Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 13
HIÐ NÝJA PERSONUGERVI Utan um nýja LP-plötu, sem kölluð er Stg. Peppers Lonely Hearts Club Band er ljósmynd af stórum hóp karla og kvenna sem stendur umhverfis gröf. Og furðulegur er sá hópur. Þarna má sjá Marilyn Monroe, einnig er þar Karl Marx, Edgar Allan Poe, Albert Einstein, Arabíu-Lawrence, Sonny Liston og Bob Dylan svo að nokkrir séu nefndir og þarna eru hvorki meira né minna en átta Bítlar. Að vísu eru fjórir þeirra bara vaxmyndir af Bítlunum eins og flestir muna þá: vingjarnlegir, síðhærðir strákar, í svörtum fötum með andlit eins og sak- lausir kórdrengir. Hinir fjórir Bítlarnir eru miklu líflegri: grannir hippies með yfirskegg í litskrúðugum einkennisbún- ingum og þó yfirbragð þeirra virðist rólyndislegt speglast að- vörun og jafnvel harmur úr augunum. Á gröfinni í for- grunni myndarinnar, sem þak- in er marijuana-plöntum, stendur skrifað The Beatles með stöfum úr rauðum blóm- um. En hva‘ð táknar svo allt þetta? Eru Bítlarnir að reyna að túlka eitthvað með þessari mynd, eða er þetta bara eitt að hinum fjölmörgu frumlegu uppátækjum þeirra? The Beatles hafa nú stigið enn einu skrefinu framar í list sinni án þess þó að hafa tapað nokkru af sjálfstæði því sem hefur einkennt þá frá byrjun. Með rock’n roll í bakgrunni eru þeir að skapa hina frumlegustu, tjáningarfyllstu og athyglis- verðustu tónlist sem heyrzt hefur í pop-músík. Þeir leiða byltingu, þar sem það, sem sem sumir hafa viljað kalla gaddavírsmúsík, er orði'ð nokk- uð sem það hefur aldrei verið áður: list. Klassískir tónlistarmenn hlusta á þá og taka verk þeirra sem sögulegan hluta í þróun tónlistarinnar. Ned Rorem, eitt bezta núlifandi klassíska tón- skáldið segir: „Þeir eru mínir kollegar. Við tölum sama tungumálið, aðeins með mis- munandi áherzlum.11 Og hann heldur áfram: „Sum laga þeirra eru stórkostleg. She’s Leaving Home — eitt cif lögunum á Stg. Peppers plötunni er sambæri- legt við hvert það verk sem Schubert nokkru sinni skóp.“ Hinn heimsfrægi hljómsveitar- stjóri Leonard Bernstein metur þá mikils og hefur hann láti'ð hljómsveit sína leika mörg af lögum þeirra inn á hljómplöt- ur. Bítlarnir hafa tekið miklum breytingum frá því að „She loves you“ leit fyrst dagsins ljós árið 1963. „I Want to Hold Your Hand“ metsöluplata þeirra — hefur selzt í yfir 5 milljónum eintaka — var ómerkilegt ljóð um strák og stelpu og lagíö sjálft var lítið stórbrotnara en ljóðið. Þá var það að þeim fór að þykja hin auðskildu lög sín og ungæðis- legu ljóð heimskuleg. Eins og Paul McCartney sagði: „Okkur líkaði ekki að koma fram á hljómleikum og spila lög sem ekkert var spunnið í. Okkur fannst að fólk vildi fá eitthvað meira, eitthvað raunverulegra og við sjálfir fundum að vi'ð vildum gjarnan gera betur, gera eitthvað stórbrotnara. Allar hinar miklu framfarir og allur árangur síðustu tveggja ára voru forleikur að Stg. Pep- per, sem meira en nokkuð ann- að sýnir, nótu fyrir nótu, orð fyrir orð, glæsileik hinna nýju Beatles. Á þremur mánuðum hefur platan selzt í yfir 2,5 milljónum eintaka sem hvert um sig flytur með sér sálræn- an skjálfta. Nú þegar tónlist Bítlanna er orðin margbrotnari og véfengj- anlegri tapa þeh töluverðum hópi hinna yngstu. Börn og hinir yngri táningar sem sök- um bernsku sinnar skilja hvorki lögin né ljóðin, skrúfa fyrir lög eins og „A Day in The Live“ gera gys að „Straw- berry Fields Forever“ og taka fram yfir hávaðasamar eftir- hermuhljómsveitir eins og t. d. Monkees. Hins vegar hafa þeir, sem voru á þessum sama aldri þegar Bítlarnir byrjuðu fylgt þeim eftir og þróazt með þeim. Á'ður fylgdu Bítlamir kröfum aðdá- endanna, nú eru það aðdáend- urnir sem fylgja þeim. Fyrir tveim árum fór Kathy Dreyfus frá Los Angeles í pílagrímsför til Liverpool, heimaborgar The Beatles. „Ég var svo brjáluð að ég neytti hvorki svefns né mat- ar. Hvað sem ég gerði og hvað sem ég hugsaði snerist um þá. Nú er þetta öðruvísi. Ég er enn- þá mjög hrifin af þeim en það er ekki slíkt brjálæði sem þá var. Nú syngja þeir um það sem ég hugsa um, heiminn, ást- ina og hvernig hlutirnir í raun- inni eru. 1 staðinn fyrir hina villtustu aðdáendur hafa Bítlarnir nú eignazt eldri og meira þenkj- andi hlustendur. „Skyndilega" sagði George Harrison, „fund- um vi'ð að fólk sem áður taldi okkur fyrir neðan sína virðingu er farið að hlusta á okkur og gefa okkur meiri gaum. Nú eru það ekki aðeins ungling- ar heldur líka foreldrar, alvar- lega hugsandi prófessorar og jafnvel önnum kafnir kaup- sýslumenn. (Framhald í næstu Lesbók) ALAN PRICE The Alan Price Set — sem á sínum tíma komst í 4. sæti brezka sinsældalistans með nýj- asta lag sitt „The House That Jack Built — hefur æ ofan í æ fengið tilboð til hljómleika- halds bæði frá Ameriku og Evr- ópu, síðan þeir „slógu í gegn“ með lögunum „I Put a Spell on You“ og „Hi Lily Hi Lo“. Alan yfirgaf The Animals fyrir tveim árum siðan, og var ástæðan að hans sögn sú, hversu hræddur hann er að ferðast í flugvél, en The Ani- mals voru um þær mundir áð búa sig undir hljómleikaferðir til Japans og Ástralíu, sem hefði þýtt margra klukku- stunda skelfingu fyrir hinn flughrædda hljómlistarmann. En Alan horfist nú í augu við sama vandamálið á ný, því að jafnvel þó hann geti farið með skipi til Ameríku, þá er von- laust fyrir hann að ferðast nokkuð þar um nema að taka flugvél í sína þjónustu. Þessi veikleiki Alans hefur nú þegar kostað hann um 60.000 ísl. kr. á mánuði og er talið, að sleppi hann Ameríku- ferðinni muni það kosta hljóm- sveitina sem svarar rösklega 1 milljón ís'l. króna fyrir utan alla aðdáendurna sem þeir kæmu til með að eignast í slíkri för. ÍSLAND: 1. Glataður .................. Dumbó & Steini 2. Even the Bad Times are Good Tremeloes 3. Glókollur .................... Póló & Bjarki 4. San Francisco ......... Scott McKinzie 5. All You Need is Love. ............... Beatles 6. She’d Rather bee With Me ............ Turtles 7. To Night is The End ................ Óðmenn 8. Plesant Yalley Sunday ............ Monkees 9. ItchycooT*ark....................Small Faces ENGLAND: 1. (1) The Last Waltz Engelbert Humperdinck (3) Excerpt From a Teenage Opera Keith West (5) Itchycoo Park Small Faces (2) I’ll Never Fall in Love Again Tom Jones (8) Let’s Go to San Francisco Flower Pot Men (13) Reflections Diana Ross and the Supremes 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. (4) San Francisco (19) Flowers in The Rain . (9) Heroes and Villians (6) Even The Bad Times Are Good Scott McKenzie Move Beach Boys Tremeloes 1. október 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.