Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Blaðsíða 1
upphafi 15. aldar lá helmistur Svarta dauða yfir íslandi. Heimildir um pestina eru mjög fáskrúðugar, en minn- ingar þjóðarinnar um þennan vágest lifðu í þjóðsögum fram eftir öllum öld- um og allt fram á okkar daga vekja þær hrylling og ótta. Heitið Svarti dauði kemur hvergi fyrir í heimildum 15. né 16. aldar, þá er þessi sótt niefnd Plágan, Mannplágan eða Plágan mikla eða Plágian fyrri, til aðgreininigar pest- inni, sem gekk hér 14)94. Pest þessi gekk út í Evrópu um miðja 14. öld með mestu forsi, og öðru hverju allt fram a 18. öld, en 1727 er talið, að svermiur brúnna rotta 'hafi komizt yfir Volgu og hafi þessi rottutegund útrýmt þeim svörtu, en sníkjudýr sem lifðu á þeirri tegund, voru aðal sýklaberar pestarinn- ar. Samtímaiheimildir eru nokkrar ann- álsgreinar og tvö heitbréf. Merkasta heimildin er Nýi annáll, þar segir: 1402 . . . . Item kom út Hval-Emar Herjólfs- son með það skip, er hann átti sjálfur. Kom þar út í svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til er heitið var þremur lofmessum m-eð sæmilegu bæniahaldi oig Ijósbruna . . . fengu síðan flestir skriptamál, á'ður en létust. Gekk sóttin um haustið fyrir sunnan land með svo mikilli ógn, að aleyddi bæi víða, en fólkið var ekki sjálf’bjarga, það eptir lifði, í mörgum stöðum. Síra Áli Svarthöfðason deyði fyrst af kennimönmum um haustið, og þar næst bróðir Grímur kirkjuprestur í Skálaholti, síðan hver eptir annan heima presta; séra Höskuldur ráðsmaður á jóladaginn .sjálfan. Aleyddi þá þegar staðinn að lærðum mönnum og leikum, fyrir utan biskupinn sjalfan og ij leik- menn. 1403. Manndauðaár hið mikla á ís- landi. Obitus Páls ábóta í Viðey og herra .Þorsteins frá Helgafelli. Obitus herra Runólfs af Þykkvafoæ og vi bræðra, en, aðrir vi lifðu eptir. Obitus Halldóru abbadísar í Kirkjubæ og vij systra, en vi lifðu eptir. Vigð frú Guð- rún afobadis Halldórsdóttir. Eyddi stað- :r:n þrjá tíma að manfólki (manflólk þ.e. þjónustufólk, þjónustustúlkur), svo að um síðir mjólkuðu systurnar kúflénað- inn, þær er til voru, og kunmu flestallar lítið til, sem von var, er slíkan starfa höfðu aldrei fyrri haft. Komu þar til Sjúklingur á banabeSI. Teikning úr handriti frá 15. öld. «8iitiiag | mmm ■ ■ ■■ EINS DAUDI VARÐ ANNARS BRAUÐ en fégrœðgi, gripdeildir og óheiðarleiki einkenndu tímaskeiðið' — I. grein kirkju hálfur átti tugur hins sjöunda hundTaðs dauðra manna, svio talið varð, en síðan vai*ð ,ekki reiknað fyrir mann- fjölda sakir; sv,o deyði rrargit síðan. Item hið sama ár eyddi staðinn í Þykkvabæ þrisvar að manfólki svo ekki var eptir nema ij foræður, svo heima væri, og einn húskarl staðarins, og hann bar matinm fyrir þá og þá til komu . . . 1404. Manndauðavetur hinn síðari. Eyddi þá enn staðinn í Skálaholti þrjá tíma að þjónustufólki. Deyði þar þá þrír prestar og mesti hlutur klerka; ij prestar lifðu eptir: bróðir Þorfinjnur kirkjuprestur og Þórarinn prestur Andrésson, er þá var capellanus bisk- upsins foerra Vilchins .... 1. Nýja annál er Einar Herjólfs- son nefndur Híval-Einar, en það viður- nefni finnst ek'ki á mianni þess.um þegar hans er síðar getið, mun þet'ta vera mis- lestur fyrir „í Hvalfirði“ enda stendur svo í afskrift Árna Magnússon'ar af Nýja annál. Vatnsfjarðarannáll eldri seg- ir við árið 1403, „þá kom út plágan í Hvalfirði“, ártalið er reyndar skakkt. Emnig er getið um Ála prest og sveina bans sjö, sem tekið hafi pestina við skip Einars í Hvalfirði, komizt upp í Botns- dal og dáið þar. Munnmælasöignin, sem tekin er upp í Fitjaannál í samJbandi við pláguna síðari 1495, um bláa klæðið og fuglinn á auðvitað við komu plág- unnar fyrri 1402. Samkvæmt þessari sögn á pestin að hafa „komið út í ibláu klæði og fyrst verið sem fugl að sjá og úr því sem reykur upp í loftið“. Það er ekkert ólí'klegt að folá'tt klæði hafi ásamt öðrum varningi fluitzt með skipi Einars Herjólfssonar og í því hafi leynzt r.otta, sem hafi skotizt í land og bafi þá sumum virzt sem þær færi fugl. Sem kunnugt er voru rottur smitberar pestarinnar. IHvalfjörður var um þetta leyti ein helzta höfn landsins, þangað var mdkil sigling, höfn ágæt og skammar flutn- ingaleiðir til þéttlbýlla sveita. Og á þessum árum var sigling óvenjumikil til landsins. Englendingar taka að sigla hingað til fiskveiða og kaupskapar, oft- ast í banni konungs, frá 1390. Þar með hófst togstreitan um verzlunina, fyrst milli Björgvinjarkaupmanna og Eng- lendi'nga og síðar þeirra og Hansakaup- manna. Þetta olli stórkostlegri verð- hækkun á skreið. Englendingar gáfu mun hærra verð fyrir skreiðina en væri hún seld í Björgvin. Því er mjög lík- legt, að Einar Herjólfsson hafi komið frá Englandi þetta 'örlagaríka haust. Svarti dauði blossaði upp öðru hverju eftir miðja 14. öld. Getið er um pestar- faraldur í Þýzkalandi, Englandi og á Niðurlöndum um og eftir 1400, en ekki er vitað til að pe:stin hafi geisað í Nor- egi á fyrstu tveimur árum 15. aldar, og styður þetta skoðunina um útkomiu Einars Herjólfssonar frá Englandi. Sag- an um bláa klæðið bendir einnig til Englands; vefnaðariðja var hafini þar í landi og sjálfsagt ódýrara að kaupa þar fínan vefnað en af kaupmönnium í Björgvin. Og Eina'r átti skipið sjálfuir, sem bendir til þess að hann hafi ráðið ferðum sínum. Hann hlýtur að hafa verið vellauðugUr; skipeign á þessum tíma bendir til þess. Endalok þessa efnaða kaupmanns urðu þau, að hann var drepinn á uppstigningardag í kirkjiugarðinum á Skúmstöðum í Land- eyjum, isamfcvæmt Nýja annál. að er engin ástæða til þess, að rengja frásöign annála um sýkingu Ála prests og fylgjara hans. Sóttin var mjög næm; menn veiktust á þriðja til fjórða degi eftir að 'hafa smitazt og oft fyrr. Því getur sögnin um Ála prest staðizt iHann gat hafa dvalizt einn til tvo daga við skip, kennt veikinnar, viljað hraða sér heim, _en ekki komizt lengra en í Botnsdal. I annálum eru taldir prestar, sem tóku veikina um haustið en þeir voru berskjaldaðri fyrir smitun, en aðrir, s'ö'kum starfa isíns sem þjónusfcu- m.enn dauðvona mannu. Því er það efa- lauist rétt, að pestin 'hafi borizt hingað tii lands um haustið 1402. Fyrstu viðforögð manna við plágunni voru heitbréf. í Nýja annál er getið heita um sunnanvert land og til eru tvö heitforéf, annað frá Grenjaðarstað 2'5. desemfoer 1402 oig hitt á Munkaþverá 16. jan. 1403. Heitið var föstum, foæna- haldi heitgöngum og beinum gjöfum til kirkna. Getið er um gjafir til Guð- mundarskríois á Hólum og ekki er ól'ík- legt, að víðar hafi fólk leitað trausts með keimlíkum gjöfum. iHeitgöngur voru gerðar og hafa þær auðvitað orðið til þess að breiða út pláguna. Þrátt fyrir öll áfoeit og bænakvak fór plágan um landið, sem liogi yfir akur. Fyrst dreifð- íst sóttin frá Hvalfirði suður, austur oig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.