Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1967, Side 13
NID NÝJA PERSOHUGERVI Hvað var það sem í raun- inni gerðist þegar Bítlarnir geistust fram á sjónarsviðið? Hvað hafði verið að þróazt und- ir niðri í Liverpool, sem svona skyndilega brauzt út me'ð því- líkum krafti að undir tók í öll- um hinum siðmenntaða heimi? Aldrei í sögu mannkynsins hafa nokkrir haft eins víðtæk áhrif á æskufólk eins og The Beat- les hafa gert. Hrifningin og að- dáunin leynir sér ekki hvar sem þeir koma fram. Þeir hafa skap- að nýjan pop-heim, nýja tízku, nýja pop-músík. Þeir hafa gert það sem aldrei fyrr hefur ver- ið gert í sögu tónlistarinnar: skapað tónlist þar sem eitt og sama lag er hægt að útsetja í jazz, beat eða fyrir sinfóníu- hljómsveit. Engar hljómsveitir hafa enn jafnazt á við þá hvað frægð snertir og hlutlaust virð- ist það sanngjarnt a'ð þeir skipi þann sess sem þeir nú skipa í tónlistarheiminum. Bítlarnir hafa nokkuð verið bendlaðir við eiturlyf nú und- anfarið, þó ekki alvarlega, en það og hið tvíræða orðalag í sumum lögum þeirra, eins og t. d. „A Day in the Live“, vekur óróa hjá mörgum aðdá- endum svo maður tali ekki um áhyggjufulla foreldra. „Öll Stg. Peppers-platan er löðrandi í eiturlyfjum", eins og ritstjóri einn hjá þekktu ensku músík- tímariti komst að orði. Annar álíka þóttist geta afhjúpað ástand trommarans Ringos Star þegar hann syngur: „I get high with a little help from my friends". Jafnvel „Lucy in the Sky with Diamonds" vekur upp eiturlyfja-ofsjónir og upp- hafsstafir titilsins L S D þykja ótvírætt merki þess að þama sé LSD-lyfið á ferðinni. En eitt er augljóst, að þegar Bítlarnir tala, hvort sem það er um eitur- lyf, stríðið í Víetnam eða Jesúm Krist, hlusta milljónir og draga siðan ályktanir, sem margar hverjar vilja verða rangar. í rauninni, þrátt fyrir alla frægðina og auðinn, lifa Bítl- arnir óþægilegu og erfiðu lífi. Einkalíf þeirra er reynt að op- inbera eins og kostur er á. Að öðru leyti lifa þeir hátt, eða a. m. k. eins og búast má við miðað við þær tekjur sem þeir hafa af plötuútgáfu, kvik- myndaleik, sjónvarpsþáttum o. fl. John, Ringo og George, sem allir eru kvæntir, eiga stór hús í Weybridge, sem er um 40 mín. akstur frá London. John og kona hans Cynthia, sem er fyrrverandi listakona, ásamt syni þeirra Julian, búa á stórum herragarði og að sjálfsögðu er sundlaug í garðinum. Eins og hinir Bítlarnir er hann mikið gefinn fyrir iburð og giæsileika og ber heimili hans glöggan vott um það. Rétt fyrir neðan hæðina þar sem hús Lennons stendur, er „Sunny Heights“, 15 herbergja „villa“, þar sem Ringo Star býr á samt konu sinni Maureen og tveim sonum, Zak tveggja ára og Jason sem er aðeins rúmlega mánaðar gamall. Mau- reen, sem áður var hárgreiðslu- stúlka í Liverpool, giftist Ringo fyrir rúmlega tveim árum. 1 frístundum sínum koma Bítl- arnir gjarna saman á heimili Ringos og ræða þar sín áhuga- mál. Ringo hefur komið fyrir ir nokkrum skemmtilegum bjálkakofum í hinum víðáttu- mikla garði sínum og inni í húsinu er mjög vandlega gerð- ur bar sem ber nafnið „The Flying Cow“, eða „Kýrin fljúg- andi“, eins og það mundi koma út á íslenzku. George Harrison, sem er yngstur þeirra, 24 ára gamall, kvæntist fyrirsætunni Patty Boyd snemma á s.l. ári. Þau búa í stóru hvítu húsi nálægt þeim John og Ringo. Með hjálp vina sinna hefur George mál- að nokkrar furðulegar myndir á útveggi húss síns. Þar má Maureen og Ringo með soninn Zak. líta rósir, stjörnur, tré og menn í öllum mögulegum litum. Hann æfir sig mikið á gítarinn þegar hann er heima og í tónlistarher- berginu hefur hann 12 mismun- andi gerðir af gíturum. • Paul McCartney er sá eini af þeim sem enn hefur ekki kom- izt í tæri við hjónabandssæluna. Hann kann bezt við ys og þys stórborgarinnar og býr þar af leiðandi í London. Uppáhalds stúlkan hans heitir Jane Asther, en hún er 21 árs og leikkona að atvinnu. Paul er mikill sam- kvæmismaður og það skemmti- legasta sem hann gerir, fyrir utan að semja og syngja lög, er að fara í party og aka hinni bláu „Aston Martin DB5“ bif- reið sinni. The Beatles halda mikið sam- an. Sérstaklega náinn vinskap- ur og skilningur á vandamálum hvers annars hefur eflaust átt mikinn þátt í velgengni þeirra. Og engan skal furða. Þeir eru ekki einungis tengdir saman sem ein hljómsveit eða að þeir sigruðu heiminn sem ein heild, heldur eru þeir allir sprottnir upp úr sama jarðveginum. For- eldrar þeirra voru láglaunafólk, fólk sem ekki velti milljónum eins og þeir sjálfir gera nú. Paul, sem er sonur baðmullar- kaupmanns, og John, sem ólst upp hjá frænku sinni eftir að faðir hans hafði yfirgefið fjöl- skylduna, voru farnir að leika saman þegar árið 1955. George, faðir hans er strætisvagnabíl- stjóri, slóst í hópinn árið 1958. Tveim árum seinna hittu þeir svo Ringo (fæddur Richard Húsið sem John og Cynthia búa í. „The Cream" og „Jimi Hend- rix Experience" eru hljóm- sveitir sem oft eru nefndar í sömu andrá, enda kannske ekki furða þar sem þeim svipar hvorri til annarrar bæði hvað útlit og hljóðfæraleik snertir. Þessar hljómsveitir hafa ein- skorðað sig við ákveðna tegund af „blues musik" sem um þess- ar mundir nýtur sívaxandi vin- sælda bæðí í Bretlandi og Bandaríkjunum. Báðar eru hljómsveitirnar skipaðar aðeins þremur mönnum — gítar, bassi og trommur —, þeir eru svip- a'ðir í klæðaburði og allir „tú- bera“ þeir á sér hárið, sem við fyrstu sýn gerir þá heldur ógeðslega á að líta. En hvað með útlitið. Þetta uppátæki þeirra sem og önnur, virðist falla hinni óstýrilátu nú- tíma æsku vel í geð og sigla þeir nú hraðbyri upp á stjörnu- himininn, sem ef til vill er ekki síður að þakka góðum hljóð- færaleik en allt eru þetta úr- vals hljómlistarmenn. Þessar myndir voru teknar um svipað leyti á Lundúna flug velli, en The Cream voru þá að leggja upp í átta vikna hljóm- leikaferð til Bandaríkjanna og Jimi Hendrix að koma þaðan eftir þriggja mánaða dvöl þar. Starkey) sem er sonur hafnar- verkamanns. Foreldrar þeirra voru allir sannfærðir um að þeir yrðu aldrei góðir hljóðfæraleikarar. „Ef Paul hefði hlustað á mig“, sagði Jim McCartney, „hefði hann orðið kennari". En Paul hlustaði ekki á föður sinn, tón- listin átti hug hans allan og því fór sem fór. Það blés held- ur ekki byrlega hjá þeim í byrj- un og foreldrarnir hömruðu sí- fellt á því að þetta tónlistar- brölt þeirra væri aðeins sóun á tíma. Þá var það sem þeir hittu Brian Epstein. Brian, þessi hugmyndaríki atorkumaður opnaði hliðin að Liverpool og ruddi þeim braut til heims- frægðar. Hann skipulagði síðan starf þeirra þangað til að hann hné í valinn, löngu fyrir aldur fram, í ágúst mánuði s.l. Hvað nú tekur við er ekki auðvelt að geta sér til um. Víst er að dauði Epsteins mun koma til með að hafa mikil áhrif á framtíð Bitlanna.í fyrri hluta september ferðuðust þeir um Suður-England og léku í sjónvarpsþætti „Magical Mys- tery Tour“, sem ráðgert er að sjónvarpa um heim allan í kringum næstu áramát. Þeir hafa nú ákveðið að taka tveggja mánaða frí og fara til Kashmir sér til hvíldar og and- legrar heilsubótar. Þar munu þeir stunda dulspekinám undir handleiðslu Maharishi Mahesh Yogi en þann furðulega mann hittu þeir meðan þeir dvöldust í Wales s.l. sumar. „Furðulegir menn“, segir fólk og hristir höfuðið. En er þetta ekki skyn- samlegasta lausnin fyrir þá þegar þeir nú hafa misst sinn tryggasta vin? Er ekki hyggi- legast af þeim, nú eins og sakir standa, að hvíla sig frá um- heiminum og njóta friðar hátt í fjöllum Himalaja? Ef til vill eru þetta endalok The Beatles, ef til vill eiga þeir eftir að gera eitt- hvað enn stórbrotnara. En eins og George Harrison sagði: „Hvað frarntíðin ber í skauti vitum við ekki, en okkur finnst nú að við séum rétt að byrja.“ 8. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.