Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 1
Arni Ola: Ur sögu Reykjavíkur Um 878 ár var Reykjavík bónda- býli. Allan þann tíma hafði flest verið þar með líkum svip og á öðr- um sjávarjörðum í landinu. Bænd- ur stunduðu þar kvikfjárrækt og smábátaútgerð. Vinnubrögð, verk- færi og búskaparlag hafði verið með sama sniði öldum saman. 1 ó hafði Reykjavík smám saman verið brytjuð niður í margar jarðir. Sag- an um það er mjög óljós. Þó hyggja fræðimenn að fyrst hafi gengið undan jörðinni Nes við Seltjörn, Laugarnes, Engey og Viðey. En engar sagnir eru um hitt hvernig byggðist eystri hluti hins upphaflega Reykjavíkurlands milli Úlf- arsár og Hraunsholtslækjar. Elztu árefðanlegar heimildir uí« landamerki Reykjavíkur eru talin að austariverðu frá Kirkjusandi í Faxakeldu í Fossvogi, og að vestan frá Eiðistjörn, sunnan Lambastaða að Skerjafirði. Þessi landa- merki héldust um langt skeið. En innan þessai'a landamerkja voru þó fleiri jarð- ir, eins og sjá má í Jarðabók Árna og Páls 1703. Þar eru taldar jarðirnar Reykjavík, Sel, Örfirisey, Hlíðarhús, Arnarhóll og Rauðará. Þar að auki var Skildinganes, sem upphaflega var reist í Víkurlandi, en átti nú afskipt land. Höf- uðbólinu fylgdu þá 8 hjáleigur, Hlíðar- húsum ein, Arnarhóli ein og Örfirisey fjórar hiáleigur (Kot, Hólshús og tvær nafnlausar heima við bæ). Ástæ'ðan til þess að svo margar hjáleigur voru í Örfirisey var sú, að þar var verzlunin og veitti nokkra atvinnu við fiskverkun og fermingu og affermingu skipa. Öll þessi byggð var í daglegu tali nefnd Reykjavík og Reykvíkingar þeir, sem þar áttu heima. Alls voru þarna sex sjálfstæðar jarðir og 14 hjáleigur og þar áttu heima 150 manns. Landskuld Víkur (Reykjavíkur) var þá 5 hndr. á landsvísu og skyldi greiðast með 30 vættum af fiski. En Víkurbóndi fékk svo í sinn hlut landskuld hjáleigubænd- anna og nam hún samtals 22 vættum og 6 fjórðungum af fiski, eða 3 hndr. 95 álnum á landsvísu. Auk þessa voru lagðar ýmsar kvaðir á hjáleigubændur. Það var nú eigi aðeins að land Reykja- víkur hefði gengi'ð mjög saman frá því sem það var upphaflega, heldur hafði og hag jarðarinnar hnignað að öðru leyti. Ýmis hlunnindi höfðu gengið svo úr sér, að þeirra var varla getandi; má þar til telja æðarvarp, selveiði, skelfisktöku og laxveiði. Versnandi veðrátta og harð- indaár mörg í röð höfðu sorfi'ð að Reykjavíkurbændum eins og öðrum. Ef sjávarafli brást ekki, gátu þeir þó lifað sæmilegu lífi, en ekkert mátti út af bera til þess að sultur yrði í búi. XTLrið 1703 var tekið allsherjar manntal á íslandi og taldist þjóðin þá rúmlega 50.000 sálir. Fjórum árum seinna kom stórabóla og á tveimur ár- um lagði hún rúmlega þriðjung þjóð- arinnar í gröfina, eða 18 þúsundir manna. Gísli Þorkelsson annálaritari á Setbergi við Hafnarfjörð segir a'ð haust- ið 1707 hafi andazt 221 maður i Sel- tjarnarnessþingum og er það mannfall að tiltölu svipað og annars sta'ðar. Þá voru ekki eftir nema 32—33 þúsundir manna í öllu landinu. Nú birtir sagan þá merkilegu stað- reynd, að íslenzka þjóðin hefir verið furðu fljót að rétta við aftur eftir hverja hörmung og mannfall sem yfir hefir dunið. Og þetta ske'ði nú, því að um miðja öldina er þjóðin orðin jafn fjöl- menn og hún hafði verið 1703. Af öllum þrengingum, sem þjóðin hef- ir átt við að búa, var sú verst, er einokunin hafði skapað. Árið 1742 náði Hörmangarafélagið undir sig allri verzl- un á íslandi, og hefir það orði'ð illræmd- ast af öllum þeim, sem ráku einokunar- verzlunina, og er þá mikið sagt. Skúli fógeti gaf einokunarverzluninni þennan vitnisburS: „Hvorki jarðeldar, snjóar né skriðu- föll, eigi heldur harðir vetur, rekísinn frá Grænlandi, eða meðfædd leti, getur verið meginástæðan fyrir hinni afar þungbæru, jafnvel óeðlilegu fátækt manna; ekki heldur óhóf um brennivín, tóbak eða dýran fatnað. Allt þetta vekur mikla eftirtekt, af því að fátæktin er orðin svo óskapleg, a'ð menn geta ekki veitt sér nauðsynlegustu föt og fæði, og þá síður veitt sér hófsamlegar skemmt- anir, þar sem þeir búa við þungbærari vinnu og erfiðari kjör, en siðmenntir íbúar nokkurs annars lands í Evrópu nú á tímum. En hitt er annað atriði, hvort einokunarverzluninni verði komið í það, að hún geti nokkurn tíma bætt það, sem hún hefir eyðilagt". X elja verður a'ð grundvöllurinn að höfuðborg íslands hafi verið lagður þeg- ar Skúli Magnússon fógeti tók að reisa verksmiðjurnar árið 1752, og konung- ur gaf verksmiðjunum jörðina Vík. Þá hvarf hún úr tölu bændabýla á íslandi, en smáþorp reis þar í staðinn. Bernskuár höfuðborgarinnar teljast 34, eða frá stofnun verksmiðjanna 1752 fram til ársins 1786, þegar þorpið fékk kaupstaðarréttindi og verzlunin var að nokkru leyti gefin frjáls. Þessi bernsku- ár voru enginn sældartími. Oft hafði íslenzka þjóðin komist í krappan dans á umliðnum öldum, en nú tóku þó yfir þær hörmungar er á dundu. Saga þess- ara ára er svo að segja ein samfelld raunasaga. Hún sýnir að Reykjavík hef- ir átt mjög bágt í æsku, því að vissu- lega fór hún ekki varhluta af því böli, sem þá steðjaði að þjóðinni. En það gæti orðið mönnum hollt nú á tímum, þegar allt virðist leika í lyndi, að minn- ast þess, að ísland getur stundum orði'ð hart við börnin sín. Mannfellisárin I75M757 H . arðindin hófust á Austurlandi um miðja öldina. Er þess getið, að sum- arið 1750 hafi syðra og eystra komið stefnivargur af bleikgulum flugum, sem voru mikið stærri en íslenzk fiðrildi. Þessar flugur kölluðu menn náflugur og svo er að sjá, að þetta hafi þótt illur fyrirboði. En í Hrafnagilsannál seg- ir, a'ð þá hafi komið upp draugagangur, „eins og fyrir Stórubólu". — Þetta sum- ar var grasbrestur mikill bæði eystra og nyrðra og stöðugir óþurrkar, svo að lítið heyjaðist. Veturinn varð mjög harður og snjóþungur, svo að með eindæmum þótti. Kollfelldu þá margir bústofn sinn, sauðfé, hesta og kýr, og flosnuðu síðan upp og komust á vonarvöl. Er haft eftir Páli Arngrímssyni á Víkingavatni, „dugandi manni og sannorðum", að í Vopnafirði, á Langanessströndum og utarlega í Fljótsdalshéraði hafi þá 44 menn dái'ð úr hungri og harðrétti, en 40 jarðir lagzt í eyði. — Upp úr þessu hófst umferð bjargarvana fólks, því að við harðindin bættist, að enginn afli var fyrir austan og norðan. 1752. — Veturinn var afar harður viðast hvar. í febrúar komu miklir jarð- skjálftar syðra og hrundu bæir í Ölfusi og víðar. Er sagt að 12 bæir hafi hrunið alls og víða hrundu fjósin ofan á kýrnar og drápu þær. Um sumarið og hausti'ð gekk landfarsótt og dóu margir úr henni um land allt, en þó einkum börn og gamalmenni. Nokkrir dóu og úr hungri og mikið var um slysfarir. Fórust þá 15 skip, þar af þriú af Sel- tjarnarnesi. í Þverárþingi urðu miklir fjárskaðar og er talið að bændur í Mýra- sýslu hafi misst 2000 sauðfjár. 1753. — Hér syðra var vetur snjóa- samur og umhleypingasamur. Vorið var hart og gengu stórhríðar fram til 19. maí. Fé króknaði þá víða og voru harð- indi til lands og s.iávar, því að lítið afl- aðist. Þess er getið að ís kom þá á Þing- vallavatn viku fyrir jólaföstu. og þótti fur'ðulegt, því ekki var talið að það leggði að jafnaði fyrr en um vetrarsól- stöður. — í annál úr Húnavatnssýslu segir; „Inngekk sá hræðilegi mikli og harði vetur. Varð víða kollfellir um vorið. Lifandi skepnur átu þær dauðu og allt er tönn á festi. Ekki mundu elztu menn svo harðan vetur og neyð á skepnum". Vegna óþurrka um sumarið lágu töður og úthey enn úti fram í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.