Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 6
GflKKi™ at vinum mínum Jón Pálsson ftá HHð Vm þessar mundir kemur út hjá Helgafelli bók eftir Magnús Á. Árnason, sem heitir: Gamanþættir #f vinum mínum. Hér birtist einn þcssara þátta, um Jón Pálsson frá Hlíð. E, l inn af þeim mönnum sem ég spurði Halldór Laxness um, þegar við hittumst í Kaliforníu, var Jón Pálsson frá Hlfð. Halldór þekkti Jón úr Unu- húsi og sagði mér tíðindi af honum á sinn kiljanska hátt. Jón hefði farið til Vínarborgar til að læra á saxófón, sem okkur þótti heldur ógöfugt hljóðfæri, en Jón Leifs hefði sent hann heim með diktafón til að taka upp íslenzk þjóð- lög. Við Jón kynntumst sumarið sem ég var hjá Þorvaldi frænda mínum á Eyri, sem þá bjó ásamt sonum sínum í Núpa- koti undir Austur-Eyjafjöllum, en frá Núpakoti er örskammt til Hlíðar. Jón var þá sautján ára, en ég fimmtán og urðum við brátt góðir vinir. Við bröllu'ðum ýmislegt oins og ung- linga er siður. Meðal annars fengum við gamla konu undir Fjöllunum, sem var óskaplegur einfeldningur, til að líegja okkur ævintýri lífs síns, þegar franska skútan strandaði á Eyjafjalla- fjörum. Jón hafði víst oft heyrt sög- una áður, en gamla konan var alltaf fús til að segja hana aftur. Stýrimaðurinn hafði gist á bænum þar sem hún var ung stúlka. Hann var með logagyllta hnappa og borða um kaskeitið. „Mikið lifandis ósköp var hann góður við mig," sagoi hún. „Hann fór með mér út í fjós. Og hann lagði mig í básinn hennar Skjöldu, og svo breiddi hann klút yfir andlitið á mér og svo gerði hann mér það. Mikið lifandis ósköp var hann góður við mig". J ón var kominn til Reykjavíkur áður en ég fór vestur um haf 1918 og tókum við þegar upp fyrri kynni. Hann bjó þá í litlu húsi við Laugaveginn þar sem nú er verzlun Silla og Valda. Á þeim árum gerði ég andlitsmynd af Jóni með vatnslitum, en um hana sagði Ásta systir mín, að andlitið væri eins og beygluð blikkfata. Hjá Jóni hitti ég Ingimund Sveinsson, brðður Jóhannesar Kjarvals, og þótti mér vænt um að fá tækifæri til að kynnast þeirri yndislegu sál, þó þau kynni væru ekki mikil. Ingimundur lék fyrir okkur á fiðluna sína og þar á með- al sitt glansnúmer, sem hann kallaði „Brúðkaupsnótt". Leikur hans var ekki sérstaklega á lögum, þó þau kæmu inn á milli, heldur líkti hann eftir ýmsum hljóðum úr ríki náttúrunnar og lífi mannanna. Þar mátti heyra fuglasöng, lambajarm, lækjarnið, brim og útsog sævar. í Brúðkaupsnóttinni mátti heyra kirkjuklukknahljóm, fætur marsérandi inn eftir kirkjugólfi, brúðkaupssálm o. s. frv. En svo endaði það auðvitað í hjóna- herberginu, með dinglumdangli í potti og loks með brestum í rúmfjöðrum. Þa'ð er sagt að Kjarval hafi álitið bróð- ur sinn séní og er það ekki f jarri sanni. J ón frá Hlíð var um þessar mund- ir innheimtumaður hjá dagblaðinu Vísi. Einhvern tíma var hann að rukka heild- sala nokkurn, sem hét Jakob Havsteen. Heildsalinn tók Jóni þannig, að hann skellti hurðinni á nefið á Jóni. Jón var skapmaður mikill og þessi framkoma fékk svo á hann, að hann gat ekki rukk- að meira þann dag. Hann fór þá heim til sín og orti níðkvæði um heildsalann, þar sem hann rakti æviferil hans frá því hann fæddist í þennan heim og skildi loks við hann í logandi pyttum helvítis. Ekki man ég nú nema slitur úr þessu kvæði, t. d. segir hann um hjúskap hans: Til framandi landa þú flæmdist svo út og flæktist í hjúskaparsnöru ... Kvæðið endar á þessu mergja'ða er- indi: Ég sé hvar þú hrapar í syndanna svelg og sogast til helvítis niður, og fjandinn sjálfur flær af þér belg og fauraðar hausskeljar bryður. Þegar ég kom heim 1930, eftir tólf ára útivist, hitti ég Jón bráðlega í Unu- húsi og enn tókum við upp fyrir kynni. Jón kom mjög oft í vinnustofu mína og settist þá ævinlega við píanóið. Oft- ast lék hann sömu tvö lögin, bæði eftir Schubert: Moment Musical og Stand- chen. Því miður fór hann ekki rétt með Standchen, því hann gat aldrei fengið það inn í höfu'ðið hvernig leika ætti þrjár nótur á móti tveimur. Stundum lék hann sín eigin lög, og þau höfðu blæ sannrar tónlistargáfu, en ég er hræddur um að kunnátta hans í tónfræði hafi ver- ið það takmörkuð, að hann hafi ekki getað gengið frá þeim eins og skyldi. Me leðan ég hafði vinnustofu í kjallaranum í Miðstræti 4, átti ég lítinn kettling, svartflekkóttan að lit, falleg- an og skemmtilegan, sem ég hafði mik- ið dálæti á. Ég hef sagt nánar frá honum í Dýrasögum og fugla, óprentaðri bók. Ég hafði alltaf leyft kettlingnum að valsa um nótnaborðið á píanóinu með- an ég vann við það. Hann virtist skemmta sér konunglega við að hlusta á tónana sem hann framleiddi með fót- unum. En nú vildi svo illa til, að Jón var ekki fyrr setztur við hljóðfærið en kettlingurinn kom og valsaði eftir nótna- borðinu. Jóni varð ákaflega gramt í geði út af þessu og hótaði í hvert sinn að drepa kettlinginn. Ég hafði vinnustofu mína alltaf ólæsta, svo kunningjar mín- ir gætu setzt inn ef þeir vildu. Einn daginn þegar ég kom heim var kettling- urinn horfinn, einhver hafði hleypt hon- um út. Ég leita'ði hans í marga daga, en fann hann ekki. Ég grunaði Jón um græsku, en hafði engar sönnur fyrir því. Mér þótti leitt að heyra hvernig vinur minn Þórbergur Þórðarson veittist um eitt skeið að Jóni kvöld eftir kvöld í Unuhúsi. Mér fannst lítið leggjast fyrir kappann, því leikurinn var alltof ójafn. Jón var hinn mesti meinleysingi, ein- stæðingur og lánleysingi. Hann hafði lengi tamið sér einstæðar samlíkingar í öllum samræðum, samlíkingar sem oft voru mjög snjallar og frumlegar, en stundum nokkuð langt séttar. Það get- ur verið að þetta hafi að lokum fari'ð í taugarnar á Þórbergi; ég veit það ekki. Jón Pálsson frá Hlíð. Teikning eftir Jóhannes Kjarval. E l inu sinni mætti ég Jóni ölvuðum á götu. Hann bað mig að ganga með sér vestur í Unuhús, hann þyrfti að biðja Erlend afsökunar. Við stóðum ekki lengi við, og þegar við fórum fylgdi Erlendur okkur til dyra og stóð á tröppunum. Við vorum komnir út á götu, en þá sneri Jón við, fór til Erlends og tók í hönd hans og ba'ðst enn einu sinni afsökunar. Og þetta endurtók Jón að minnsta kosti tíu sinnum og alltaf tók Erlendur jafn Ijúfmannlega og brosandi á móti honum. Ég hafði ekki hugmynd um á hverju Jón var að biðjast afsökunar og ég efast um að Erlendur hafi vitað það. J ón var talsvert hreykinn af drykkjuvísu sem hann hafði ort og lagi sem hann hafði samið við hana. „Hefði ég gert hundrað slík", sagði hann, „— þá væri ég ánægður". Þetta hefði átt að geta oríiið vinsæll drykkjusöngur, þegar menn eru komnir á visst stig, því lag og vísa hæfðu hvort öðru vel og hvort tveggja mjög auðlært. Vísan er svona: Dapurt er að reika um Dónár fögru borg, drottinn minn, hvað auraleysið veldur þungri sorg. Ætti ég nú fimmkall mikil ósköp yrði ég stór, eflaust miklu, miklu stærri en Norður- landa-Þór. Ég vil heldur drekka, drekka brennivín en bjór. Jón hafði ofan af fyrir sér með því að kenna byrjendum að leika á orgel. En ég er hræddur um að tekjurnar hafi verið rýrar og að hann hafi fremur skrimt af þeim en að hann hefði til hnífs og skeið- ar, enda voru krepputímar á árunum eftir 1930 og margir áttu þá í vök að verjast, ekki sízt þeir sem fengust við listir og skriftir. Jón var holdgrannur af næringarskorti og oft kalt á vetrum vegna klæðleysis. Ég man að föt hans voru orðin mjög snjáð, olnbogarnir út úr og skálmarnar neðst í tuslum. Ég átti þá tvenn föt og önnur þeirra hafði ég mjög lítið notað vegna þess að mér þótti þau alltaf of þröng. Jón var ívið minni maður en ég og talsvert grennri. Eg vissi að það var þýðingarlaust a'ð bjóða honum fötin beint, hann var alltaf stolt- ur til þess. Ég fékk þá Asmund frá Skúfsstöðum, sem var góður vinur hans, í lið með mér. Ásmundur bjó til ein- hverja sögu á þá leið, að einhver hefði komið með föt til mín, sem ég gæti ekki notað, hvort Jón vildi ekki máta þau. Fötin voru dökkblá og úr all vönduðu efni. Jón kom og fötin fóru honum prýðilega. Ég held að hann hafi gengið í þeim til dau'ðadags. Eftir a'ð Jón lauk við þýðingu á skáld- sögu eftir Maxim Gorki, fór hann að skrifa skáldsögu sjálfur. Hann las fyrir mig kafla og kafla úr sögunni, en ekki var það svo heillegt að ég gæti gert mér grein fyrir gildi sögunnar. Ég man að það var sveitalífslýsing svo algjör, að þar yrði engu hægt við að bæta. Ekki veit ég hvort hann lauk við söguna, né hvort athugaðir hafa verið möguleikar á því að gefa hana út, ef hún er þess virði. M. Leðan vi'ð vorum ungir menn hafði ég þá trú, að Jón yrði kraftaskáld, því hann bjó yfir talsverðri orðkynngi og virtist hafa skapgerð og heift Bólu- Hjálmars. En sem fullþroska maður virtist mér hann meinlaus og meyr. Eg veit ekki hver reynsla hans af lífinu hefur verið, því við vorum ekki trún- aðarvinir að því marki. Ef til vill hefur hann verið viðkvæmur, þó hann kvart- aði aldrei, og erfiðleikar lífsins gert hann að au'ðnuleysingja. Ekki er hægt Framhald á bls. 12 6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. október 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.