Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Page 2
> vestux strax um haustið 1402. Mann- fallið virðist hafa verið mest um þetta leyti í Árnes-, Rangárvalla- og Kjalar- nesþingum. Á þessum árum lágu allar leiðir til Skálholts fyrir sunnan land, enda verður mannfallið þar óskaplegt; biskiupinn og tveir leikmenn lifa pest- ina. Skálholt var á þessum tímum ann- að mesta höfuðsetur landsins, það hefux verið fjölmennasta býli land'sins og heimilisfiólk varla verið undir tvö- hundruð. Fregnir af slíkum ósköpum hafa fljótlega borizt um landið og ótt- inn gripið um sig; fólk virðist hafa búizt við hinu versta, heitbréfin benda tii þessa, þa.u frá Grenjaðarstað og Munkaþverá. í Munkaþverárbréfinu frá 16. janúar 1403 segir: „á móti þeim hræðilega manndauða, sem þá stóð harðast yfir“, bendir þessi setning til A þess, að pestin hafi þá verið komin í Vaðíaþing. IVýi annáll kallar árið 1403, „Manndauðaár hið mikla á íslandi". Taldir eru upp nokkrir menn, sem þá létust úr pestinni, áibótar, ahbadísir og ýmsir veraldlegir höfðingjar. Þá er pestin komin um allt land, þótt segi í þjóðsögum, að galdramenn hafi varið Vestfirði. Einnig segja mur.nmælin, að sumir hafi tekið sig upp með hyski sínu og flutt á öræfi og dvalið þar með- an plágan gekk; sent mienn öðru h'verju til að sjá hvort dauðamistrið lægi enn yfir sveitum, og ekki hreyft sig úr stað fyrr en það var nokið burt. Sumstaðar er bent á tóttir þessu til sanninda, svo sem í Arnardal inn af Möðrudal á Fjöllum, þar sem sagt er að Þorsteinn jökull hafi dvalið, en það mun hafa gerzt í plágunni síðari, pví að hann er uppi um 1500. Grundar-Helgi á að hafa flutt á fjöll og dvalizt þar meðan móðan lá yfir sveitum. Nýi annáll segir klaustrið í Kirkjúbæ hafa orðið hart úti þetta ár, svo mjög að þrisvar eyddi staðinn að vinnufólki, svo að systurnar hafi orðið að mjólka „kúfénaðinn . . . og kimnu flestar lítið til“. Þetta bendir til þess, að nunnurn- ar þar hafi verið úr höfðingjastétt, og svo hefur einnig verið um munka og nunmur annarra klaustra hérlendis. Vinnufólksskortux hefur verið orðinn töluverður þetta ár, þegar ekki fást mjaltakonur lengur til klaustursins í Kirkjubæ. Sama ár hrundi niður vinnu- fólk Þykkvabæjarklausturs, svo að Iokum var aðeinis einn húskarl til þess að bera mat fyrir þá tvo munka, sem eftir lifðu og gesti þeirra. Mannfall presta varð svo mikið, samkvæmt fr&ögn Vatnsfjarðarannáls eldra, að síðasta pláguárið hafi lifað eftir sex prestar í Hólabiskupsdæmi, en varla fimmtiu í Skálholtsbiskupsdæmi. í sömu heimild segir við 1403, að plágan gangi „sem mest á Norðurlandi með óguTlegu mannfelli“, og til marks um pestnæmið segir, að „þó fimmtán færu til greftrunar með einum, komu ekki heim nema fjórir“. 1404 eyðir pestin Skálholtsstað þrisvar að þjónustufólki, prestar létust þrír og mestur hluti klerka, þ.e. þeir, sem höfðu lægri vígslu en fullgildir prestar. Bisbupinn Vilkin Hinriksson lifði af þessar hörmungar, en 1405 var vetur aftaka harður, nefndur „snjóa- vetur hinn mikli“ með miklum „fjár- felli til brossa og sauðfjár fyrir sunnan land“ og bættist þetta ofan á allar aðrar hörmiunigar. Biskup fór utan úr Hvalfirði, ásamt Birni Einarssyni Jórsalafara og fleirum í júlílok 1405; hélt til Björgvinjar og lézt þar. Björn Jórsalafari gerði útför hans. Mannfall í Svarta dauða var lengi vel talið % hlutar þjóðarinnar, en lík- legra er að % hafi látizt eða rúmlega það. Manntöl eru engin til frá þeissum tímium og ber mönnum ekki saman í ágizkunum sínum, sem þerr draga af skattbændatali 1311 og þingfararkaups- bændatali um 1095. Mannfjöldinn um 1400 gæti hafa verið 80-90 þúsund manns og gætu þá hafa fallið úr plágunni 35-40 þúsund. Þetta var óskapl'eg blóð- taka, og svipuð og aðrar þjóðir í Evr- ópu urðu að þola. Afleiðingar plágunnar hér á landi urðu afdrifaríkar, en það ber að athuga, að þær breytingar, sem verða á atvinnu- högum landsmanna í upphafi 15. aldar verða alls ekki einungis raktar til af- leiðinga plágunnar. Pl’ágan verður til þess að flýta fyrir þessum breytinigum og magna þær, vísirinn að þeim var kominn áður en plágan hófst. Því verða örar og róttækar breytingar á atvinnu- högum landsmanna í upphafi 15. aldar og verða ekki aðrar slikar fyrr en á okkar dögum. íslenzkt miðaldaþjóðfélag var kyrrstætt landbúnaðarþjóðfélag at- vinnulega. Jarðeignin og búféð var und- irstaða mannlífs hérlendis og annars staðar í Evrópu. Þjóðin bjó mjög að sínu, en þó varð ekki lifað hér í landi nema til kæmi innflutt nauðsynjavara, svo sem járn, korn og timbur. Reyndar var hér stunduð járngerð fram á 15. öld, en þó ekki í slíkum mæli að nægði, kornyrkja var hér einnig stunduð, og er sama að segja um þá grein og loks timbrið. Fabúlur ganga um að landið hafi verið vaxið skógi og nytjaskógi, en allt bendir til þess að skóigar hér- lendis hafi aðeins verið nýtilegir, sem eldsmatur, til kolagerðar og til rafta í léleg útihús. Arngrímur ábóti Brands- son skrifar Guðmundar sögu um miðja 14. öld, og þar í gefur hann nokkra lýs- ingu á landinu, þar eð hann setti sam- an þessa .sögu í þeim tilgangi að fá Guð- mund gerðan heligan. Sagan var rituð á latínu, en íslenzka gerðin er nú aðeins til. í landlýsingunni segir ábóti: „Skóg- ur er þar engi utan björk, ok þó lítil'S vaxtar. Korn vex á fáum stöðum sunn- anlands, ok eigi nema bygg“. Verzlunar- viðskipti við aðrar þjóðir voru lífs- nauðsyn og því réð verðlag erlendis mjög hag manna hérlendis. Aðalútflutn- iii'gsvara íslendinga var vaðmál, heim- iiisiðnaðarvara og stendur svo allt frá upphafi byggðar og fram um miðja 14. öld. Verð vaðmáls hækkar heldur allt fram á síðari hluta þrettándu ald- ar. Þegar kemur fram á 14. öld er tekið að kvarta yfir vaðmálinu erlendis, og fer verð þess lækkandi. Árferði var erf- itt á 14. öld, jarðleiga fer þá lækkandi en á síðari hluta aldarinnar tekur hag- ur landsmanna að skána með auknum sjávarútvegi. Eftir miðja 14. öld er tekið að flytja út skreið og lýsi oig undir alda- mótin er getið um erlenda kaupmenn hér við land í sam'bandi við óspektir. Skreiðin var orðin eftirsótt og stafaði það af opnun nýrra markaða fyrir skreið, að tilhlutan Hansasambandsins. Hansasambandið náði tangarhaldi á norsku verzluninni og var orðið ein- rátt um norska verzlun þegar um miðja 14. öld. Lengi höfðu Norðmenn séð Eng- lendingum fyrir skreið, en r.ú voru bein verzlunarviðskipti Norðmanna og Eng- lendinga úr sögunni og harðvítug sam- keppni hefst um skreiðina milli Hansa- samibandsins og Englendinga. Þetta or- sakaði stórhækkun skreiðar og sú hækk- un verður örust milli 1400 og 1420. Á þeim árum taka Englendingar að sigla hingað stórum flota til fiskveiða og verzlunar og við það hækkar skreiðin um helming. Skreiðin hafði einnig hækkað töluvert á árunum 1350-1400. Þessi hækkun hafði þær afleiðingar, að fólk dróst að sjávarsíðunni og kaup hækkar. Þessi þróun var hafin áður en Svarti dauði örvar þessar breytingar slórkostlega. Það verður mikill skortur á vinnu- afli við hið gífurlega mannfall í plág- unni, kaupgjald stórhækkar. Jarðir fara í eyði og jarðarverð lækkar og þar með landskuld. Einstakir menn erfðu oft miklar jarðeignir eftir frændur sína og kirkjan efnaðist stórum. Lækkun jarðarverðsins varð til þess að ýta und- ir jarðakaup einstakra stórjarðeigenda og kirkjunnar. Þó er ein tegund jarða, sem hækkaði í verði á þessu tímabili og það voru útvegsjarðir, enda varð mikil eftirsókin eftir þeim. Erfitt var að leigja jarðir, sem fóru í auðn við pláguna, iandeiigendur tóku á það ráð, sem reyndar hafði verið tekið upp fyrr sums- staðar að leigija kvikfé með jörðum. Þetta gerði efnalitlu fólki fært að hefja búskap með leigupening. Leigur eftir innstæðukúgildin voru háar og þannig unnu jarðeigendur nokkuð upp lækkun landskuldar. Reynt var að hafa hemil á kauphækkunum en það kom fyrir lítið, því að um þetta leyti stórjókst sjósókn og þá eftirspurn eftir vinnuafli. Land- auðn sú, sem verður við Svarta dauða bættist að mestu á síðari hluta 15. ald- ar, þó er það mismunandi eftir héruð- um. Oft hefur verið talið, að forn eyði- býli og byggðir hafi eyðzt í Svarta dauða, og eru um það víða munnmæli, en oft reynist þetta rangt, þegar nánar er athugað. Það voru fleiri plágur en Svarti dauði; öskufall, landrýrnun eftir langvarandi rányrkju og afleitt árferði ásamt óheppilegu verzlunarfyrirkomu- lagi áttu hér drjúgan hlut að. ótt efnahagslegar afleiðingar pestarinnar yrðu miklar og ykju og mögnuðu atvin.nubyltinguina, sem átti sér stað í upphafi 15. aldar, þá voru áhrif pestarinnar á siðferði og hugsun- arhátt ekki síður djúptæk. Auður kirkj- unnar stórjókst og áhrif og vald hennar yfir hugum manna ekki síður. Hún hafði lyklavöidin að himnariki og án náð'arm.eðala kirkjunnar var hver mað- ur glataður. Kirkjan og heilagramanna sveitir hennar voru eina von pestar- hrjáðrar þjóðar. Fyrirheit hen.nar og ti úarvissa fólksins gat bægt frá ótta og skelfingu og beit um jarðarparta, kvik- fé eða peninga gaf oft góða raun. Dýr- lingarnir stórefnuðust og það fé rann allt til forsvarsmanna kirkjunnar. Svarti dauði og aðrar piágur á 15. öld- inni áttu mikinn þátt að auknu valdi og auði kirkjunnar. Sama sagan hafði gerzt erlendis á 14 öld, en þó að því er virðist ekki í slíkum mæli sem úti hér. Eins dauði er annars brauð, þetta sannaðist óhugnanlega oft á þessum ár um, menn rökuðu saman eignum og þær margfölduðust við atvinnubylting- una. Enginn var óhultur og hver dagur gat orðið sá síðasti, því var um að gera að njóta gæðanna eða þá gefa sig guði. Fégræð'gi og óheiðarleiki varð einkenni tímanna og einnig heimsflótti. Kirkijan auðgaðist og spilltist, enda var ástand yfirvalda kirkjunnar erlendis ekki til r.einnar fyrirmyndar, embættissala og mútuþægni var talin sjálfsögð. Pestir verða oft til þess að auka skemmtana- fýsnina og ábyrgðarleysið, þetta birt- ist í ljóðagerð aldarinnar. Stjórngæzla hérlendis var í molum mikinn hluta a’darinnar. Eiríkur af Pommern var lélegur landstjórn.arm'aður og hafði um sig gæðinga, sem voru ekki sem holl- astir siðgæði og réttlæti. Á tímum stríðs og farsótta birtist manneskjan og eðli hennar naktari en á skaplegri tímum; tækifærin til ills og góðs eru meiri og þegar siðferðilegt aðhald er í molum grefur spillingin frekar um sig. 15. öldin hefst með siðferðilegri upp- lausn eftir plá'guna og var sú upplausn einkenni aldarinnar. Fégræðgi, mútu- Framhald á bls. II Nunnurnar í Kirkjubæjar- klaustri urSu sjálfar að mjólka kýmar því stað- inn eyddi að vinnufólki. 19. nóv. 1967 0 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.