi, en sú bók er engan veginn tæmandi vísindarit. Ungur Norðmaður, Belsheim að nafni, var byrjaður á þessu verki, en féll frá áður en há»nn fékk lokfð því, og faðir hans gaf safniS út til minningar um hann árið 1884. Á sinn hátt er bókin góð, en hins vegar er henni ábóta- Framhald á bls. 12 1. október 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSmii 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.