Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1967, Side 6
Eftir Arna óla F yrsta timburhús, sem reist er hér í Reykjavlk næst á eftir timburhúsum innréttinganna, var Fálkahúsið, sem stóð frammi á malarkambinum vestast í Hafn- arstræti að norðan.. Þetta hús var flutt hingað frá Bessastöðum 1763 og hafði því staðið hér í 16 ár áður en næstu timburhúsin komu, en þáð voru hús kóngsverzl- unarinnar, sem flutt voru úr Örfirisey og endurreist nyrzt í Aðalstræti, gegnt Fálkahúsinu. Skúli landfógeti segir að húsið hafi verið með „einfaldri múr- bindingu og tvöfaldri borðklæðningu“ þ. e. þiljað bæði að utan og innan með borð- um. En hann getur ekki um stærð þess. Má þó gera ráð fyrir að það hafi verið nokkuð stórt, því að þar var hægt að geyma rúmlega 200 fálka og hiröa þá. Þetta hús hafði alveg sérstöku hlutverki að gegna. Það gat hvorki talizt með verksmiðjuhúsunum, né heldur með verzlunarhúsunum, eftir að þau komu. Þó er líklegt að verzlunarstjóri hafi haft umsjón með því, þann tíma árs, sem það var ekki notað, en landfógeti hafði veg og vanda af því meðan á fálkaverzluninni stóð. Áður en farið er að segja sögu þessa húss, þykir rétt að minnast nokkuð á fálka- veiðarnar og fálkaverzlunina. 1. áð var forn íþrótt að fara á veiðar með hunda og hauka. Þótti þessi íþrótt , svo göfug, að hún væri ekki fyrir aðra en æðstu höfðingja. Á Norðurlöndum þekktust fálkaveiðar áður en ísland byggðist. Hér munu því slíkar veiðar hafa byrjað snemma og landnámsmenn flutt utan íslenzka fálka sem verzlunarvöru, þótt litlar heimildir höfum vér nú um það. En af orðum Einars Þveræings má ráða, að þá þegar hafi íslenzkir fálkar verið taldir „konungsger- semar“. Einar vildi ekki láta Grímsey af höndum við Ólaf konung, en lagði til að konungi væri sendar svo virðulegar gjafir, er honum sæmdi að þiggja, og nefndi til þess fálka. Fálkaveiðar voru þá víða einkaréttindi konunga og þjóðhöfðingja, og Nor- egskonungur þóttist t.d. eiga alla þá fálka sem væri í fjöllum Noregs. Þegar Hákon gamli var svo orðinn konungur íslands, mun hann sennilega hafa talið að hann ætti einnig alla fálka hér á landi. Hann sendi því menn hingað til þess að veiða fálka og sendi síðan fálkana Hinrik III. Englandskonungi að gjöf, 10 gráa fálka og 3 hvíta. Og í bréfi sem með fylgdi kvaðst hann vona að hann mætti njóta vin- áttu og liðveizlu Englandskonungs fyrir svo dýrmæta gjöf. Ekki mun Hákon konungur þó hafa náð undir sig fálkaveiði á Islandi nema þá á almenningum. í Grágás er lagafyrirmæli um að enginn megi veiða fálka í ann- ars landi. Bendir það ótvírætt til þess, að fálkaveiðar hafi frá upphafi verið taldar hlunnindi og að fálkar hafi verið verzlunarvara. Kunnugt er, að á næstu öldum kappkostuðu erlendir kaupmenn, er hingað sigldu, að ná í sem mest af fálkum, enda fór þá hróður islenzku fálkanna ört vaxandi erlendis og þóttu þeir beztir allra veiðihauka. Arfð 1602 var af ýmsum hér á landi nefnt „Kynjaár" vegna vetrarharðinda, fjárfellis, hafíss og fiskleysis. En þó tók annað út yfir, því að á þessu ári (20. apríl) hófst einokunarverzlunin danska. Konungur leigði þremur borgum, Kaup- mannahöfn, Helsingjaeyri og Málmey allar hafnir á íslandi, en öllum öðrum var bannað að verzla. En eitt tók konungur undan: fálkaverzlunina. Þessa verzlun tók hann undir sjálfan sig, en leigði hana fyrst í stað hollenzkum og enskum fálka- föngurum. En er tímar liðu urðu íslenzkir fálkar æ eftirsóttari. Sá hann þá að fálkaveið- arnar voru meira virði en peningar, því að ef hann tæki fálkaverzlunina alveg und- ir sig, gat hann sent öðrum þjóðhöfðingjum a'ð gjöf þessar gersemar og keypt sér með því vináttu þeirra og Jiðsinni. Svo var það árið 1649 að konungur hætti að leigja fálkaveiðarnar, en sendi hingað sina eigin fálkafangara. Fór svo fram um 20 ár, en eftir 1670 var íslenzk- um mönnum falið að annast fálkaveiðarnar. Var landinu þá skipt í 10 fálkaveiða- umdæmi, og fálkafangari skipaður í hverju umdæmi. Sá amtmaður um skipan þeirra, en ýmsir heldri menn sáu sér hér leik á bor’ði. Létu þeir veita sér um- dæmin, höfðu svo sérstaka menn til veiðanna, en hirtu sjálfir allt gjaldið, sem fékkst fyrir fálkana. Þetta mun þó hafa lagzt niður fljótlega og fálkafangararn- ir sjálfir fengið veiðiréttindin. Fylgdi þar með, að enginn mátti veiða í öðru um- dæmi en því, er honum hafði verið veitt. Beztu veiðisvæðin voru á Vestfjörðum, og svo þaðan súður í Borgarfjörð. En fálkaveiðar munu lítt hafa verið stundaðar á Norðurlandi og Austurlandi og mun hafa valdið hve erfitt var að flytja fálkana þaðan suður til Bessastaða. Fálkaveiðarnar hófust 1. marz og lýsir Horrebow vel veiðiaðfer'ðinni. Svo urðu menn að flytja fálkana til Bessastaða og skila þeim þar á Jónsmessu. Sá flutn- ingur var oft langur og erfiður, og lýsir Horrebow honum svo: „Fálkafangarar komu ríðandi til Bessastaða með veiði sína. Hver ríðandi maður getur flutt 10—12 fálka. Þeir eru með hettur, sem ná niður fyrir augu og bundnir við þverslá, sem föst er á stöng, sem maðurinn heldur með hægri hendi eins og gunnfána og lætur neðri enda hennar hvíla í ístaðinu“. Um matið á fálkunum segir Skúli landfógeti: ,Vel tækur grár fálki má ekki vera eldri en eins árs, eða í mesta lagi tveggja ára, og hvítur fálki ekki eldri en þriggja ára. Kvenfuglinn er stærri og því meira sótzt eftir honum. Flugfjaðrir og stélfjaðrir eiga að vera heilar, en hvorki dottnar burt né brotnar, en slíkt kem- ur oft fyrir i langferðum, sem fálkafangarar verða að fara með þá. Fálkinn á auk þess að hafa góða matarlyst, standa alveg uppréttur á fótunum, ekki láta væng- ina lafa né halla höfði, því að slíkt er merki um innvortis sjúkleik, sem eigi er ávalt auðvelt að útrýma . . . Grunur um sjúkdóm er orsök þess að farandfálka- meistari konungs tekur engan fálka gildan, fyrr en hann hefir setið í 8 daga.“ Nú ber þess og að gæta, að fálkarnir voru veiddir í net, og var ekki auð- velt að greiða þá úr netjunum án þess að fjaðrir skemmdust. Síðan urðu fálka- fangarar að ala þá, fyrst heima hjá sér og síðan á leiðinni suður til Bessastaða og er hætt við að faéðið hafi ekki alltaf verið fuglunum jafn hollt. Er svo að sjá sem margir fuglar hafi verið dæmdir úr leik árlega. Einu sinni var það siður fálkamanna konungs, að höggva alla þá fugla sem ekki þóttu útflutningshæfir, til þess að tryggja að ekki væn komið með þá aftur. Var talið að fálkum hefði fækkað mjög, vegna þessarar slátrunar, og á því má sjá, að vanhöldin hafa verið mikil. Mörgum þótti þessi slátrun ósvinna, nær hefði verið að sleppa fálkunum. því að þá hefðu þeir getað aukið kyn sitt. Bar Henrik Bjelke þetta mál fram á Alþingi 1651 og var þar samþykkt, að engan fálka mætti drepa vegna þess-að hann væri ekki hæfur til útflutnings. Var þessu hlýtt æði lengi. Skúli landfógeti segir, að íslendingar hafi fyrrum grætt álitlegar fjárupphæðir á fálkaveiðinni, og sama segir Horrebow. En Eggert Olafsson tekur þó einna dýpst Islenzkir fálkar þóttu konungsgersemar og seint á 18. öld voru árlega veiddir á annað hundrað fálkar handa konunginum. í árinni, því að hann segir: „Fálkaveiðar eru meðal helztu gæða Islands, því að þær gefa landinu árlega nokkurra (2—3) þúsunda ríkisdala tekjur.“ En tekjurnar voru eigi árvissar, því að mjög var mismunandi hve margir fálk- ar veiddust á ári. Þó er sagt að frá því um mi'ðja 17. öld og fram til 1740 muni hafa látið nærri að 100 fálkar veiddust að meðaltali á ári. Þó var veiðin á þessu tímabili mjög mismunandi og veiddust ekki nema 35 fálkar árið 1699, en 140 ár- ið 1703, og var það þá talin metveiði. Verðið á fálkunum var líka mismunandi, og fór það aðallega eftir lit þeirra. Lengstum voru greiddir 15 rdl. fyrir hvíta fálka, 10 rdl. fyrir hálfhvíta, en ekki nema 5 fyrir gráa fálka. Þetta breyttist þó þannig 1739, að eftir það voru goldn- ir 7 rdl. fyrir gráa fálka. Eins og áður er geti'ð voru íslenzkir fálkar taldir allra fálka beztir veiði- fálkar. Þeir voru grimmastir, hugdjarfastir og þolnastir. Er sagt að norskir fálkar hafi ekki dugað nema eitt ár, en íslenzkir fálkar hafi dugað í 12 ár, eða leng- ur. Þess vegna þóttu þeir kjörgripir og miklu dýrari en aðrir fálkar. En það mun ekki hafa verið veiðihæfnin og dugnaðurinn sem réði verðmismun þeirra innan lands, heldur eingöngu liturinn. Hvítir fálkar veiddust hvergi nema hér. Þeir þóttu öllum öðrum fálkum glæsilegri og það var höfðingjum sérstakt metnaðarmál að eiga hvita vefðihauka. Þess vegna voru þeir svo miklu dýrari en aðrir fálkar, en ekki vegna hins að þeir væru betri en hinir gráu, enda eru gráu fálkarnir stærri og sterkari. Nú er hvítfálkinn ekki íslenzkur heldur grænlenzkur. Hann kemur hingað við og við, einkum þegar ís þekur Grænlandshaf og kölluðu Islendingar hann því fyrrum „flugfálka". Nokkrir þessara flugfálka settust hér að og völdu sér maka meðal gráfálkanna. Og samkvæmt Mendels-lögmálinu komu þá fram meðal af- kvæmanna nokkrir hvítir og einkum hálfhvítir fálkar. Þó virðist svo sem einkenni gráa stofnsins hafi verið ríkjandi. Þannig segir Skúli landfógeti: „I einni sýslu geta t.d. verið 5 eða fleiri fálkahreiður með 3 eggjum hvert, og kemur ekki nema einn hvítur fálki úr þeim öllum, og oftar enginn". 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. nóv. 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.